Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 4

Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 Þórður Ólafsson, for- stöðumaður bankaeftir- lits Seðlabanka íslands, flutti þetta erindi á fundi í Rótaryklúbbi Reykjavíkur 12. janúar 1983. Ég vil í upphafi taka það fram, að ég er enginn sérfræðingur í málefni því, sem hér er til umfjöll- unar og geri fyrirvara um ýmis- legt, sem hér fer á eftir. Ég hef hins vegar kynnt mér lítillega kreditkortastarfsemi og haft nokkur afskipti af þeirri starfsemi hér á landi vegna starfa míns. í erindi þessu geng ég út frá því, að vel flestir ykkar hafi kynnst notkun kreditkorta sem notendur eða með öðrum hætti. Tímans vegna verður stiklað á stóru og að- eins drepið á fá meginatriði. Almenn atriði í almennri greiðslumiðlun hér á landi, svo sem víðast hvar annars staðar, gilda einkum seðlar og mynt, sem eru lögeyrir í allar greiðslur, skv. lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Islands, svö og tékkar og gíró. Hlutur hinna tveggja síðarnefndu hefur aukist verulega hin síðari ár. T.d. hefur útgáfa tékka aukist um 45% frá árinu 1978—1982, en á sl. ári nam fjöldi útgefinna tékka 17,0 millj- ónum. Aukning á færslum gíró- seðla er á árunum 1978—1981 u.þ.b. 38% og fjöldi færslna er álitinn 2—2,4 milljónir. Til viðbótar áðurnefndum greiðslumiðlum má nefna greiðslukort, kreditkort eða deb- etkort eftir því hvort korthafinn hefur lánamöguleika út á kortið eða ekki. Tíminn leyfir ekki nán- ari skilgreiningu á hugtökum og engar löggiltar þýðingar hef ég heyrt á orðinu kreditkort nema ef vera skyldi lánskort (lánakort) en ég mun halda mig við hið alþjóð- lega heiti, þ.e. kreditkort. Eftir síðari heimsstyrjöldina hefur þróast fyrirkomulag, sem gerir það mögulegt að kaupa vörur og þjónustu gegn því að framvísa korti, venjulega plastkorti, og kvitta fyrir móttöku vörunnar eða þjónustunnar. Seljandinn móttek- ur uppgjör og greiðslu frá útgef- anda kortsins, sem aftur fær greiðslu frá kaupandanum. Til þessa hefur ætíð verið um ein- hverja frestun á greiðslum að ræða, m.a. vegna nauðsynlegra bókhaldsfærslna vegna þjónust- unnar, en nú, vegna fullkomnari tölvutækni, þarf slíkt ekki að vera lengur og nokkuð víða í heiminum fara allar færslur vegna þessara viðskipta fram samdægurs eða daginn eftir. Jafnhliða því að plastkort eru liður í almennri greiðslumiðlun, gefa þau í mörg- um tilvikum korthafanum mögu- leika á láni frá útgefanda þeirra og þau kort nefnast kreditkort. Þau kort eru greiðslukort samfara lánssamningi milli korthafa og út- gefanda. Einnig er um að ræða frestun á greiðslum milli útgefanda kort- anna og seljanda með svipuðum hætti og milli korthafa og útgef- anda. Gera verður greinarmun á tvenns konar kreditkortum eftir því hvort samningsaðilarnir eru tveir, útgefandi — korthafi (svo- kallað interne system), eða þrír samningsaðilar, útgefandi — korthafi — seljandi (svokallað externe system), eða þríhliða rétt- arsamband. Ég mun ekki ræða um hið fyrrnefnda, sem er mjög al- gengt erlendis en óþekkt hér eftir því sem ég bezt veit eftir að olíufé- lögin hættu útgáfu kreditkorta fyrir nokkrum árum. Hins vegar eru þau viðskipti í eðli sínu svipuð því og að verzla út í mánaðar- reikning — með mismunandi niðurgreiðsluheimildum. Hið síðarnefnda (externe syst- em) er áhugaverðara til skoðunar og mun ég hér á eftir einungis fjalla um það. Útgefandinn Útgefandi kreditkortsins er sá aðili, sem stendur fyrir bókfærslu og innheimtu á skuldum korthaf- anna, sér um skilagreinar til þeirra, sem selt hafa vöru eða þjónustu gegn kreditkortum, stendur fyrir auglýsingum og al- mennri stjórnun. Auk þess sér hann í flestum tilvikum um athug- un á því hvort umsækjandi um kreditkort er þess verðugur að fá kort í hendurnar. Frá þessu eru þó undantekningar, t.d. þegar lána- stofnanir (bankar og sparisjóðir) reka sameiginlega kreditkortafyr- irtæki, þá fer mat á umsóknum fram hjá lánastofnununum sjálf- um en fyrirtækið annast alla aðra þjónustu. Nærtækt dæmi um þetta er Kreditkort s/f, en mat á umsóknum um kreditkort, sem út- gefin eru af því fyrirtæki, fer fram hjá aðildarbönkunum, Út- vegsbankanum og Verzlunar- bankanum, en Kreditkort s/f ann- ast aðra þjónustu. Kreditkortafyrirtækið annast fjármögnun viðskiptanna og ábyrgist fullt uppgjör til seljanda án tillits til greiðslugetu kaupenda að því tilskildu, að seljandi hafi viðhaft aðgæzlu og fylgt ákveðn- um öryggisreglum við kaupin. Til að standa undir kostnaðin- um við starfsemina eru tekin ýmis þjónustugjöld bæði af korthöfum og seljendum. Einnig eru vextir af útistandandi skuldum korthafa, bæði samningsvextir og dráttar- vextir, mikilvægur tekjuliður. Eftirfarandi eru helstu tekjulið- ir kreditkortafyrirtækja: 1. Stofngjald (ekki alltaf tekið). 2. Árgjald (alltaf tekið). 3. Þóknun (3—7%). 4. Vextir (mismunandi eftir láns- tíma). 5. Færslugjald (ekki alltaf tekið). 6. Afreikningsgjald (ekki alltaf tekið). Mjög mismunandi er eftir fyrir- tækjum hvernig þau nota sér framangreinda tekjuliði. Korthafinn Eitt grundvallarskilyrði er fyrir því að fá kreditkort, en það er fjárræði. Önnur skilyrði eru sett af útgefandanum og geta þau ver- ið margvísleg. Korthafinn undir- gengst þá skilmála, sem settir eru um notkun kortsins, skriflega. Kortin eru gefin útá nafn og kort- ið sjálft ber með sér vissar upplýs- ingar um korthafann, gildistíma o.fl., ýmist með upphleyptum stöf- um eða að þær eru skráðar á sér- staka segulrönd, sem er lesin í þar til gerðum aflesurum. Gagnvart seljandanum er framvísun korts- ins skoðuð sem staðgreiðsla. Hann á að fá það sem hann greiðir fyrir á sama verði og gildir gagnvart þeim, sem staðgreiða með öðrum hætti. Uppgjör við kreditkortafyrir- tækið fer síðan fram með ýmsum hætti og á mismunandi kjörum. Seljandi vöru og þjónustu Seljendur vöru og þjónustu gera samning við útgefanda kortsins um viðskiptin sín á milli. Seljand- inn er skyldugur til þess að taka við greiðslu gegn framvísun korts- ins og að líta á þá greiðslu sem Þórður Ólafsson eftir Þórð Ólafsson staðgreiðslu. Útgefandinn lætur seljandanum í té öll nauðsynleg gögn og tæki til þess að skrá viðskiptin og eru þau eign útgef- andans. Uppgjörið milli útgefand- ans og seljandans fer fram með ýmsum hætti, en í flestum tilvik- um fær seljandinn greiðslu innan tiltölulega skamms tíma að frá- dreginni þóknun, sem rennur til útgefandans. Eftir því sem upp- gjör við seljandann er tíðara þeim mun hærri þóknun er reiknuð og dregin frá greiðslunni. Seljandinn fær greiðslu án tillits til greiðslu- getu kaupanda, sem útgefandinn ábyrgist að því tilskildu, að selj- andinn hafi viðhaft fulla aðgæzlu þegar kaupin voru gerð. Útgefand- inn undanskilur sig allri ábyrgð gagnvart korthafa á gölluðum vör- um eða þjónustu og blandar sér aldrei inn í viðskipti kaupanda og seljanda. Ég hefi nú gert grein fyrir meg- ineinkennum kreditkorta í þrí- hliða réttarsambandi (externe system). Frá lagalegu sjónarmiði væri mjög fróðlegt að kanna þessi viðskipti nánar en til þess er ekki tími. Víðast hvar hefur hið opin- bera látið þessi mál til sín taka með setningu sérstakrar löggjafar um kreditkortastarfsemi eða með ákvæðum í almennum kaupalög- um eða sjálfstæðum lögum um af- borgunarkaup, sem einkum miða að því að vernda neytandann gegn ósanngjörnum skilmálum hinum samningsaðilanum í hag, t.d. hvað varðar ábyrgð á úttektum með glötuðum eða stolnum kortum. Erlendis hafa farið fram um- ræður um áhrif kreditkorta í al- mennri greiðslumiðlun og á lána- markaði. Ég ætla ekki að rekja þær hér en benda á fáein atriði, sem hafa skorið sig úr í þeirri um- ræðu: 1. Óæskileg aukning á tilboðum á lánum til almennrar neyzlu. 2. Kortin eru dýr fyrir notandann. 3. Kostnaðurinn er í of miklum mæli borinn af seljandanum og er þar með velt yfir á aðra neytendur. 4. Samkeppnisaðstaðan riðlast með því, að þeir, sem gefa út eigin kort eða eru meðlimir kortakeðju, standa betur að vígi í samkeppni um viðskipta- vini en hinir, sem eru utan við. Einnig má geta um önnur atriði s.s. þau, að notendur séu lokkaðir til að kaupa of mikið, kortin séu fyrst og fremst fyrir þá sem eru í góðum efnum eða í hærri „þjóðfé- lagslegri stöðu" á kostnað hinna sem minna mega sín o.s.frv. Ég ætla þessu næst að víkja að innlendri kreditkortastarfsemi. Útgáfa kreditkorta á Islandi Útgefendur kreditkorta hér á landi eru tveir: Landsbanki ís- lands, sem hefur gerst aðili að VISA International og hóf útgáfu VISA-korta síðari hluta árs 1981 eingöngu til notkunar erlendis. í þessu sambandi er rétt að taka fram að VISA-kort Landsbanka Islands eru fremur greiðslukort en eiginleg kreditkort þótt vissulega megi skoða sérhvern drátt á greiðslu sem lán til korthafans. Hinn aðilinn, sem gefur út kred- itkort hér á landi, er Kreditkort s/f, sem er sameignarfyrirtæki Útvegsbanka íslands, Verzlunar- banka íslands h/f og Korta h/f, sem áður hét Kreditkort h/f og hafði um nokkurt skeið gefið út kreditkort til notkunar innan- lands og var umboðsaðili fyrir Eurocard International. Kredit- kort s/f yfirtók samning þann við Eurocard International, sem Kreditkort h/f hafði áður. Kreditkort s/f gefur út tvenns konar kreditkort. Annars vegar til notkunar erlendis og hins vegar eingöngu til notkunar innanlands. Þau kort sem gefin eru út til notk- unar erlendis gilda þó jafnframt innanlands. Hvort tveggja, þ.e. VISA og Eurocard, byggjast á þríhliða samningssambandi og eru því ext- erne system, sem ég gerði grein fyrir hér á undan. Ég mun fyrst víkja að notkun þessara korta erlendis. a) Kreditkort til notkunar erlendis í reglugerð nr. 519/1979, um skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála, segir svo í 18. gr.: „í samráði við samstarfsnefnd getur gjaldeyriseftirlitið heimilað notkun viðurkenndra greiðslu- korta (kreditkorta) hjá erlendum aðila með þeim skilyrðum, sem það telur nauðsynleg." Gjaldeyriseftirlitið hefur heim- ilað innlendum aðilum notkun kreditkorta erlendis gegn eftir- farandi skilyrðum: 1. Kreditkort er einungis heimilað þeim aðilum, sem vegna vinnu sinnar erlendis í þágu vinnu- veitanda (opinbers eða einkaað- ila) eða sjálfs sín, færi sönnur á að notkun kortsins sé bundin við starfið. 2. Kortið sé einungis notað til greiðslu á venjulegum ferða- kostnaði, s.s. flugferðum og uppihaldi. 3. Skuld á reikningnum fari aldrei upp fyrir US$3.000 eða jafn- virði þeirra í annarri mynt. Að öðru leyti fari notkun kortsins eftir almennum reglum um ferðagjaldeyri á hverjum tíma. 4. Gjaldeyriseftirlitinu verði bréflega, í janúar hvert ár, greint frá notkun kortsins með útskrift af reikningnum fyrir liðið ár. í árslok 1982 hafði gjaldeyris- eftirlitið gefið u.þ.b. 3.200 leyfi á grundvelli þessa ákvæðis. Leyfin eru ekki gefin út á ákveðin kort, þannig að ekki liggja fyrir upplýs- ingar hvernig þau skiptast á hinar ýmsu tegundir, en heimildin er ekki bundin við þau kort sem gefin eru út hér á landi, þannig að gera verður ráð fyrir að einhverjir hafi aflað sér t.d. American Express- korta, Diners Club o.s.frv. Mörgum umsóknum hefur einn- ig verið synjað. Óheimilt er að nota kortið til annars en að greiða venjulegan ferðakostnað. Heimilt er gjaldeyr- iseftirlitinu að krefjast skýringa á notkun kortsins og skoða einstak- ar greiðslur sérstaklega og komi það í ljós, að notkun þess er ekki í samræmi við áðurgreinda reglu, er kortið innkallað. Slíkt hefur verið gert í einhverjum tilvikum. Skuld á reikningnum má ekki fara umfram US$3.000,-. Almenn- ur ferðamannagjaldeyrir er í dag US$1.350,-, en dagpeningar til rík- isstarfsmanna SDR-107-117 eða jafnvirði US$118—130 eftir því hvort ferðast er til Evrópu eða N-Ameríku. Gjaldeyriseftirlitið hefur víð- tækar heimildir til skoðunar á notkun kortanna en viðskipta- bankarnir, Landsbankinn og Út- vegsbankinn, hafa gætt þess ná- kvæmlega hvað þá varðar að eftir settum reglum sé farið. Rétt er að taka það fram, að í nágrannalöndum okkar, a.m.k. á Norðurlöndunum, eru settar takmarkanir á notkun kreditkorta erlendis hvað varðar upphæð og ennfremur hvers konar greiðsla megi nota þau til þótt þær reglur séu eitthvað rýmri en hér. Notendur VISA-korta greiða kr. 400 í stofngjald, sem greiðist einu sinni og rennur til bankans. Ár- legt gjald er kr. 400 en kortið er gefið út til eins árs í senn. Fyrir Eurocard greiðist kr. 300 stofngjald, sem leggst inn á geymslureikning á nafni korthafa og endurgreiðist án vaxta þegar viðskiptum er hætt. Árgjald er kr. 300 og er kortið gefið út til eins árs í senn. Ákvörðun um framangreind gjöld er frjáls og óháð gjaldskrám fyrir innlánsstofnanir, sem Seðla- bankinn setur. Notkun kortanna erlendis fer fram með venjulegum hætti en hvort tveggja VISA og Eurocard eru útbreidd og viðurkennd nánast um allan heim. Ýmis þekkt kred- itkortafyrirtæki eru aðilar að VISA International og má nefnd Barcleycard í Englandi, Carte Bleu í Frakklandi og Bank Amer- icard í USA. Þekktir aðilar í Euro- card International eru Access í Englandi og Master Card í USA. Reikningar fyrir úttektum korthafa erlendis eru skuldfærðir á reikninga Landsbankans annars vegar, vegna VISA og Útvegs- bankans, vegna Kreditkorta s/f hins vegar, vegna Eurocard. Færslur vegna VISA eru gerðar í Bandaríkjunum en vegna Euro- card í Brússel í Belgíu. Til þess tíma að úttektin hefur verið skuldfærð á viðkomandi banka erlendis er korthafinn í gengis- áhættu vegna skuldarinnar. Eftir þann tíma er erlendu fjárhæðinni breytt í íslenskar krónur á gengi þess dags. Auk þess reiknast 'k % þóknun, leyfisgjald 1% og gjald til ríkissjóðs 10%. Reikningar eru sendir út mánaðarlega. Lands- bankinn krefur um greiðslu innan 10 daga frá útsendingu reiknings. Sé skuldin ekki greidd innan þess tíma reiknast almennir útláns- vextir hlaupareikninga á næstu 15 daga en eftir það dráttarvextir. Útvegsbankinn sendir út reikn- inga 25. hvers mánaðar og krefst greiðslu fyrir 5. dag næsta mánað- ar. Sé skuldin ekki greidd innan þess tíma reiknast dráttarvextir. Ég hef ekki upplýsingar um van- skil vegna notkunar á kortum er- lendis. Nokkuð er misjafnt hversu lengi reikningar eru að berast en al- gengt mun vera að korthafar fái 1—2ja mánaða greiðslufrest, en á móti kemur gengisáhætta veru- legan hluta þess tíma. Alþjóðleg greiðslukort eins og VISÁ og Eurocard eru ekki eigin- leg kreditkort, eins og ég vék að hér á undan, nema að því marki sem það tekur að innheimta skuld vegna úttektar. Þau eru fyrst og fremst áhugaverð vegna hinnar miklu útbreiðslu þeirra og því hagræði sem í notkun þeirra er. Landsbankinn og Utvegsbank- inn (vegna Kreditkorta s/f) ann- ast á sama hátt allar færslur vegna notkunar erlendra korthafa Notkun láns- korta á íslandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.