Tíminn - 01.08.1965, Qupperneq 1

Tíminn - 01.08.1965, Qupperneq 1
HANDBÓK VERZLUNARiMANNA A'SKRIFTARSÍMI ieeee teeee teeea HANDBÖK VERZLUNAR MANNA Askriftarsími teese teees t6ees DRUKKNDN JHM-Reykjavík, laugardag. Það slys varð á tíunda tímanum í gærkvöldi, föstudag, að ungur tæknifræðingur, Gunnar Leós- son af nafni, drukknaði í Hvítá í Borgarfirði. Gunnar heitinn var við annan mann við laxveiði í Brennunni, og með þeim voru eig- inkonur og böm. Þegar var hafin leit að líkinu, en það hefur ekki fundizt enn. Veiðifélagi Gunnars heitins skýrði svo frá | gærkvöldi, þegar sýslumaður rannsakaði mál- ið, að hann hafi séð, hvar Guntn- ar var að veiða, og var hann frek ar djúpt, sennilega til að gá að laxi. Skammt fyrir neðan hann var mikil hringiða og djúpt mjög. Þá sá hann allt í einu hvar Gunn- ar féll fram yfir sig, sennilega á hálum steini og hvarf í ánna. Gunnari skaut upp aftur, og sá veiðifélagi hans, sem hljóp til að- stoðar við hann, að Gunnar reyndi sundtökin, en hvarf aftur og kom ekJd upp meir. Lögreglan í Borgarnesi var þeg ar kölluð á staðinn, og eins hreppstjórinn Oddur Kristjánsson,* 1 Framhald á bls. 14 i Kári Jónasson var staddur vlð Mývatn nýlega og tók þessa mynd af framkvæmdunum við Helgavog. Verið er að steypa dæluhúsið, framan við það sést pramminn, sem dælir leirnum upp úr vatninu og næst sést dráttarbáturinn. TÍMAMYND FRAMKVÆMDIR VIÐ KISILGURVERKSMIÐJUNAIFULLUM GANGI: wmmm Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum tókst þriggja manna fjðl- skyldu að flýja frá Austur-Þýzkalandi yfir tii Vestur.Berlfnar á miðviku- dag. Myndin sýnlr, hvernig fióttinn átti sér stað. Strengdi fólkið reipi frá fánastæði á þaki hússins á myndinn yfir í bílflak á bandarísku yfirráðasvæði vestan megin múrsíns og fikraðl sig síðan eftir því yfir gírðinguna. Er teinkað inn á myndina strik, sem táknar línuna, sem notuð var. MB—Reykjavík, laugardag. Eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu eru nú hafnar und- irbúningsframkvæmdir að fyrir- hugaðri kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Verið er að steypa grunn dæluhússins, dráttarbátur og prammi hafa verið fluttir á vatnið, og efni er komið í hin miklu rör, sem flytja eiga kísil- leirinn frá botni vatnsins upp í verksmiðjuna sjálfa. Fyrir nokkru var skipað upp á Húsavík og Akureyri dráttar- bát og pramma, sem notaðir ( verða er kísilleirnum verður dælt I upp af botni vatnsins í dælustöð-1 ina, sem reist verður við Helga- vog. Þaðan verður svo leirnum dælt eftir um þriggja kílómetra löngum leiðslum að sjálfri verk- smiðjunni, sem verður nálægt Bjarnarflagi, skammt neðan Náma skarðs. Leiðsluefnið er þegar komið, og verður leiðslan lögð í, sumar. Einnig er farið að byggja dælu- i stöðina sjálfa, og verður bygg-1 ingu hennar lokið í sumar, en í henni verða mjög kraftmiklar dæl ur, eins og geta má nærri. Það er Almenna byggingarfélagið, sem sér um framkvæmdirnar nyrðra í sumar. Undanfarið hefur verið unnið að dýpkun og hreinsun á tveimur stöðum í Bjarnarflagi í Náma- skarði í fyrra og hitteðfyrra. Báð ar þessar holur hafa nú gosið feiknarmiklum gufugosum. Munu þær hvor um sig vera einhverjar Framhald á bls. 14. i Njótum ekki góðs af nema vel veiðist J | MB—Reykjavík, laugardag. Blaðið spurðist fyrir um þessi Talsverð mikil verðhækkun hef i i ur orðið á heimsmarkaðnum á sfldarmjöli undanfarna mámuði, en ekki er víst, að sú hækkun komi íslendingum til góða nema að litlu leyti, þar eð búið var að gera bindandi samninga um sölu á miklu magni af sfldarmjöli áður on hækkananna fór að gæta að nokkru ráði. Þvi aðeins að vel veiðist, það sem eftir er vertíðar- innar, má reikna með, að hækk- unin hafi veruleg áhrif á hag ís- lenzku sfldarverksmiðjanna. mál í gær hjá Sveini Benedikts- syni, formanni stjórnar Síldarverk smiðja ríkisins. Hann kvað rétt vera, að síldarmjöl hefði hækkað verulega síðustu mánuðina, og þá einkum á síldarmjöli, en einnig á lýsi, og færi eftirspurn eftir þess um vörum vaxandi. íslendingar reyna ávallt að selja sem mest af síldarafurðum sínum fyrirfram og þá fyrir fastákveðið verð. Var búið að ganga fjá sölu á miklu magni af síldarmjöli í ár áður en verðhækkanimar komu til greina, svo miklu næmi. Verð á heimsmarkaðnum er miðað við próteineiningar í tonni af síldar- mjölinu og verðið á því magni, sem þegar er selt, er nokkru hærra en í fyrra. Verðið í fyrra var 16—17 shillingar á próteins- einingu. en verðið á fyrirfram- sölum í ár var fyrst 18 shilling- ar ,en hækkaði nokkuð. Mun verð ið vera komið upp í 21 shilling á heimsmarkaðnum fyrir prótein einingu og sú mikla hækkun kæmi okkur til góða, ef vel veiðist það, sem eftir er síldarvertíðarinnar, en Sveinn Benediktsson sagði okk ur, að enn myndi ekki hafa veiðzt Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.