Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 /l/USJÖIMi PiWHÖÖ SKÁLJDSöGAIH/.GÆP Luktar dyr LEIKALMANÖK Heiidsölubirgðir sími: 79750 ' „Aðalpersónurnar úr leik í þjóðfélaginu“ Andvökuskýrslurnar er bók eftir Birgi Engilberts, sem nýlega er kom- in út hjá Iðunni. Er hér um 3 sögur að ræða, sem bera nafn aðalsöguper- sónanna, Sigvarðar, Ingibjargar og Þorvaldar. Eru sögurnar samfelldar að stíl og frásagnarhætti og rekja skilmerkilega sem skýrslum ber þá viðburði, sem beint hafa sögufólkinu fram á ystu nöf hverjum með sínum hætti, eins og segir aftan á kápu bókarinnar. Er þetta fyrsta bók höf- undarins, en Birgir Engilberts er þekktari sem leikritahöfundur. Á fjölum Þjóðleikhússins hafa verið sýndir eftir hann þrír einþáttungar, Loftbólur, Ósigur og Hversdags- draumur og hafa tveir þessara ein- þáttunga einnig verið teknir upp af sjónvarpinu og sýndir þar. Við spurðum hann fyrst að því hvers vegna hann hefði leitað frá Spjallað við Birgi Engilberts um fyrstu bók hans Andvökuskýrslur leikritinu og í skáldsöguformið? „Það má eiginlega segja, að ég hafi gefist upp á leikrituninni í bili. Ef til vill stafar það af því, að ég þekki leikhúsið allt of vel, en að vinna í leikhúsinu allan daginn hefur gert það að verkum, að ég hef ekki haft áhuga á að skrifa fyrir það á kvöldin. Sumir höfund- ar, sem skrifað hafa fyrir leikhús, hafa kvartað undan því, að þeir þekktu leikhúsið ekki nógu vel og ættu því erfitt með að skrifa fyrir það, en ég kvarta yfir því að ég þekki innviði þess of vel!“ En hvernig hefur þér svo líkað að skrifa sögur? „Það tók mig töluverðan tíma, að komast frá hinu knappa formi leikritsins og skrifa skáldsögu. í leikritinu er heil saga sögð í ör- fáum orðum og það er skrifað með hljómfall setninganna í huga. Þegar ég les þessar sögur mínar, þá finnst mér þessum knappa leik- ritastíl ennþá bregða fyrir." Hvernig urðu persónurnar, Sig- varði, Ingibjörg og Þorvaldur, til? „Þær hafa orðið til í mínum hugarheimi og eru því algjör skáldskapur. Þetta eru sögur um lítilmagnann og hann er hægt að finna alls staðar í þjóðfélaginu. Persónurnar eru þó nokkuð ýktar en ég skrúfa upp stílinn á stöku Skagaver á Akra- nesi í nýtt húsnæði Akram si, 27. nóvember. SKAGAVER hf., Akranesi (lutti fyrir nokkrum dögum verzlun sína í ný og glæsileg húsakynni að Miðbæ 3, Akranesi, segir í frétt frá Júlíusi Þórðarsyni, fréttaritara Mbl. á Akra- nesi. Eigendurnir réðust í þessar byggingarframkvæmdir vegna mikilla þrengsla, bæði utanhúss og innan í húsnæði því við Kirkju- braut 56, þar sem þeir hafa um árabil rekið umfangsmikla verzl- un. Harðarbakarí hf. hefur fest kaup á því húsnæði undir starf- semi sína. Hin nýja verzlun Skagavers verður rekin með vörumarkaðs- sniði ásamt kjötvinnslu. Þá verður hægt að kaupa heitan mat í há- degir.u. Verzlunarhúsið, sem er ca. 1.600 mz að gólfrými, er reist skammt frá innkeyrslunni í bæinn og eru þar m.a. góð bifreiðastæði. Húsið er byggt úr steyptum ein- ingum, en byggingarmeistarar voru Baldur Magnússon og Þor- valdur Sigtryggsson. Knútur Bjarnason sá um múrverk, Ár- mann Ármannsson um raflagnir og Kælitækni hf. sá um kæli- og frystikerfi. Um uppsetningu og skipulag í verzlunarsal sá Jón ís- aksson hjá Matkaupi hf. Skagaver hf. hóf rekstur þ. 21. júní 1963 og verður því 20 ára á næsta ári. Eigendur eru Baldur Guðjónsson, Karl Sigurðsson og Ólafur Theodórsson. Starfsmenn Skagavers að meðtöldum þeim sem vinna í útibúinu við Garða- grund eru milli 25 (og) 30. 10. þing Sambands byggingamanna: ■ Q A I T\ AUSTURSTRÆTI 10 lOMrULU 101 REYKJAVÍK SÍMI 14527 Skáldsaga um glæp KOMIN er út hjá Máli og menn- ingu ný bók í sagnaflokknum Skáldsaga um glæp og nefnist hún I.uktar dyr. Höfundar bókarinnar eru sænsku rithöfundarnir Maj Sjöwall og Per Wahlöö, og er þetta áttunda bókin í þessum sagnaflokki, sem hefur verið gef- inn út á fjölmörgum þjóðtungum. I flokknum eru tíu lögreglus- ögur alls sem eru sjálfstæðar hver um sig, en aðalpersónurnar eru þær sömu, Martin Beck og starfsbræður hans í rann- sóknarlögreglu Stokkhólms- borgar. Ólafur Jónsson þýddi bókina. Luktar dyr er 266 bls. og er gefin út bæði innbundin og sem kilja. Setningu og prentun ann- aðist Prentrún hf., en Bókfell hf. batt. LOKIÐ ER 10. þingi Sambands byggingamanna. Á þinginu komu fram hugmyndir um að sambandið segði sig úr Alþýðusambandi íslands vegna óánægju með vísitölusamning ASÍ. Fallið var frá úrsögn úr ASÍ, en samþykkt eftirfarandi ályktun, þar sem segir m.a. að þrátt fyrir óánægju með vinnubrögð ASÍ og efasemdir um gagnsemi samstarfs, sem ekki sé heilsteyptara, telji þingið að reyna eigi til þrautar að styrkja stöðu bygg- ingamanna innan ASÍ og bæta sam- starfið. Ályktun 10. þings Sambands byggingamanna er svohljóðandi: „Við undirbúning síðustu samn- ingagerðar samþykktu félögin inn- an SBM með yfirgnæfandi meiri- hluta að fela aðalsamninganefnd ASI umboð til að semja um verð- bætur launa, en aðra þætti samn- inganna hafði SBM á eigin hendi. Ekki er þörf að rekja gang samninganna en þingið leggur áherslu á að sú neikvæða umræða og tortryggni, sem ríkt hefur inn- an verkalýðshreyfingarinnar í garð samninganefndar og samn- ingagerðar Sambands bygginga- manna, er samtökum launafólks til vansæmdar og hefur einnig kynt undir fjölmiðlaáróður atvinnurek- enda. Niðurlæging heildarsamtaka verkalýðshreyfingarinnar sést hvað best á þeim bræðravígum sem felast í ákvæðum heildar- kjarasamninga ASÍ og VSÍ um 2,9% skerðingu vísitölubóta á laun 1. september sl. sem miðar gagn- gert að því að skaða samning bygg- ingamanna. Þingið fordæmir aðild samn- inganefndar ASÍ að þessari aðför að samningum byggingamanna og þá skammsýni sem þessi aðferð lýsir því með henni er ekki einung- is verið að skaða byggingamenn heldur er einnig verið að kasta fyrir róða einu aðalmarkmiði verkalýðshreyfingarinnar, sem er full verðtrygging launa. Vandséð er hvernig samtök sem svona haga sér geta vænst þess að vera tekin alvarlega þegar þau mótmæla bráðabirgðalögunum eða öðrum kiaraskerðingum. Þingið minnir ASÍ á stéttvísi og það, að henni ber fyrst og síðast að gæta hagmuna félaga sinna, en ekki Vinnuveitendasambands eða fjandsamlegs ríkisvalds. Þrátt fyrir þessa óánægju með vinnubrögð ASÍ og efasemdir um gagnsemi samstarfs, sem ekki er heilsteyptara en þetta, telur þingið að reyna eigi til þrautar að styrkja stöðu byggingamanna innan ASÍ og bæta samstarfið, því fleira er það sem sameinar okkur en sundr- ar og augljós þörf fyrir sterk og öflug heildarsamtök verkalýðsins." Þrælaströndin eftir Tor- kild Hansen komin út ÞRÆLASTRÖNDIN er önnur bókin í bókaflokki Torkild han- sen um þrælahald og þrælasölu. Fyrsta bókin sem kom út á síó- asta ári heitir Þrælaskipin og sú síðasta er kemur væntanlega út á næsta ári ber nafnið Þræla- eyjan. Þessi bókaflokkur hefur vakið mikla athygli og hlaut höfundur- inn bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir þessar bækur 1971. Torkild Hansen hefur hlotið einróma lof fyrir bækur sínar, m.a. hlotið Gullna lárviðarsveig danskra bókaútgefenda og þriggja ára ríkisstarfslaun fyrir vinnu að sögulegum bókmenntaverkum. Þrælaströndin fjallar um mis- kunnarleysi hvíta mannsins gegn hinum dökka kynstofni Afríku. Útgefandi er Ægisútgáfan. H THORKILD W\ HANSEN ^ÞRÆLA ÖNDIN t Opna í dag læknastofu mína aö Laugavegi 43, sími 21186. Tíma- pantanir daglega kl. 13—17. Símaviötalstími mánu- daga og fimmtudaga kl. 13.30—14.00, þriöjudaga, miövikudaga og föstudaga kl. 10.30—11.00. Björgvin Á. Bjarnason læknir. Sérgrein heimilislækningar. Minnir ASÍ á stéttvísi og skyld- ur gagnvart félögum sínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.