Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 18

Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 Lýðræðislegt vald og atkvæðisrétturinn eftir Víking Guðmundsson Lýðræðisríki er í hugum okkar Islendinga hvert það ríki sem stjórnað er af mönnumn kjörnum af allri þjóðinni í almennum kosn- ingum. Atkvæðisréttur eru réttur- inn til að kjósa sér fulltrúa til að fara með það vald sem þarf til að stjórna lýðræðisríki. Þennan rétt hafa allir Islendingar 20 ára og eldri sem ekki hafa verið sviftir honum með dómi. Nokkur umfjöllun hefur verið um atkvæðisréttinn í Morgunblað- inu að undanfornu og mjög á einn veg. Talið hefur verið að sumir menn hefðu allt að fimmfaldan at- kvæðisrétt á við aðra, og þar með náttúrlega fimmföld völd. Svo langt hefur þessi umræða gengið að mætir menn hafa talið lýðræð- ið í hættu. Aðrir hafa borið fyrir sig Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna í sambandi við vægi atkvæða. Líklega er átt við að vægi atkvæða sé jafnara við kjör fulltrúa á þing Sameinuðu þjóðanna en á þing íslendinga. Fyrir nú utan það að jöfnun at- framfara. En hvar??? Því meira sem ég hef lesið af þessum skrif- um, þeim mun sannfærðari er ég um að verið sé að verja rangan málstað. Þegar Kristján konungur IX „Það mun láta nærri að vald hinna dreifðu byggða, með allt að fimmfalda atkvæðisrétt- inn, minnki í réttu hlut- falli við fjölda nýrra embætta sem stofnuð eru. Hverju embætti fylgir vald og miðstöð framkvæmdavaldsins er í Reykjavík.“ færði íslendingum stjórnarskrána 1874, var þess gætt að áhrifa- jafnvægi væri sem mest í landinu. En síðan má heita að allra leiðir hafi legið til Suðurnesja. Ekki er það þó fyrir þá sök að Reykja- neshraunið sé öðrum stöðum byggilegra. Nei, það er valdið. Fyrst var það flutt suður. Því fylgdi auðurinn og þar var von um mola af borðum höfðingjanna. Og fólkið elti. En lýðræðið varð eftir. Allar breytingar á þessari stjórn- arskrá hafa miðað að því að flytja meira vald suður. Enn stendur til að breyta þessari stjórnarskrá og enn á að flytja meira vald suður. Gísli Jónsson menntaskóla- kennari á Akureyri lætur birta eftir sig í Morgunblaðinu 6. okt. hvatningarorð til allra íslendinga, sem eru óánægðir með atkvæðis- rétt sinn, að láta heyra í sér. Einn- ig skorar hann á foringja flokks okkar, að láta hendur standa fram úr ermum og beita sér fyrir leið- réttingum á hinu mikla misrétti, sem fólkið á suðvesturhorninu og e.t.v. víðar telur sig búa við. Eg met Gísla mjög mikils sakir menntunar, vitsmuna og sann- girni. Þess vegna veit ég að hann mundi líka vilja heyra í þeim sem búa við hinn mikla atkvæðisrétt og hvers vegna fólk flykkist burt frá þessum mikla rétti. Það skyldi þó ekki vera af því að hann sé þeim ekki orðinn eins mikils virði, atkvæðisrétturinn, og þeir halda fyrir sunnan. Gísli segir: Atkvæðisrétturinn er hvorki meira né minna en grundvallarrétturinn í lýðræðis- ríki. Þetta er rétt. En hvernig stendur á því að æ fleiri verk sem unnin voru af þingkjörnum full- trúum þjóðarinnar eru komin í hendur embættismanna í Reykja- vík. Og völd sem áður voru á hendi þings og stjórnar, eru nú komin í stofnanir í Reykjavík? Eða hver gerir tillögur um gengisskráningu og vaxtabreytingu nú orðið? Hverjir skyldu vera áhrifameiri þar, þingkjörnu fulltrúarnir eða Jóhannes Nordal og stjórnir bank- anna? Hvar kemur atkvæðisrétt- urinn inn í það dæmi? Víkingur Guðmundsson Hver semur lögin sem okkar lýðræði stendur á? Hans G. Andersen kom fram í sjónvarpi og útvarpi nú um ára- mótin og sagði þar m.a.: „Ég samdi lögin sem útfærsla land- helginnar var byggð á.“ Birgir Thorlacius kom fram í sjónvarpi og útvarpi þegar fræðslulögin nýju voru í undirbúningi og það duidist engum hver var að semja þau. Ég býst við að líkt sé með flest meiri háttar lög sem nú eru samnin, að þau séu ekki samin af þingmönnum, og inn í þau er lætt köflum sem svifta ráðherra völd- um á æ fleiri sviðum. Ráðherra getur ekki veitt leyfi til neins nema með samþykki embættis- manns, ráðs eða nefndar og þar með er valdið þeirra. Neiti emb- ættismaður að vera til staðar þar sem honum ber, af einhverjum ástæðum t.d. af því að hann telur sig ekki fá næg laun fyrir, þá er sá þáttur þjóðlífsins strand. Á þess- um vafasömu lagaköflum byggja hinir svonefndu þrýstihópar til- veru sína. Mjólkurfræðingar eru líklega einn frægasti þrýstihópur- inn. Hvað skyldu þeir vera búnir að láta hella niður mörgum lítrum af mjólk af því að það er bannað með lögum að selja mjólk eða mjólkurvörur nema þeir hafi lagt blessun sína yfir þær. Og kjöt- stimplararnir. Hvað skyldu þeir vera búnir að láta brenna miklu af kjöti í skjóli umdeilds valds og sýndarmennsku, því að sumar kjöttegundir koma aldrei undir þeirra hendur. Er lýðræðið að skríða úr hönd- um okkar? Það er umdeilt hversu mikils virði hann er atkvæðisrétturinn í hinum dreifðu byggðum landsins og hann fer minnkandi. Það er jafn víst að þar spretta ekki upp neinir þrýstihópar, sem kosta ein- staklinga og þjóðina stórfé. Það mun láta nærri að vald hinna dreifðu byggða, með allt að fimm- falda atkvæðisréttinn, minnki í réttu hlutfalli við fjölda nýrra embætta sem stofnuð eru. Hverju embætti fylgir vald og miðstöð framkvæmdavaldsins er í Reykja- vík. Gísli segir: „Misréttið er svo stórbrotið að sumir landsmenn hafa um það bil fimmfaldan at- kvæðisrétt á við aðra." Nær væri að segja: Misréttið er fólgið í því að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki áhrif á, hverjum eru veitt valdamikil embætti og störf í hans byggðarlagi. Hvað er framundan? Það mun ekki til neinna heilla fyrir þjóð okkar að ala á úlfúð út af vægi atkvæða milli staða. Kom- ist mestallt framkvæmdavaldið og meiri hluti löggjafarvaldsins á hendi eins byggðarlags á einu út- nesi á suðvesturhorni landsins, er- um við komin með dæmigert mið- ameríkulýðveldi. Þið, sem eruð óánægð, setjið dæmið upp af meiri sanngirni en gert hefur verið hingað til. Þið vitið að vald þjóð- arinnar er í Reykjavík og ná- grenni. Reiknið dæmið svo þannig að bak við hvern þingmann og embættismann í valdastöðu sé at- kvæðunum deilt, og þá fáið þig sanngjarna útkomu. Látið þið svo kjósa embættismennina rétt eins og prestana. Gjör rétt, þol ei órétt. Vilja veg milli Króks- fjarðarness og Stórholts Miðhúsum, 19. janúar. RÚMLEGA 500 manns í Dala- sýslu og suðurhluta Vestfjarða- kjördæmis skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda að hefjast þegar handa um lagningu vegar og brúar á milli Króksfjarðarness í Austur- Barðastrandarsýslu og Stórholts í Dalasýslu. Þeir, sem skrifuðu nöfn sín undir þessa áskorun, telja að með þessari framkvæmd sé rutt úr vegi einni mestu hindrun milli Vestfjarða og annarra landshluta. Fólk væntir þess að frumvarp verði flutt um þessa vegagerð á þessu þingi. Sveinn Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! i JttftfgtftiWfofeife I*órir S. (iröndal skrifar frá Florída: Undir herforingjastjórn Eins og allir landfróðir íslend- ingar vita, skagar Flórída niður úr norður-ameríska meginland- inu út í Karabíska hafið. Skaginn hefir verið nefndur stökkbretti til rómönsku Ameríku, og á síðari áratugum hefir fylkið orðið mjög mikilvægt sem miðstöð viðskipta og samgangna við það svæði. Ferðir Evrópubúa hingað og fjár- festing hefir einnig stóraukið mikilvægi Flórída í alþjóðavið- skiptum. Vegna alls þessa hefir þeim löndum fjölgað, sem hér hafa opnað ræðismannsskrifstofur, og eru þær nú ekki færri en 39 með 120 ræðis- og vararæðismönnum. Rúmlega helmingur skrifstof- anna er frá rómönsku Ameríku og rétt innan við 100 ræðismann- anna, því þeirra konsúlöt eru flest atvinnpskrifstofur með mörgum embættismönnum hvert. Flest Evrópulöndin hafa hér kjörræðismenn, sem gæta hags- muna landa sinna í hjáverkum. Undantekning er samt Noregur, sem hér er með atvinnulið, enda veitir ekki af, því útgerð um 20 norskra lystiskipa héðan er feiknarlega umfangsmikill. Ræðismennirnir hafa með sér félag og eru hádegisfundir haldn- ir einu sinni í mánuði. Sam- kvæmt alþjóðahefð er sá atvinnu- konsúll, sem lengst hefir dvalið á staðnum, sjálfkjörinn forseti fé- lagsins. Nokkrum árum áður en undirritaður komst í þennan eðla félagsskap höfðu Evrópukon- súlsmenn keyrt í gegn lagabreyt- ingar miklar. Það var þannig, að sjálfkjörni forsetinn var af suð- ur-amerísku bergi brotinn og ekki allt of félagslegur í sér. Var talin hætta á því, að félagið myndi sofna með honum. Þetta var ástæðan fyrir því, að laga- breytingunum var komið á fram- færi. Samkvæmt þessum breyting- um var kosinn formaður til tveggja ára, tveir varaformenn, ritari, vararitari, féhirðir, vara- féhirðir og fleiri embættismenn. Eftir sem áður var sjálfkjörni forsetinn æðsti maðurinn, en raunar orðinn valdalaus eftir þessar breytingar, eins konar kóngur. Undu nú hinir vestrænu lýð- ræðismenn glaðir við sitt í ein þrjú ár eða svo. Lýðræðisleg fundarsköp voru í hávegum höfð og að öllu var farið með lögum. Fundunum var eytt í fundagerða- lestur, nefndaskýrslur, deilur, ávítur, tillögur, hártoganir, nefndakosningar, undirnefnda- kosningar, atkvæðagreiðslur, uppástungur, fyrirspurnir, sam- komulagsumleitanir og fleiri nauðsynlega hluti. Svona stóðu mál, þegar fulltrúi ykkar kom á vettvang og fór að sækja þessa merku fundi. Hann var ánægður að sjá, að hér var farið að öllu á há-lýðræðislegan hátt alveg eins og heima á Fróni. Bráðlega fór hann að bera fram breytingartillögur og koma með uppástungur. Vonaðist hann til þess að komast einhvern tíma í einhverja nefndina. Fundasókn var samt mjög léleg og mættu yf- irleitt ekki nema milli 20 og 30 manns eða um 20% af félags- mönnum og þar af mjög fáir spönskumælandi. Reyndar verður að viðurkenn- ast, að mjög lítið gerðist á fund- unum og í félaginu. Það gafst aldrei tími til eins eða neins fyrir þófinu og umræðurnar voru endalausar. Svo voru flokka- drættirnir og baktjaldamakkið og smáatriði urðu að stórmálum. Svona rambaði félagið áfram og vestrænir lýðræðismenn voru harla ánægðir. Allt fór fram að lögum. Gerðist nú það, að bylting var gerð í landi sjálfkjörna forsetans og skyndilega var hann orðinn landflótta fyrrverandi ræðismað- ur. Annar maður varð nú sjálf- kjörinn forseti og var sá einnig af rómönsku kyni, aðalræðismaður Coiombíu. Hófst nú erfitt tímabil, því nýi forsetinn virtist ekki vera ánægð- ur með að vera valdalaus toppfíg- úra. Urðu ýmsir árekstrar milli hans og hinnar lögmætu stjórnar. Það endaði með því, að kosin var aftur lagabreytinganefnd. Hinir vestrænu héldu, að það væri til- viljun, hve margir suðrænir kon- súlar voru mættir á fundinum. En í ljós kom, að það var engin tilviljun, því áður en nokkur gat áttað sig, var búið að kjósa laga- breytinganefnd, sem var í meiri- hluta rómanskra ræðismanna. Og ekki var lagabreytinga- nefndin heldur lengi að setja saman tillögu að nýjum lagabálk fyrir félagið. Hann var stuttur og einfaldur; svo stuttur og einfald- ur, að vestrænir lýðræðiselskend- ur tóku andköf, þegar þeir lásu hann. Það var ekki gert ráð fyrir neinum kosningum! Sjálfkjörna forsetanum var fengið alræðis- vald, og hann átti sjálfur að velja sér ritara og féhirði og þá aðra embættismenn, sem hann taldi félagið þurfa. Allt búið lýðræði!! En það þurfti alltént að bera nýju lagatillöguna undir atkvæði og lýðræðismenn hófust handa um að búa sig undir lokaorrust- una við einræðisseggina. Þetta gætu orðið síðustu kosningar í fé- laginu. Það var smalað og skegg- rætt í símann og reynt að ná til sem flestra konsúlanna. And- stæðingar nýju laganna útlistuðu fyrir kollegum sínum, hver örlög myndu bíða félagsmanna, ef her- foringjasinnar frá Suður-Amer- íku næðu völdum. Ræður voru undirbúnar og meira að segja lét sögumaður hjálpa sér við að æfa ræðustúf á spönsku, því sumir hinna rómönsku bræðra töluðu ekkert tungumál nema sitt eigið. En allt kom fyrir ekki. Spænskumælandi herforingja- sinnar fjölmenntu og 'gersigruðu lýðræðismenn. Meira að segja brugðust sumir Evrópu-konsúlar, þar af tveir frá Norðurlöndunum. Annar sat hjá, en hinn greiddi atkvæði með einræðisseggjunum. Skýringin kom á eftir, þegar for- setinn skipaði hann ritara félags- ins! Þeir, sem létu í minni pokann, voru sigraðir menn, sviptir frelsi og lýðræði. Myndu þeir nokkurn tíma aftur líta glaðan dag? Upp- fóstrun þeirra í lýðræðislöndum hafði kennt þeim, að líf án frelsis væri einskis virði. Þeir töluðu um að segja sig úr félaginu og stofna annað, þar sem lýðræði myndi áfram ríkja. En svo ákváðu þeir að bíða átekta og búa sig undir kúgun herforingjanna. Þeir vissu, að þeirra dagur myndi aftur rísa. Einhver varð að berjast gegn ein- veldi. Nú er næstum komið heilt ár frá valdatöku herforingjastjórn- arinnar. Gjörbreyting hefir orðið á félaginu og fundum þess. í fyrsta lagi hefir fundasókn næst- um tvöfaldast. í öðru lagi er nú engum tíma eytt í „lýðræðis- fundastörfin" svokölluðu, sem tóku upp allan tímann áður. Þess í stað eru nú fengnir ræðumenn utan úr bæ til að halda fróðleg erindi. Stundum eru konsúlar látnir koma með þætti frá lönd- um sínum. Almennt eru málefni félagsins í góðu standi. Lýðræðismenn, sem fyrstu mánuðina eftir stjórnarbylting- una læddust með veggjum, eru nú að byrja að sýna ánægju sína með hinn breytta sið. Undir niðri nag- ar þá samt samviskan yfir því, að þeir skuli láta sér líða vel undir herforingjastjórn. Þeim finnst þeir vera að halda framhjá lýð- ræðisgyðjunni. En meðal annarra orða, hafið þið heima nokkurn áhuga á því, að ykkur verði útvegaðir eins og einn eða tveir herforingjar frá Suður-Ameríku?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.