Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 TiUöguflutningur minnihlutans í borgarstjórn: Haldið upp á árs afmæli * Islensku óperunnar „Hver höndin upp á móti annarri“ Minnihlutaflokkarnir fjórir í borgar- stjórn Keykjavíkur, Alþýðubandalag, Kvennaframboð, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur, lögðu fram samtals 93 breytingartiliögur við frumvarp að fjárhagsáætlun borgarinnar, við síðari umræðu um áætlunina. Ekki var alger samstaöa á milli minnihlutaflokkanna um neina tillögu, en 8 tillögur fjölhiðu um sambærilegt efni. Davíð Oddsson borgarstjóri sagöi á fundinum, að 8 hinna 93 tillagna minnihlutaflokkanna fjölluðu um samsvarandi efni, en þar skakkaði bæði fjárhæðum og ýmsum efnisat- riðum. „Þessi tillöguflutningur allur og málatilbúnaður sýnir ljóslega, með hvaða hætti borginni yrði stjórnað, ef þessir fjórir flokkar hefðu, eins og þeir stefndu að, tekið að sér stjórn borgarinnar sameigin- lega. Þar hefði hver höndin verið upp á móti annarri og allt á ská og skjön,“ sagði Davíð Oddsson. fslenska óperan: Sviðsetur Míkadóinn eftir Gilbert og Sullivan ÍSLENZKA óperan átti eins árs afmæli 9. janúar sl. Til stóð að halda upp á afmælið í hléi á sýningu Töfraflautunnar þann dag en sýningunni varð að fresta vegna ófærðar. Afmælissýningin var svo haldin sl. sunnudagskvöld og í hléi var tímamótanna minnst með kampavíni og kransakökum. Meöfylgjandi myndir tók RAX við það tækifæri. Eins og fram kem- ur í frétt á öðrum stað hér á síðunni, verður næsta verkefni íslensku óperunnar The Mikado, eftir Gil- bert og Sullivan. ÍSLENSKA óperan mun frumsýna hinn kunna söngleik, The Mikado, eftir Gilbert og Sullivan um mánaðamótin febrúar—mars, að því er Garðar Cortes sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Míkadóinn, er sem kunnugt er Japanskeisari, og talinn kunnasti og jafnvel besti söngleikur Gilberts og Sullivans að sögn Garðars, en hann var fyrst sýndur fyrir tæpum 100 árum, eða árið 1885. Leikstjóri verður ung bandarísk kona, Francesca Cambello, sem er aðalleikstjóri við Colorado-óper- una í Bandaríkjunum og hefur einnig starfað mikið fyrir Metro- politanóperuna í New York. Fjöldi söngvara tekur þátt í söngleikn- Stöðumælagjald hækkar í 5 kr. STÖÐUMÆLAGJALD í Reykjavík var nýlega hækkað úr 1 krónu í 5 krónur og nú standa yfir breytingar á stöðu- mælum vegna hækkunarinnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá gatnamálastjóranum i Reykjavík. Segir þar að á þeim stöðumælum sem breyting hefur verið gerð á sé miði með rauðri áletrun þar sem hins nýja gjalds sé getið. Þá hefur aukaleigugjald (stöðumælasektir) verið hækkað úr 30 krónum í 100. um. Míkadóinn verður sunginn og leikinn af Kristni Hallssyni, ungir leikarar og söngvarar fara með önnur stærstu hlutverk, en Garð- ar Cortes kvaðst ekki geta gefið upp nöfn þeirra að svo stöddu. Míkadóinn hefur verið þýddur á meira en tuttugu og fimm tungu- mál og settur upp í enn fleiri lönd- um. Ragnheiður H. Vigfúsdóttir, kennari í Hafnarfirði hefur þýtt verkið á íslensku. „Það verður skemmtilegt að takast á við þetta verkefni," sagði Garðar, „og það er athyglisvert að nú undanfarið hef- ur verið blásið nýju lífi í söngleiki Gilberts og Sullivans, til dæmis hefur Míkadóinn nú gengið mjög vel í Þjóðaróperunni í London, margra vikna bið er eftir miðum á sýninguna þar. Söngleiki þeirra hafa verið sýndir í meira en 100 ár, og nú síðustu misseri við gíf- urlegar vinsældir." Símgjöld til útlanda hækka um 19 til 31% — Gjöld fyrir telexþjónustu hækka um 25—30% GJÖLD fyrir símþjónustu til útlanda hækka um 19—31%, eftir hinum ýmsu Árni Benediktsson framkvæmdastjóri: Skýring á baksíðufrétt í FRÉTT á baksiðu Morgunblaðsins þann 14. þ.m. er frá því skýrt aö lán Byggðasjóðs til frystihúsa SÍS hafi verið 53% á móti 47% til frystihúsa SH á árunum 1973 til 1981. En framleiðsla SÍS-húsa sé hins vegar 25% á móti 75% hjá SH-húsum. Þessar upplýsingar eru hafðar eftir Arna Arnasyni, fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs íslands, og komu fram í erindi hans á ráð- stefnu um lánamarkaðinn og þjónustu hans við atvinnulífið. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins gaf Árni Árnason ekki í skyn að þarna væri um misferli stjórnenda Byggðasjóðs að ræða. Ekki minntist hann heldur á aðrar óeðlilegar orsakir. Hins vegar lét hann sér detta í hug að SH-menn væru óduglegri að sækja um lán. En þar sem Árna Árnasyni virðist sam- kvæmt þessu ekki vera fullkunnugt hvernig þessu máli er háttað er ekki ósennilegt að einhverjir sem minni möguleika hafa til að vita hið rétta fái ranga hugmynd af lestri fréttarinnar. Þess vegna er ástæða til að skýra í fáum orðum hvað á bak við liggur. Ég sé ekki ástæðu til þess að gera mikið úr því að þær tölur, sem Árni notar eru ekki tvímælalaust réttar. Niðurstöður gætu orðið aðrar ef öðruvísi væri reiknað. í þeirri verð- bólgu, sem hér ríkir og hefur ríkt er t.d. nauðsynlegt að finna verðmæli- kvarða til að miða við og getur niðurstaðan verið breytileg eftir því við hvað er miðað. Hægt er að miða við fast verðlag, verðlag eins og það er á hverjum tíma, framfærsluvísi- tölu, byggingavísitölu, lánavísitölu og ýmsar gengisviðmiðanir. Þá er einnig að meta hvað séu lán til frystihúsa, þar sem sums staðar eru frystihús með útgerð og taka lán til útgerðarinnar, en annars staðar er útgerðin rekin sem sér fyrirtæki. Spurning getur einnig verið hvernig á að meta lánalengingar. Þá skiptir það verulegu máli hvort þau hús, sem nú eru SÍS-hús og SH-hús, eru notuð sem mælikvarði, eða hvort reikna skal með stöðu þeirra þegar lánin voru tekin. Sé það gert lækkar hlutfall SÍS-húsanna verulega. Það getur því verið álitamál hvar það lánahlutfall, sem Árni Árnason tel- ur vera 53%, er að sanngjörnustu mati, en það er einhvers staðar á milli 45% og 53%. Sá mismunur sem þarna kann að vera á tölum skiptir hins vegar ekki neinu höfuð- máli, þegar borið er saman við hin; ar tölurnar, sem eru 25% og 75%. í fljótu bragði virðist geta verið um verulega mismunun að ræða og virðist fréttin vera sett upp í þeim tilgangi að gefa það í skyn. Um langt árabil var fólksflótti utan af landsbyggðinni til Reykja- víkur og nágrennis. Ég hygg að flestir hafi verið sammála um að sú þróun væri ekki alls kostar heppi- leg. Til þess að nýta gæði landsins væri nauðsynlegt að halda uppi byggð í öllum landshlutum, þó að byggð innan hvers landshluta mætti ef til vill færast eitthvað saman. Til þess að sporna gegn óeðlilegum fólksflutningum var Byggðasjóður stofnaður. Hlutverk hans átti að vera að styrkja atvinnulíf þar sem það stæði höil- um fæti. Það hlutverk hefur sjóð- urinn rækt trúlega. Að sjálfsögðu hefur engum manni dottið í hug að Byggðasjóður eigi að veita SÍS-húsum og SH-hús- um lán í hlutfalli við framleiðslu- magn. Seðlabanki og viðskipta- bankarnir veita afurðalán eftir þeirri reglu og er það eðlilegt. Hins vegar er það hlutverk sjóðsins að gera ekki upp á milli þeirra sem búa við sömu aðstæður. Þegar sjóð- urinn var stofnaður var atvinnulíf mjög veikt í mörgum smærri kaup- túnum. Byggðasjóður hefur komið að mjög miklu gagni við að styrkja atvinnulíf þessara kauptúna og er nú svo komið að mörg smærri kaup- tún sem áður bjuggu við ótryggt at- vinnuástand og slæma nýtingu vinnuafls og fjármagns, búa við at- vinnuöryggi og góða nýtingu fjár- magns og vinnuafls. Engin ástæða er til annars en að þessi þróun haldi áfram og að þeir staðir sem ennþá eru veikir eigi eftir að styrkjast, m.a. með áframhaldandi starfi Byggðasjóðs. Meginþungi fjárveitinga Byggða- sjóðs til frystihúsa hefur, sam- kvæmt eðli og tilgangr Byggðasjóðs, beinst að þessum smærri kauptún- um. Og það vill svo til að í kauptún- um með um sjö hundruð manna byggð og þar fyrir neðan eru 40% fleiri SlS-hús en SH-hús. Þarna liggur hundurinn grafinn. Byggða- sjóður hefur lítið lánað til frysti- húsa á svæðum með yfir 3.000 íbúa. Meirihluti framleiðslu SH er á þeim svæðum, sennilega um 60%. Hins vegar eru aðeins 15% framleiðslu SÍS-húsanna á þeim svæðum. Ég vona að þessi skýring sé fullnægj- andi öllum sanngjörnum mönnum. gjaldflokkum, frá og meö 20. janúar nk., að því er segir í frétt frá Póst- og símamálastofnuninni. Ennfremur segir, að ástæður hækkunarinnar séu þær, að frá síð- ustu gjaldskrárbreytingu símgjalda 1. september sl. hafi gengi gull- franka, sem öll símgjöld miðist við, hækkað um 28% og að auki hafi orð- ið hækkanir á umsömdum töxtum við aðrar símastjórnir um síðustu áramót. Gjald fyrir hverja mínútu í sjálf- vali verður eftir hækkunina 20,00 krónur til Norðurlanda nema til Finnlands 22,00 krónur, til Bret- lands 24,00 krónur, til Frakklands og Vestur-Þýzkalands 30,00 krónur og til Bandaríkjanna og Kanada 45,00 krónur. Afgreiðslugjald fyrir hand- virka þjónustu verður í öllum tilvik- um 7,50 krónur. Gjöld fyrir telex- og skeytaþjón- ustu hækka um 25—30% eftir gjald- flokkum. Þess má geta, að söluskatt- ur er innifalinn í framangreindum upphæðum. Borgarnes: Framleiðsla á hepar- in til lyfjagerðar úr sauðfjárgörnum? Borcarnesi, 12. janúar. A VEGUM atvinnumálanefndar Borg- arnesN hefur farió fram athugun á hvort mögulegt sé að hefja framleiðslu á heparin úr sauðfjárgörnum til lyfja gerðar. Iðnráðgjafi Vesturlands vann skýrslu um málið og fékk m.a. til þess frumrannsóknir, sem unnar höfðu verið í rannsóknastofum Há- skóla íslands. Iðnráðgjafi og atvinnumálanefndin skiluðu niður- stöðum sínum til kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga og hjá hon: um bíður málið nú ákvörðunar. í sláturhúsi KB í Borgarnesi fellur til á hverju hausti mikið magn af görn- um og hafa þær hingað til ekki verið nýttar nema e.t.v. í gúanó, en ef farið væri út í þessa framleiðslu þyrfti einnig að fá eitthvað af görnum frá öðrum sláturhúsum. HBj. Grannréttur settur í byggingarreglugerð Grannréttar.sjónarmið ber að virða framvegis, þegar teknar eru ákvarðan- ir um nýbygginar, viðbyggingar eða meiri háttar breytingar á húsum, í þeg- ar byggðum hverfum, segir í frétt frá félagsmálaráðuneytinu um nýja reglu- gerð um breytingar á byggingarreglu- gerð. I nýju reglugerðinni segir: „Áður en leyfi er veitt fyrir nýbyggingu^ viðbyggingu eða breytingu á húsi, í þegar byggðu hverfi, eða verulegri breytingu á notkun húss, skal ná- grönnum, sem byggingarnefnd telur að hagsmuna eigi að gæta, gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaða framkvæmd innan eins mánaðar. Byggingarnefnd getur þó veitt lengri frest ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.