Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
48
ista tók við völdum, hefði á
ólögmætan hátt kastað eign sinni
á stóran hluta umhverfis hallar-
innar í Tatoi.
Eftir að hann komst til valda
árið 1864 keypti Georg fyrsti kon-
ungur, sem fæddur var í Dan-
mörku, landsvæðið til einkaaf-
nota af Soutsou-fjölskyldunni.
Það landsvæði var hins vegar að-
eins fimmti hluti þess, sem kon-
ungsfjölskyldan telur sig eiga í
dag.
Landbúnaðarráðherrann telur,
að með tíð og tíma hafi kon-
ungsfjölskyldan fært landsvæðið
umhverfis höllina smám saman
út með ýmsum aðferðum, sem
hljóti að teljast vafasamar frá
lagalegum sjónarhóli séð. Það er
nú hlutverk nefndarinnar á veg-
um landbúnaðarráðuneytisins að
draga staðreyndirnar fram í
dagsljósið til þess að hægt sé að
framkvæma eignaupptöku á
landareigninni.
Grísk lög leyfa aftur á móti
ekki eignaupptöku ríkisins á
einkaeignum. Ekkert bendir til
þess, að stjórn landsins hafi í
hyggju að breyta lögum á þessu
sviði.
Höllin í Tatoi er stærsta eign
konungsfjölskyldunnar og var að-
alaðsetur hennar. Hún hefur
staðið auð frá því konungshjónin
flýðu úr landi eftir misheppnaða
byltingartilraun gegn herfor-
ingjastjórninni 1967. Fulltrúi
Konstantins í Grikklandi, Stavri-
dis fyrrum aðmíráll, hefur um-
sjón með eigum konungsfjöl-
skyldunnar. Hann hefur upplýst,
að ekki hafi verið hreyft við neinu
í Tatoi-höllinni. Til merkis um
það megi enn sjá jólakort á
skrifborði Anne-Marie, sem hún
var að skrifa á þann 13. desember
1967, þegar fjölskyldan varð að
flýja land með klukkustundar
fyrirvara til að bjarga lífi og lim-
um.
Stavridis segir, að hann hafi þá
skipun frá Konstantin að neita
blaðamönnum um aðgang að höll-
inni, þar sem hann óskar ekki eft-
ir að myndir verði teknar innan-
dyra. Það fer ekki leynt, að höllin
þarfnast endurbóta eftir að hafa
staðið umhirðulaus í 15 ár.
Konstantín í fullum skrúða, sem konungur Grikk-
lands.
Anne-Marie með börnum þeirra þremur. Frá vinstri: Nicholas,
Paul og dóttirin Alexia.
Stjórn sósíalista í Grikklandi tekur af skarið:
Eignir fyrrum konungsfjöl-
skyldu gerðar upptækar
Hin fjórtán mánaða gamla
ríkisstjórn sósíalista í Grikklandi
hefur nú tekið ákvörðun, sem engin
fyrri ríkisstjórna hefur þorað að
taka. Sett hefur verið á laggirn-
ar nefnd, sem hefur þann starfa
að athuga hvernig eignum fyrrver-
andi konungsfjöldskyldu landsins
er háttað með tilliti til væntan-
legrar eignaupptöku ríkisins.
Um er að ræða ýmsar hallir í
hinum og þessum landshlutum í
eigu konungsfjölskyldunnar
fyrrverandi. Þessar eignir hafa
staðið einar og yfirgefnar um 15
ára skeið, eða allt frá því
Konstanin og Anne-Marie voru
neydd til að flýja land. Ennfrem-
ur er um að ræða konungshöllina
í Aþenu, sem nú gegnir hlutverki
forsetahallar. Karamanlis, for-
seti, býr þó ekki í höllinni, en hef-
ur þar ýmsar skrifstofur er tengj-
ast embættinu og notar höllina
fyrir móttökur erlendra gesta.
Konungsfjölskyldan á einnig
hallir á eynni Korfu, í Saloniki,
Þessalíu og Ipirus og auk þeirra
um 20 glæsileg íbúðarhús og
íburðarmikil sumarhús á hinum
ýmsu eyjum og öðrum stöðum
víðs vegar um landið.
Sú eign konungsfjölskyldunn-
ar, sem gríska ríkið hefur á hinn
bóginn mestan augastað á, er
höllin í Tatoi, þrjátíu kílómetra
norður af Aþenu. Höllin er stað-
sett á stórri jörð í einkar fallegu
30 hallir og íburðar-
mikil hús, 30 bflar,
27 lystisnekkjur, ____
17.500 antik-bækur,
12.000 málverk og
200 helgimyndir frá
Byzanz-tímabilinu er
aðeins hluti eignanna
umhverfi. Það er hugmynd
stjórnarinnar að yfirtaka eignina
og breyta jörðinni í almennings-
garð. Sú staðreynd, að Aþena hef-
ur yfir að ráða minna af „græn-
um svæðum" en allar aðrar höf-
uðborgir Evrópu, á sinn þátt í að
auka þrýstinginn á stjórnvöld.
Nefnd innan gríska landbún-
aðrráðuneytisins hefur fengið
það verkefni að kanna eignarrétt-
inn á landsvæðunum umhverfis
hinar ýmsu eignir konungsfjöl-
skyldunnar. Landbúnaðarráð-
herrann, Moskou Gikonoglou,
upplýsti á fréttamannafundi, að
Glúcksburg-fjölskyldan, en svo
nefnist konungsfjölskyldan í
Grikklandi eftir að stjórn sósíal-