Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 10

Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 Hafraimsóknamiðstöð í Hirtshals: Einn fullkomn- asti veiðarfæra- tankur heims Álaborg 12. janúar. Frá Páli (iíslasyni, frétta- ritara Morgunblaðsins ÞAÐ VAR þrútið loft og þrunginn sjór þegar undirritaður lagði á dög- unum á leið til útgerðarbæjarins Hirtshals á norðanverðu Jótlandi. Mörgum íslendingnum er eflaust í fersku minni hve mikla þýðingu þetta sjávarpláss hafði fyrir útgerð íslenzkra síldveiðiskipa meðan menn einbeittu sér að því að útrýma síldinni úr Norðursjónum. Á þessum síldarárum blómstr- aði Hirtshals, en í dag er ævin- týraljóminn farinn af bænum og grár raunveruleikinn tekinn við. Þau mannvirki, sem byggð voru vegna síldarinnar á þessum árum, standa nú auð eða illa nýtt, má þar nefna stóran skála, sem hýsti uppboðshaldið á síld og síðan makríl. Annað tákn breyttra tíma í Hirtshals, sem vekur eftirtekt ís- lendings, er að við bryggju liggja tvö mjög stór nótaskip, sem sögð eru til sölu, en erfitt hefur reynzt að finna markað fyrir þessi skip. Þau heita Geysir og Isafold. Danir þó bjartsýnir þrátt fyrir dökkt útlit og byggja hafrannsóknamiðstöð En þrátt fyrir dapurlegt útlit í dönskum sjávarútvegi og fisk- veiðideilu við Breta eru Danir bjartsýnir að vanda og hafa nú lokið byggingu eins þriðja hluta fyrirhugaðrar hafrannsókna- stöðvar, sem kennd er við Norður- sjóinn. Þessi rannsóknastöð er einmitt staðsett i Hirtshals og var tilgangur ferðarinnar að skoða þessar framkvæmdir. Gert er ráð fyrir að árið 1984 verði uppbygg- ingu stöðvarinnar lokið, en hún mun alls verða 15.000 fermetrar Séð inn um gluggann á hlið tanksins. Prentist myndin vel má greina líkan af trolli, sem verið er að reyna í honum. að stærð. Ef lýsa á í fáum orðum þeirri aðstöðu, sem fyrirhugað er að reisa þarna, má nefna rann- sóknaaðstöðu, kennsluaðstöðu og stórt sædýrasafn. Kennsluað- staðan miðast við það að þjóna tvíþættu hlutverki; í fyrsta lagi er gert ráð fyrir samstarfi við há- skólann í Álaborg um menntum útvegs- og sjávariðnaðarfræðinga; og í öðru lagi námskeiðahald á vegum þeirra, sem hafa rann- sóknaaðstöðu í stöðinni. Þessi námskeið eru fyrst og fremst hugsuð sem endurhæfing og við- bótarmenntun þeirra, sem að fiskiðnaði starfa. I tengslum við kennsluna og námskeiðahaldið verður byggð 40 manna heimavist, sem mun þó ef til vill minna meira á gott hótel. Sædýrasafnið er fyrst og fremst ætlað til þess að gefa sem gleggsta mynd af lífríki Norð- ursjávarins og til þess að gefa möguleika á kennsluaðstöðu og rannsóknastörfum. Meðal annars má nefna 120 rúmmetra geymi, sem sýna á í þau dýr, sem þarna verða, fyrirlestrasali og 1.200 fer- metra sýningarskála, sem nota má til ýmissa sýninga, sem lýsa eiga tengslum og starfsemi rannsókna- stöðvarinnar við Norðursjóinn. Ekki er að efa að oft verður for- vitnilegt að skoða þessar sýningar eða safnið í heild. 1.200 rúmmetra veiðarfæratankur Rannsóknaaðstaðan verður mjög góð því auk þess, sem að ofan er getið, verður aðstaða til rannsókna og þróunar á aðferðum við verkun og úrvinnslu sjávaraf- urða. Það er bæði þróun rétta úr sjávarafurðum og véla og tækja við vinnslu þeirra. Enn sem komið Einn af stjórnendum veiðarfæratanksins við stjórnborð hans. er vekur mesta athygli sá hluti stöðvarinnar, sem miðast við veið- arfærarannsóknir enda er upp- byggingin þar lengst komin. Nú þegar hefur verið byggður 1.200 rúmmetra tankur til veiðar- færatilrauna. Þessi tankur er miðaður við svokallaðar líkantil- raunir, það er að segja í honum verða prófuð líkön af þeim veið- arfærum, sem verið er að reyna. Tanknum er skipt í tvennt, það er að segja efri og neðri hluta með skilrúmi, sem nær þó ekki til beggja enda og er það þakið með gúmmídúk. Hinar eiginlegu til- raunir fara fram í efri hluta tanksins og meðan á þeim stendur er vatninu haldið á hreyfingu kringum skilrúmið, þannig að ofan þess streymir það í gagn- stæða átt við straumstefnu neðan þess. Jafnframt hreyfingu vatns- ins er gúmmídúkurinn látinn fylgja hreyfingu þess. Því, sem prófa á, er síðan haldið kyrru í tanknum en hreyfing vatns og botns látin líkja eftir aðstæðum við veiðar. Á annarri hlið tanks- ins, sem jafnframt snýr að stjórn- klefa eru 10 rúður, alls um 40 fer- metrar að stærð, sem auðvelda rannsóknamönnum framkvæmd þeirra tilrauna, sem í gangi eru. Meðfram þessum rúðum í stjórn- klefanum er færanlegur pallur ætlaður til myndatöku. Lengd tanksins er 30 metrar, breidd 8 metrar og dýpt 6, en stærð þess hluta, sem eiginlegar tilraunir fara fram í er 20x8x2,7 metrar. Vatninu er haldið á hreyfingu með þremur 67 kílówatta rafmótorum og eru þeir þannig gerðir að snún- ingshraða þeirra má breyta þann- ig að hraði vatnsins í tanknum getur verið frá 0 upp í 8 sjómílur. Hinn hreyfanlegi hluti skilrúms- ins er knúinn 7,4 kílówatta vökva- mótor og er hraði botnsins alltaf sá sami og vatnsins. Bobbingarnir á stærö við tennisbolta Þegar prófa á veiðarfæri þarf að gera líkan af því, oftast í hlutfall- inu 1:5 eða 1:20. Á líkaninu verða allir nauðsynlegir hlutir að vera með og sem líkastir því sem er í raunveruleikanum. Þegar undir- ritaður var þarna á ferð var verið að gera líkan af botntrolli og má til gaman geta þess, að hlerarnir voru um það bil 30x15 sentimetrar að stærð og bobbingarnir á stærð við tennisbolta. Sú aðstaða, sem fyrir hendi er, er fyrst og fremst ætluð til rann- Er ekki tími til kominn? eftir Jón Karlsson, Sauöárkróki Með hverju árinu sem líður verður æ meiri þörf fyrir stjórn- málaafl sem treysta má til að koma þjóðinni útúr því efnahags- lega og stjórnmálalega öngþveiti sem búið er að sigla henni inní. Það átak sem hlýtur að verða að gera fyrr eða síðar, tekst ekki nema fólkið í landinu uni þeim að- gerðum sem gera verður. Hér þarf að koma til öflug sósíaldemókrat- ísk hreyfing sem styðst við verka- lýðshreyfinguna á beinan eða óbeinan hátt. Ekki er ástæða til að ætla annað en að það fólk sem fylgt hefur verkalýðsflokkunum að málum, hafi í grundvallaratrið- um svipaðar skoðanir á þeirri þjóðfélagsgerð sem keppa skuli að og þeim leiðum í meginatriðum sem fara skuli til að ná þeim markmiðum. Þá hljóta fjölmargir kjósendur hinna flokkanna að eiga samleið varðandi þessi markmið og leiðir. Er því ekki kominn tími til að skynsamir menn taki hönd- um saman um að leita leiða til að færa stjónmálaþróunina á næstu misserum í þann farveg sem þjón- ar meirihluta þegna þjóðfélagsins sem best? Það sem á sínum tíma kom í veg fyrir að svipuð stjórnmálaþróun yrði hér og á öðrum Norðurlönd- um — þar sem jafnaðarflokkarnir urðu öflugastir allra flokka og eru enn — var m.a. hinn óskýranlegi greiði aðgangur sem áróður kommúnista átti að fólki. Það leiddi svo til örlagaríks klofnings alþýðuhreyfingarinnar á Islandi, henni til óbætanlegs tjóns. Af þeim málum sem borið hafa milli verkalýðsflokkanna í gegn um árin, ber tvö hæst: fyrirmynd- arríkið Sovétrússland og deilurnar sem leiddu til klofningsins á fjórða áratugnum annarsvegar — og utanríkisstefna íslands frá stofnun lýðveldisins og vera er- lends herliðs á Miðnesheiði hins- vegar. Skulu nú þessi atriði skoðuð lítillega nánar. Ekki verður það dregið í efa, að þeir sem stóðu að stofnun Kommúnistaflokksins 1930 hafi gert það í þeirri trú að fyrirmynd að besta þjóðskipulag- inu væri að finna í Sovétrússlandi. Þessu voru jafnaðarmenn ekki sammála og þess vegna m.a. varð klofningurinn. Ef gluggað er í blaðaskrif og rit- deilur frá þessum tíma, sést að skoðanaskipti og rifrildi voru um þetta atriði og raunar tvo til þrjá áratugi til viðbótar. Um þetta vitna t.d. gögn sem tiltæk eru um viðræður sem voru á árunum 1937—38 um sameiningu Alþýðu- flokksins. Hefur Jón Baldvin Hannibalsson gert þessu skil nú nýverið í sunnudagserindi í út- varpinu í tilefni 100 ára afmælis Jóns Baldvinssonar. Erfitt er að gera sér í hugarlund að þeir hinir „Það sem á sínum tíma kom í veg fyrir að svipuð stjórnmalaþróun yrði hér og á öðrum Norðurlöndum — þar sem jafnaðarflokk- arnir urðu öflugastir allra flokka og eru enn — var m.a. hinn óskýranlegi greiði aðgangur sem áróð- ur kommúnista átti að fólki.“ sömu menn sem trúðu á fyrir- myndarríkið Sovétrússland séu sama sinnis enn. Enda hefir trú- boð þeirra hin síðari árin ekki bor- ið þess merki og hið sósíaldemó- kratíska yfirbragð sem Alþýðu- bandalagið óneitanlega ber, að sumu leyti, bendir ekki til þess að það sé rekið með hugsjónir heims- kommúnismans fyrir stafni. Enda er svo að skilja að þróunin austur þar hafi orðið á annan veg en þessir menn trúðu á að verða myndi. Utanríkis- og varnarmál lands- ins hafa nú í þrjá til fjóra áratugi verið sem fleinn í holdi þeirra sem að öðru leyti hafa haft svipaðar þjóðmálaskoðanir. Þetta mál hefir átt sinn stóra þátt í því að standa í vegi fyrir að verkalýðsflokkarnir næðu saman um ýmis þau mál sem eðlilegt má telja að báðir berðust fyrir. Þessi einhæfa um- ræða — her eða ekki her — NATO eða ekki NATO — hefur verið ákaflega ófrjó og leiðinleg og oft ekki snúist um aðalatriði. Hins vegar hefir borið svo við, nú hin síðari misserin, að þessi umræða hefir breyst og áhersluatriði orðið önnur. Umræðan hefir orðið víð- tækari; snúist meira um frið milii þjóða og heimshluta og hvernig okkar litla þjóð getur stuðlað að afvopnun og friði. Þegar þessi tvö atriði, deilurnar um heimskommúnismann og fyrirmyndarríkið Sovétrússland annarsvegar og utanríkis- og varnarmál íslands hinsvegar, hafa tekið á sig þá mynd sem raun ber vitni, ættu jjessi mál ekki að þurfa að standa í vegi fyrir því að fólk með svipaðar lífsskoðanir og sömu stefnumið, nái saman um að búa sér tæki í hendur. Þeirri hindrun ætti að vera rutt úr vegi. Þetta fólk á skoðanalega samleið og þá sameiginlegu hagsmuni að byggja upp réttlátt velferðarþjóðfélag. Það hefir jafnan reynst erfitt að sjá fyrir um þróun stjórnmála og lífsafkomu fólks, jafnvel skammt fram í tímann. Þó virðist nú mega ráða nokkuð í vissa þætti sem fram undan virðast vera og snerta Jón Karlsson þetta umræðuefni. Eitt af því sem nærri okkur er, nú sem stendur, er að nú virðumst við vera að sigla inní pólitískt upplausnarástand. Má þar benda á framboð, utan hinna hefðbundnu stjórnmála- flokka sem virðast vera í uppsigl- ingu og líkur benda til að einhver þeirra sjái dagsins ljós í næstu kosningum. Einhverjir hafa minnst á líkur á sjö listum í Reykjavík og e.t.v. fleiri kjördæm- um. Þetta bendir til sundrungar — og gerir illt ástand verra. Kem- ur þetta síst til góða þeim stjórn- málahreyfingum sem vilja byggja á lýðræðisjafnaðarstefnu, en líkur benda til að bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fitni af þessu ástandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.