Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1983 39 uppalin fram að 7 ára aldri á Grund í Eyjafirði. Foreldrar hennar eru Magnús Aðalsteins- son, sem bjó á Grund, og fyrrver- andi kona hans, Gunnhildur Dav- íðsdóttir frá Möðruvöllum í Hörg- árdal. Að Rósu stóðu því traustir norðlenskir ættstofnar. Eftir 7 ára aldur ólst Rósa upp hjá föður og stjúpmóður í Reykjavík. Snemma komu í ljós góðir náms- hæfileikar hennar og lauk hún stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1960 og kennar- aprófi frá Kennaraskóla íslands 1962. Rósa stundaði síðan kennslu við ísaksskóla fram að 1970 er hún hélt til Bandaríkjanna, en þar stundaði eiginmaður hennar sér- nám í læknisfræði. Rósa naut mikilla vinsælda meðal nemenda sinna í ísaksskóla og einnig sam- kennara, enda hafði hún gott lag á börnum og var barngóð. Hún hændi börn auðveldlega að sér, enda skildi hún vel hug þeirra til náms, leiks og félagsstarfa, en skátastörf Rósu á unglingsárum hennar hafa án efa stuðlað að því. Eftir heimkomu frá Bandaríkjun- um hélt Rósa áfram forfalla- kennslu við Isaksskóla. 28. desember 1963 giftist Rósa Gunnlaugi Geirssyni, sem nú er yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins, og eignuðust þau hjón fjóra syni, þá Geir 16 ára, Björn 14 ára, Magnús 13 ára og Aðalstein 10 ára. Allir éru þeir hinir mannvænlegustu. Rósa og Gunnlaugur voru ein- staklega samhent og hugástir þeirra hjóna leyndust ekki, enda hjónaband þeirra alla tíð hið far- sælasta. Rósa reyndist Gunnlaugi ómetanleg stoð í hans erfiða og ábyrgðarmikla starfi. Heimili þeirra að Nýja Lundi í Kópavogi er mikið myndar heimili og sakir gestrisni þeirra beggja á margur þaðan ljúfar minningar. Rósa bjó yfir miklum hæfileikum til vin- áttu, ekki síst vegna þess að hún átti svo oft frumkvæði að því að gefa og veita vinum sínum, og einnig vegna þess að hún kunni sjálf þá list að njóta og þiggja. Leiðir fjölskyldna okkar lágu fyrst saman úti í Rochester í New York ríki árið 1973, en þar lagði Gunnlaugur stund á sérnám sitt í frumumeinafræði. Vináttuböndin I hafa haldist órofin síðan. Rósa var ávallt reiðubúin að veita stuðning og taka þátt í samfundum landa okkar, ef einhvern bar að garði þó fyrirvari væri oft stuttur. Ég og fjölskylda mín eigum því henni svo margt að þakka, fleira en hér er hægt að rekja. í veikindum Rósu stóðu Guan- laugur og synirnir fjórir allt til hinstu stundu við hlið hennar líkt og ekfeert gæti bugað þé. Ekkert í lífinu er hryggilegra en að misea góða móður og eiginkonu. Það er eins og þeir feðgar hafi eiginleika jurtarinnar, sem í stórviðri getur bognað til jarðar, en reieir sig aft- ur jafnt og sólin skín og lygnir. Öllum ástvinum Rósu Magnúe- dóttur sendi ég og fjöiskylda mi« hjartanlegar samúðarkveðjur og við þökkum af einlægum og hrærðum hug liðnar stundir. Megi minningin um góðar samvem- stundir vera ástvinum hennar styrkur í framtíðinni. Heiga Hanncsdóttir „og óma t*kki Ifnyur raddir úr bænum t*n áin hufur boriA til hafs minnin^u um Iff í Hki skumia er fellur á blátt blóm." (lirnir Snorraaon) Við kveðjum Rósu hinztu kveðju í djúpri sorg. Eftir svo langa vih- áttu er söknuðurinn öllu öðru yfir- sterkari. Við eigum minningu um fallega, góða. og atorkusama vin- konu, sem gaf heimili sínu allt. Við biðjum algóðan guð að veita eiginmanni, sonum og aðstand- endum s'tyrk og frið. Bekkjarsystur úr MR Rósa Magnúsdóttir kennari er látin langt fyrir aldur fram, að- eins 42 ára gömul. Leiðir okkar Rósu lágu saman í Kvenskátafé- lagi Reykjavíkur, en þar starfaði Rósa af miklum krafti fram yfir tvítugt. Henni voru snemma falin foringjastörf í félaginu, fyrst sveitar- og deildarforingjastörf og síðar störf félagsforingja og gegndi hún þeim öllum með mik- illi prýði. Ekki lét hún sér þetta þó nægja, heldur tók hún einnig um tíma að sér ylfingasveit í Skátafé- lagi Reykjavíkur. Um það leyti sem Rósa varð sveitarforingi stofnaði hún ásamt vinkonum sín- um og jafnöldrum foringjaflokk- inn „Spætur" sem varð mjög áber- andi í félaginu og lyftistöng í starfinu. Minnist ég þess að ég sem er aðeins yngri leit mjög upp til þessa hóps. Á þessum árum var haldin árleg skemmtun í Reykja- vík fyrir alla skáta og vandað mjög til hennar. Rósa lék oft í Skátaskemmtuninni og vann ósleitilega að undirbúningnum. Og þá eru ótaldar allar skálaferðirnar og ferðalögin sem farin voru ýmist sem foringi eða með vinum og jafnöldrum í báðum Reykjavíkur- félögunum. Af þessu má sjá að Rósa lá ekki á liði sínu heldur starfaði af lífi og sál og er enginn vafi á að skátastarfið tók oft meiri tíma en námið eins og oft vill verða þegar mikill og lifandi áhugi á félagsstarfi finnur sér farveg. Þetta starf langar mig til að þakka nú þegar komið er að leið- arlokum og Rósa „farin heim“ eins og við skátar segjum. Eftirlifandi eiginmanni hennar, Gunnlaugi Geirssyni, sonum þeirra og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Hrefna Arnalds / Þegar hátíðirnar eru um garð gengnar og þó enn langt þangað til daginn fer að lengja svo um mun- ar, reikar hugurinn oft aftur til unglingsáranna, þegar ekki var kviðið biðinni eftir að myrkrið viki. Félagarnir, sem oft lögðu leið sína upp á Hellisheiði í skamm- deginu fyrir um það bil aldar- fjórðungi, létu það ekki á sig fá, þótt komið væri í kaldan skála úr hríðarkófi og viðdvölin stutt. Rósa Magnúsdóttir skaraði fram úr í þessum kunningjahópi. Hún var alltaf tilbúin, hvort sem það var að fara í langa ferð eða vinna erf- itt verk og var alltaf fyrst til að bæta á sig byrði fyrir einhvern yngri og minni í hópnum. Þegar leikum unglingsáranna lauk og ævistarfið tók við gáfust henni mikiu fleiri tækifæri til þess að hjálpa, taka af skarið og hug- hreysta, og ekkert þeirra lét hún ónotað. Rósa Magnúsdóttir fæddist á Grund í Eyjafirði 12. nóvember 1940, dóttir Magnúsar Aðal- steinssonar lögregluþjóns, Magn- ússonar Sigurðssonar, hins kunna búhölds, og fyrri konu hans Gunnhildar Davíðsdóttur Egg- ertssonaf, bónda á Möðruvöllum í Hörgárdal. Þegar Rósa var barn slitu foreldrar hennar samvistum, Þau áttu þá aðra dóttur, Sigríði, rúmu ári yiigri en Rósu. Rósa varð eftir í umsjá föður þeirra, en Sig- ríður hjá móður þeirra. Rósa ólst síðan upp hjá föður sínum og síð- ari konu hans, Hjördísi Björns- dóttur, á heimili þeirra, Laufás- vegi 66 í Reykjavík. Föðuramma hennar, Rósa Pálsdóttir, átti heima í sama húsi, og voru þær nöfnurnar ævinlega mjög sam- rýndar. HálfsysHánin á Laufásveginum urðu fimm, Kristín, Emma, Hjördís, Aðaisteinn og Einar Björn, og á Laugarbökkum í Ölf- usi, þar sem móðir hennar býr nú með síðari manni sínum, Guð- mundi Þorvaldssyni bónda, urðu þau fjögur, Kristjana, Davíð, Þorvaldur og Hrafnhildur. Félag&rrtih urðu einnig margir, fyrst í Miðbæjarskólanum, síðar í Menntaskólanum í Reykjavík og skátahreyfingunni. Böndin, sam þar hnýttust, slitnuðu aldrei þótt samverustundunum fækkaði með árunura. Rósa var góð námsmanngskja, verklagin og mikilvirk. Hún hafði gaman af kveðskap, kunni margar stökur, hafðiánægju af að kveðast á þegar hún var unglingur, og átti stundum til að láta sínar eigin vís- ur fjúka ef hún hafði ekki annað á takteinum. Þegar leið á menntaskólanámið afréð Rósa að verða kennari. Hún hafði framúrskarandi gott lag á börnum. henni var.það meðfætt og reynsluna hafði hún, fyrst sem stóra systir, síðan í skátahreyfing- unni. Hún starfaði í henni í ára- tug, var foringi í Kvenskátafélagi Reykjavíkur, og sveitin hennar var ekki að ástæðulausu nefnd „Kvenskörungar". Síðar átti hún sæti í stjórn Kvenskátafélags Reykjavíkur og loks var hún fé- lagsforingi í eitt ár. Um tíma var hún einnig leiðbeinandi yngstu drengjanna í skátahreyfingunni, ylfinganna. Nokkur sumur var hún barnfóstra á barnaheimilinu að Laugarási í Biskupstungum. Eitt sumarið þar var hún vöku- kona og hafði því lítil afskipti af börnunum utan þess að gæta þeirra meðan þau sváfu. Samt þekkti hún ein öll börnin með nafni. Stuttu fríunum sínum á Laugar- ási varði Rósa hvenær sem tæki- færi gafst á öðru barnaheimili, Skátaskólanum á Úlfljótsvatni. Hún setti það ekki fyrir sig þótt engar fastar samgöngur væru á milli og oft yrði hún að fara hluta leiðarinnar fótgangandi. Hún sá aðeins góðu hliðarnar við það, fann hressandi rigningu en tók ekki eftir forinni á þjóðveginum eða þá að hún naut þess að láta sólargeislana, sem komust í gegn- um rykmökkinn, baka sig. Þegar menntaskólanámi lauk kynntist Rósa mannsefninu sínu, Gunnlaugi Birni Geirssyni lækni, syni Geirs Gunnlaugssonar, sem jafnan er kenndur við Eskihlíð, og konu hans Kristínar Hallfríðar Björnsdóttur. Þau giftust 28. des- ember 1963. Rósa hafði þá lokið kennaranámi og kenndi við Is- aksskóla, en Gunnlaugur stundaði nám í Háskóla Islands. Fyrsta heimili þeirra var á Laufásvegi 65, en síðar fluttust þau í Nýja- Lund við Nýbýlaveg. Þar fékk Rósa stórt land og það átti við hana. Hún var búkona í sér, hafði yndi af heimilisstörfum og var jarðyrkja í blóð borin. Hún ræktaði skrautjurtir úti og inni, alls konar grænmeti og gróður- setti tré og runna. Vinum sínum var hún ráðholl við gróðursetn- ingu. Eitt sinn var hún að virða fyrir sér nokkrar mjóar birkihrísl- ur, sem gróðursettar höfðu verið þar sem hrjóstrugur melur og mosaþembur mætast. Hún band- aði með hendinni, rétt eins og hún stæði upp við töflu og biði ögn óþolinmóð eftir svari frá seinlát- um nemanda og sagði: „Uss, það vantar bara svolítinn áburð á þetta." Rósa og Gunnlaugur eignuðust fjóra syni, Geir Gunnar fæddist 1966, Björn 1968, Magnús Gylfi 1969 og Aðalsteinn 1973, þegar fjölskyídan dvaldist í Bandaríkj- unum, þar sem Gunnlaugur var fjögur ár við framhaldsnám. Fyrstu árin í hjónabandinu kenndi Rósa, en þegar heimilis- fólkinu fjölgaði, ákvað hún að leggja kennslustörf á hilluna að mestu meðan hún væri að koma somnn sínum til manns. Forfalla- og stundakennslu tók hún þó að sér öðru hverju. Hún var mikil- hæfur kennari og uppalandi, mátulega ströng og stjórnsöm, viðmótið hlýlegt og hressilegt, og hún gerði sér far um að sinna þörfum hvers barns svo ólíkar sem þær voru. Rósa Magnúsdóttir var há kona og sköruleg, litfríð og mjög vel eygð. Það sópaði að henni, en samt var hún hógvær. Hún hafði stórt hjarta en flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hún var höfðingleg í sér og hafði ánægju af að stjana við geBti á heimili sínu. Þegar veikindi gerðu vart við sig i marz í fyrra tók hún því með stillingu og hugrekki eins og henni var áskapað. Hún kvartaði aldrei og var alltaf þakklæti efst í huga, þegar að þvi kom, að hún sem svo oft var búin að leggja öðrum líð, þurfti á stuðningi að halda. Henni fannst hún ekki fá fullþakkað Sig- ríði systur sinni, sem fór með henni til lækninga í Bandaríkjun- um í haust og síðan aðra ferð stuttu síðar í von um að sjúkdóm- urinn yrði yfirunninn. Hún barð- ist við hann til hinztu stundar til þess að geta verið hjá Gunnlaugi sínum og drengjunum þeirra. En þegar hún varð að bera þyngstu byrðina og léggja af stað í ferðina, sem allir fara einir, kiknaði hún ekki. Við fráfall Rósu Magnús- dóttur var eins og skammdegið yrði svartara, en björt minning hennar bægir myrkrinu frá. Margrét Jónsdóttir Kveðja frá Skóla ísaks Jónssonar Góður kennari er dýrmætur. Rósa var einmitt slíkur kennari. Missirinn er því mikill fyrir okkur öll. Hún kom til starfa með okkur við Skóla Isaks Jónssonar ný- útskrifaður kennari haustið 1962. Úr augum hennar og fasi öllu geislaði óvenjuleg lífsorka og ein- urð. Þó einkenndist framkoma hennar fyrst og fremst af hógværð og hlýju. Hún gekk að starfi með áhuga og gleði, svo fljótlega varð hún okkur samkennurum sínum kær. Við kynntumst hjálpsemi hennar utan skóla sem innan. Við kennararnir nutum gestrisni á heimili hennar þá og síðar. Rósa kenndi samfellt við skól- ann til ársins 1967. Á þessum ár- um giftist hún Gunnlaugi Geirs- syni, lækni, og fyrsti drengurinn þeirra fæddist. Tilveran var björt og viðfangsefnin heillandi, enda lífsorkan órþjótandi. 1967 gerir Rósa hlé á kennslu til að sinna börnum og búi, en hún hafði tengst skólanum þeim bönd- um, sem ekki brustu og alltaf fréttum við af henni, jafnvel með- an fjölskyldan bjó í annarri heimsálfu. Er þau hjón sneru heim 1974 bættust þrír frískir strákar í nem- endahóp skólans, þeir Geir, Björn og Magnús og síðar sá fjórði, Að- alsteinn, sem er yngstur. Rósu sáum við nú oft og vináttuböndin styrktust. Veturinn 1977—’78 er Rósa kennari hjá okkur á ný og síðan í forföllum sept.—nóv. ’79, jan. —apr. ’81 og enn sept.—des. ’81. Starfsgleðin og atorkan var enn hin sama og áhugi á að kynnast sem best breyttum kennsluháttum og nýjum viðhorfum kom glöggt í ljós. Hún lagði sig fram um að koma til móts við hvern einstakan nemanda eftir mætti. Fréttin um veikindi Rósu fáum vikum eftir að hún síðast kenndi hjá okkur, kom eins og reiðarslag. En kjarkur hennar og lífsþróttur blés okkur öllum von í brjóst. Að- ventan gekk í garð með erli sínum, ljúfri tilhlökkun og góðum frétt- um af Rósu. Það virtist bjart framundan. En það syrti á ný. þó viðmót Rósu allt minnti á fegurð og ferskleika rósarinnar, sýndi hún í veikindum sinum þrek og styrk hins sígræna trés, sem „... bognar aldrei — brotnar í bylnum stóra seihast." (St.G.St.) Sá bylur kom og þá fennti í kaf allar okkar voair um bata — og svo féll tréð. Skarðið er tómt, en við eigum dýran sjóð góðra minninga frá glöðum stundum í starfi og utan. Sorg okkar er djúp og við finnum sárt til með manni hennar og drengjunum þeirra. Við vottum þeim og öðrum aðstandendum samúð okkar. Að lokum þökkum við Rósu samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Soffía Sandhoit Það eru þung spor að fylgja Rósu Magnúsdóttur hinsta spöl- inn. Við stöndum eins og aðrir frammi fyrir þeirri miklu ráðgátu hvers vegna kona í blóma lífsins er tekin brott frá fjórum drengj- um og eiginmanni sem allir þarfn- ast hennar í svo rtkum mæli. Ótal myndir koma upp í hugann allt frá -skólaárum, fjölmargar samverustundir í glöðum hópi, á heíPnili þeirra í Bandaríkjunum á heimilum okkar beggja hér í Ifossvogsdalnum og alltaf var Rósa sú sama. Elskuleg, glaðleg, hreinskiptin, einlæg og mikill og traustur vinur. Rósa var gull af manni. Það er ævinlega fyrirkvíðanlegt að heimsækja á sjúkrabeð fólk, sem hefur vitneskju um illkynja sjúkdóm sinn. En Rósa var óbreytt þrátt fyrir sína miklu bar- áttu. Kjarkur hennar var óbugað- ur og viljastyrkur fram á síðustu stund til að gefast ekki upp og geta komist aftur heil heilsu heim til barna og eiginmanns. Minning Rósu Magnúsdóttur mun ekki fyrnast. Svala og Gylfi Thorlacius Fréttin um að Rósa vinkona mín hefði látist í Landspítalanum að kvöldi hins 8. janúar sl., kom mér ekki beinlínis á óvart. Erfiðu sjúkdómsstríði var lokið. Rósa Magnúsdóttir var fædd að Grund í Eyjafirði þann 12. nóv- ember 1940, dóttir hjónanna Gunnhildar Davíðsdóttur og Magnúsar Aðalsteinssonar. For- eldrar Rósu slitu samvistum og fluttist Rósa þá 7 ára gömul ásamt föður sínum til Reykjavíkur og ólst upp hjá honum og stjúpmóður sinni, Hjördísi Björnsdóttur, á heimili þeirra að Laufásvegi 65. í sama húsi bjó einnig föðuramma Rósu og nafna, Rósa heitin Páls- dóttir, var Rósa mjög hænd að ömmu sinni. Rósa átti eina alsystur, Sigríði, ólst hún upp hjá móður þeirra og stjúpföður. Það var mjög kært með þeim systrum og kom það ekki sízt í ljós er Rósa þarfnaðist aðstoðar systur sinnar vegna að- gerðar vestur í Bandaríkjunum í vetur. Góðar minningar eru tengdar æskuheimili Rósu við Laufásveg, stórt heimili og oft kátt á hjalla. Rósa var elzt barnanna og hafði því ýmsum skyldum að gegna gagnvart heimilinu og ekki sízt hálfsystkinum sínum, hún brást ekki þeim skyldum. Hún var traust sem klettur. Þannig voru líka min kynni af Rósu, hún var einlæg og góð vin- kona, geislaði af orku og hreysti, hún var hrein og bein í öllum sín- um samskiptum við aðra. Við störfuðum saman í mörg ár í Kvenskátafélagi Reykjavíkur og var Rósa strax valin þar til for- ystustarfa og það ekki af neinni tilviljun. í skátastarfinu nutu margir góðs af kostum hennar og fjölhæfni. Sumarið 1958 unnum við saman við barnagæslu og önnur störf á Barnaheimilitiu Laugarási í Bisk- upstungum. Það var ekki ósjaldan sem rifjaðar voru upp endurminn- ingar frá því sumri, sú dvöl var bæði lærdómsrík og þroskandi fyrir okkur báðar. Rósa lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1960 og kennaraprófi lauk hún ári síðar frá Kennaraskóla ís- lands. Hún starfaði sem kennari við Skóla Isaks Jónssonar um nokkurra ára skeið. Þann 28. desember 1963 giftist hún Gunnlaugi Geirssyni lækni, og eignuðust þau 4 syni sem nú eru á aldrinum 9—16 ára. Þótt stundum liði langur tími, hin síðari ár, milli funda okkar Rósu, var alltaf eins og við hefðum haldið stöðugu sambandi, hinn góði og náni vinskapur hélzt alla tíð. Eiginmaður og synir sjá nú á bak elskulegri eiginkonu og móð- ur. Ég og fjölskylda mín sendum þeim okkar innilegustu samúð- arkveðjur svo og Sigríði systur Rósu, fjölskyldunum að Laufás- vegi 65 og að Laugarbökkum, Ölf- usi. llnnur Einarsdóttir. + Jarðartör eiginkonu minnar og móður okkar, GUDRUNAR PÉTURSDÓTTUR, Stórholti 17, ter fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 20. janúar kl. 15. Þeim sem vlldu minnast hennar er bent á minningarsjóð Landa- kotsspítala. Sveinbjörn Tímóteusson og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.