Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
41
hvorki stelast burt né þvælast
flatur fyrir fótum annarra. Ekki
svo að skilja að Ísland fari að taka
við kjarnavopnum eða greiða
kostnað við uppsetning eldflauga.
En með landsafnotum Natós hér
tekur það ábyrgð á þætti í varnar-
búnaði tveggja álfna og þyrfti að
eiga meiri aðild en hingað til að
hernaðarþekkingu og þá einnig að
sumum herfræðilegum ráðstefn-
um. Og fyrir kemur að einmitt
veikleiki smáríkis auðveldar því
milligöngu er hópar hinna deila.
Blaðafulltrúi ríkisstjórnar,
Magnús Torfi Ólafsson, reifaði
12.6. þetta efni á ráðstefnu Lífs og
lands í Rvík (Öryggisgæsla og við-
búnaður forsenda sjálfstæðis ís-
lands) og talsvert nánar aftur í
haust á fundi Samtaka um vest-
ræna samvinnu og Varðbergs, 20.
nóv. (Mbl. 16.6. og 1.12. 1982). Tek
ég undir öll þau sjónarmið hans,
sem skoðanir geta skipst um til
muna, enda lét svipað í ljós í Mbl.
öðru hverju áratuginn sem leið.
Ræði ég meir Atlantsbandalag,
fyrst hann komst eigi í nóv. yfir
þá hlið mála. Hann benti á
matsmun þar og ósætti.
Hins vegar þori ég ekki, meðan
stjórnarskrársáttagerð er við-
kvæmt mál, að velta með honum
upp ókönnuðum fleti öryggismála
(forsetaafskipta?) í ríkisstjórn
vorri þó við viljum fá „í þessum
efnum fyrirkomulag, sem getur
staðist pólitíska sviptivinda". En
hvernig væri að spyrja Mauno
Koivisto, forseta vinaþjóðar, út úr
nokkrum lexíum, sem hann kann?
„Franskur forseti" kynni að reyn-
ast Pólverjum bót en gæti hér ekki
stefnt í annað en að breyta ein-
bákni í tvíbákn, sbr. líka amerísk-
ari tvíbáknsdrauma, sem eiga að
eyða valdi í stjórnskipunartillög-
um óstofnaða „flokksins móti
flokksskiptingu". Alþingi má held-
ur aldrei kljúfa svo mjög 3 stjórn-
greinar að ekki viti hægri hönd
þess fyrr en eftir dúk og disk hvað
hin vinstri (þ.e. miðstýrðari)
framkvæmir, eða kannski aldrei.
Það stór yki líkur á sjálfheldu og
hræðslu. Ótti við innlenda mið-
stýring, stundum réttur og rökvís,
og ótti við að standa í miðstýrðu
bandalagi, þegar hvert annað lag
á hlutum væri þjóðríki og sam-
gangnaörygginu margfaldur
háski, má aldrei leiða til flaust-
ursákvarðana, ekki fá okkur til að
hlaupast úr ábyrgð.
Eg hét að ergja ekki lesendur
með söguskýringum en það úrræði
Frakka 1954 að losa herstjórn
lands síns, fá hana alla í eigin
hendur, frá kjarnavopnamiðstýr-
ingu USA-forsetans, er nær skapi
þjóðleiðtoga í báðum álfum en var
áður en nýja vígbúnaðarkapp-
hlaupið harðnaði. Hjálp frá Amer-
íku þurfa þeir, sem aldrei líklegt að
þaðan skuli skotið MX-skeytum,
sem skakki leik „takmarkaðs"
stríðs samkvæmt forskriftinni
MAÐ, sem nú þykir vitlegra að
kalla „mad“.
Hér er ekki rúm til að ræða að-
lögun að herfræðilegum möguleik-
um, sem hlýtur að takmarka og
tempra herbeiting Natós, þegar
friður rofnar á svæði þess eða á
svæði, sem ranglega telst koma
því við, svo sem Falklandseyjar
eða íran. Réttmæli er hins vegar
að innrás í Afganistan ógni sam-
tímis fleirum, er eigi mæri sín að
Varsjárbandalagslöndum, og hún
þykir spor í átt til Indlandshafs-
sóknar stigið af heimsdrottnun-
arvilja Moskvu. En hve langt nær
og hversu æst til viðbragðs skal
Natósamábyrgðin vera? Raunhæf
svör skortir.
MX-flaugar hljóta að hækka
kjarnorkuþröskuld Ameríku sem
stödd væri í sjálfsvörn. Umdeilt
verður hvort þær séu ekki einka-
mál USA. Þær tákna brýning um
að hækka kjarnorkuþröskuld EC-
ríkja með öðrum vigbúnaði. Sé það
sannspá mótar um leið fyrir
stigmagnandi feiknstöfum „tak-
markaðra stríða" á regional-
grundvelli, sbr. Miðausturlönd,
Suðaustur-Asíu, hluta Mið-
Ameríku. Rótarskot frá fleiri Atl-
antsstrandaóeirðum geta, eins og
M.T.Ó. segir, skotið allsstaðar upp
kolli (meir eftir 1990) og ísland
reynst berskjaldað. Njósnir leyni-
kafbáta i sænskri og norskri land-
helgi eru síður undirbúningur
undir risaveldastríð en „regionalt"
stríð, sem gæti snert fjarlægar
syðri álfur, jafnsnemma og sam-
göngur okkar.
Núverandi aðstæður geta ekki
breyst til sams konar slökunar og
Willy Brandt náði og enn síður til
sama kreppufriðar og ríkti fyrir
uppgjöfina í Múnchen-samningi
1938. En þrátt fyrir réttmæt háðs-
yrði, sem menn velja svonefndri
friðlýsingu ákveðinna lands- og
hags-„regiona“, fara sumir af-
markaðir landahópar að taka nýtt
mark á griðaboðum gegn róttækri
afvopnun þar og mati á háska jafns
tjóns beggja af friðrofi. Á næsta
kjörtímabili forseta í USA mun
rísa þar þrýstingur, gegn haukum,
til þess að Ameríka liðsinni af-
vopnuninni ýmislega og hræðist
ekki breytinguna.
Major-General Nasir
al-Din Nasir
Minister of the Interior
Syrian Arab Republic.
ZAMBIA
— Nkaka Chisanga
Puta
N.C. Puta er 30 ára lögfræð-
ingur, og hefur hann verið í
haldi frá því í júlí 1981, án þess
að hann hafi hlotið nokkurn
dóm.
Þann 2. júlí 1981 var hann
handtekinn af leynilögreglu
Zambíu, og settur í 28 daga
gæsluvarðhald. Eftir að hafa
verið í haldi í 2 vikur, þá var
gæsluvarðhaldsúrskurðinum
breytt skv. skjali undirrituðu af
Kaunda, forseta iandsins,
(„order under Section 33 (i) of
the Preservation of Public Sec-
urity Regulations, signed by
President Kaunda").
Þessi nýi gæsluvarðhaldsúr-
skurður gildir til eins árs í senn,
en hann má sífellt endurnýja, og
réttur fangans er lítill sem eng-
inn. N.C. Puta hefur enga form-
lega ákæru hlotið. En yfirvöld
Zambíu segja hann vera í haldi
vegna þátttöku í samsæri til að
hjálpa nokkrum föngum að flýja
úr fangelsi. Fangar þessir voru í
haldi vegna gruns um tilraun
t.þ.a. steypa stjórn landsins af
stóli.
AI telur aftur á móti að Puta
sé í haldi vegna tengsla hans við
einn aðalsakborninginn í máli
sem kom fyrir rétt í nóv. ’80, þ.e.
frænda hans Valentine Musak-
anya fyrrverandi ráðherra. Mál
þetta fjallar um landráð. N.C.
Puta var lögfræðingur frænda
síns í máli þessu, og tókst að fá
hann lausan úr haldi með hjálp
„habeas corpus" (þetta eru sér-
stök ákvæði er varða fanga án
dóms, og kveða svo á um að mál
þeirra fái meðhöndlun fyrir við-
urkenndum rétti). En yfirvöld
gáfu strax út nýja varðhalds-
skipun á hendur honum. Talið er
víst að það hafi komið yfirvöld-
um Zambíu í opna skjöldu hve
árangursríkt „habeas corpus"
getur verið, og hve ákveðinn og
öruggur N.C. Puta var í að beita
lögunum skjólstæðing sínum í
hag.
Vitað er að Nkaka Chisanga
Puta var barinn illa er hann var
handtekinn. Þann 4. desember
1981 var „habeas corpus" áfrýj-
un fyrir hans hönd hafnað af
dómstólum, þó svo að dómarinn
teldi hann hafa hlotið ómannúð-
lega meðferð, og bæri að fá
skaðabætur.
N.C. Puta er í haldi í Mpima
fangelsi, Kabwe.
Vinsamlegast sendið kurteis-
lega orðað bréf og biðjið um að
Nkaka Chisanga Puta verði lát-
inn laus.
Skrifið til: His Excellency
President Kenneth
Kaunda
State House
Lusaka Zambia.
„Komnir á yztu nöf í þróun
skiptaverðs til sjómanna“
„FORMENN sjómannafélaganna
töldu að ekki væri rétt að grípa til
þeirra ráða að draga sinn fulltrúa út
úr Verðlagsráði sjávarútvegsins að
svo komnu máli, þar sem við erum
ekki með annað launakerfí á reið-
um höndum sem tryggir rétt okkar
umbjóðenda, en hins vegar tel ég að
við séum komnir út á yztu nöf í
þróun skiptaverðs sjúmanna," sagði
Óskar Vigfússon, forseti Sjómanna-
sambands íslands í tilefni af fundi
formanna Sjómannasambandsins í
Keykjavík sl. sunnudag, en hér fer á
eftir fréttatilkynning frá fundinum.
Formannafundur Sjómanna-
sambands íslands haldinn að
Borgartúni 18, Reykjavík, sunnu-
daginn 30. janúar 1983, leggur
áherslu á eftirfarandi atriði:
Að undirstaða framfara og
góðra lífskjara sjómanna sem
annarra launþega á hverjum tíma
er öflugt athafnalíf í sjávarúvegi,
sem mótast af þeim skilyrðum
sem honum eru búin á hverjum
tíma.
Fundurinn minnir á að sjómenn
Formannafundur
Sjómannasambands-
ins bendir á stór-
fellda kjararýrn-
un sjómanna
hafa orðið fyrir stórfelldri kjara-
rýrnun á síðasta ári vegna minnk-
andi afla. Fundurinn harmar að
hinar margendurteknu yfirlýs-
ingar sjávarútvegsráðherra um
að fella niður olíugjaldið um síð-
ustu áramót urðu ekki að veru-
leika. Krefst fundurinn þess enn
að það verði fellt niður. Þá mót-
mælir fundurinn því að nú skuli
stjórnvöld ætla að endurvekja hið
illræmda sjóðakerfi með því að
afla tekna til niðurgreiðslu á olíu
með útflutningsgjaldi, sem kemur
til með að rýra kjör sjómanna
fljótlega. Telur fundurinn þessar
fyrirætlanir beina íhlutun í um-
samin hlutaskipti sjómanna og
útvegsmanna. Fundurinn tekur
undir bókun Óskars Vigfússonar,
formanns sambandsins, er hann
gjörði athugasemd við íhlutun
hins opinbera við fiskverðs-
ákvörðun og vísaði til sjómanna-
samtakanna um setu fulltrúa sjó-
manna í verðlagsráði.
Fundurinn telur að á meðan
sjómenn eru á því launakerfi sem
nú gildir, með samningum við út-
vegsmenn, eigi fulltrúi þeirra að
sitja í verðlagsráði enn um sinn.
Fundurinn samþykkir að kjósa
nefnd manna er falið sé að kanna
möguleika á launakerfi, sem
tryggir hlut sjómanna betur en
nú er.
Fundurinn vekur á því sérstaka
athygli, að vegna of stórs fiski-
flota, minnkandi afla og ásælni
ríkisvaldsins, á sjómannastéttin í
vök að verjast. Telur fundurinn
ljóst að fljótlega hlýtur að koma
að því að sjómenn sæki sinn rétt
og hvetur eindregið til órofa-
samstöðu í þeim átökum sem þá
kunna að verða.
Sjö „smá"atriói
sem stundum deymast
viðwf
á nýrri þvottavél
IÞvottavél sem á að nægja venju-
legu heimili, þarf að taka a.m.k.
5 kfló af burrum bvotti. því það ér
ótrúlega fljótt að koma í hvert kíló
af handklæðum, rúmfötum og bux-
um. Það er líka nauðsynlegt að hafa
sérstakt þvottakerfi fyrir lítið magn
af taui, s.s. þegar þarf að þvo við-
kvæman þvott.
2Það er ekki nóg að hægt sé að
troða 5 kílóum af þvotti inní
vélina. Þvottavélin þarf að hafa mjög
stóran þvottabelg og þvo í miklu
vatni, til þess að þvotturinn verði
skfnandi hreinn. Stærstu heimilis-
vélar hafa 45 lítra bvottahelo
3Vinduhraði er mjög mikilvægur.
Sumar vélar vinda aðeins með
400-500 snúninga hraða á mínútu,
aðrar með allt að 800 snúninga
hraða. Góð þeytivinda þýðir ekki
aðeins að þvotturinn sé fljótur að
þorna á snúrunni (sum efni er reynd-
ar hægt að strauja beint úr vélinni),
heldur sparar hún mikla orku ef
notaður er þurrkari.
4Qrkusparnaður er mikilvægur.
Auk verulegs sparnaðar af góðri
þeytivindu, minnkar raforkunotkun-
in við þvottinn um ca. 45% ef
þvottavélin tekur inn á sig bæði heitt
og kalt vatn.
5Verðið hefur sitt að segja. Það
má aldrei gleymast að það er
verðmætið sem skiptir öllu. Auð-
vitað er lítil þvottavél sem þvær
lítinn þvott í litlum þvottabelg, tekur
aðeins inn á sig kalt vatn og þeyti-
vindur illa, ódýrari en stór vél sem
er afkastamikil, þvær og vindur vel
og sparar orku. A móti kemur að sú
litla er miklu dýrari og óhentugri í
rekstri og viðhaldsfrekari.
Þjónustan er atriði sem enginn
má gleyma. Sennilega þurfa eng-
in heimilistæki að þola jafn mikið
álag og þvottavélar og auðvitað
bregðast þær helst þegar mest reynir
á þær. Þær bestu geta líka brugðist.
Þess vegna er traust og fljótvirk
viðhaldsþjónusta og vel birgur vara-
hlutalager algjör forsenda þegar ný
þvottavél er valin.
7Philco er samt aðalatriðið. Ef
þú sérð Philco merkið framan á
þvottavélinni geturðu hætt að hugsa
um hin „smáatriðin" sem reyndar
eru ekki svo lítil þegar allt kemur
til alls. Framleiðendur Philco og
þjónustudeild Heimilistækja hafa
séð fyrir þeim öllum:
5 kíló af þurrþvotti, 45 lítra belgur,
800 snúningar á mínútu, heitt og kalt
vatn, sanngjarnt verð og örugg
þjónusta.
Við erum sveigjanlegir
í samningum!
„Veríu
oruesur
velduFniico
heimilistæki hf.
HAFNARSTRÆTI3 - 20455 - SÆTÚNI8 -15655