Morgunblaðið - 02.02.1983, Síða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
Fóðurstöð. Uppistaðan í fóðrinu er fi.skúrgangur eða um 70%, annað er sláturinnmatur, Skinnin þarf að verka eins og kaupandinn vill fá þau. Hér er Reynir Barðdal bústjóri
innlent mjöl og 5—6% er innflutt kolvetnafóður. Loðskinns að kemba refaskinn.
loðdýraræktarsvæði, þannig að
bændurnir geti fengið fóðrið til
sín á viðráðanlegu verði. Þetta
fyrirkomulag telja menn að sé
grundvöllur þess að íslenskur
loðdýrabúskapur geti staðist hina
hörðu samkeppni sem er á mark-
aðnum. Fóðrið er frekar ódýrt frá
fóðurstöð, en ef það þarf að flytja
langar leiðir og að frysta þarf
stóran hluta af því, þá er glansinn
farinn af verðinu. Nokkrir
loðdýrabændur sem farið hafa af
stað einangraðir og fjarri sjó hafa
margir lent í hinu mesta basli við
að hafa fóður fyrir refina. Það er
alveg ljóst að hluti þeirra, sem
farið hafa af stað, kemur til með
að heltast úr lestinni og verða það
líklegast þeir sem hafa um langan
veg að fara til fóðuröflunar.
Skinnaverkunin er einnig mikil-
vægur þáttur þessa búskapar. Þau
mál hafa bændurnir ýmist séð um
Andrew fcr ekki að kvænast
Koo — segir Sun.
Dagblaðið Sun:
Andrew
fær ekki
að kvæn-
ast Koo
l.undúnum, 31. janúar. Al’.
ELÍSABET Bretadrottning hefur
tjáð næstelsta syni sínum, And-
rew, að hann geti ekki kvænst
bandarísku ieikkonunni Koo
Stark, segir í breska dagblaðinu
Sun í dag.
í grein á forsíðu blaðsins seg-
ir að drottningin hafi sjálf
komið í veg fyrir að Koo gisti í
höll fjölskyldunnar í Norfolk
nú um helgina ásamt Andrew
og kvað hafa sagt syni sínum
að gleyma öllum hugsanlegum
giftingaráformum sínum með
þessari stúlku.
Talsmaður Buckingham-
hallar tilkynnti síðan í kvöld að
fregnir sem þessar væru ekki
svara verðar.
sjálfir eða með aðstoð stóru bú-
anna sem hafa byggt upp aðstöðu
til þess. Skynsamlegast virðist að
hafa svipað héraðafyrirkomulag á
því og í fóðurmálunum.
Fram hefur komið í fréttum að
vel hefur gengið hjá íslenskum
bændum að fást við þessa nýju
búgrein. Þeim hefur tekist að
framleiða stór og falleg skinn sem
hafa selst vel, a.m.k. í fyrra, og
dýrin hjá þeim eru frjósöm. Þá
virðist bændum líka vel að fást við
þetta þrátt fyrir að loðdýraræktin
sé bindandi starf, því að í vetur
hefur loðdýrabændum fjölgað
margfalt og er talið að í dag séu
100 bændur komnir af stað og þeir
sem fyrir voru hafa flestir stækk-
að við sig. Þetta virðist því falla
vel að því sem bændurnir hafa
fyrir. Þessi áhugi virðist einnig
styðja þá skoðun að refaræktin sé
arðvænleg atvinna þrátt fyrir
verðfallið á skinnunum í vetur.
Skv. upplýsingum sem Mbl. hef-
ur aflað sér þarf 120 kg af fóðri til
að framleiða hvert refaskinn.
Kílóið af fóðrinu kostar 2 kr. og er
fóðurkostnaðurinn því 240 krónur
við að framleiða hvert refaskinn.
Fyrir refaskinnið fást hinsvegar
750—800 krónur að meðaltali á
uppboðum vetrarins og heldur
bóndinn því eftir 510 til 650 krón-
um fyrir framleiðslu á hverju
refaskinni til greiðslu alls annars
kostnaðar, uppbyggingar og launa
fyrir sjálfan sig. Miðað er við að
hirðing á ca. 130 refalæðum sé
hæfilegt ársverk fyrir einn mann.
Eftir hverja læðu koma ca. 7
hvolpar að meðaltali á ári sem
gerir 910 skinn á ári hjá einum
manni. Hann gæti því haft 460
þúsund til 510 þúsund krónur eftir
að búið er að greiða fóðurkostnað-
inn.
Dæmið í minkaræktinni er mun
betra og ef ekki kæmi til slæmur
sjúkdómur í minkastofninum væri
vöxturinn líklega meiri í þeirri
grein en í refaræktinni. Til að
framleiða eitt minkaskinn, sem
selst á ca. 400 krónur, þarf 50 kg
af fóðri sem kostar 2 kr. kílóið.
Fóðrið kostar því 100 krónur á
hvert skinn. Bóndinn, sem á auð-
veldlega að geta hirt einn 700
minkalæður sem hver gefur af sér
4 skinn á ári, fengi því í sinn hlut
og til að greiða allan annan kostn-
að um 840 þúsund krónur.
En engan veginn er víst að allir
nái þeim árangri sem þessar tölur
sýna og framleiðsla góðrar vöru
fyrir duttlungafullan erlendan
markað er enginn leikur. Til dæm-
is má geta þess að lita- og stærð-
arafbrigði eru svo óþrjótandi að
engin tvö refaskinn eru nákvæm-
lega eins.
Þessi vísir að loðdýrarækt, sem
nú er kominn hér á landi, skilar
orðið verulegum fjármunum í
þjóðarbúið. Á markað í vetur fara
um 7 þúsund refaskinn og 22 þús-
und minkaskinn og líklegt er að
söluverð þeirra verði um 15 millj-
ónir ísienskra króna sem koma í
erlendum gjaldeyri. Samt er þetta
aðeins að byrja.
HBj.
Ljósmyndir Mbl. /HBj.
Myndirnar úr fóðurstöðinni og skinnaverkuninni eru teknar hjá Loð-
skinn sf., Sauðárkróki, en myndin af refnuin (shadow-refalæða) er
tekin á Syðra-Skörðugili í Seyluhreppi í Skagafirði.
í plastheimi raunveruleikans?
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Herranótt Menntaskólans
Reykjavík 1983.
Halldór Laxness:
Prjónastofan Sólin.
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson.
Aðstoðarleikstjóri: Soffía Karls-
dóttir.
Leikmynd og búningar: Karl
Aspelund.
Mikil og vendileg úttekt er
jafnan gerð árlega á leiklistar-
áhuga og dugnaði þeirra mennt-
skælinga að halda í heiðri þeirri
gömlu hefð að koma upp leik-
sýningu ár hvert, enda hlýtur
að þurfa afar mikinn og brenn-
andi áhuga til að leggja á sig
allt þetta erfiði og vafstur.
Sennilega hittir Hafliði Helga-
son naglann á höfúðið í grein í
leikskrá: „En til hvers er verið
að leggja á sig alla þá vinnu,
sem sýning sem þessi krefst?
Því er auðsvarað. Að baki
hverjum þreytubaug býr gleði
og ánægja yfir skapandi starfi,
sem hvorki verður metið til fjár
né einkunna."
Halldór Laxness kallar sjálf-
ur verkið gamanleikrit, þar sem
þjóðfélagið er tekið fyrir og
raunveruleikanum þjappað
saman í prjónastofunni og held-
ur kaldranaleg mynd upp dreg-
in. Þó fer því fjarri, að mér
finnist Prjónastofan Sólin vera
fyndið stykki, sönnu nær að
segja að mér hefði fundizt það
langtum skemmtilegra en ég
hafði af einhverjum ástæðum
búist við. Ég held að rétt sé með
farið að leikritið hafi svona allt
að því fallið, þegar það var sýnt
í Þjóðleikhúsinu fyrir æði
mörgum árum, en ekki get ég
minnst þess hvernig um þá sýn-
ingu var skrifað.
I Prjónastofunni leiðir höf-
undurinn fram andstæðurnar
í — gott og saklaust (Sólborg) og
spillinguna og ljótleikann (feg-
urðarstjórinn og jafnvel Sine
Manibus, sem reynist eftir allt
saman rotinn og spilltur). Ibsen
Ljósdal er einnig persóna, sem
oft kemur fram í verkum Lax-
ness, spekingur með barns-
hjarta, sem hörfar af vettvangi,
þegar Sólborg verður að leggja
hús sitt fyrir undirbúning feg-
urðarsamkeppninnar.
Edda Arnljótsdóttir fer með
hlutverk Sólborgar, fas og
framganga með hinum mestu
ágætum, einfeldnisháttur og
einlægni skilaði sér einkum
framan af, en einhverja dýpt
vantaði í þessa manneskju:
sársauka og vonbrigði tókst
henni ekki að koma alls kostar
til skila. Stefán Jónsson fór létt
með fegurðarstjórann og hjálp-
aðist þar allt að, gott gervi,
frábærlega vel unnar hreyf-
ingar og fyrirtaks framsögn.
Einar Sigurðsson var skýr-
mæltur sem Sine Manibus, Ari
Matthíasson brá upp smellinni
mynd af líkkistusmiðnum.
ótaldar eru hinar aðskiljanlegu
fegurðardrottningar, þrír pípu-
hattar o.fl. Allt þetta unga fólk
skilaði sínu meira og minna
prýðilega. Hlutur leikstjórans
Andrésar Sigurvinssonar er
mikill, ívið meiri þegar um
óreynda áhugamenn er að ræða
en ella. Hann hefur unnið ágæt-
is verk, stílíseruð prjónastofa
— stílíseraður raunveruleiki —
plastlífið, þetta kemst mætavel
til skila. Hugmynd Karls Aspe-
lund varðandi leikmynd og bún-
inga undirstrikar síðan platið
og plastið.
Sem sagt ágæta vel unnin
sýning og á skilið aðsókn fleiri
en skólanemenda einna og að-
standenda þeirra.
Leikhópur Prjónastofunnar