Morgunblaðið - 02.02.1983, Síða 1
Miðvikudagur 2. febrúar - Bls. 33 -64.
... er nú búið til verðmæti; refafóður ...
Úr fisk- og sláturúrgangi sem áður var hent ...
Miklir framtíðarmöguleik-
ar verði skynsamlega
staðið að uppbyggingunni
en hver refalæða gefur af sér 7 skinn á ári
Loö-
dýra-
rækt
Loðdýrarækt er ung en ört vaxandi atvinnugrein her a landi
og henni hefur verið ætlað stórt hlutverk í íslenskum land-
búnaði. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá bændum í
húsum, búruni og fleiru, en fleira þarf til. Fyrir hendi þarf að
vera kunnátta og aðstaöa til skinnaverkunar og fóðurgerðar
fyrir refabúin svo og sölukerfi. Það er e.t.v. ekki síður mikil-
vægt að vel takist til með þessa þætti en umhirðu sjálfra
refanna
Sala loðskinna fer fram á upp-
boðum, ýmist hjá Hudson Bay í
London eða á uppboðum á Norður-
löndunum á vegum norrænu loð-
dýraræktarsamtakanna. Á upp-
boðunum ræðst verðið af fram-
boði, eftirspurn og gæðum vör-
unnar en hún selst hæstbjóðanda.
íslensk loðskinn eru aðeins brota-
brot af skinnafjöldanum á heims-
markaðnum og hefur því enga
möguleika á að hafa áhrif á verð-
ið.
Eitt er athyglisvert við sölumál-
in í loðskinnaframleiðslunni, það
er sá litli milliliðakostnaður sem
þar er og stingur hann mjög í stúf
við aðra þætti íslensks landbúnað-
ar að því leyti, bóndinn fær það
verð sem fæst fyrir skinnið hans á
uppboði. Umboðsmenn uppboðs-
búunum.
fyrirtækjanna hér á landi taka við
skinnunum og sjá um að koma
þeim á uppboð. Það eru bændurnir
sjálfir, hver fyrir sig, sem ákveða
til hvors uppboðsfyrirtækisins
framleiðsla þeirra fer og á hvaða
tíma. Ákveðin samkeppni er á
milli uppboðsfyrirtækjanna og
mismunandi verð er á milli upp-
boða og það er bóndinn sjálfur
sem tekur ákvörðunina í sölumál-
um sínum og tekur afleiðingum
hennar.
Fóðurmálin eru undirstöðuat-
riði varðandi það hvort loðdýra-
ræktin kemst í gegnum þær lægð-
ir sem ailtaf koma annað slagið í
sölu skinnanna. Fram hefur komið
að það verð, sem nú fæst fyrir
refaskinnin, og er talsvert miklu
lægra en fékkst í fyrra, telja menn
að sé viðunandi og ekki sé hægt að
líta á það sem neitt lágmarksverð,
heldur frekar eðlilegt verð og að
ekki sé hægt að reikna með því
uppsprengda verði sem fékkst í
fyrra. Forsvarsmenn loðdýra-
ræktenda telja einnig að íslenskir
loðdýraræktendur ættu að geta
rekið búskap sinn upp á þetta
verð, þ.e. ef skynsamlega er að
uppbyggingunni staðið. Stofnun
loðdýrabúa er háð leyfi frá land-
búnaðarráðuneytinu en að mati
kunnugra manna hefur mikið
skort á að aðstæður hafi verið
látnar ráða við úthlutun leyfa.
Skynsamlegast hafa þessir menn
talið vera að byggja upp 3 stórar
fóðurstöðvar, í Þorlákshöfn, á
Dalvík og á Sauðárkróki, þar sem
stærstu loðdýraræktarsvæðin eru,
en kosta mun 3—4 milljónir að
byggja hverja fóðurstöð upp. Síð-
an þyrfti að byggja 12—14 minni
fóðurstöðvar á hentugum stöðum
miðað við fóðuröflun víðsvegar um
landið og er kostnaður við þær tal-
inn nema a.m.k. 500 þúsund krón-
um. Búin ættu síðan að þróast út
frá þessum stöðvum áður en farið
væri út í að byggja upp ný
... sem flutt eru út. t hvorum kassa eru refaskinn að verðmæti um 100
þúsund krónur í erlendum gjaldeyri.
Minkabúin mun arðvænlegri en refabúin