Morgunblaðið - 02.02.1983, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
54
Toyota Camry, Sedan.
Camry, nýr „fjölskyldu-
meðlimura hjá Toyota
Framdrifinn — Ný tiltölulega eyðslugrönn vél
Bflar
Sighvatur Blöndahl
TOVOTA-verksmiöjurnar japönsku
kynntu í lok síóasta árs nýjan „fjöl-
skyldumeðlim", en sá nefnist Toyota
('amry. llm er að ræða meöalstóran,
tiltölulega ríkulega búinn, framdrif-
inn fjölskyldubíl. Toyota leggur
mikla áherzlu á, að hin nýja vél, sem
hönnuð hefur verið i bílinn sé
kraftmikil og jafnframt mjög eyðslu-
grönn. Fyrstu bílarnir eru þegar
komnir hingað til lands.
ÍITLIT
Camry er boðinn í tveimur út-
færslum, annars vegar „Sedan“ og
hins vegar vegar „Liftback". Línur
bílsins eru frekar skarpar. Hann er
niðurbyggður að framan með
hækkandi línu aftur úr og því
straumlínulaga. Bíllinn samsvarar
sér nokkuð vel, sérstaklega finnst
mér útlitið á „Liftback" bílnum
vera vel heppnað. Camry er fjög-
urra dyra í „Sedan" útfærslu og
fimm dyra í “Liftback". Aðalljósin
að framan eru frekar látlaus, en
stefnuljósunum er komið smekk-
lega fyrir í stuðaranum. Afturljós-
in eru frekar stór og koma vel út.
RÝMI — SÆTI
Eins og áður sagði er bíllinn ým-
ist fjögurra eða fimm dyra og eru
dyrnar frekar stórar, þannig að
þægilegt er að ganga um bílinn,
hvort heldur er að framan eða aft-
an. Tiltölulega gott rými er
frammi í bílnum fyrir ökumann og
farþega. A það við um loftrými,
sem er óvenjulega gott af japönsk-
um bíla að vera, fótarými og
hliðarrými. Reyndar má segja
þessa sömu sögu hvað varðar rými
aftur í, nema hvað fótarými mætti
vera heldur meira. Mjög vel fer um
tvo farþega, en farið er að þrengja
að þeim þriðja. Lögð hefur verið
áherzla á gott farangursrými, enda
er það tæplega 380 lítrar.
Mat á sætum er alltaf erfitt.
Persónulega finnast mér framsæt-
in í Camry mjög þægileg, en hlið-
ar- og bakstuðningur þeirra er
góður. Sætin eru klædd látlausu
tauáklæði. Sætin eru með hefð-
bundnum stillimöguleikum, þ.e.
hægt er að færa þau fram og aftur,
auk þess að breyta stillingu baks-
ins. Hvað aftursætið varðar er það
í hefðbundnum stíl, en til þæginda
er hægt að fella út armpúða milli
tveggja farþega.
MÆLABORÐ
Mælaborðið í Camry eru tiltölu-
lega einfalt ásýndum, en eigi að
síður stílhreint. í því er hraðamæl-
ir með ferðamæli, snúningshraða-
mælir og eru þeir báðir stórir,
þannig að vel sézt á þá. Til hliðar
við hraðamælinn eru síðan sér-
kennilegur benzínmælir. Vinstra
meginn við snúningshraðamælinn
er síðan lítil kvartzklukka. í borð-
inu er síðan að finna hin ýmsu að-
vörunarljós, eins og varðandi olíu-
T0Y0TA
Gerð: Toyota Camry
Framleiðandi: Toyota Motor Co.
Innflytjandi: Toyota-umboðið
Verö: Frá 272.000
Afgreiöslufreetur: Til á lager
Þyngd: 1.045—1.085 kg
Lengd: 4.415 mm
Breidd: 1.690 mm
Hæð: 1.395 mm
Hjólhaf: 2.600 mm
Veghæö: 160 mm
Vél: 4 strokka, 1.832 sm3,
90 OIN-hestöfl
Skiptíng: 5 gíra beinskiptur/
4ra gíra sjálfskiptur
Bremsur: Diskabremsur að
framan, skálar að aftan
Fjöðrun: Sjálfstæö f jöðrun
að aftan og framan
Bensíntankur: 55 litrar
Eyðsla: 5,9—9,2 lítrar/100 km,
eftir aðstæðum
Hjólbarðar: 165SR13
þrýsting, kælikerfið, ljósin og
fleira. Stjórntæki miðstöðvarinnar
eru hægra megin við stýrið, tiltölu-
lega nálægt, reyndar óvenjulega
nálægt, þannig að handhægt er að
ná til þeirra. Ljósarofinn er
vinstra meginn í stýrinu og
þurrkurofinn hægra meginn, en
þurrkurnar eru tveggja hraða, auk
letingja. Flautan er í tveimur örm-
um í stýrinu.
VÉL — SKIPTING
Ný vél hefur verið hönnuð í
Camry, en sú er 4 strokka, 1.832
rúmsentimetra, 90 DIN hestafla.
Framleiðandinn segir vélina vera
kraftmeiri og eyðslugrennri, en
eldri vélar. I því sambandi er
nefnt, að eyösla bílsins, sé ekið á
jöfnum 90 km hraða á klukku-
stund, sé aöeins 5,9 lítrar á 100 km.
A 120 km jöfnum hraða á klukku-
stund sé hún 7,9 lítrar á 100 km og
loks í bæjarumferðinni sé eyðslan
9,2 lítrar á 100 km. Hægt er að
velja Camry fimm gíra beinskipt-
an, eða 4ra gíra sjálfskiptan.
AKSTURSEIGINLEIKAR
Lítið er hægt að fjölyrða um
aksturseiginleika bílsins, en ef
marka má skrif evrópskra bíla-
blaða eru þeir góðir. Er bíllinn
sagður tiltölulega stífur og svara
vel. Hann leggist lítið niður á
hornin í kröppum beygjum. Um
upptak og vinnslu bílsins virðast
menn nokkuð sammála. Hann sé
með ágætis upptak og góða
vinnslu.
JL
Camry Liftback.
l
Farangursrými 380 lítra.
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR
Samningurinn um Keldnaland
Landsmálafélagiö Vöröur heldur almennan fund um borgarmál miövikudaginn 2. febrúar ’83 kl. 20.30 í Valhöll
við Háaleitisbraut. Davíö Oddsson, borgarstjóri, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaöur skipulagsnefndar
borgarinnar, útskýra og ræöa nýgeröa samninga um Keldnalandiö.
Allir velkomnir.
Stjórnin.