Morgunblaðið - 02.02.1983, Page 23

Morgunblaðið - 02.02.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 Yoga og framsókn lífsins eftir Jörund Jóhannesson „Vandi fólks er gæfu- leysi, þaö er andlega áttavillt og vandi er að finna hina réttu leið. Hin margrædda verð- bólga er ekki mesti vandinn heldur óham- ingja svo margra.“ Á Vesturlöndum síðustu áratugi hafa þúsundir manna tileinkað sér hugleiðsluaðferðir. Misjafnar eru þær og ætla ég að leyfa mér að fullyrða að aðalatriðin eiga þær sameiginleg. Þó vil ég ætla að bjögun sé orðin í mörgum yoga- greinum eða -flokkum. Skynsemin verður svo að ráða, hvað menn velja sér til frambúðar. Ég vil ráða fólki, sem hefur hug á að læra hugræktaraðferð að gera vís- indalega kröfu, það er að viðkom- andi yoga-hreyfing hafi rann- sóknaniðurstöður er geti sýnt fram á gildi tækninnar og sem gerðar hafa verið af vísind- amönnum. Hér á eftir verður bar- ið á aðferðum er engan veginn er hægt að mæla með. Ég er nú allur af vilja gerður til að gera sem minnst lítið úr hinum almennu magnan-heildis tilraun- um t.d. í formi ýmissa trúarsam- koma, tónleika, sýninga, ýmiss- konar lista, hátíða, svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta góðra gjalda verð viðleitni til að hækka vitund- ina með samstillingu við æðri krafta svo lífið taki fram til vaxt- ar og göfgi. í góðri trú tekur fjöldi manns þátt í heildisstarfsetni ein- hvers konar. En óhætt er að segja að misjafn vill árangur verða, enda aðferðir misjafnar til árang- urs. Aðferðir eða leiðir sem sama og engan árangur gefa, leiðir er hafa brugðist hljóta að dæmast úreltar aðferðir, er jafnvel í gegn- um aldirnar hafa brugðist hlut- verki sínu, hafa eigi leitt æskilega ' hugarfarsbreytingu i hinu mikil- væga líffæri er nefndur er heili, sem hefur takmarkalausan vaxt- arhæfileika, en er þó furðu lítið notaður, eins og heimsmálin sýna glöggt. Hinn stórkostlegi sívax- andi hraði á sviði tækni og vísinda er gott merki um að betur má ef duga skal fyrir nútímamann að ná að lifa í samræmi við hraða nú- tímans. Hraði getur og hefur sýnt að hann getur breyst í óvin ef ein- staklingurinn er ekki í stakk bú- inn til að mæta því álagi og kröf- um lífsins, sem er að ná alhliða þroska. Við lifum ekki á brauðinu einu saman, til þarf að koma aukinn vitundarþroski sem vegur upp á móti flóknu þjóðfélagskerfi. Hver maður í alheimi á tilkall til að lifa fullnægju jafnt efnislega sem and- lega. Lotning er þó nauðsyn á hin- um innsta kjarna, er heldur al- heimi gangandi. Sá kjarni býr í öllum lífverum og sem heild mynda þær síðan hinn stórkost- Jörundur Jóhannesson lega alheimsanda og það mikil- væga er, að maðurinn lifi það sem fyrst að skynja samhljóm vitunda alheims. Örvænting er afleiðing andlegrar einangrunar og skiln- ingsleysis á andlegum verðmæt- um. Það er krafa lífsins að það nái fram til vaxtar. Enginn einstakl- ingur er hamingjusamur nema að þroski komi til. Það á ekki að þurfa gáfnaljós til að skilja svo augljós sannindi er ég fer með. Áfengis- og lyfjaneysla kemur algerlega í veg fyrir nokkurn þroska. Taugakerfið þolir engan veginn þá ruddalegu breytingu er verður við neyslu hættulegra lyfja, þar af leiðir verða fleiri og fleiri einstaklingar óhæfir til að fylgja eðlilegum vexti eftir. Lítið eru þeir betur settir sem hafa ekki þá réttu stefnu sem til þarf ef vel á að vegna. Vandi fólks er gæfu- leysi, það er andlega áttavillt og vandi er að finna hina réttu leið. Hin margrædda verðbólga er ekki mesti vandinn heldur óhamingja svo margra. Forráðamenn þjóða vinna flestir eftir bestu getu mið- að við aðstæður. Getuleysið liggur hjá alþjóð. Þegar efni er lítið er úr litlu að byggja. Já, efnið í lands- mönnum er ekki svo mikið enda sýnir það sig í stöðu þjóðarbúsins. Og enn má minna á að við lifum ekki á brauði einu saman. Skiln- ingur á andlegum verðmætum verður að aukast ef vel á að vera. íslendingar kýla vömbina og geta ekki borið slæma afkomu fyrir sig sem ástæðu fyrir andlegu ástandi sínu. Ef efnahagur landsins á að verða betri verður hugarfars- breyting að verða hjá þjóðinni. Yoga hefur verið rækilega kynnt fyrir þjóðinni. Nokkuð margir hafa lært. Reynslan hefur verið mjög góð þar sem iðkað er, og til að mynda hafa vísindamenn gert fjölda rannsókna á yoga-tækninni og hafa þær sýnt fram á gildi yoga. Yoga er iðkuð á kerfisbund- inn hátt, eðlilega og afslappandi. Engin yfirborðs einkenni eru not- uð til að hafa þar áhrif. Tær and- leg tækni á að geta komist af án helgisiða sem er sú bjagaðasta leið til eflingar lífsins. Skraut og glys forsvarsmanna siðvenja ná ekki því sterka takmarki er krefst um- búðalaust andlegs aflvaka sem yoga er. Vesturlandabúar hafa endurheimt tæra upprunalega tækni er magna mun einstaklinga til öflugra vitundarlífs, tækni er 55 varðveist hefur í þúsundir ára á Indlandi. Við skulum hafa í huga ef okkur sýnist svo, að yoga er að- flutt tækni en það eru trúar- brögðin líka. Trúarbrögð eru að missa sinn litla mátt. Það sést í þeirri rök- rænu kröfu er hugsandi maður ber fram. Nútímamaður hefur það þroskaðan heila að krafa er komin upp um að þekkja hið óþekkta. Honum er ekki nóg lengur að vera sauður í sauðahjörð. Hið göfuga takmark er fullkomin sameining við frumtón alheimsins, „tærleik- ann“. Trúarhugsjónir eru snilld- arlega aðhæfðar þróunarstigi manna er voru uppi fyrir þúsund- um ára og hentaði fólki með litla rökhugsun. Vitsmunir aukast og krafa um öfluga tækni hlýtur að koma upp. Það var ekki krafa um staðfestingu skynseminnar á kenningum trúarbragða. Yfirvöld þeirra tíma gáfu þær út. Því er sorglegt að sofandi sauðahjarðir skuli vera í meirihluta á þessari jörð. En eðlisávísunin er sem bet- ur fer á undanhaldi fyrir vits- munalegum þroska. .4ð lokum: Það er ekki ein leið fyrir gyðing- inn, önnur fyrir hinn kristna og sú þriðja fyrir heiðingjann. Nei, Guð er einn, eðli mannsins er eitt, frelsun er ein og leiðin er ein. (William Law) Tilvitnun úr Bókinni um veginn: Þegar vegurin er horfinn kemur dyggðin í ljós; þegar dyggðin er horfin, er ástúðin eftir; þegar ást- úðin er horfin, kemur réttlætið til sögunnar; þegar réttlætið er horf- ið, setjast helgisiðir og venjur að völdum. Siðvenjur eru hismi trúar og trausts, og undanfari óreiðu. Jörundur Jóhannesson. Vítavert dómgreindarleysi eftir Þorvald Þorvaldsson „Væri ekki hugsanlega naudsynlegt að stofna aðra nefnd, sem hefði eftirlit með ferðum fólksflutningabif- reiða?“ I þeim dæmafáa veðraham, sem geisað hefur hér á landi að undan- förnu, gerðist það m.a., að lítil þota stakk sér niður á Keflavíkur- flugvöll milli hryðja og komst klakklaust niður, óskemmd meira að segja, og varð þetta efni rann- sóknar og nokkurra blaðaskrifa. I Morgunblaðinu 11. janúar sl. á 47. síðu er birtur kafli úr skýrslu loftferðaeftirlitsins, og er þar felldur þungur dómur um flug- mennina þýsku, og segir þar m.a.: „Þeir stofnuðu sjálfum sér og öðrum í stórhættu með því að halda áfram flugi sínu þótt þeir fengju veðurlýsingar frá flugum- ferðastjórum hér, er gefa hefðu átt til kynna, að engin glóra var í að halda fluginu áfram. Að okkar áliti gerðu þeir sig seka um víta- vert flug, þar sem þeir vissu hvaða skilyrði biðu þeirra, og komu sér í þá aðstöðu, að þeir gátu ekkert annað farið og áttu engra annarra kosta völ en reyna lendingu hér.“ Þetta er þungur dómur, en þó sennilega sanngjarn og af miklu viti upp kveðinn. Lesa má í sömu grein, að flugmönnunum hafi þótt allt í lagi og engin ástæða til að gera veður út af þessu. En hversu oft verða ekki slysin einmitt vegna þess, að anað er út í tvísýnu og ekki slegið af fyrr en í ófæru er komið og einn kostur nauðugur og hann oftast slæmur. I sama tölublaði Morgunblaðs- ins einni síðu aftar, eða á bls. 48, er frásögn af rútubílstjóra sem ætlaði austur til Hprnafjarðar, en lenti á hliðinni við írá undir Eyja- fjöllum og varð þar slys á nokkr- um farþegum. í Morgunblaðs- greininni segir bílstjórinn, Ómar Öskarsson, þannig frá, að ferðinni hafi verið heitið til Hornafjarðar. Lagt hafði verið af stað kl. 8.30 frá Reykjavík og allt hafði verið í lagi þar til komið var austur á Mark- arfljótsaura um kl. 11. Þá hafði hvesst mikið og talsverð hálka og snjóblinda var. Þegar kom austur fyrir Hvamm hafði hann misst bílinn út af, en ákveðið að halda áfram og bjóst við að ástandið batnaði. Ér hann kom austur fyrir írá hafi hann stöðvað bílinn, og þá skipti það engum togum að bíllinn fauk útaf og á hliðina. I ritgerð sem Halldór Laxness skrifar árið 1944 og nefnir; „Hvert á að senda reikninginn?" og birtist í safninu Sjálfsagðir hlutir, segir hann meðal annars: „Það þarf líka að rannsaka hvaða skipstjórar eru sjóhæfir. Mætti endurskoða um leið sum ís- lensk siðferðishugtök er að sjó- mennsku lúta, þarámeðal sjó- hetjuhugtakið. Það hefur löngum þótt mannalegt á Islandi að sigla manndrápsfleytu í tvísýnu, láta Þorvaldur Þorvaldsson slarka, láta slag standa, komast af ef ekki brá útaf, fara annars til botns og fá eftirmæli og tára- messu. I sögum úr verstöðvum til forna er oft getið sjógarpa svo- kallaðra, sem hylltust til að fara á sjó í verstu veðrum. Heppnin var með sumum svo þeim stórhlekkt- ist ekki á, en oftar var það ein- skær tilviljun, að þeir drápu ekki sig og aðra. Þetta mat á ofurhug- anum sem hefur ánægju af að tefla sér og öðrum í hættu, er einn pestargerillinn". Það er sannarlega virðingar- vert, þegar stjórnskipuð nefnd set- ur duglega ofan í við menn sem sýna vítavert gáleysi og stofna mannslífum í hættu, — en er það nóg hér á landi að hafa bara loft- ferðaeftirlit? Væri ekki hugsan- lega nauðsynlegt að stofna aðra nefnd sem hefði eftirlit með ferð- um fólksflutningabifreiða. Manns- líf eru jafndýr, hvort sem þeim er fórnað í lofti eða á jörðu niðri. Ef hægt er að tala um dómgreindar- leysi hjá Þjóðverjunum tveimur, sem „láta slag standa og komast af ef ekki bráir útaf“, þá var ekki síður ástæða til að setja ofan í við rútubílstjóra sem leggur í tvísýnu í slæmri veðurspá, missir bílinn út af, heldur samt áfram, vitandi það að Eyjafjallasveit er sviptivinda- samasta svæði hér á landi í byggð. Þjóðverjarnir höfðu aldrei á Is- landi verið og hafa sennilega ekki þekkt af eigin reynslu íslenskan vetrarbyl. Én íslenskur rútubíl- stjóri á að vita hvað orðið vetrar- bylur þýðir. Hann á að þekkja í hvaða vindáttum er sviptibylja von á þeim leiðum er hann ekur, og hann á að skilja íslenskar veð- urfréttir og kunna að draga álykt- anir af þeim. Ekkert af þeim hríð- arveðrum sem komið hafa undan- farið, hefur komið alveg óvænt, þeim var öllum spáð með fyrir- vara. I rútubílum eru bæði útvarp og sendistöðvar og því hægt að afla sér upplýsinga um veður á leiðinni ef veðurútlit er tvísýnt. I fréttinni í Morgunblaðinu sem segir frá þessum atburði, er hvergi ýjað að því einu orði, að þar hafi skortur á dómgreind ráðið gerð- um. Hér er greinilega ekki sama hvort átt er við Jón eða séra Jón. Enginn má taka orð mín svo, að ég sé að mæla glannaskap Þjóðverj- anna bót. En það er nokkur tví- skinnungur á ferðum þegar Þjóð- verjarnir eru hundskammaðir, enda þótt þeir slyppu með skrekk- inn, en um rútubílstjórann er fjallað með miklu lofi fyrir kjark, dugnað og áræði. Fréttatilkynningunni um rútu- slysið lýkur nefnilega með þessum klassísku orðum: „Omar lét síðan engan bilbug á sér finna, fór aftur á slysstaðinn til að ná í bílinn, ók honum til Hvolsvallar og hóf aftur akstur í gær.“ Skyldi hún ekki vera hrifin gamla konan áttræða, sem liggur nú lærbrotin á sjúkra- húsi, og má víst kraftaverk heita ef hún kemst á fætur meir. Hér kemur fram það sem Lax- ness talar um í fyrrnefndri ritgerð „matið á ofurhuganum". Bilstjóri sem frestar ferð og stendur af sér hryðju og kemur fólki og fari heilu í höfn, fær aldrei ofurhugastimpil, hans er yfirleitt aldrei getið í fjöl- miðlum, en sá sem fer galvaskur að keyra strax eftir að hafa komið fjórum farþegum á sjúkrahús og stórskemmt farartækið, — hann er ofurhugi sem ekki lætur sér allt fyrir brjósti brenna. Ef þessar tvær fréttagreinar í sama tölublaði Morgunblaðsins eru lesnar hver á eftir annarri set- ur að manni klígju. Hér er um tvenns konar mat að ræða. Er það vítavert gáleysi að fljúga í tvís- ýnu, en lofsverð hugdirfska að ana með saklausa farþega í rútubíl út í algera tvísýnu? Verðum við ekki að samræma mat og fréttaflutn- ing í slíkum tilfellum, en láta ekki þau sjónarmið ráða, að í öðru til- fellinu voru útlendingar að verki, sem áttu að vera varkárir, en í hinu tilfellinu íslendingur, afkom- andi víkinga, sem átti að leika hlutverk ofurhugans? Akranesi, 14. janúar 1983. Þorvaldur Þorvaldsson kennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.