Morgunblaðið - 02.02.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
49
Konstantín meö eina helgimyndanna 200, sem er í cigu hans.
Stavridis fyrrum aðmíráll, sem
gætir landareignarinnar dag
hvern, heldur því fram, að full
alvara sé á bak við þá ákvörðun
stjórnarinnar að yfirtaka eigur
konungsfjölskyldunnar. Yfirvöld
hafa þegar gert nokkur íbúðarhús
fjöiskyldunnar upptæk undir því
yfirskyni, að þau hafi verið byggð
handa vinum og vandamönnum á
þeim hluta landareignarinnar,
sem fjölskyldan hafi eignað sér
með ólögmætum hætti.
Stavridis segir einnig, að þegar
núverandi forseti Grikklands,
Konstantin Karamanlis, hafi ver-
ið í embætti forsætisráðherra,
hafi komið tilboð frá stjórnvöld-
um um að yfirtaka ýmsar aðrar
eigur konungsfjölskyldunnar,
sem nú eru í geymslu í Aþenu.
Tilboðið hljóðaði upp á 150
milljónir danskra króna fyrir eig-
ur fjölskyldunnar. A meðal
þeirra má nefna 30 bifreiðir, 27
iystisnekkjur, 17.500 verðmætar
bækur, sem nú teljast antik,
12.000 málverk og um 200 helgi-
myndir frá Byzanz-tímabilinu,
auk ótalmargs annars. Frá því
konungshjónin fyrrverandi flýðu
land hafa þau greitt um 600.000
danskar krónur árlega í eigna-
skatt vegna Tatoi-hallarinnar
einnar.
í þjóðaratkvæðagreiðslu við
fall herforingjastjórnarinnar
fyrir átta árum greiddu um 60%
atkvæði með því að landið yrði
gert að lýðveldi. Ekkert bendir til
þess að hlutirnir hafi breyst síð-
an þá. Líkurnar eru því yfirgnæf-
andi á að senn líði að því, að
Konstantin og Anne-Marie missi
allar eigur sínar í hendur gríska
ríkisins.
Bókavarðan í Reykjavík:
Ný bókaskrá með
meira en 700 titlum
BOKAVARÐAN í Reykjavík, verslun með gamlar og nýlegar bækur,
hefur sent frá sér sína 20. bóksöluskrá, þar sem getið er um nýkomn-
ar bækur í verslunina. I frétt frá Bókavöröunni segir svo meðal
annars um bóksöluskrána:
„Að þessu sinni er efni skrár-
innar: íslenzk fræði og norræn,
héraða- og byggðasaga, ætt-
fræði, þjóðsögur og þjóðleg
fræði, saga og söguskýringar,
lögfræði og réttarsaga, ævisög-
ur, ljóð og kveðskapur, leikrit,
skáldsögur, erlendar og íslenzk-
ar, náttúrufræði, trúarbrögð og
heimspeki og Blanda nýkominna
rita.
Af einstökum bókum, sem
sjaldan eru á boðstólum, má t.d.
nefna rit Halldórs Laxness,
Kaþólsk viðhorf, sem höfundur-
inn samdi sem svar við „árás-
um“ Þórbergs Þórðarsonar í
Bréfi til Láru á sínum tíma. Rit
þetta hefur aldrei verið prentað
aftur og er ekki væntanlegt
næstu 50—60 árin a.m.k.
Einnig má nefna jarðfræðirit
og náttúrufræðibækur Þprvald-
ar Thoroddsen: Lýsing íslands
I-IV bindi, Landfræðisaga ís-
lands I-IV bindi og Ferðabók
Þorvaldar Thoroddsen I-IV
bindi. Einnig rit dr. Bjarna
Sæmundssonar: Fiskarnir,
Fuglarnir og Spendýrin, undir-
stöðurit, sem enn standa óskák-
uð, þótt náttúrufræðingum hafi
fjölgað um mörg hundruð síðan
bækurnar voru samdar fyrir
hálfri öld.
í skránni er einnig að finna
ýmsar fágætar ættfræðibækur,
sem mjög sjaldan koma fram:
Reykjahlíðarættin, Skútustaða-
ættin, íslenzkar ártíðaskrár,
Staðarbræður og Skarðssystur,
Víkingslækjarættin, rit Steins
Dofra og fleiri.
Einnig fágætar frumútgáfur
ljóðabóka, t.d. Nockur Liood
mæle eftir hinn andrijka Guðs
Mann Þorlaak Þorarens Son,
prentuð á Hólum í Hjaltadal ár-
ið 1780, Úr landsuðri eftir Jón
prófessor Helgason, frumútgáf-
an með kerskniskvæðum höf-
undarins, Kyssti mig sól eftir
Guðmund Böðvarsson og marga
fleiri merkishöfunda.
Alls eru í skránni á áttunda
hundrað titla, en í Bókavörðunni
eru til sölu ca. 15—25.000 titlar í
öllum greinum fræða og vísinda,
innlend og erlend rit.“
Frá blaðamannafundinum sem forsvarsmenn Kaupþings hf. efndu til í tilefni af stofnsetningu félagsins.
Morgunblaðiö/Emilía.
Kaupþing h/f:
Nýtt fyrirtæki á sviði fast-
eignasölu, fjárvörslu, verð-
bréfasölu og ráðgjafarþjónustu
KAUPÞING hf. hóf starfsemi sína seinnipartinn í október síöastliðnum.
Tilgangi félagsins er svo lýst í stofnsamningi: „Hvers kyns ráðgjafar- og
rannsóknaþjónusta á sviði þjóöhagfræöi og rekstrarhagfræöi, tölvuráðgjöf og
-þjónusta, markaðs- og söluráögjöf, fjárfestingaráðgjöf, verðbréfa- og hluta-
bréfasala, eignamiðlun, fjárvarsla, fasteigna-, fyrirtækja-, flugvéla- og skipa-
sala og hvers kyns þjónusta, sem tengist slíkum viðskiptum."
Félagið hefur tekið í notkun
tölvubúnað, sem meðal annars
verður nýttur í sambandi við fast-
eignasölu félagsins. Verða eignir
og einkenni þeirra sem og óskir
kaupenda tölvuskráðar og bornar
saman, svo finna megi út hvað
henti hverjum. Þá er hægt að láta
tölvuna reikna út áhvilandi veð-
skuldir og bera saman núvirði
mismunandi tilboða.
Kaupþing hf. hefur einnig með
höndum verðbréfasölu. Reiknar
það daglega út gengi ríkisskulda-
bréfa. Þar að auki er tekið tillit til
þess að bréfin bera mismunandi
vexti í framtíðinni og veldur þetta
tvennt því, að gengi þeirra er
hærra þar en annars staðar að
sögn forráðamanna fyrirtækisins.
Félagið hefur einnig með hönd-
um leigumiðlun atvinnuhúsnæðis,
og annast alla samningagerð í því
sambandi.
Kaupþing hf. tekur að sér ávöxt-
un fjár viðskiptavina sinna og er
gerður um það sérstakur fjár-
vörslusamningur, þar sem tekin er
fram upphæð og ávöxtunarleið
fjárins. Félagið tekur að sér að
ákveða ávöxtunarleiðina ef við-
skiptamenn óska. Fjárvarsla er ný
þjónustugrein hér á landi að sögn
forráðamanna félagsins.
Ráðgjafarþjónusta verður rekin
á vegum félagsins. Verður hún
með því sniði að föstum starfs-
mönnum verður haldið í lágmarki,
en leitað verður út fyrir fyrirtæk-
ið til sérfræðinga á sínum sviðum,
í samræmi við þau verkefni sem
fyrirtækið kann að fá.
Félagið mun gangast fyrir nám-
skeiðahaldi og fræðslufundum um
áhugaverð atriði, sem tengjast
starfsemi fyrirtækisins. Þegar
hefur eitt slíkt verið haldið.
Kaupþing hf. er til húsa í Húsi
verslunarinnar í Kringlumýri.
Stjórnarformaður félagsins er
Baldur Guðlaugsson. Núverandi
starfsmannafjöldi fyrirtækisins
er sex.
Flutningaskipið Barok, sem er annað tveggja skipa Hafskips sem siglir til Rotterdam í Hollandi. — Barok mun í
mars næstkomandi bætast endanlega í flota Hafskips og fá þá nýtt nafn, íslenska áhöfn og sigla undir íslenskum
fána, er árs kaupleigusamningur rennur út.
Hafskip:
Tengir Rotterdam-siglingarnar um-
boðs- og flutningsfyrirtæki í Portúgal
HAFSKIP HF. hefur nýlega gert samning við fyrirtækið Jervell & Knudsen í
Óporto í Portúgal, um að það taki að sér umboðsstörf fyrir félagið og annist
llutninga fyrir Hafskip milli Portúgal og Rotterdam í Hollandi. „Hafskip hf. er
með vikulegar ferðir til Rotterdam, skipin Skaftá og Barok, sem eru á Norðursjáv-
arleiðum, hafa þar viðkomu," sagði Páll Bragi Kristjónsson hjá llafskip er
blaðamaður Morgunblaðsins ra-ddi við hann, „og á þennan hátt getum við boðið
viðskiptavinum okkar upp á greiða og örugga flutninga áfram til Portúgal. — í
raun jafngildir þetta því að við höfum bætt við nýrri áætlunarhöfn í Portúgal."
Að sögn Páls Braga ew .Jervell &
Knudsen afar sterkt fyrirtæki í
Portúgal á sviði skipamiðlunar,
flutningamiðlunar og alhliða flutn-
ingaþjónustu, og hefur það skipulagt
þéttriðið flutninganet um allt Port-
úgal. „Nú verður fyrirtækið aðal-
umboðsmaður Hafskips í landinu,"
sagði Páll Bragi, „og tengjumst við
þar með hinu stóra kerfi þeirra eins
og fjölmörg önnur skipafélög í Evr-
ópu, ekki síst á Norðurlöndunum.
Aðaleigand f.vrirtækisins er mjög vel
kunnugur á Norðurlöndunum og er
til dæmis íslenskur, sænskur og
norskur konsúll, og h.vggjum við gott
til samstarfsins við hann. Jervell &
Knudsen bjóða hvort heldur sem er,
flutninga landveg, sjóleið eða loftveg
milii Portúgal og Rotterdam, og
samstarfið þýðir mun meira öryggi í
vörusendingum okkar til Portúgal,
ekki síst þar sem reglulegar áætlun-
arferðir íslenskra skipafélaga til
Portúgal eru ekki fyrir hendi.
Undanfarin ár og misseri hefur
verið lögð mikil áhersla á að styrkja
viðskiptatengslin milli íslands og
Portúgal, og með þessu hefur Haf-
skip lagt sitt lóð á þá vogarskál, inn-
flytjendum og jafnvel enn frekar út-
flytjendum til Portúgal til hags-
bóta,“ sagði Páll Bragi að lokum.