Morgunblaðið - 02.02.1983, Síða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
Hafsteinn og
Birgir keppa
í Englandi
á þessu ári
Fyrstir íslendinga hyggjast þeir
rallkappar Hafsteinn Hauksson og
Birgir Viðar Halldórsson reyna fyrir
sér í akstri á erlendri grund með
atvinnumennsku í framtíðinni í
huga. Keppa þeir félagar í fimm
heimsþekktum röllum á Stóra-Bret-
landi á þessu ári eins og þegar hefur
verið sagt frá í Morgunblaðinu.
Blaðamaður Mbl. fór á fund þeirra
kappa og spjallaði við þá um framtíð-
aráform þeirra, en þeir voru þá við
likamsþjálfun í líkamsrækt Apolló,
sem er í eigu Birgis, en þar æfa þeir
af kappi fyrir keppnistímabilið.
Áður en við spjöllum við þá
Hafstein og Birgi, er rétt að líta
stuttlega yfir samstarf þeirra
hingað til. Hafsteinn Hauksson
keppti fyrst í rallakstri á Ren-
ault-sendiferðabíl árið 1979 og
lenti þá í 19. saeti af 21 keppanda.
Síðan hefur hann ekið Ford Escort
og ætíð verið í fremstu röð og att
kappi við þá bræður Ómar og Jón
Ragnarssyni um sigurinn í ófáum
röllum. Fyrir Ljómarallið sl.
sumar hóf hann samstarf við Birgi
Viðar og keypti hlut í sérsmíðuð-
um RS Escort er var í eigu Birgis.
Birgir sjálfur hóf ekki að keppa
fyrr en á sl. ári, ók hann fyrst í
Tommarallinu ásamt Hafsteini
Aðalsteinssyni og sigraði og bætti
**■ jr
- <
•»'«111111.,
m. m
-
Escort RS Hafsteins og Birgis verður búinn 240 hestafla vél og veitir ekki af, því aksturshraði í röllum í Englandi eru
mun meiri en hérlendis.
Ljósmyndir Mbl. (>unnlaugur R.
England er toppur-
__ '_111. •_•_
inn í rallheiminum
síðan öðrum sigri við í Húsavík-
urrallinu. I Ljómarallinu óku þeir
Hafsteinn Hauksson og Birgir
Viðar síðan saman í fyrsta skipti
og sigruðu.
í síðasta ralli sl. árs, Varta-
rallinu, sýndu þeir félagar snilld-
artakta og óku örugglega til sig-
urs. Sýndu þeir frábært samstarf
og Hafsteinn blómstraði í öku-
mannssætinu. Eftir þetta rall
huguðu þeir af alvöru að reyna
fyrir sér í keppni í Englandi, héldu
þeir utan og fylgdust með RAC-
rallinu, sem er liður í heimsmeist-
arakeppninni. Náðu þeir síðan
samningum við tvö fyrirtæki er-
lendis um auglýsingar á bílnum og
hafa nú nýverið gengið frá sam-
komulagi við atvinnurallöku-
manninn Malcolm Wilson um að-
stöðu á verkstæði hans. Malcolm
er atvinnurallökumaður hjá
Ford-verksmiðjunum í Englandi.
Rekur hann eigið bílaverkstæði.
Munu Hafsteinn og Birgir fá alla
aðstöðu þar, en jafnframt því mun
Wiison leiðbeina Hafsteini eins og
framast er unnt í akstrinum, en
aðstoðarökumaður Wilsons mun
hjálpa Birgi Viðari að komast inn
í hlutina hans megin í bílnum.
Telja má að Malcolm Wilson sé
besti tengiliður fyrir þá félaga til
að koma þeim á framfæri á hæstu
stöðum innan Ford í Englandi, ef
að líkum lætur.
En snúum okkur að spjallinu við
þá Hafstein og Birgi Viðar.
Hvaða röll eru það, sem þið komið
(il með að taka þátt í á þessu ári?
„Við munum taka þátt í öllum
röllum hér heima, ef þess er nokk-
ur kostur. I Bretlandi ökum við
fyrst í Mintx-rallinu þann 24.-26.
febrúar nk., síðan ætlum við að
keppa í litlu klúbbralli í Skotlandi.
Welska rallið er næst, frá 4.-6.
maí. Rúmlega mánuði seinna,
11.—14. júní, keppum við í Skoska
rallinu. Eftir þetta keppum við
eingöngu hér heima um sumarið,
en förum síðan til Englands í nóv-
ember og ökum í RAC-rallinu.
Fjögur þessara ralla eru á alþjóð-
legum mælikvarða og RAC-rallið
er liður í heimsmeistarakeppni
rallökumanna og bílaframleið-
enda. Hin röllin þrjú eru liður í
Bretlandseyjakeppninni í rall-
akstri, sem er víðfræg um allan
heim,“ sagði Birgir. Því má bæta
við að röllin eru frá 400 km upp í
rúmlega 2.000 km löng. RAC-rallið
dregur að yfir 5 milljón áhorfend-
ur á sérleiðir á hverju ári og færri
keppendur komast að en vilja.
Telst það vera best skipulagða og
dýrasta keppni sem haldin er í
rallakstri.
Hver er ástæðan fyrir utanför
ykkar?
Hafsteinn varð fyrir svörum:
„Aðallega að sjá hvar við stöndum
gagnvart bestu rallökumönnum
heims. Að vera innan um toppöku-
menn erlendis í alvörukeppni hef-
ur verið okkur lokuð bók til
þessa."
Ef vel gengur hvað tekur þá við
hjá ykkur?
„Já,“ sagði Birgir, „þetta ár
verður geysilega erfitt, við tökum
þátt í 11 röllum á árinu, þ.e. með
röllunum hér heima. Það er harla
erfitt að segja nokkuð ákveðið um
framhaldið ... en horfurnar eru
bjartar."
Hvað kallið þið góðan árangur?
„Okkur finnst ekkert sérstakur
árangur að lenda neðar en í 20.
sæti í t.d. Skoska rallinu. í RAC-
rallinu myndi maður setja markið
lægra, en þó væri erfitt að sætta
sig við að vera neðar en í 35. sæti.
„Dýrast að ná
ekki árangri“
Er ekki alltof dýrt aö keppa í
RAC-rallinu, sem er 2.000 km langt
og þátttökugjaldið eitt hátt í 20.000
krónur?
Enn varð Hafsteinn fyrir svör-
um: „Peningurinn þarf ekki að
vera svo mikill. Það er eiginlega
dýrast að spara og ná þá kannski
ekki árangri af þeim sökum. Ef þú
ert að standa í þessu á annað borð,
er betra að leggja allt í sölurnar
til að ná árangri, annars eru þér
allar dyr lokaðar." „Við erum ekki
að fara út að keppa til þess eins að
ljúka keppni," sagði Birgir.
En er þetta samt sem áður ekki
mikil fjárhagsleg áhætta?
„Það er í rauninni ekki fyrir-
sjáanlegt ennþá, þetta ætti að
geta staðið í járnum, allavega er
útlitið síður en svo dökkt," sagði
Birgir. Hafsteinn bætti við: „Aðal-
atriðið er að byrja og svo hefst
þetta einhvern veginn," og nú
brosti Hafsteinn út í annað ...
„Við höfum þegar náð í tvo stóra
auglýsendur í Englandi, sem eru
tölvuspilaframleiðendur og heita
Taitel og Eurocoin. Hér heima að-
stoða okkur Esso, Hafskip, Band-
ag og Flugleiðir eða Arnarflug í
sambandi við flugferðir út,“ sagði
Birgir.
Hjálpar Ford á íslandi ykkur á
einhvern hátt?
„Já, þeir styðja við bakið á
okkur. Þórir Jónsson forstjóri hef-
ur verið okkur mikill hvati til
þátttöku erlendis. Hann er virki-
legur áhugamaður um rallakstur,"
sgöðu þeir Hafsteinn og Birgir.
Fáið þið hjálp frá Ford í Eng-
landi?
„Nei, ekki beina að svo stöddu,
en að vísu verðum við með aðstoð
frá atvinnurallökumanni Ford,
Malcolm Wilson. Hann mun ljá
okkur húsnæði undir bílinn með
öllum tækjabúnaði endurgjalds-
laust. Bjarni Sigurgarðarsson við-
gerðarmaður okkar mun vinna á
verkstæði Wilsons við undirbún-
ing á bíl okkar og jafnframt því
gæti hann hugsanlega komist í
vinnu þar, seinna meir. Fyrir
Mintex mun annar Islendingur,
Þórhallur Kristjánsson, vinna við
undirbúning á bílnum með
Bjarma. Einn auglýsenda okkar
úti hefur leigt hús fyrir okkur í 6
mánuði," sagði Birgir. „í sjálfum
röllunum mun viðgerðalið Mal-
colm Wilsons hjálpa okkur við við-
gerðir, en Wilson mun keppa á
Escort RS 1700 Turbo frá og með
Skoska rallinu."
„Gætum allt eins
kökukeyrt bílinn
á fyrstu sérleið“
Hvað svo ef þið lendið í óhappi?
„Við sleppum út úr þessu eins
ódýrt og hugsast getur. Síðan get-
ur alltaf eitthvað óvænt gerst, og
þá getum við líklega strikað fram-
haldið út. Við gætum allt eins
kökukeyrt bílinn á fyrstu leið,“
sagði Hafsteinn hugsi.
Hvers vegna völduð þið Bretland
fyrir áform ykkar?
„Bretland er toppurinn í rall-
heiminum í dag,“ svaraði Haf-
steinn, „einnig liggur beinast við
að keppa í heimalandi bílsins
vegna varahluta og annars."
Nú hafa breskir ökumenn ekki
verið í allra fremstu röð í heims-
meistarakeppninni, heldur frekar
skandinavískir ökumenn?
Já, það er svo einkennilegt.
England er toppurinn í rallheim-
inum, en Breta vantar sjálfa af-
burðaökumenn," sagði Hafsteinn.
„Þeir eiga nokkra frambærilega
ökumenn, en ekki miðað við hve
margir stunda þessa íþrótt," bætti
Birgir við.
Er af þessum sökum meiri mögu-
leiki að þið vekjið athygli?
„Nei, varla. I röllum þeim, er við
keppum, verða allir bestu öku-
menn heims frá ýmsum þjóðlönd-
um,“ svaraði Birgir að bragði.
„Það kemuPlíka til með að skipta
máli hvar í rásröðinni við lendum.
Ef við verðum aftarlega þurfum
við að aka í förum annarra bíla og
þá verður erfitt að aka vel,“ sagði
Hafsteinn
„Líklegur meðalhraði
10—120 km í Mintex“
Fyrst við erum farnir að tala um
aksturinn, hvernig verður Escort
ykkar búinn í vélarsalnum?
„Vélin verður 240 hestöfl af
gerðinni Ford BDA. Við ætlum að
hafa sömu vél bæði heima og er-
lendis. Það þýðir ekki að skipta
um vélar milli ralla, eins og við
höfðum hugsað okkur. Það er
betra að venjast einni og sömu vél
með sama krafti," sögðu þeir Birg-
ir og Hafsteinn.
Þess má geta að vélin sem Haf-
Hér geysast Hafsteinn og Birgir um ímyndaðar sérleiðir Englands, en þeir
eru ætíð gamansamir þegar viðtöl fara fram. Myndin er tekin í líkamsrækt
Apollo, þar sem þeir kappar þjálfa sig upp fyrir erfiða keppni á erlendri
grund.
„Aila dreymir nú um að ná einhverjum
og Birgir og vafalaust eiga þeir eftir
þessari mynd sjást.
frama", segja þeir kappar Hafstcinn
að bæta við verðlaunagripi þá er á
Ljosm. Matz