Morgunblaðið - 02.02.1983, Page 20

Morgunblaðið - 02.02.1983, Page 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 Norðanund- an Þelamörk — eftir Kjartan Heiðberg kennara Nokkuð hefur verið ritað að undanförnu um svonefnt Þela- merkurmál, sumt af ábyrgum blaðamönnum en annað af mönnum, sem reynt hafa að bera í bætifláka fyrir Sturlu Kristjáns- son, fyrrum fræðslustjóra, en hann var sem kunnugt er skóla- stjóri Þelamerkuskóla frá haust- inu 1981 til þess, að menntamála- ráðherra vék honum úr starfi í lok nóvember sl. Það væri ekki nema gott eitt um það að segja þótt menn sjái ástæðu til að klóra fram eitthvað það, sem gæti orðið Sturlu til vegsemdar eftir Þela- merkurdvöl hans, en þegar menn eru farnir að réttlæta aðfarir hans með lygum og rógi um andstæð- inga hans, eins og t.d. Davíð Har- aldsson gerir í DV hinn 14. des- ember sl., er varla lengur ástæða til að sitja á sannleikanum eins og hann blasir við okkur handan víg- línunnar. Auk greinar Davíðs hef ég orðið nokkuð var við rangtúlk- anir á málinu manna á meðal og jafnvel heyrt menn halda því fram, að hér hafi verið á ferðinni skipulagt andóf gegn Sturlu skóla- stjóra, gert í því augnamiði, að hrekja hann úr embætti. Slíkar vangaveltur eru einungis hlægi- legar. En allt þarf að hafa ein- hverjar skýringar, líklegar eða ólíklegar og því vil ég með grein þessari reyna að skýra hlut okkar kennaranna, sem þátt tóku í um- ræddu leiðindamáli, ef það mætti verða til þess að við nytum sannmælis og dóma af verkum okkar en ekki einhliða áróðri óvandaðra manna. Það sem hér fer á eftir, er gang- ur Þelamerkurdeilunnar eins og hún kom mér undirrituðum fyrir sjónir. Hvort fyrrum samkennar- ar mínir og samherjar eru sam- mála mér hvað varðar áherslur á einstök málsatvik og túlkanir á þeim veit ég ekki, en efnislega trúi ég að engu skeiki. Upphaf deilunnar í Mbl. hinn 16. desember segir að málið hefjist hinn 18. ágúst með því að ég hafi komið á heimili skólastjóra, Sturlu Kristjánsson- ar, og óskað eftir að hann boðaði til kennarafundar. Þetta er hárétt, en síðan er gefið í skyn, að það hafi ég gert í vafasömu umboði annarra kennara og mér lögð þau orð í munn, að: „fundurinn væri nauðsynlegur til að kennarar geti haft eftirlit með gjörðum skóla- stjóra, svo sem stórfelldri skerð- ingu, sem fyrirhuguð sé á kennslu yngri barna, og hindra slíkar breytingar." Trúlega er hér aðeins um að ræða klaufalegt orðalag blaða- mannsins, því þessi orð, „eftirlit“ og „hindrun" eru hvergi nefnd í gögnum málsins sem blaðamaður- inn virðist þó hafa verið að blaða í er hann samdi greinina. Jafnvel Sturlu, sem þó vildi gera fundar- beiðnina sem gerræðislegasta, datt ekki í hug að bera uppá okkur slíka frekju. Um þetta segir hann í bréfi til skólanefndar frá 19. ág- úst, að ég hafi: „óskað eftir því að ég (Sturla) boðaði til kennara- fundar svo fljótt sem við yrði komið...“ Ekkert eftirlit, engin hindrun í starfi, aðeins ósk. Hvað varðar umboð mitt frá kennurum er það rétt að Sturla dró það í efa, en þó sannaðist að 60% kennara stóðu að því en lög- um samkvæmt verður skólastjóri að halda fund æski þriðjungur kennara þess. En hvert var tilefni fundar- beiðninnar? Við kennararnir höfð- um heyrt ávæning af því, að skerða ætti stórlega kennslu yngstu barna skólans. Til að skólastjóri gæti sjálfur útskýrt fyrir okkur hvað fyrir dyrum stæði og gert okkur þannig kleift að fylgjast með og taka afstöðu til málsins útfrá réttum forsendum þess, ákváðum við að fara frammá kennarafund. Ef það, að aðstæður skólans séu orðnar svo bágbornar að skerða þurfti kennslu sjö til tíu ára barna um allt að þriðjungi, og hafa sjö og átta ára börnin aðeins tvo daga í skólanum í viku en tíu ára börnin þrjá, og kenna þeim frá morgni til kvölds, er ekki tilefni til kennara- fundar, þá veit ég ekki til hvers þeir eru. Viðbrögö Sturlu Sturla brást illa við fundar- beiðninni. Hann sagði skipulag skólastarfsins ekki koma kennur- um við og að beiðni um fund vegna slíkra mála sem hér um ræðir fæli í sér algert vantraust kennara á sig sem skólastjóra. Þetta vantraust eignaði hann svo mér einum í bréfi til skólanefndar daginn eftir og segir mig hafa fellt dóma og vítur í störf hans í áheyrn sonar síns og eiginkonu. Ja-hérna. Umrætt bréf frá 19. ágúst má segja að sé eiginlegt upphaf Þela- merkudeilunnar. Það er merkileg fyrir marga hluta sakir en þó merkilegast fyrir það, að í því ber Sturla fram ásakanir á hendur sjálfum sér, að vísu fyrir mína hönd, og krefst þess, á grundvelli þessara ásakana, að „öðrum hvor- um okkar (sér eða undirrituðum) verði tafarlaust vísað til nýrra starfa, er hæfi betur faglegri og siðferði- legum hcillindum." Merkilegt má og teijast að eig- inkona Sturlu, sem að kröfu hans var leidd fyrir skólanefnd sem vitni, staðfesti ekki umræddar ásakanir um vítur og dóma en gat þess, að samræður okkar Sturlu þann 18. ágúst hefðu farið prúð- mannlega fram. Enda segir í áður- nefndri grein i Mbl. og þar trúlega vitnað beint í fundargerð skóla- nefndar: „Niðurstaða skóla- nefndar og fræðslustjóra urðu þær, að ásakanir á hendur skóla- stjóra, sem tilgreindar væru í bréfi hans (Sturlu sjálfs) frá 19. ágúst og fundargerð 22. ágúst, væru ým- ist á misskilningi byggðar eða dregn- ar til haka.“ Hvaö um kennslu yngstu barnanna? Um fyrirhugaða skerðingu var aldrei rætt í þessu sambandi, að- eins „uppdigtað vantraust" og hvort ég hefði komið ósæmilega fram við skólastjórafjölskylduna er ég bað um fundinn. Framkoma skólastjóra í þessum umræðum var hins vega:- látin óátalin þótt öllum er til sáu og heyrðu ofbyði framferði hans, ofstopi og dóna- skapur. Máliö endurvakið Aldrei var boðið til umbeðins kennarafundar. Þess í stað boðaði skólastjóri börnin í skólann, þau yngstu samkvæmt skerðingar- ákvörðuninni án þess að rökstyðja hana eða útskýra á nokkurn hátt fyrir foreldrum. Ekki boðaði hann kennara til starfa áður en börnin kæmu heldur máttu þeir lesa í dreifiblaði, sendu börnum þeirra, hvernær skóli skyldi hefiast. Hvort þessi vinnubrögð Sturlu eða bréf það, sem fjórir af fimm kennur- um sendu skólanefnd 22. septem- ber, varð til að endurvekja málið læt ég ósagt, en í þessu bréfi mót- mælum við, ekki einungis skerð- ingunni, heldur einnig því, sem við kölluðum „einræöislegum vinnu- brögðum skólastjóra". Það var eins og við manninn mælt, Sturla brá skjótt við, lýsti „misskilningsbók- unina" úr gildi fallna og ítrekaði kröfu sína um að öðrum hvorum okkar yrði vísað til nýrra starfa, án þess þó að rökstyðja þá kröfu sína eða bera fram nokkrar sakir á hend- ur mér. Enn á ný tókst honum með dylgjum og málatilbúningi að fela það vandamál sem til umræðu var og fá menn til að ræða annað. Til að gera langa sögu stutta, þá Kjartan Heiðberg „Allur tími nefndar- innar fór nú í karp um hvort skólastjórinn ætti að standa við uppsögn sína eða ekki og enda- lausa leit að ákæruatrið- um á hendur mér svo hægt væri að láta mig fara með Sturlu, honum til fróunar og stuðnings- mönnum hans til sálu- hjálpar.“ kom Sigurður Helgason, deildar- stjóri í Menntamálaráðuneytinu, norður, og kynnti sér málið. Niðurstaða þeirrar könnunar birt- ist í ráðuneytisbréfi, hvar í skóla- stjóra og kennurum voru settar starfsreglur, sem þó voru ekki annað en upprifjun á gildandi lög- um og reglum en það látið fylgja, að á brot á þessum fyrirmælum yrði litið sem brot í starfi. í rannsókn Sigurður kom ekkert það fram varðandi starf mitt í skólanum eða deilur við skóla- stjórann, sem ástæða þótti að gera athugasemd við, hvað þá áminna fyrir. I framhaldi af þessari niður- stöðu sagði skólastjóri starfi sínu lausu en honum var gert að sitja áfram uns nýr skólastjóri fengist og hefja skóla 4. október. Skólanefnd ræddi nú, í fyrsta skipti, skerðingu á kennslu yngstu barnanna og samþykki, að skóla- stjóri skyldi auka hana frá því sem hann áætlaði, svo mikið sem kostur yrði. Skóli hófst 4. október í spennu en friði, undir eftirliti skólanefndar. Óvild og hefnigirni Friðurinn hélst á Þelamörk í rúma viku en þá gusu illindin upp að nýju, fyrir, að því er mér virðist, einskæra óvild og hefnigirni i minn garð og trúnaðarmanns kennara, Ormars Snæbjörnssonar, en hann hafði, ef ekki fyrir málefnalega samstöðu við mig, þá embættis síns vegna, haft afskipti af árás- um skólastjóra á mig. Eða eins og Sturla orðaði það einhvers staðar á prenti: „Á milli funda fer trún- aðarmaður, Ormar Snæbjörnsson, að vasast í málinu ...“ Það hefur tíðkast í ÞMS að yfir- setu í lestímum, gæslu á heima- vistum og félagsstörfum með nemendum sé skipt á milli þeirra kennara, sem þessum störfum vilja sinna og þannig var það og veturinn sem Sturla tolldi í starfi. Þessi skipting annarra starfa en kennslu, hefur ætíð farið fram á almennum kennarafundum, en nú bregður svo við í haust, að Sturla kallar til sín tvo fastráðna kenn- ara og einn stundakennara auk formanns skólanefndar og skiptir áðurnefndum störfum á milli sín og þessarra kennara. Til að forð- ast afskipti „óviðkomandi" var þessi lokaði kennarafundur hald- inn á sunnudegi að heimili Sturlu skólastjóra. Aðspurður um, hverju það sætti, að okkur Ormari væri ekki ætluð nein störf með nemendum utan kennslustunda, sagðist skóla- stjóri enga skýringu þurfa að gefa, hann réði fólk til starfa á vistum. Undan þessari óskiljanlegu framkomu skólastjóra kvörtuðum við til skólanefndar og sendum henni jafnframt rökstudda kröfu um að hlutur okkar yrði réttur. Skólanefnd sendi málið áfram til menntamálaráðuneytis ásamt því áliti sínu, „að æskilegt hefði verið að gera sem minnsta breytingu á gæslu frá því sem var á síðasta skólaári með tilliti til þeirrar spennu er ríkir í skólanum. „Undir þetta álit tók ráðuneytið í bréfi frá 22. október, en öllum sem um málið fjölluðu láðist að gæta þess, að tveír af þessum þrem kennurum, sem annast áttu gæsluna, höfðu ekki réttindi til þess, lögum sam- kvæmt, og sá þriðji var að hefja sinn kennaraferil og því án allrar reynslu. Hvers vegna fór Sturla svona að ráði sínu? Var það e.t.v. til þess að hleypa illindunum af stað aftur? Varla ætlaðist hann til að við sættum okkur við slíka einangr- un? Ekki vildi Sturla gefa okkur nein svör á sínum tíma en í „gagn- merkri greinagerð", sem hann hef- ur skrifað um Þelamerkumálið, segir hann meðal annars um þessa ráðstöfun: „Rannsakara ráðuneytisins var gert ljóst, að skólastjóri mundi ráðstafa umsjónar og gæslustörf- um á málcfnalcgan hátt og i engu fórna hagsmunum nemenda vegna yfirvofandi hefndaraögerða þeirra kennara, er löngu hefðu lýst því með allri sinni framkomu og framgöngu, að hagur skóla og nemenda væri þeim aukaatriði, sem og annað er ekki mætti nota gegn skólastjóra og þeim kennur- um, er ekki fylgdu þeim að mál- um.“ Á öðrum stað skrifar hann: „Það er að sjálfsögðu eðlilegt miðað við allt sem á undan er gengið, að skólastjóri reyni að halda samsærismönnum frá um- sjónar- og gæslustörfum ...“ Ég virði Sturlu, fyrrum yfir- mann minn, fyrir að vilja í engu fórna hagsmunum nemenda, og fyrst hann leit á okkur sem sam- særismenn í hefndarhug var ofur eðlilegt að hann reyndi að halda okkur sem mest frá nemendum. Það er svo aftur spurning hvort þetta viðhorf Sturlu til okkar, undirmanna sinna, segi ekki meira um hugarástand hans á þessum tíma en „fólskulegar hvat- ir“ okkar. Uppgjör Um miðjan nóvember ríktu í ÞMS vægast sagt grátbroslegar aðstæður. Skólastjóri búinn að segja upp starfi sínu og draga uppsögnina til baka án þess að vita hvernig því yrði tekið í skóla- nefnd eða ráðuneyti. Tveir kenn- arar ásamt skólastjóra önnum kafnir við gæslu og félagsstörf hvert einasta kvöld, en tveim kennurum meinuð öll eðlileg sam- skipti við nemendur utan kennslu- stunda. Spenna á kennarastofu vegna ákafs stuðnings eins kenn- ara við skólastjóra gegnum alla deiluna (sá kennari var reyndar fulltrúi kennara á skólanefndar- fundum, en talaði ætíð máli skóla- stjóra) og háspenna milli kennara almennt og skólastjóra. Þrátt fyrir þetta gekk starfið vel og dagleg samskipti manna voru eins og ekkert hefði í skorist. Uppúr þessu ástandi tóku leiðir að skilja með mér og hinum „skæruliðunum" eins og Sturla jafnan nefndi okkur í ræðu og riti, því þeir (nema Guðrún Jónsdóttir) höfðu ýmist misst kjarkinn eða sætt sig við „ofríkið". Auk þess höfðu allir gert sér lóst, að skóla- nefnd hafði ekki þann manndóm í sér að taka til umræðu óánægju okkar með stjórnun skólans eða reyna nokkuð til að koma á sætt- um. Allur tími nefndarinnar fór nú í karp um hvort skólastjórinn ætti að standa við uppsögn sína eða ekki, og endalausa leit að ákæruatriðum á hendur mér, svo hægt væri að láta mig fara með Sturlu, honum til fróunar og stuðningsmönnum hans til sálu- hjálpar. Og ákæruatriðið færði ég nú uppí hendurnar á formanni skólanefndar, handskrifaö með blý- anti á ódýran pappír. í bréfi til skólanefndar, dagsett 25. nóvember, gerði ég grein fyrir, að ég treysti mér ekki lengur að starfa við þau skilyrði sem mér væru búin í skólanum og fór framá, að hún hlutaðist til um að ein af þrem eftirfarandi hug- myndum mínum næði fram að ganga: 1. Að skólastjóri leggi fram rökstuddar ásakanir á hendur mér og geri skólanefnd kleift að óska við menntamálaráðherra, að hann víki mér úr starfi, ef þessar ásakanir eru þess eðlis. 2. Að hafi skólastjóri engar kvart- anir yfir mér fram að færa, verði hann talinn á að gera mér kleift að ganga til minna starfa sem fullgildur kennari með óskertan aðgang að nemendum, með fullt málfrelsi og tillögu- rétt varðandi málefni skólans og að mér verði gefinn kostur á gæslustörfum til jafns við aðra kennara. 3. Finr.ist engar þær sakir á hend- ur mér, sem réttlætt gætu brottvikningu úr starfi og ef skólastjóri er ófús að koma til móts við kröfuna um leiðrétt- ingu á stöðu minni hér í skólan- um, fer ég framá, að skólanefnd hlutist til um að mér verði veitt leyfi á fullum launum þann tíma, sem Sturla Kristjánsson gegnir hér stöðu skólastjóra eða uns ráðningartími minn er út runninn. Til að leggja áherslu á hve al- varlega ég liti mál þetta, kvaðst ég ekki mundu koma til vinnu minn- ar fyrr en ég heyrði viðbrögð nefndarinnar. Hugmyndir mínar að uppgjöri í mínum málum fengu vægast sagt undarlega afgreiðslu í skólanefnd- inni. Bréfið var lesið upp og í framhaldi af því gerð bókun, sem kvað á um, aö menn skyldu mæta til vinnu sinnar samkvæmt stundaskrá. Að því loknu var fundi frestað þar til næsta kvöld og nefndarmenn fóru á bortt úr skólanum, en þar eru fundir nefndarinnar jafnan haldnir. Ragnhildur Sigfúsdóttir, formaður skólanefndar, sá ekki ástæöu til aö tilkynna mér nokkuö um viðbrögð nefndarinnar við bréfi mínu, vitandi þaö aö án þess mætti ég ekki til vinnu daginn eftir. Þetta túlkaði ég sem þegjandi samþykki á fjarveru minni og um leið viður- kenningu á réttmæti kröfu minn- ar um að eitthvað yrði gert í minu máli. Fundurinn var fram haldið kvöldið eftir og þá samþykkt að óska þess við ráðherra aö mér yrði sagt upp störfum við Þelamerkur- skóla og látinn hverfa af staðnum hið snarasta. Forsendurnar voru þær, að ég mætti ekki til vinnu einn dag, en sást á ferli við skólann, sem í mínu tilviki er einnig heimili mitt. Ekki sá skólanefndin ástæðu til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.