Morgunblaðið - 02.02.1983, Síða 21

Morgunblaðið - 02.02.1983, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 53 að gefa mér kost á að tala máli mínu, hvorki fyrir eða eftir að þessi ákvörðun var tekin, og eng- inn úr nefndinni hafði manndóm í sér til að tilkynna mér þessi mála- lok heldur lét þau berast til mín með fulltrúa kennara á fundinum. Er ég síðar, á skólanefndar- fundi, lýsti undrun minni yfir þessum vinnubrögðum, sagði for- maðurinn að vissulega hefði það verið klaufaskapur að láta mig ekki vita um þessar mikilvægu bókanir, hún hefði bara ekki hugsað útí það. Þannig var krafan um brott- vikninguna byggð á afglöpum skólanefndarformanns sem hún þagði yfir við nefndina meðan „skróp mitt“ var til umræðu, hrossakaupum nefndarmanna til að leggja áherslu á að Sturla færi (eins og 4/7 nefndarmanna vildu), og að lokum þegjandi samþykki samkennara minna, sem trúlega sáu enga aðra leið færa til að koma á friði á Þelamörk eftir þann gengdarlausa áróður sem haldið hafði verið uppi gegn mér af Sturlu og hans fylgdarliði. En hvers vegna fór ráðherra að þessari órökkstuddu kröfu, sem auk þess að vera á fölskum for- sendum reist, er skýlaust brot á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna (4.,7. og 11. grein)? Ekki hef ég svar við þeirri spurningu því þrátt fyrir að ég gerði mér ferð suður í ráðuneyti til að hafa tal af mínum æðsta yfirmanni, þá vildi hann ekki hlusta á mitt mál hvað þá tjá sig um hvers ég mætti vænta af hans hálfu eða ráðuneytisins. Hvað olli þessum móttökum hjá ráðherra veit ég ekki, trúlega hefur hann haft í öðru að snúast því hvað sem hver segir trúi ég ekki að rógberar úr Kræklingahlíðinni og Öxna- dalnum hafi haft áhrif á afstöðu hans til mín eða málsins í heild. Brennivín og brugg Sagt er, að hvenær sem menn deili hart, komi fram ásakanir um óeðilega meðhöndlun á áfengi og þá ætíð frá þeim aðilanum, sem erfiðlega gengur að fóta sig á mál- efnalegum grunni. Fljótlega eftir að Þelamerkur- deilan hófst fóru að heyrast sögur um óhóflega drykkju kennara við skólann og ágerðust þessar sögur eftir því sem málefnagrundvöllur Sturlu skólastjóra varð veikari. Það sannaðist hér, að sé sagan sögð nógu oft við nógu marga, endar með því að henni verður trúað, og meira en það, því skóla- nefndin eyddi ófáum klukku- stundum í að ræða bruggun í skólahúsnæðinu og gerði því Gróu gömlu hærra undir höfði en kenn- urum barna sinna. Vandinn í þessu máli var þó sá, að enginn fannst sem orðið hafði vitni að þessum ósóma, engin tek- ið þátt í „bakkusarblótum kenn- ara“, eða „næturpartíum í sund- laug staðarins" eins og segir í end- anlegri útgáfu sögunnar, sem birt- ist í DV-grein Davíðs Haraldsson- ar 14. desember. Jafnvel Kristján Sveinsson, samkennri minn fyrrverandi, sem Davíð segir að hafi opnað umræðu um bruggmál, sagði, er ég spurði hann, að hann hefði aldrei séð menn brugga eða meðhöndla brugg í skólahúsnæðinu, aðeins heyrt frá því sagt einhvers staðar. Til að varpa sannleikablæ á þennan sögubruð lét einn harðasti stuðningsmaður skólastjórans, Ragnhildur, formaður skólanefnd- ar, bóka eftir sér á skólanefndar- fundi, að nokkrir foreldrar hefðu komið að máli við sig í fyrra og kvartað yfir óeðlilegri merðferð áfengis í skólanum, en þegar á hefði átt að herða hafi enginn vilj- að standa við slíka ákæru. Þetta telur Davíð í DV óhrekjanlega sönnun, ef ég skil hann rétt, en flestir óvilhallir sjá sem er, að hér er verið að sanna sögu með nýrri sögu, lygasögu. Ekki verður fjallað svo um Þela- merkurdeiluna að ekki sé vikið að „Vínkaupamálinu". Ekki vegna þess að það komi sjálfri deilunni nokkuð við, heldur fyrir það, hvernig ýmislegt bendir til, að Sturla hafi ætlað að notfæra sér atburðinn til að koma fram áformum sínum eftir að deilan kom upp. Eftir því sem sagt er, þá var vínið keypt sl. vor, þegar kennslu var lokið í skólanum. Þá þegar kvisaðist út hver hafði gert það og fyrir hverja. Allt bendir til, að Sturla hafi þá þegar frétt af brot- inu og hefði þá, ef rétt er, átt sem yfirmaður stofnunarinnar, að kanna málið og gera viðeigandi ráðstafanir. Hann gerir hins veg- ar ekkert fyrr en tveim dögum eftir að ég óskaði eftir fundinum, 18. ág- úst, er hann kallar viðkomandi kennara fyrir sig og krefst þess að hann segi af sér starfi sínu vegna málsins. Hann lét þess og getið að hann hafi gert áætlun í þrem lið- um til að hreinsa til í skólanum, þ.e. losa skólann við okkur þrjú, sem tveim dögum áður fórum framá kennarafund um hagsmuni nem- enda. Sá sem keypti vínið vildi freista þess að halda vinnu sinni, og skrifaði því formanni skóla- nefndar bréf hvarí hann viður- kenndi brot sitt og baðst afsökun- ar á yfirsjón sinni og bað þess, að þurfa ekki að gjalda fyrir hana með starfi sínu. Bréfið komst aldrei inná fund hjá skólanefnd, því strax morgun- inn eftir að það var afhent for- manninum, lögðust hann (for- maðurinn), skólastjórinn og einn skólanefndarmanna á eitt að fá viðkomandi til að draga það til baka og láta málið heita „úr sög- unni“. Gerði hann það, að sögn, eftir að þremenningarnir höfðu gengið hart að honum, og þá með því skilyrði, að það yrði aldrei framar notað gegn honum. Gengu þau að þessu skilyrði og Sturla sagði eitthvað á þá leið, „að ekki þyrfti hann að óttast sig, en hann væri smeykur um að Kjartan Heið- berg kynni að nota það gegn hon- um.“ Ekki kvaðst viðkomandi óttast það, og taldi málið úr sög- unni. Þess má geta að skólanefnd- armaðurinn og formaður skóla- nefndar hafa staðfest ofan- greindan atburð og yfirlýsingu Sturlu við það tækifæri. Ekkert er um mál þetta rætt næstu þrjá mánuði, eða þar til Sturla hefur fengið meirihluta skólanefndar uppá móti sér, og ljóst er, að hann fær ekki haldið stöðu sinni. Þá, á fundi nefndar- innar 25.-26. nóvember, leggur hann fram fyrirspurn um „hvað líði vínkaupamálinu, hvort ekki eigi að fara að rannsaka það“? Nú var málið orðið opinbert og það sent ráðuneytinu til umfjöllunar. Það er alltaf varasamt að draga ályktanir af atferli manna og gera þeim upp hvatir, en óneitanlega hvarflar það að manni að með því að vekja upp málið þegar kennar- arnir vildu fund um „óþægilegt málefni" hafi Sturla ætlað að slá viðkomandi kennara útaf laginu, gera hann (sem var trúnaðarmað- ur kennara) óvirkan svo auðveld- ara væri að vinna á hinum „skæruliðunum". Er viðkomandi lét ekki bugast hefur Sturla séð sig tilneyddan til að „gera gott úr málinu" en greip svo til þess strax og hann vantaði eitthvað stórmál til að setja skólanefndina úr jafn- vægi. Þetta eru auðvitað allt get- gátur, en hafi einhver aðrar og skynsamlegri skýringar á fram- vindu þessa ógæfumáls, væri fróð- legt að heyra í þeim. Að reyna að réttlæta vínkaup fyrir nemendur dettur mér ekki í hug, en ef nokkrum dettur í hug að reyna að notfæra sér slíkan verkn- að til að hafa áhrif á afskipti við- komandi af því viðkvæma deilu- máli sem í uppsiglingu var, er það alvarlegur hlutur. Skólastjóri rekinn, kennara vísað frá Sturla Kristjánsson skólastjóri sagði upp starfi sínu hinn 30. sept- ember ’82, í þriðja skipti á því rúma ári, sem hann var við Þela- merkurskóla. Hinn 13. október bað hann skólanefndina virða sér til vorkunnar viðbrögð sína á erfiðri stundu þann 30. september og dró uppsögnina til baka. Skólanefndin eða meirihluti hennar, var hins vegar á því, að í þetta skipti skyldi hann standa við uppsögnina, og gerði ráðherra grein fyrir þeirri afstöðu sinni. Áður, eða 29. októ- ber, hafði ráðherra lýst þeirri skoðun sinni að Sturla hefði „brugðist höfuðskyldu“ sinni sem skólastjóra og ætti að vikja. Orðrétt skrifar ráðherra: „... Af gögnum málsins er ljóst að skólastjórinn, Sturla Krist- jánsson, á hér stóran hlut að máli. Ræður þar mestu, að ábyrgð hans sem skólastjóra leggur honum meiri skyldur á herðar að hlýðn- ast fyrirmælum ráðuneytis en öðrum starfsmönnum. Hvað sem segja má um skólastjórn hans að öðru leyti, þá hefur hann í reynd brugðist höfuðskyldu sinni: Að halda frið og reglu á staðnum...“ Síðar í bréfinu skrifr ráðherra: „... Með vísan til þess sem að framan er sagt vill ráðuneytið gefa skólastjóra kost á því að verða leýstur frá starfi að eigin ósk, enda er það í samræmi við bréf hans til skólanefndar 30. f.m...“ Sturla var hins vegar ekki á því, að standa við uppsögnina, og því varð ráðherra að hjálpa honum burtu. Eftir að skólanefnd hafði óskað við ráðherra að ég yrði látinn fara frá skólanum, leitaði ég ráða og upplýsinga varðandi réttarstöðu mína hjá Sigurði Helgasyni, deild- arstjóra í menntamálaráðuneyt- inu, Ingólfi Ármannssyni, fræðslustjóra og Guðna Jónssyni, skrifstofustjóra hjá Kennarasam- bandi íslands. Eftir að hafa lagt saman upplýsingar frá þeim öll- um, blasti eftirfarandi mynd við. Þetta var trúlega þann 15. nóv- ember: „Starfsgrundvöllur minn á Þelamörk var brostinn, og þrátt fyrir að engar sakir yrðu á mig bornar, átti ég á hættu að vera rekinn, rétt eins og Sturla, og jafnvel detta útaf launaskrá hjá ríkinu samdægurs, í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. Hins vegar gæti ég þá farið í mál við ríkið og kraf- ist launa út ráðningatímabilið, þ.e. til 31. ágúst ’83, en þar með væri kennaraferli mínum lokið." Meðan þetta var að brjótast í mér, tilkynnir Ingólfur Ármanns- son, fræðslustjóri, mér í gegnum síma, að ég geti fengið kennara- stöðu á Dalvík. Hann gaf mér klukkustundar frest til að svara af eða á um hvort ég þæði hana og gaf í skyn, að gerði ég það ekki hefði ráðherra í hendi sér hver ör- lög mín yrðu (sem kennara), uppsagnarbréfið væri á borðinu hjá vélritunarstúlkunni. Eg hafnaði stöðunni og krafðist að fá að halda stöðu minni í ÞMS. Hinn 17. nóvember fékk ég bréf frá Ingólfi fræðslustjóra hvar í voru munnlegar upplýsingar til mín frá Ingvari Gíslasyni, menntamálaráðherra, segjandi að í framhaldi af því leyfi, sem ég hafi verið í (frá því ég „skrópaði" þann 26. október) um óákveðin tíma, hafi ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu, vid rannsókn á mínum hlut i deilumálunum í Þelmerkurskóla, að ég verði leyst- ur frá starfi við skólann. Hver var þessi „hlutur minn í deilumálunum”, sem réttlætti þessa niðurstöðu? Því hefur eng- inn skilgreint hann og komið hon- um á framfæri? Sigurður Helga- son, sem rannsakaði málið, sagðist ekki hafa fundið neina misbresti á mínu starfi við Þelamerkurskóla. I sjálfu uppsagnarbréfinu, sem dagsett er 18. nóvember ’82, er þetta orðað þannig: „.. .Með tilliti til þess að þér hafið mjög blandast inn í hin erf- iðu deilumál við Þelamerkurskóla, hefur ráðuneytið ákveðið að veita yður lausn...“ Jú, vissulega bland- aðist ég inn í málin, en hvernig og hvers vegna? í bæði „munnlega” bréfinu og sjálfu uppsagnarbréfinu er mér boðin staða við grunnskóla Akör- eyrar. Þá stöðu þáði ég eftir að Guðmundur Árnason, fram- kvæmdastjóri KÍ hafði komið norður og kynnt sér málið. Hans niðurstaða varð sú, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hefja mál á hendur ríkinu og knýja fram laun út starfsárið og e.t.v. bóta, en benti mér á, að það gæti tekið 2—3 ár að reka það. Eg taldi hér nóg komið af mála- skakinu, og ákvað að hafast ekki frekar að, auk þess, sem aðgerðir ráðuneytisins virtust í heild vera nokkurs konar viðurkenning á mínum málstað, þrátt fyrir allt: Sturla rekinn, ég fluttur til í starfi. Hvað hefur gerst síðan? Síðan þetta gerðist hefur margt undarlegt gerst. Ráðherra hefur hætt við að reka Sturlu skóla- stjóra, en sett hann í orlof á yfir- fullum launum, þ.e. föst laun skóla- stjóra, yfirvinna skólastjóra, tækjavarsla, lestímar og gæslu- vaktir (þær sem urðu til að uppúr sauð endanlega) alls, hátt í tvöföld venjuleg laun skólastjóra. Ekki nóg með það, heldur skal maðurinn, sem ekki gat stjórnað litlum skóla í Hörgárdal, nú send- ur til útlanda til að kynna sér „skólamál í dreifbýli“. Ef þessi ferð er hugsuð sem endurhæfing fyrir Sturlu, skulum við bíða og sjá hvað kemur til baka, en ef túlka má þessa ráðstöfun sem viður- kenningu á hugmyndum hans varðandi stjórnun skóla, og ætlun- in sé að gera hann að „sérfræðingi í skólamálum dreifbýlisins", er ljóst, að ég og skoðanabræður mínir í kennarastétt þurfa að fara að líta eftir annarri vinnu. Akureyri, 14. janúar '83. Kjartan lleiðberg. Arnarfiugsíélin á Fáskrúðsfjaróarflugtelli. Á innfelldu myndinni eru for svarsmenn Arnarflugs, sem til Fáskrúðsfjarðar knmu: Guómundur Magn ússon fiugrekstrarsljóri, (irn llelgason forslöðumaður innanlandsdeild ar. Arngrímur Jóhannsson yfirflugstjóri og Sigurjón Johannsson starfs- maður markaósdeildar. . ■ s ■ . - ____ _____________ Morgunblaðið/ Albert Kemp. Arnarflug með reglu- bundið flug til Fá- skrúðsfjarðar í marz Káskrúðsfirði. 31. janúar. SÍÐASTLIÐINN laugardag komu hingað forráðamenn frá Arnarflugi á skrúfuþotu félagsins, sem er sjö sæta. Ræddu þeir við hreppsnefnd Búðahrepps um reglubundið flug hingað. Þeir könnuðu hér aðstæður og lentu nokkrum sinnum á vellin um, sem er nýbúið að gera, en brautin er 710 metra löng. Létu þeir allvel af aðsla'ðum við völlinn. Fyrir rúmu ári hófust viðræður við ráðamenn Arnarflugs um hvort ekki m.vndi ver möguleiki á að hefja hingað áætlunarflug ef hreppsnefnd Búðahrepps fengi heimild til að lagfæra þann flug- völl, sem fyrir var. Sú heimild fékkst á síðasta ári með samþykki Flugráðs og fyrirgreiðslu þing- manna kjördæmisins um fjárveit- ingu á árinu 1983. Það var á síð- astliðnu sumri, sem framkvæmdir hófust við lengingu og breikkun flugvallarins og var hann lengdur upp í 710 metra, breikkaður og hækkaður upp. Fjármögnun þess- ara framkvæmda var meðal ann- ars fólgin í þvi, að Landsbanki ís- lands lánaði um helming þess fjár, sem til þurfti. Nú er áformað að koma upp nauðsynlegustu tækjum og að- stöðu fyrir farþega á vellinum. Reiknað er með að hefja hingað reglubundið leiguflug síðari hluta marzmánaðar. Miklar vonir eru bundnar við að þetta muni allt takast og verður þá bætt verulega úr samgöngumálum Fáskrúðs- firðinga og fleiri. — Albert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.