Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 25 „Ófremdarástandið í húsnæðismálunum, sem leitt hefur af þeim breyt- ingum á húsnæðislöggjöf- inni, sem gerðar voru árið 1980, hefur nú jafnvel stuggað við ríkisstjórn- inni. í orði getur ríkis- stjórnin ekki lengur neit- að staðreyndum, en á borði gefur hún fölsk fyrir- heit.“ Byggingasjóð ríkisins með þeim hætti, sem ríkisstjórnin vill vera láta. Staðreyndin er sú, að lífeyr- issjóðirnir lána til 15 ára og það er harla erfitt að byggja upp Bygg- ingasjóð ríkisins, sem lánar til 26 ára, með slíku fjármagni. Þá kem- ur til vaxtamunur á lánum lífeyr- issjóðanna til Byggingasjóðs ríkis- ins og íbúðaiánum Byggingasjóðs- ins. Þarf Byggingarsjóður ríkisins að greiða 3%% í vexti af því fjár- magni, sem hann fær til umráða, en lánar 2% á vöxtum. Augljóst er, að slíkt fjármagn verður ekki til þess að byggja upp Bygginga- sjóð ríkisins heldur þvert á móti. Nú þegar er málum svo komið á árinu 1982, að frá lífeyrissjóðun- um er reiknað með að komi um 140 milljón króna til Byggingasjóðs- ins, en í vexti og afborganir af lán- um lífeyrissjóðanna til sjóðsins þurfti sjóðurinn að greiða um 90 milljónir króna. Það eru því um 50 milljónir króna nettó, sem kemur frá lífeyrissjóðunum á þessu ári til útlána fyrir Byggingasjóð ríkisins. Það er ein blekkingin enn, þegar ríkisstjórnin telur sig vera að leysa mál Byggingasjóðs- ins með auknu fjármagni frá líf- eyrissjóðunum. Hér hefur verið drepið á það helzta, sem félagsmálaráðherra lætur blað sitt, Þjóðviljann segja, um fyrirætlanir ríkisstjórnarinn- ar nú í húsnæðismálum. Eftir að ríkisstjórnin hefur komið almenna veðlánakerfinu í rúst, þykist hún nú ætla að byggja upp á ný. Ekki ferst ríkisstjórn- inni hönduglega frekar en fyrri daginn. Fyrirheit hennar nú eru falsið eitt. Ymist er um hreinar blekkingar að ræða eða atriði, sem engum sköpum ráða, þar sem ekki er séð fyrir nauðsynlegu fjár- magni. En kannski má segja, að ríkisstjórnin hafi nú iðrast gjörða sinna. En það er samt af og frá að hún hafi lofað bót og betrun. Þegar núverandi húsnæðislög- gjöf var sett árið 1980, freistuðum við sjálfstæðismenn að koma að lagfæringum og bárum fram fjölda breytingartillagna, sem ekki náðu fram að ganga. Við töld- um löggjöfina í því formi sem hún var þá samþykkt, alls óhæfa og greiddum atkvæði gegn frumvarpi að lögum þessum. Nú virðast allir sammála um það, að þessi löggjöf þurfi breyt- inga við. Ófremdarástandið í húsnæðis- málunum, sem leitt hefur af þeim breytingum á húsnæðislöggjöf- inni, sem gerðar voru árið 1980, hefur nú jafnvel stuggað við ríkis- stjórninni. í orði getur ríkis- stjórnin ekki lengur neitað stað- reyndum, en á borði gefur hún fölsk fyrirheit. Það má hins vegar ekki dragast að gera einhverjar raunhæfar að- gerðir til úrbóta. Þess vegna höf- um við sjálfstæðismenn nú borið fram frumvarp á Alþingi um þær breytingar á húsnæðislöggjöfinni, sem við teljum að mestu varði að koma fram nú í bili. Það er annað mál til að fjalla um. Þorsteinn Matthíasson Crawford. Þessi bók hefur vakið mikið umtal þar sem hún hefur komið út. Christín sem er dóttir Joan Crawford, hinnar þekktu leikkonu, segir hér af heimilislífi fjölskyldunnar og dregur ekkert undan. Fyrsti kossinn eftir Denise Robins. Ástarsaga eftir þessa þekktu skáldkonu. Guðmundur Jónsson Fjórar bækur eftir Sven Hazel eru nú endurútgefnar. Hersveit hinna fordæmdu — Tortímið París — Dauðinn á skriðbeltum — Stríðs- félagar. Þjóðsögur frá Vietnam. Bókin er prentuð bæði á víetnömsku og ís- lensku. Mjög athyglisverð bók úr menningu Austurlanda. Bókin er ætluð bæði börnum og fullorðnum. Jón Arnalds formaður nýrrar fiskveiðinefndar FYRSTI fundur nýrrar nefndar um fiskveiðar á Norðaustur- Atlantshafi (NEAFC) var haldinn í London dagana 22.-25. nóvem- ber sl. Nefndin var sett á stofn með samningi, sem lengi hafði verið í undirbúningi og undirritað- ur var af íslands hálfu 18. nóv- ember 1980, en samningurinn tók gildi 17. mars sl. Nærri öll ríki Norðaustur-Atlantshafs eiga aðild að nefndinni. Nefndinni er ætlað að stuðla að vernd og hagkvæmri nýtingu fiskistofna á Norðaustur- Atlantshafi innan þess ramma, sem yfirráð einstakra ríkja yfir efnahagslögsögu setja valdsviði hennar og efla alþjóðlegt samráð og samvinnu um þessar auðlindir. Fundinn sóttu Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri, Már Elisson, fiskimálastjóri og Halla Bergs sendiráðunautur. Jón L. Arnalds var kjörinn for- seti nefndarinnar til næstu þriggja ára. Nefndin mun hafa náin tengsl við Alþjóðahafrannsóknaráðið og leita eftir víðtækum upplýsingum og ráðgjöf um fiskistofna á svæð- inu. Á næstunni munu þær friðunar- og verndaraðgerðir, sem í gildi eru hjá einstökum aðildarríkjum á svæðinu verða til umfjöllunar, en margir fiskstofnar flakka um milli svæða sem eru í lögsögu fleiri ríkja. (FrétUtilkynninK.) Mótmæla niðurskurði á fjárveitingu til HÍ MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Fé- lagi stúdenta í heimspekideild Há- skóla íslands: „Fundur í samstarfsnefnd Fé- lags stúdenta í heimspekideild haldinn 19. nóvember 1982 mót- mælir harðlega þeim niðurskurði á fjárveitingum til Háskóla ís- lands sem gert er ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 1983. Fundurinn lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem höfð eru við samningu frumvarpsins, þ.e. að reikna óraunhæf fjárlög fram með óraunhæfri verðbólguspá án þess að taka tillit til sívaxandi fjölda stúdenta og þarfa skólans. Knáir krakkar, barnasaga eftir nýjan íslenskan höfund, Iðunni Steinsdóttur, kennara við Laugar- nesskólann. Bókin er ætluð börn- um á aldrinum 7—12 ára. Benni og stolnu skartgripirnir, ný Benna-bók. Má ég gefa yður ráð eftir Jack Nicklaus. Nicídaus fer á kostum i leiðbeiningum sínum til golfiðk- enda í þessari bók. Ævisaga Beethovens, í þýðingu Jóns Þórarinssonar. Nútíð og framtíð íslenskrar knatt- spyrnu, eftir Yuri Sedov. Bókin er leiðbeiningabók um þjálfun knattspyrnumanna, bæði einstakl- inga og liðsheildar. Yuri Sedov hefur í þrjú ár verið þjálfari ís- landsmeistara Víkings. Baráttan um heimsbikarinn, — Spánn ’82 eftir Sigurð Sverrisson. Sigurður dvaldi á Spáni sl. sumar þegar keppnin stóð yfir. 28 lit- myndir og yfir 200 aðrar myndir eru í bókinni. Formálsorð skrifar Paolo Rossi markakóngur heims- mei starakeppninnar. íslensk knattspyrna ’82, eftir Sig- urð Sverrisson og Víði Sigurðs- son.Bókin spannar allt tímabil ís- lenskrar knattsj>yrnu á þessu ári. Litmyndir af Islands- og bikar- meisturum í öllum flokkum og yfir 200 aðrar myndir. Fundurinn skorar á ríkisstjórn- ina að bæta úr þessu nú þegar, svo að háskólinn geti starfað áfram á eðlilegan hátt.“ Opnunartími verzlana í desember EINS og á undanfórnum árum er heimilt að hafa verslanir opnar leng- ur í desembermánuði en í öðrum mánuðum ársins, segir í fréttatil- kynningu frá Kaupmannasamtökun- um. Samkvæmt reglugerð um af- greiðslutíma verslana og kjarasamn- ingum við verslunarmenn verður heimilt að hafa verslanir opnar fram yfir venjulegan afgreiðslutíma (sem er daglega frá 9.00—18.00) sem hér segir: Laugardaginn 4. desember til kl. 16.00. Laugardaginn 11. desember til kl. 18.00. Laugardaginn 18. desember til kl. 22.00. Á Þorláksmessu til kl. 23.00. Á aðfangadag og gamlársdag til kl. 12.00. Bækur handa sjúkrahóteli KVENNADEILD Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands hefur ákveðið að leggja fram 20 þús. kr. sem varið verður til að kaupa bækur í bókasafn sjúkrahótels RKÍ, segir í fréttatilkynningu frá Rauða krossi íslands. Peningar þessir eru ágóði af köku- og föndurbasar, sem Kvennadeildin efndi til 7. nóvem- ber sl., ásamt hagnaði af jóla- kortasölu. Undrið — ævintýra- saga eftir Ednu O’Brien FJÖLVAÚTGÁFAN hefur nýlega gefið út barnabókina Undrið, eftir írsku skáldkonuna Ednu O. Brien. Þetta er ævintýrabók í dulúðgum frásagnarstíl. Söguhetjan er ung- ur drengur, Teddi litli, sem er á þeim aldri, að hann er að vakna til spurnar og vitundar um ýmis furðufyrirbæri lífsins, enda hefur hann mikið hugmyndaflug. Allskyns hlutir í herbergi hans fara að tala, og svo kynnist hann músinni Matthildi og hinu mikla Undri, sem er einskonar töfratæki hugmyndaflugsins, en í ljósdepli Undursins getur Teddi séð „hvað sem hann vill, bæði góða og vonda hluti", eins og það er orðað í sög- unni. Ef til vill má túlka það svo að Teddi sé að þroskast, kynnast heiminum og yfirvinna óttann. Fjölvi gefur bókina út í sam- starfi við Hodder-bókaútgáfuna í Englandi. Útgáfan er skrautleg með myndskreytingum í lit eftir Peter Stevenson, en bókin er 44 bls. Sjálfvirkur sími 50 ára HINN 1. desember 1932 voru fyrstu sjálfvirku símstöðvarnar hér á landi teknar í notkun í Reykjavík og Hafnarfirði. Fyrsta sjálfvirka stöðin utan höfuðborg- arsvæðisins var tekin í notkun á Akureyri 1950, segir í frétt frá Pósti og síma. Árið 1959 voru gerðar áætlanir um sjálfvirkt símkerfi með sjálf- virku vali milli stöðva fyrir allt landið og voru fyrstu stöðvarnar í þessu kerfi settar upp á Suður- nesjum árið 1960. Sjálfvirkt val til útlanda var tekið í notkun 1980. Nú eru sjálfvirkar símstöðvar á 100 stöðum á landinu með um 90.000 notendur og um 116.000 talfæri. Hægt er að ná 89 löndum með sjálfvirku vali. Samkvæmt sérstakri áætlun er fyrirhugað að koma öllum símum dreifbýlisins, sem enn eru hand- virkir, í sjálfvirkt símsamband innan fjögurra ára. TONLEIKAR Sólarhrings tónleikar í Langholtskirkju frá kl. 19.00 föstudaginn 3, des, til kl. 19.00 á laugardeginum 4. des. Þar verða flutt um 70 mismunandi tónlistaratriði og flytjendur eru yfir 250, allt fremsta listafólk þjóðarinnar. Aðgangur er ókeypis’ KÓR LANGHOLTSKIRKJU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.