Morgunblaðið - 02.02.1983, Síða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
Sovétríkin eftir fráfall
Brezhnevs
Versnandi efnahagsástand krefst
skjótrar útlausnar, sem flokks-
ræðið hefur ekki á takteinum
Med því að gera Yuri Andropov,
fyrrverandi yfirmann leynilögregl-
unnar, að cftirmanni Leonid
Brezhnevs, aðeins þremur dögum
eftir fráfall þess síðarnefnda, voru
valdamennirnir í Kreml að reyna
að eyða öllum getgátum um, að
langvinn valdabarátta eigi sér stað
í Sovétríkjunum, er haft gæti lam-
andi áhrif á starfshætti stjórnvalda
þar. Andropov var tilnefndur af
helzta keppinaut sínum, Kon-
stantin Chernenko, og það var auð-
vitað gert til þess að sýna sam-
heldni út á við, nú þegar sovézk
stjórnvöld taka til við að búa sig
undir að fást við-þau feiknalegu
vandamál, sem Brezhnev skildi
eftir. Enn hefur ekki verið úr því
skorið, hve mikil völd Andropov á
að hafa í framtíðinni og hvernig
öðrum stöðum, sem Brezhnev
hafði með höndum, verður ráðstaf-
að, en þar á meðal eru stöður eins
og forseti æðsta ráðsins, æðsti
hershöfðingi Sovétríkjanna og for-
seti herráðsins.
Búast má við, að hinn nýi leið-
togi kommúnistaflokks Sovét-
ríkjanna verði í fyrstu að
minnsta kosti leiðtogi samvirkr-
ar forystu og að Chernenko fái í
sinn hluta forsetaembættið, sem
er fyrst og fremst virðingar-
staða. Ef saga síðustu 65 ára á
eftir að endurtaka sig, þá verður
Andropov annaðhvort velt úr
sessi bráðlega eða hann á eftir
að gnæfa hátt í valdakerfi Sov-
étríkjanna, alveg eins og átti sér
stað hjá Josef Stalin, Nikita
Krúsjoff og Brezhnev.
En þau vandamál, sem steðja
að Sovétríkjunum, bíða ekki,
heldur krefjast úrlausnar. Það
skiptir að sjálfsögðu miklu máli
gagnvart Vesturlöndum, hvaða
stefnu Andropov og aðrir í hinni
samvirku forystu eiga eftir að
taka, er þeir fara að fást við
þessi vandamál:
• Hvernig eiga valdamenn í
Kreml að bregðast við stefnu
Reagans Bandaríkjaforseta og
stjórnar hans? Eiga þeir að auka
á vígbúnaðarkapphlaupið, eins
og Brezhnev gaf til kynna fáein-
um dögum fyrir dauða sinn, eða
að breyta um stefnu og gera
samkomulag við ráðamenn í
Washington um eftirlit með
vígbúnaði og koma í einlægni á
friðsamlegri sambúð.
• Á að reyna að finna leið til
þess að komast frá Afganistan
án þess að verða fyrir álits-
hnekki, þar sem styrjöldin þar
virðist endalaus, eða á að senda
enn stærri sovézkan her inn í
þetta land, sem Rússum tekst
ekki að yfirbuga?
• Hvers konar tilslakanir ætti
að leyfa herstjórninni í Póllandi
og láta verkamönnum í té svo og
rómversk-kaþólsku kirkjunni
þar í því skyni að koma aftur á
röð og reglu í því landi?
• Og loks, sem skiptir þó mestu
máli: Hvað á að gera í því skyni
að ráða bót á versnandi efna-
hagsástandi? Á að halda áfram
að káka við kerfið eða á að taka
til við róttækar en áhættusamar
endurbætur, sem vestrænir sér-
fræðingar segja að sé eina hald-
bæra leiðin út úr ógöngunum?
Gamlir menn
Flestir fréttamenn í Moskvu
spá ekki neinum róttækum
breytingum á þeirri stefnu, sem
Brezhnev fylgdi. í fyrsta lagi er
sovézka kerfið ekki fallið til
snöggra breytinga og allra sízt á
tímabili samvirkrar forystu, þar
sem baráttan um völd fer fram
að tjaldabaki. Eftirlifandi með-
limir stjórnmálaráðsins bera
einnig ábyrgð á stefnu Brezhn-
evs, hvort heldur er um að ræða
slökunarstefnu gagnvart Vestur-
löndum, innrásina í Afganistan
eða þá stefnuna í landbúnaðin-
um, sem hvað eftir annað hefur
brugðizt.
Þá skiptir það máli, að þarna
er á ferðinni hópur manna, sem
flestir eru orðnir gamlir. Jafnvel
eftir fráfall Brezhnevs, sem var
75 ára gamall, er meðalaldur
þeirra 12 meðlima stjórnmála-
ráðsins sem eftir eru nær 70 ár.
Það er því ekki líklegt, að þeir
freistist til þess að taka nokkra
áhættu eða vera með tilrauna-
starfsemi.
Valdhafarnir í Kreml hafa
lagt mikla áherzlu á samfellda
stefnu sem leiðarvísi hinnar
nýju forystu. Andropov ítrekaði
í sinni fyrstu opinberu ræðu eft-
ir dauða Brezhnevs þá hörðu
stefnu, sem sá síðarnefndi hafði
haldið fram í síðustu ræðu sinni
hinn 7. nóvember sl. við hersýn-
ingu á Rauða torginu í tilefni 65
ára afmælis byltingarinnar.
Andropov sagði þar m.a.: — Við
vitum það nógu vel, að það er
gagnslaust að biðja heimsvalda-
sinna um frið. Frið er aðeins
unnt að tryggja með því að reiða
sig á ósigrandi kraft sovézka
hersins.
Þrátt fyrir hörkuna í orðum
Andropovs eru flestir stjórn-
málafréttaritarar þeirrar skoð-
unar, að sovézku leiðtogarnir
eigi á næstunni eftir að fylgja
varfærinni stefnu á alþjóða-
vettvangi og muni forðast ögran-
ir. Satt að segja sáust þess merki
á síðustu dögum Brezhnevs, að
stjórnvöld í Kreml væru að
reyna að draga úr spennunni á
alþjóðavettvangi. Leiðtogar her-
stjórnarinnar í Póllandi til-
kynntu, að foringi Samstöðu,
Lech Walesa, yrði látinn laus og
skyldi þetta gert til þess að sýna
sáttfýsi gagnvart verkamönnum
og kaþólsku kirkjunni. Og sá
orðrómur hefur verið á kreiki, að
stjórnvöld í Moskvu hafi verið að
leita að málamiðlunarleið til
þess að binda endi á stríðið í
Afganistan.
Af hálfu Sovétríkjanna voru
hafnar nýjar samningaviðræður
við stjórnvöld í Peking til þess
að setja niður deilurnar við
Kínverja og til þess að fækka í
rússneska hernum við kínversku
landamærin.
Jafnframt hafa þær getspár
verið á kreiki, að sovézk stjórn-
völd muni á næsta ári hefja frið-
arsókn í því skyni að koma í veg
fyrir uppsetningu á nýjum
bandarískum eldflaugum í
Vestur-Evrópu.
Hörmulegt efnahags-
ástand
Gert er ráð fyrir, að Sovétrík-
in muni beina viðleitni sinni út á
við að Vestur-Þýzkalandi, þar
sem almennar þingkosningar
eiga að fara fram í marz í von
um að veikja tengslin milli
stjórnanna í Bonn og Washing-
ton. Þeir, sem fylgzt hafa með
atburðum í Kreml og þá um leið
með ferli Andropovs, halda því
fram, að hann muni beina kröft-
um Sovétríkjanna inn á við til
þess að bæta úr hörmulegu efna-
hagsástandi þeirra. Hann hefur
lagt áherzlu á stuðning sinn við
slökunarstefnuna í ræðum sín-
um. Þannig fullyrti hann
snemma á þessu ári: — Reynslan
sýnir okkur, að það er enginn
annar aðgengilegur kostur til en
friðsamleg sambúð, og kalda
stríðið og vígbúnaðarkapphlaup-
ið eiga ekki eftir að leiða til
neins. Enginn getur sigrað í
heitu stríði.
Sumir stjórnmálafréttaritarar
eru með getspár um, að Andro-
pov eigi eftir að reynast umbóta-
sinni og þá fús til þess að inn-
leiða nýjar hugmyndir og að-
ferðir í sovézkum landbúnaði og
efnahagslífinu yfirleitt, samtím-
is því sem áfram yrði tekið föst-
um tökum á pólitískum andófs-
mönnum í Sovétríkjunum og
Austur-Evrópu.
Hvað varðar samkeppnina við
Bandaríkin í hernaðarlegu tilliti,
þá er víst, að hann á eftir að
styðja sovézka herinn af alefli.
Satt að segja eru margir stjórn-
málafréttaritarar þeirrar skoð-
unar, að Andropov eigi upphefð
Tvær skáldsögur um
Alþýðubandalagið
Að lokinni bókavertíð — Hannes H. Gissurarson skrifar
Hvað á sá maður að gera, sem
ætlar að koma stjórnmálakenn-
ingu á framfæri? Hann getur
skrifað stjórnmálagreinar eða
jafnvel stjórnmálarit, en sannleik-
urinn er sá, að fáir lesa það aðrir
en áhugamenn. Hann getur því, ef
hann ætlar að ná til fleiri manna,
skrifað skáldsögu. Á okkar litla
markaði seljast góð stjórnmálarit
ekki nema í 500—1.000 eintökum,
en góðar skáldsögur í 1.500—3.000
eintökum, og er á því mikill mun-
ur. Þetta er þjóðráð. Og á þetta
ráð brugðu þeir George Orwell og
Artúr Köstler, svo að tveir kunn-
ustu höfundar stjórnmálasagna
séu nefndir, en bækur þeirra, Fé-
lagi Napóleon, Nítján hundruó átta-
tíu og fjögur og Myrkur um miðjan
dag, hafa allar verið gefnar út á
íslensku. Bandaríski rithöfundur-
inn Ayn Rand, sem er nýlátin,
gerði þetta einnig með góðum
árangri, en í skáldsögum sínum
boðaði hún stæka einstaklings-
hyggju.
Halldór Laxness er sá rithöf-
undur íslenskur, sem hefur eink-
um fengist við að skrifa stjórn-
málasögur. Ein er Atómstöðin, en i
henni hellti hann úr skálum reiði
sinnar yfir þá stjórnmálamenn,
sem reyndu að gæta öryggis
landsins með samningum við aðr-
ar lýðræðisþjóðir. Önnur er Para-
dísarheimt, en í henni lýsti hann
tilgangslausri leit að fyrirmynd-
arlandi, eftir að honum hafði
sjálfum snúist hugur um stjórn-
mál. Það má þó segja um þáðar
þessar sögur, að menn njóta
þeirra þrátt fyrir fremur en vegna
stjórnmálakenninganna í þeim,
enda er hættan alltaf sú, að list-
inni sé fórnað fyrir stjórnmálin í
slíkum sögum. Stjórnmálasögur
gegn sameignarskipulagi hafa
verið færri. Þó má nefna söguna
Bessa gamla eftir Jón Trausta frá
1918, en í henni hæðist hann að
jöfnunarstefnu samhyggjumanna:
„Niður með fjöllin! Upp með dal-
ina.“ Og fyrir jólin voru gefnar út
tvær skáldsögur, þar sem Alþýðu-
bandalaginu e.r lýst. Ég get ekki
sagt, að mér finnist þessi rit mikil
listaverk, en þau eru þó athyglis-
verð, hvort með sínum hætti. Báð-
ir höfundarinir geta bersýnilega
gert betur, og ég vona, að þeir geri
það, þótt síðar verði.
Boðið upp í dans
Önnur skáldsagan er Boóið upp í
dans eftir Ólaf Ormsson, en Al-
menna bókafélagið gaf hana út.
Sagt er fra Unnari nokkrum
Steingrímssyni frá 1949 tii 1975.
Hann er sonur stalínsinna, sem
var í Kommúnistaflokknum og
síðan Sósíalistaflokknum. Stalín-
sinninn, faðir hans, er sérlundað-
ur og jaðrar við að vera geðveikur.
Unnar erfir stjórnmaálskoðun
föður síns, gerist öfgafullur sam-
eignarsinni og æskulýðsfylkingar-
maður, en missir stjórnmálatrú
sína á áttunda áratugnum. Enginn
vafi er á því, að höfundurinn er
öðrum þræði að lýsa eigin þroska,
en hann var róttækur sameignar-
sinni og er það ekki lengur. Hann
er í rauninni að lýsa heilli kynslóð,
sem lét blekkjast af samhyggj-
unni, en missti trúna eftir innrás
Rauða hersins inn í Tékkóslóvakíu
árið 1968.
Fyrri hluti bókarinnar er betur
skrifaður en seinni hlutinn, höf-
undurinn hefur þvi miður ekki
gefið sér tíma til þess að ljúka
henni sæmilega. Sumar kenningar
hans um sameignarstefnu eru
gamalkunnar, svo sem að hún sé
fremur trú en skoðun, sameignar-
flokkar séu líkari trúarsöfnuðum
en stjórnmálaflokkum. En ég held
þó, að hann skyggnist ekki nægi-
lega víða um. Hann lætur í raun-
inni tveimur spurningum ósvarað.
Hvað olli því, að sameignarsinnar
höfðu meira fylgi hérlendis en í
flestum öðrum löndum? Og hvers
vegna skipti söguhetjan um skoð-
un?
Sú kenning, að samhyggja sé
væg geðveiki, einhver öfugsnúin
trú, freistar að sjálfsögðu þeirra,
sem lesa hin furðulegu rit sam-
eignarsinna frá fjórðá áratugnum.
En Sósíalistaflokkurinn fékk ekki
20% í kosningum á árunum
1942—1949 af þessari ástæðu. Ég
held, að skýringin sé önnur. I
sjálfstæðisbaráttu íslendinga
varð til öflug þjóðernisstefna,
sterk taug, sem Sósíalistaflokkn-
um tókst síðan að nota, eftir að
hann kastaði af sér „alþjóða-
hyggju öreiganna". Þjóðernis-
stefnan er systir sameignarstefn-
unnar, og báðar eru þær af ætt
hóphyggjunnar, samkvæmt báð-
um er mannkyninu skipt í tvo
hópa, utangarðsmenn og innan-
garðsmenn. Reynslan hefur sýnt,
að þjóðernisvitund manna er
miklu sterkari en stéttarvitund
þeirra, Hegel var betri spámaður
en Marx, þótt það sé rétt, sem Act-
on lávarður sagði, að hvort
tveggja sé jafnheimskulegt, enda
er þjóðernisstefna ekkert annað
en eigingirni eða sjálfsdýrkun
hópsins.
Og hvers vegna skipta menn um
stjórnmálaskoðun? Ég kann ekk-
ert eitt svar við því. Ólafur
Björnsson sannfærðist um það af
rökum þeirra Hayeks og von Mis-
ess, að altækur áætlunarbúskapur
væri ótækur. Arnór Hannibalsson
sannfærðist um það af dvöl sinni
fyrir austan járntjald, að sam-
eignarstefnan hefði mistekist.
Hvað olli því, að þeir skiptu um
skoðun, en ekki Jóhannes úr Kötl-
um eða Árni Bergmann? Heimska
hinna síðarnefndu, óheilindi
þeirra eða einhver flókin víxlverk-
un manna og umhverfis þeirra?
Síðasta skýringin er líklega sú,
sem á einkum við. En hag-
fræðingar kynnu að segja, að
skoðanaskipti réðust af kostnaðin-
um við þau. Sá, sem á allt sitt und-
ir flokki, skiptir síður um skoðun
en sá, sem er óháður honum. Menn
eins og Einar Olgeirsson og Brynj-
ólfur Bjarnason geta að sjálfsögðu
ekki horfst í augu við það, að þeir
hafi lifað í blekkingu alla sína ævi,
kostnaðurinn er of mikill, ef svo
má segja.
Ég sakna þeirra hatrömmu
átaka, sem hljóta að verða í huga
baráttumanns, þegar hann skiptir
um skoðun, úr bók Ólafs Ormsson-
ar. Skoðanaskipti söguhetjunnar
verða án fullnægjandi skýringar.
Það hlýtur að hafa kostað Olaf
eitthvað sjálfan að skipta um
skoðun, en hann hefur enn ekki
komið þeirri reynslu til skila. Get-
ur þetta ekki verið efni í næstu
bók?
Bræður munu berjast
Hin skáldsagan, sem ég hyggst
fara um orðum, er Bræður munu
berjast eftir Ronald Símonarson,
en Örn og Örlygur gáfu hana út.
Hún er ekki uppgjör einstaklings
við fortíðina, heldur spá um fram-
tíðina, samin af manni sem hefur
ekki, svo að ég viti, skipt sér mjög
af stjórnmálum. Mér fannst meiri
spenna í henni en hinni bókinni,
ég lagði hana ekki frá mér, fyrr en
ég hafði lokið lestrinum, þótt sá
galli sé á henni, að frásögnin er
ekki nægilega samfelld. Og hver er
spáin? Hún er sú, að Sjálfstæðis-
flokkurinn missi mikið fylgi vegna
hneykslismáls og Alþýðubanda-
lagið sigri í kosningum. Formaður
þess myndi stjórn, en í flokki hans
séu menn, sem hafi mikið sam-
band við Kremlverja og beri enga
virðingu fyrir lýðræði. Smám
saman komist á einræði, róttæk-
ari hópurinn í Alþýðubandalaginu
styrkist, en hinn hópurinn veikist.
Fangabúðir séu reistar í Grímsey
og menn séu fangelsaðir fyrir til-
búnar sakir. En við sögulok eru
líkur á sigri lýðræðissinna þrátt
fyrir allt.
Benda má á, að þetta hefur
gerst í öðrum löndum. Skemmst er
að minnast þess, er sameignar-
sinnar hrifsuðu til sin ríkisvaldið í
Tékkóslóvakíu og þjóðernissinnar