Tíminn - 01.08.1965, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 1. ágúst 1965
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, sfmar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands. — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Verzlunin
Undanfarin ár hefur íslenzka þjóðin verið svo lánsöm,
að hún hefur búið við hagstæð aflabrögð og síhækkandi
verðlag á útflutnigsvörum. Þetta hefur ekki aðeins gert
það mögulegt, heldur sjálfsagt, að dregið hefur verið úr
ýmsum innflutningshöftum, sem áður höfðu verið ó-
hjákvæmilegt. Það er broslegt, þegar verið er að þakka
núverandi stjórn, að dregið hafi verið úr þessum höftum.
Sérhver stjórn, sem hefði búið við umræddar aðstæður,
hefði gert hið sama.
Því miður hefur þetta þó ekki orðið til þess að gera
verzlunina öllu frjálsari en hún var. í stað innflutnings-
haftanna hafa komið ný höft, lánsfjárhöft, sem mjög
hafa þrengt að verzluninni, en þó misjafnt. Sparifjár-
frysting Seðlabankans hefur orðið til þess, að viðs'kipta-
bankarnir hafa orðið að takmarka verulega útlán til
verzlunarinnar eins og annarra atvinnuvega. Slík láns-
fjárskömmtun vill hins vegar ganga misjafnt yfir. Sum
fyrirtæki njóta sérstakrar fyrirgreiðslu, en önnur ekki.
Lánsfjárskortur veldur að sjálfsögðu oft miklum töfum
og erfiðleikum.
Lánsfjárhöftin hafa áreiðanlega átt drjúgan þátt í því,
að verzlunarkjör þau, sem almenningur hefur búið við
seinustu árin, hafa orðið óhagstæðari en ella og dýrtíð
í ýmsum tilfellum meiri en ella myndi.
Hvarvetna í nágrannalöndum okkar ríkir sá skilning-
ur, að frjáls samkeppni samvinnufélaga og kaupmanna
tryggi almenningi bezt viðskiptakjör. Vegna vöruskorts
á stríðsárunum og fyrstu árunum eftir stríðið, voru víða
allströng verðlagshöft- Úr þeim var hins vegar dregið
jafnóðum og framboð á vörum jókst. Þau hafa nú víð-
ast verið afnumin. Hins vegar fylgjast opinberir aðilar
vel með verðlaginu og telja eðlilegt að gripa inn í, ef
óeðlileg verðmyndun á sér stað, t.d., ef einstakir hring-
ir eða samtök halda uppi of háu verðlagi.
Vegna sögulegra ástæðna hefur löngum ríkt hér tor-
tryggni í garð verzlunarinnar. íslendingar eiga ófagrar
endurminningar frá þeim tíma, þegar verzlunin var í
höndum útlendinga. Það er einn merkasti þáttur ís-
lenzkrar sjálfstæðissögu, að verzlunin var gerð innlend.
Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við samvinnufélögin
og kaupmennina, sem ruddu þar brautina. Móti því verð-
ur ekki mælt, að íslenzk verzlunarstétt veitir nú á marg-
an hátt góða þjónustu, þótt aðstæður séu á ýmsan hátt
erfiðari hér en í hinum fjölmennari löndum. Oft var
verzluninni áður kennt um dýrtíðina. Hin hraðvaxandi
dýrtíð seinustu ára á sér hins vegar að langmestu leyti
aðrar rætur. Álagning mun hér t.d. sízt hærri heldur
en í nágrannalöndunum.
Það er mikilvægt, að gagnkvæmur skilningur geti ríkt
milli þeirra, sem annast verzlunina, og hinna, sem njóta
þjónustu hennar Neytendur þurfa að skilja, að það er
ekki hagur þeirra, að svo sé þrengt að verzluninni, að
hún geti ekki notið sín sæmilega. Jafnframt þurfa þeir,
sem verzlunina annast að gera sér ljóst, að það er mik-
ill hagur þeirra, að fylgt sé þeirri stefnu í launamálum,
að almenn kaupgeta sé sem mest-
Þá ósk vill Tíminn bera fram á hátíðisdegi verzlunar-
manna, að þeim auðnist að veita þjóðinm síbatnandi þjón
ustu og jafnframt aukist skilningur á hinu mikilvæga
hlutverki þeirra. Það er ekki ofsagt, að góð verzlun sé ein
meginundirstaða vaxandi velmegunar og framfara.
TÍMiWW---------------------- s
f ............. ■■■■■■ ■1 n ............. ■■■
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Bandaríkjamenn mega ekki álíta
sig lögreglulið mannkynsins
Bandaríkin aðhafast það í Vietnam, er Kínverjum kemur bezt.
Hér ero stjórnarhermenn í SuSur-Vietnam aS þvinga Viet-Cong-liða
til frásagnar.
VIÐ erum í þann veginn að
tefla Bandaríkjamönnum fram
gegn Asíubúum á meginlandi
Asíu sjálfrar. Við njótum ekki
stuðnings neinnar Asíuþjóðar
á borði, — þó nokkur kunni
að vera í orði, — þegar frá
er talinn hinn minnkandi og
cnolnandi her Suður-Víetnama.
Við hlið okkar standa engar
hinna máttugri þjóða í Asíu,
svo sem Japanir, Indverjar eða
Pakistanar. Engir bandamanna
okkar í Evrópu leggja annað
fram okkur til stuðnings en
vinsamleg orð á víð og dreif.
Við njótum ekki við neins um-
boðs Sameinuðu þjóðanna, eins
og var í Kóreustyrjöldinni, né
heldur umboðs Atlantshafs-
bandalagsins eða yfirleitt
nokkurs tilstyrks þjóða á vest-
urhveli jarðar.
Aðstaðan, sem við erum í, á
sér engin fordæmi. Ríkisstjóm
okkar hefur orðið það bezt
ágengt í öflun stuðnings og
fylgis eigin þjóðar, að hún hef
ur hlotið þegjandi samþykki,
og með semingi þó. Enda hef-
ur aldrei verið sannað, og ekki
einu sinni í raun og
veru reynt að sanna, að öryggi
Bandaríkjanna sé í alvarlegri
hættu í þessu stríði, eins og
Þa3.;til dæmis var begar her-
taka brezka flotans blasti við
Hitler og sigur yfir Bretlandi,
eða þegar hinn mikli floti Jap-
ana ógnaði valdi yfir ölllu
Kyrrahafi, þar á meðal Hawaii
og strönd Kaliforníu.
Þjóðir berjast af dug og afli,
þegar þær eru í sjálfsvörn, eða
þegar þær hafa brýna og bráða
hagsmuni að verja. Og skýring-
una á ríkjandi deyfð og áhyggj
um er einvörðungu að finna í
skorti á brýnum og bráðum
hagsmunum Bandaríkjamanna.
Af þessum sökum hafa tíu ára
afskipti okkar í Suð-austur Asíu
verið jafn varfærin, skamm
dræg og ónóg og raun ber vitni.
TIL ÞESS liggja í raun og
veru tvær ástæður, að við verð-
um æ fastari og fastari í flækj
unni f Vietnam. Hin fyrri
ástæðan er langtum ríkari, en
hún er sú, að við neitum af
stærilæti að viðurkenna mistök
okkar, játa í hreinskilni, að
okkur hafi mistekizt tilraunir
til að gera S-Vietnam að vina
ríki Bandaríkjanna og andstæð
ingi Kínverja, en þá tilraun
hófum við fyrir tíu árum. Við
erum því framar öllu öðru að
berjast fyrir því að komast hjá
að viðurkenna mistök, eða með
öðrum orðum, til þess að forð-
ast beina hneisu.
Síðasta ástæðan er þung á
metunum í augum margra sam
vizkusamra manna. Og hún
er allra virðingar verð. í blað-
inu New York Herald Tribune
var komizt þannig að orði um
hana fyrir skömmu:
„Við erum í Vietnam vegna
beinnar beiðni stjórnarinnar
þar í landi og til þess að berj-
ast þar fyrir Vietnama, en
jafnframt erum við að berjast
fyrir millj. manna öðrum ná-
lægum löndum, er ógnin vofir
yfir mannmergðina, sem ekki
megnar sjálf að reisa rönd við
kínverska bákninu og verður
því að treysta á styrka arma
löggæzlunnar, og við einir höf
um þann styrk, sem til þarf.“
ÉG ER sjálfur þeirrar skoð-
unar, að ekki sé annað
en hættuleg sjálfsblekking
af okkar hálfu að líta á okkur
sem hið eina, sanna lögreglu-
lið mannkynsins. Bandaríkin
eru alls ófær um að gæta laga
og réttar hvarvetna á jörðunni
og því er hættulegt að segjast
vera löggæzlumenn heimsins
eða látast vera það. Eða hvað
getum við Bandaríkjamenn til
dæmis gætt laga og réttar í
mörgum dóminikönskum lýð-
veldum í viðbót hér í þessari
álfu? Og hvað geta Bandaríkja
menn varið mörg Viet-Nöm í
Asíu?
Þeir, sem trúa á löggæzlu-
hlutverk Bandaríkjamanna í
heiminum, fara í kring-
um þessi augljósu framkvæmda
vandkvæði með því einu að
gera ráð fyrir, að framvindan
í Vietnam ráði öllu um, hvað
gerizt annars staðar í Asíu, og
atburðirnir í Dóminikanska lýð
veldinu ráði allri viðburðarás-
inni hvar vetna í Mið- og Suð-
ur-Ameríku.
Þessi ályktun um endanleg
áhrif niðurstöðunnar á einum
stað er bein villa. í Kóreustríð
inu tókst okkur að verja Suð-
ur-Kóreu, en það réði ekki úr-
slitum um útkomuna í Indo-
kína. Aðgerðir okkar í Domini
kanska lýðveldin vernda ekk-
ert annað mið- eða suður-
Ameríkuríki gegn byltingar-
ógnunum.
BYLTINGARSTRÍÐ eru
sannarlega erfið viðfangs og
torvelt að segja fyrir um,
hversu að skuli farið. Við get
um þó verið vissir um, að bylt
ingastríð eru ærið nálæg hvar
vetna í hinum vanþróuðu hlut
um heimsins, og gegn því fyrir
bæri nægi ekki að beita banda-
rískum hernaðarafskiptum þeg
ar lögmæt stjórn riðar loks til
falls í átökunum við óöldina.
Nær er sönnu að málinu sé
þveröfugt farið. Ef við gerum
Vietnam að prófsteini á vernd
ar mátt okkar í Asíu er langt-
um sennilegra að árangurinn
verði sá einn, að sjá byltingar
öflunum í Kína fyrir því, sem
þau einmitt þarfnast hvað
mest til þess að magna al-
mennt hatur og einbeita því
gegn okkur, forríku stórveldi
auðvaldssinnaðra, hvítra
manna. Við tækjumst með öðr-
um orðum á hendur að leika
hlutverk óvinar hinna vesölu
og vansælu mergðar þjóðanna,
sem eru að brjótast fram úr
myrkrinu.