Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 13. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Líbanon: Viðræður farnar Carl Carstens, forseti Vestur-Þýskalands, Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og Hans-Dietrich Gencher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands. Myndin var tekin í gær á öðrum degi heimsóknar Gromykos í Vestur-Þýskalandi, en þangað er hann kominn til að útskýra tillögur Sovétmanna um fækkun kjarnorkueldflauga í Evrópu. ap. árangur að bera Khalde, Líbanon, 17. janúar. AP. SAMNINGAMENN Líbana, ísraela og Bandaríkjamanna skýrðu í dag frá „góðum árangri" af starfi einnar und- irnefndarinnar, sem rætt hefur um að binda enda á 35 ára gamalt stríðs- ástand milli Líbana og ísraela. Er hér um að ræða fyrsta merkið um árangur af viðræðunum, en Bandaríkjastjórn leggur nú mikið kapp á að þeim verði hraðað. Ekki var sagt frá viðræðum und- irnefndarinnar í einstökum atriðum en talið er, að stríðsástandinu, sem í raun hefur ríkt milli þjóðanna frá 1948, verði lokið með yfirlýsingum beggja um að hvorug muni fara með her á hendur hinni. Yrðu þær liður í allsherjarsamkomulagi um brott- flutning alls herliðs frá Líbanon. Dagblöð í Beirut sögðu nýlega frá því, að líbanska stjórnin hefði kvartað undan því við Bandaríkja- stjórn, að Israelar væru að koma upp fullkomnum ratsjám og fjar- skiptabúnaði í miðhálendi landsiná Boöa skyndi- fund til aö bjarga OPEC Vín, 17. janúar. AP. EMBÆTTISMENN í aðalstöðvum OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, staðfestu í dag, að haldinn yrði skyndi- fundur í Genf til að reyna að koma í veg fyrir verðstríð milli aðildarríkjanna 13. Haft var eftir embættismönnun- um, að fundurinn hæfist 23. janúar nk. en að dagskrá hans hefði ekki verið ákveðin ennþá. Það voru átta ríki af 13, sem samþykktu þennan skyndifund eftir að íranir höfðu ákveðið einhliða að auka olíufram- leiðslu sína þvert ofan í fyrri sam- þykktir OPEC. Saudi-Arabar og ír- anir, tvær mestu framleiðsluþjóðirn- ar, deila ákaft um stefnu samtak- anna og er óttast, að ágreiningurinn geti eyðilagt samtökin og tilraunir þeirra til að halda olíuverði í horf- inu. Ef OPEC-ríkjunum mistekst að halda framleiðslunni innan sam- þykktra marka, 18,5 milljónum tunna á dag, mun framboðið enn aukast á yfirfullum markaðinum og getur þá fátt komið í veg fyrir verð- hrun á olíunni. þrátt fyrir viðræðurnar um brott- flutning. Þykja þessar fréttir at- hyglisverðar í ljósi þeirrar fréttar í The Jerusalem Post sl. fimmtudag, að George P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefði látið þann ótta í ljós í einkaviðræðum, að Israelar og Sýrlendingar hefðu sam- ið um það óformlega að skipta Líb- anon á milli sín. Walesa reyndi ekki inn- göngu Varsjá, 17. janúar. AP. LECH Walesa hætti í morgun við að reyna inngöngu í Lenin-skipa- smíðastöðvarnar í Gdansk en hét því að leita allra lagalegra leiða til að endurheimta starf sitt þar. „Ef ég fæ ekki starf mitt aftur mun ég fara með málið fyrir dómstólana," sagði Walesa við vestræna fréttamenn, sem safn- ast höfðu saman við krossana þrjá fyrir utan skipasmíðastöð- varnar en þeir voru reistir til minningar um verkamenn, sem féllu fyrir lögreglunni árið 1970. „Ég mun ávallt reynast því trúr, sem þessir krossar standa fyrir,“ sagði Walesa og kraup á kné við minnismerkið. „Ég var og mun verða Samstöðumaður." Síðastliðinn föstudag var Wal- esa meinaður inngangur í skipa- smíðastöðvarnar og því borið við, að hann vantaði vottorð frá embættismönnum borgarinnar um að mál hans, sem formanns Samstöðu, væru komin á hreint. Walesa mótmælti þessu og kvaðst mundu koma aftur í dag, mánudag, en hætti síðan við það eins og fyrr segir. Walesa hefur margoft verið boðaður á fund Boleslaw Napieraj, þess manns, sem settur var yfir málefni Sam- stöðu með herlögunum, en hefur virt þær kvaðningar að vettugi til þessa og segist ekki viður- kenna rétt Napieraj til að ráðsk- ast með Samstöðu og félagsmenn hennar. FLUGSLYSIÐ í ANKARA Leifar tyrknesku farþegaþotunnar, sem brotlenti 50 metrum frá brautarenda I Ankara sl. sunnudag. A.m.k. 39 manns fórust. Sjá bls. 18. AP. Vestur-Þýskaland: Gromyko og Genscher ræða um kjarnorkuvopn un að koma í haust upp Pershing II og stýriflaugum til varnár Vestur- löndum. Hans-Jochen Vogel, kanslaraefni jafnaðarmanna, telur þó, að Bandaríkjastjórn sé fús til tilslakana í þessu efni. Auk kjarnorkuvopnanna ræddu ráðherrarnir um samskipti þjóð- anna, efnahagssamvinnu, Afgan- istan og Pólland og um það, að fleira fólki af þýskum ættum verði leyft að fara frá Sovétríkjunum. Bonn, 17. janúar. AP. ANDREI Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, hóf í dag við- ræður við vestur-þýska ráðamenn en þetta er hans fyrsta utanfór frá því að Andropov tók við völdunum í Kreml. Gromyko átti í morgun fund með embættisbróður sínum, Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýskalands, og snerust viðræður þeirra einkum um afvopnunarmál og gagnkvæma fækkun kjarnorkueldflauga. Genscher skýrði fyrir Gromyko það sjónarmið Breta og Frakka, að þeirra kjarnorkuvopn væru undan- skilin í viðræðum stórveldanna enda ættu þeir ekki aðild að af- vopnunarviðræðunum í Genf, og einnig lagði hann áherslu á þýð- ingu bandarískra kjarnorkuvopna fyrir þær þjóðir Vestur-Evrópu, sem ekki hefðu yfir slíkum vopn- um að ráða. Rússar hafa boðist til að fækka SS-20-eldflaugum sínum niður í 162 eða sem samsvarar þeim fjölda, sem Bretar og Frakkar eiga nú, en NATO hefur hins vegar krafist þess, að öllum SS-20-eld- flaugum, sem beint er að Vestur- Evrópu, verði tortímt, ella muni bandalagið halda fast við þá áætl- Skoðanakönntin í Bretlandi: Thatcher ynni glæstan sigur — ef gengið yrði til kosninga nú London, 17. janúar. AP. EF TIL kosninga yrði gengið nú í Bretlandi myndi Margaret Thatcher og flokkur hennar, Ihaldsflokkur- inn, vinna stærri sigur en í kosning- unum 1979 að því er fram kemur í skoðanakönnun, sem birt var í dag. Fylgi Ihaldsflokksins hefur aukist um 2% frá því í desember, er nú 44%, en fylgi Verkamanna- flokksins stendur í stað, 35% sem áður. Vinsældir kosninga- bandalags jafnaðarmanna og frjálslyndra hafa hins vegar ekki verið minni í annan tíma og fengi það nú aðeins stuðning 20% en hafði 21% í desember. Þetta for- skot íhaldsflokksins og breyt- ingar á kjördæmamörkum, sem eru flokknum hagstæðar, gæfu honum 90—100 þingsæta meiri- hluta í kosningum. í könnuninni, sem gerð var fyrir Lundúnablaðið The Stand- ard, kom einnig fram, að Thatch- er nýtur nú meira fylgis meðal karlmanna og félaga í verkalýðs- félögum en var í síðustu kosning- um árið 1979. Kosningar verða að fara fram ekki síðar en í maí 1984 en orðrómur hefur verið á kreiki um kosningar fyrr. Thatcher sagði sl. sunnudag, að hún hefði ekki á prjónunum að flýta kosn- ingum en „ég útiloka ekkert". Það kemur fram hjá Mori, stofnuninni, sem annaðist skoð- anakönnunina, að vinsældir Margaret Thatchers séu „einstæð- ar“ í breskri sögu þegar tekið sé tillit til þess, að hún hefur setið á stóli í fjögur ár og atvinnuleysið með því mesta, sem þekkist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.