Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 48
j^^skriftar-
síminn er 83033
^Vuglýsinga-
síminn er 2 24 80
ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983
Norðmenn hefja
olíuleit á Jan
Mayen-hryggnum
NORÐMENN munu á næstu fimm árum verja kringum 20 milljón-
um norskra króna, jafnvirði 52 milljóna íslenzkra, til jarðfræði- og
jarðeðlisfræðilcgra rannsókna á hafsvæðinu milii Jan Mayen og
Islands vegna hugsanlegrar olíuvinnslu á Jan Mayen-hryggnum,
samkvæmt upplýsingum Jan Erik Laure fréttaritara Morgunblaðs-
ins í Osló.
Að sögn Egils Bergsager deild-
arstjóra í norska olíuráðuneytinu
hafa mörg alþjóðleg olíufyrirtæki
sýnt fyrirhuguðum rannsóknum
mikinn áhuga. Samkvæmt samn-
ingum Norðmanna og Islendinga
kemur 25% allrar olíu, sem finn-'
ast kann á norska svæðinu við
Jan Mayen, í hlut íslendinga.
Finnist olía á svæði íslands á
hryggnum eignast Norðmenn
sömu hlutdeild í henni.
Norðmenn hyggjast hefja
bergmálsrannsóknir á Jan May-
en-svæðinu á næsta ári. Vonast
þeir til að geta selt olíufyrirtækj-
unum niðurstöður rannsóknanna
og fengið þannig fyrir kostnaði
við rannsóknirnar, og jafnvel
rúmlega það, að sögn Bergsager.
Verði hagnaður af sölu „upplýs-
ingapakka" af þessu tagi fá ís-
lendingar hluta af ágóðanum,
þótt þeir leggi í engan kostnað
vegna rannsóknanna, og yrðu það
fyrstu „olíukrónur" okkar.
Sjá nánar „íslendingar eign-
ast 25% olíu sem Nordmenn
finna á sínu svæði við Jan
Mayen“ á bls 29.
Leikið í snjónum.
Morgunblaðift/KÖE.
Laganefnd Norðurlandaráðs um aðild að ráðinu:
Nafnasamkeppni
Flugleiða:
Stjórn félags-
ins mun fjalla
um tillögur
dómnefndar
DÓMNEFNDIN, sem fjallaði um
tillögur í nafnasamkeppni Flug-
leiða, hefur lokið störfum og gert
sínar tillögur um nafngiftir á flug-
vélar félagsins, að sögn Leifs
Magnússonar, framkvæmdastjóra
fiugrekstrarsviðs Flugleiða, sem
sat í nefndinni.
Dómnefndin hefur sent tillög-
ur sínar til stjórnar Flugleiða,
sem mun fjalla um þær á fundi
sínum í byrjun febrúar nk. „Það
má segja, að málið sé í biðstöðu
fram að því,“ sagði Leifur Magn-
ússon.
Samkomulag um Færeyjar
Grænland og Álandseyjar
SAMKOMULAG næst væntanlega í dag á fundi laganefndar Norðurlanda-
ráðs um hvernig staðið verður að aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að
Norðurlandaráði. Fyrirhugað er að ganga frá aðild þeirra á fundi Norður-
landaráðs sem haldið verður í Osló í lok febrúarmánaðar, þó þannig að
aðildin gangi ekki í gildi fyrr en á þinginu 1984. Gert er ráð fyrir að með
aðild þeirra fjölgi fulltrúum í ráðinu um níu og að sú fjölgun eigi sér stað
haustið 1983.
Halldór Ásgrímsson, sem sæti á
í laganefndinni fyrir íslands hönd,
sagði er Mbl. hafði símasamband
við hann til Stokkhólms í gær, að
á fundi laganefndar í gær hefði
komið fram, að samkomulag væri
um málið og í þá veru sem Islend-
ingar hafa lagt til. Hann sagði að
vegna ágreinings sem uppi hefði
verið innan ráðsins vegna þessa
hefði sérstök nefnd, svokölluð
Petrén-nefnd, starfað. Innan
hennar hefðu íslendingar og Dan-
ir verið með sérálit, en niðurstaða
laganefndar, sem Halldór sagðist
reikna með að samþykkt yrði á
fundi í dag, er í þá veru sem Is-
lendingar og Danir lögðu til.
Halldór sagði að hugmyndin
væri sú, að Færeyingar, Græn-
lendingar og Álandseyingar
fengju eigin sendinefndir, en þær
yrðu innan sendinefnda viðkom-
andi ríkja. Ekki fengju þeir þó
fulltrúa í forsætisnefnd ráðsins,
hún yrði áfram skipuð fulltrúum
hinna fimm ríkja. Halldór kvað
velflesta vera ánægða með þessa
niðurstöðu, þó væri það vilji nokk-
urra Færeyinga, t.d. Erlends Pat-
urssonar, að ganga lengra. Hall-
dór sagðist telja að Færeyingar
gætu varla gengið lengra, nema
þeir tækju þá ákvörðun að verða
sjálfstæð þjóð. Hann sagði: „Þeir
ganga ekki fram hjá því að þeir
eru hluti af danska ríkinu og með-
an svo er hlýtur það að koma fram
í aðild þeirra að ráðinu. Við telj-
um að við séum búnir að ganga
allverulega til móts við þá og all-
flestir þeirra eru ánægðir með
þessa niðurstöðu."
Halldór sagði að fundir stæðu
yfir þessa vikuna í öllum nefndum
Norðurlandaráðs til undirbúnings
þingi ráðsins sem hefst í Osló 21.
febrúar nk. Aðspurður sagðist
hann reikna með að annað aðal-
umræðuefni þess þings yrðu efna-
hagsmál, því alls staðar á Norður-
löndunum væru miklir efnahags-
erfiðleikar.
Tæpur helmingur atkvæða talinn í próf-
kjöri sjálfstæðismanna á Vesturlandi:
Friðjón Þórðar-
son í efsta sæti
FRIÐJÓN Þórðarson dómsmálaráðherra var efstur í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Vesturlandskjördæmi þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Þá
höfðu verið talin 1100 atkvæði, en prófkjörið fór fram um síðustu helgi. í
prófkjörinu tóku þátt 2519 manns, en 2320 kjósendur í kjördæminu greiddu
Sjálfstæðisfiokknum atkvæði sitt í síðustu alþingiskosningum, árið 1979.
Stjórn Framkvæmdastofnunar:
Gengismun ekki ráðstafað
„til einstakra fyrirtækjau
Alþingi afgreiði málið fyrst
Á FUNDI stjórnar Framkvæmdastofnunar í gær voru stjórnarmenn sammála
um, að ekki kæmi til greina að fara að ráðstafa gengismuninum frá gengisfelling-
unni í haust gegn um Byggðasjóð til einstakra fyrirtækja í fiskiðnaði meðan
Alþingi væri ekki búið að afgreiða málið frá sér. Þá kom fram á fundinum að
hæpið væri að telja gengishagnað af óseldri skreið til tekna og vegna erfiðleika
skreiðarframleiðenda væri jafnvel hæpið að taka af þeim í gengismunasjóð. Á
fundinum voru samþykktar lánveitingar úr Byggðasjóði til Bæjarútgerðar Hafn-
arfjarðar, 4 milljónir og Fiskvinnslunnar á Seyðisfirði, 3 milljónir.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var samþykkt samhljóða að
ábyrgjast lánveitingar til þessara
tveggja fyrirtækja gegn því að ríkis-
sjóður ábyrgðist framlög til
Byggðasjóðs að sama skapi. Var
þetta meðal annars samþykkt á
þeim forsendum, að þessi fyrirtæki
hefðu ekki notið fyrirgreiðslu sjóðs-
ins á síðasta ári.
Þá var einnig rætt um vanda
Hraðfrystihúss Keflavíkur, sem er
mikill en annars eðlis. Varafor-
manni stjórnar, Stefáni Guðmunds-
syni, Guðmundi Ólafssyni, forstöð-
umanni Lánadeildar og Karli Stein-
ari Guðnasyni, einum stjórnar-
manna, var falið að kanna í dag
hvaða möguleikar aðrir kunna að
vera fyrir hendi. Hvort viðskipta-
bankar fyrirtækisins geti með ein-
hverjum hætti komið inn í lausn
vandans. Mun stjórnin síðan reiðu-
búin í framhaldi þessa til að ræða
málið sérstaklega.
Sá gengismunur, sem hér er um
að ræða, stafar af gengisfellingunni
í haust, en hann varð rúmum 90
milljónum króna meiri, en áætlað
hafði verið, en inn í hann var tekinn
gengismunur vegna skreiðar, sem
enn er ekki seld.
Friðjón Þórðarson var efstur að
1100 atkvæðum töldum með 617 at-
kvæði í 1. sæti, en 880 atkvæði alls
í 1.—5. sæti. í öðru sæti var Valdi-
mar Indriðason framkvæmdastjóri
með 582 atkvæði í 1.—2. sæti, en
alls með 780 atkvæði í 1,—5. sæti.
Atkvæði Valdimars skiptust þann-
ig á milli sæta að hann var með 213
atkvæði í 1. sæti, en 369 atkvæði í
2. sæti. í þriðja sæti var Sturla
Böðvarsson sveitarstjóri með 634
atkvæði í 1.—3. sæti, en alls var
hann með 754 atkvæði í 1.—5 sæti.
Þau skiptust þannig að hann var
með 20 atkvæði í 1. sæti, 235 at-
kvæði í 2. sæti og 379 atkvæði í 3.
sæti. í fjórða sæti vár Inga Jóna
Þórðardóttir framkvæmdastjóri
með 486 atkvæði í 1,—4. sæti, en
529 atkvæði alls í 1.—5. sæti. At-
kvæði hennar skiptust þannig á
milli sæta að hún var með 174 at-
kvæði í 1. sæti, 137 atkvæði í 2.
sæti, 109 atkvæði í 3. sæti og 66
atkvæði í 4. sæti. í fimmta sæti var
Kristófer Þorleifsson héraðslæknir
með 471 atkvæði alls í 1.—5. sæti.
Þau skiptust þannig innan listans
að hann var með 44 atkvæði í 1.
sæti, 118 atkvæði í 2. sæti, 150 at-
kvæði í 3. sæti, 101 atkvæði í 4. sæti
og 58 atkvæði í 5. sæti.
í sjötta sæti var Davíð Pétursson
bóndi með 386 atkvæði alls. Hann
var með 13 atkvæði í 1. sæti, 69
atkvæði í 2. sæti, 130 atkvæði í 3.
sæti, 109 atkvæði í 4. sæti og 65
atkvæði í 5. sæti. Ekki eru gefnar
upp atkvæðatölur í sjötta og
sjöunda sætið. í sjöunda sæti var
Kristjana Ágústsdóttir verslunar-
maður með 308 atkvæði, sem skipt-
ust þannig innan listans að ekkert
atkvæði var í 1. sætið, 27 atkvæði
hlaut hún í 2. sæti, 92 atkvæði í 3.
sæti, 92 atkvæði í 4. sæti og 97 at-
kvæði í 5. sæti.
I síðasta prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Vesturlandskjördæmi,
sem haldið var í nóvember árið
1977, tóku 2219 kjósendur þátt.
Seint í gærkveldi vantaði enn 17
atkvæði á hótelið í Borgarnesi, þar
sem talning fór fram, en atkvæði
þessi eru úr Breiðvík og voru veð-
urteppt þar. Vegna þessa var ekki
ljóst hvenær talningu lyki.