Morgunblaðið - 02.02.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
63
Vinsælustu
login
ENGLAND:
1 (2) Down under/
MEN AT WORK
2 (1) You can’t hurry love/
PHIL COLLINS
3 (4) Electric avenue/
EDDY GRANT
4 (3) The story of the blues/
WAH!
5 (-) The sign of the times/
THE BELLE STARS
6 (8) Steppin’ out/
JOEJACKSON
7 (7) Heartache avenue/
THE MAISONETTES
8 (8) Gloria/
LAURA BRANIGAN
9 (5) Orville’s song/
KEITH HARRIS
& ORVILLE
10 (-) Tooshy/
KAJAGOOGOO
BANDARÍKIN:
1 (1) Down under/
MEN AT WORK
2 (2) Maneater/
HALL & OATES
3 (8) Baby, come to me/
PATTI AUSTIN
4 (7) Africa/TOTO
5 (5) Sexual healing/
MARVIN GAYE
6 (4) Mickey/TONI BASIL
7 (6) Dirty laundry/
DON HENLEY
8 (3) The girl is mine/
MICHAEL JACKSON &
PAUL McCARTNEY
9 (12)Theotherguy/
LITTLE RIVER BAND
10 (11) You can’t hurry
love/PHIL COLLINS
Vinsælustu
plöturnar
BRETLAND:
1 (2) Business as usual/
MEN AT WORK
2 (1) Raiders of the pop
charts/ÝMSIR
3 (3) Heilo, I must be
going/PHIL COLLINS
4 (7) Feline/
STRANGLERS
5 (10) Richard Clayder-
man/RICHARD
CLAYDERMAN
6 (4) Collection/
JOHN LENNON
7 (6) Heartbreaker/
DIONNE WARWICK
8 (5) The art of falling
apart/SOFT CELL
9 (-) Cachardaya/
INCANTATION
10 (8) Greatest hits/OLIVIA
NEWTON-JOHN
BANDARÍKIN:
1 (1) Business af usual/
MEN AT WORK
2 (2) Ðuilt for speed/
STRAY CATS
3 (3) H20/
HALL & OATES
4 (4) Get nervous/
PAT BENATAR
5 (8) Thriller/
MICHAEL JACKSON
6 (6) Coda/LED ZEPPELIN
7 (9) Combat rock/CLASH
8 (-) The distance/
BOB SEGER & THE
SILVER BULLET BAND
9 (10) Long after dark/
TOM PETTY & THE
HEARTBREAKERS
10 (-) Hello, I must be
going/PHIL COLLINS
Um þaulsætin lög
á vinsældalistum
Þaö er alltaf jafn fróðlegt að
renna yfir vinsældalistana, hvort
heldur í Englandi eöa í Bandaríkj-
unum. Breskí listinn er þó alla
jafna skemmtilegri fyrir þá sök,
að á honum eru miklu meirí hrær-
ingar.
Sú breiðskifa, sem er þaul-
sætnust á toppnum í Bretlandi
þessa dagana er „Rio" meö Duran
Duran. Hún er nú í 11.sæti og hef-
ur verið á „topp 30“-listanum í
heilar 36 vikur. „Complete Mad-
ness" með Madness hefur setið í
25 vikur á þessum sama lista og er
nú i 17. sæti. „The lexicon of love“
meö ABC hefur veriö í 22 vikur á
listanum og situr nú í 21. sæti og
þá má og nefna „Friends“ meö
Shalamar, sem er nú í 9. sæti og
hefur veriö í 21 viku á listanum.
Eðlilega er miklu meiri hreyfing
á listanum yfir einstök lög. Fæst
þeirra ná að vera meira en 10 vikur
á „topp 40“-listanum. Þó eru nokk-
ur svo þaulsætin aö þessu sinni.
„Living on the ceiling" meö
Blancmange hefur veriö þarna í 12
vikur og er nú á hraöri niöurleið í
37. sæti. „Young guns“ með
Wham! er H.vikuna á listanum, nú
í 29. sæti og einnig á hraöri leiö
niður. “Save your love“ meö Renee
og Renato hefur einnig veriö 11
vikur á listanum og er á hraöri
niöurleiö. Er nú í 13. sæti, en var í
3. Gæti þó bætt um betur hjá
Blancmange meö smá þrautsegju.
Tvö lög hafa veriö í 10 vikur á
listanum. Annaö er „Truly“ meö
Lionel Richie, sem nú er í 39. sæti
og á fleygiferð niöur eftir 27. sæti í
síðustu viku. Þá er "The best of
our lives“ með Modern Romance
einnig á sinni 10. viku og eins og
áðurnefnd lög, einnig á hraðferö
niöur á viö. Nú í 14. sæti eftir 5.
sætiö í síðustu viku.
Count Basie krafinn um
9.500 dollara í bætur
Við látum þessa nú bara fljóta
með „for the fun of it“, eins og
Bretar myndu oröa þaö.
Dómstóll í Frakklandi komst
aö því fyrir skemmstu, aö jassar-
anum Count Basie bæri aö
greiða 9.500 Bandaríkjadali í
skaöabætur fyrir aö hafa svikiö
samning um aö leika á bjórhátíö
sumariö 1979.
Samkvæmt samningnum átti
Basie að koma fram 16. júlí á
bjórhátíöinni í Maubeuge's í kjöl-
far tónleika sinna á jasshátíöinni
í Hardelot tveimur dögum áöur.
Daginn áöur hringdi hann í
stjórnendur bjórhátíöarinnar og
kvaöst vera veikur og hann gæti
ekki leikið.
Kæran var byggö á þeim rök-
um, aö Basie lék á tónleikum
þann 16. júlí í Englandi og viku
síöar í Antibes.
David Bowie í hlutverki Baal, en fyrir það hlaut hann mikið lof.
Innrás breskra á banda
rísku vinsældalistana
— auk frétta af filmstjörnunum Sting og Bowie og „endurlífgun“ Sex Pistols
Óvenjumargir Bretar eru að slá
í gegn í Bandaríkjunum um þess-
ar mundir. Ef lítíð er á vinsælda-
listann þar má sjá einar sex
breskar hljómsveitir, sem ekki
hafa sést þar áður. Þær eru Mus-
ical Youth með lag sitt „Pass the
dutchie", Culture Club með „Do
you really want to hurt me“, ABC
meö „The look of love“, Adam
Ant með „Goody two shoes",
Duran Duran með „Hungry like
the wolf“ og Dexyá Midnight
Runners með „Come on Eileen.“
Öll eru þessi lög á uppleið og
gætu hæglega rennt sér upp á
meðal tíu efstu laganna innan tíð-
ar ef fram fer sem horfir.
Boy George vinsæll
Culture Club hefur þegar slegiö í
gegn í mörgum löndum og ugg-
laust á þrumugóöur söngur Boy
George sinn þátt i því. Frammi-
staöa hans í Skonrok(k)i um dag-
inn var slík, aö menn hljóta aö hafa
tekiö eftir. Lagiö „Do you really
want to hurt me“ hefur þegar sleg-
iö í gegn í Englandi, V-Þýskalandi
og Ástralíu og situr i efsta sæti á
listum tveggja síðarnefndu land-
anna.
Úr því farið er aö impra á öðrum
þjóðum er ekki úr vegi aö geta
þess, aö „Mickey“ meö Toni Basil
situr á toppnum í Kanada, „You
can’t hurry love“ meö Phil Collins
er efst í Hollandi og Kim Larsen
situr á toppnum í heimalandi sínu,
Danmörku, meö lagiö „5 Eiffel".
David Bowie í
sviðsljósinu
Fyrr í þesum mánuði var frá því
skýrt á Járnsíöunni, aö David
Bowie væri að vinna aö gerö nýrr-
ar breiöskifu, sem væntanleg væri
í byrjun næsta árs. Þar var auövit-
aö veriö aö vitna til ársins í ár, en
greinin átti aö birtast fyrir áramót,
en taföist af óviöráöanlegum
orsökum. Hugsanlegt er þó, aö
Bowie dragi útgáfu plötunnar fram
í apríl, en þá leggur hann af staö í
sitt fyrsta tónleikaferöalag í fimm
ár. Hefur hann þegar ákveöiö aö
leika í Evrópu, Noröur-Ameríku og
Austurlöndum fjær.
Bowie lætur ekki tónleikaferða-
lagiö nægja. Hann mun einnig
sjást á hvíta tjaldinu, þar sem
frumsýndar veröa á árinu þrjár
kvikmyndir meö honum. Sú fyrsta
nefnist „Merry Christmas Mr.
Lawrence" og gerist í japönskum
stríösfangabúðum. Bowie leikur
þar fanga, sem ekki lætur bugast
andlega. Önnur myndin nefnist
„Ziggy Stardust and the spiders
from Mars“ og er byggö á gömlum
kvikmyndum af hljómleikum Bowie
frá því á „Ziggy Stardusf'-tímabil-
inu. Þriöja myndin, sem um ræöir,
heitir „Hunger“. Þar leikur Bowie
aöalhlutverkiö á móti Catherine
Denevue. „Hunger" er vampíru-
mynd og leikur Bowie í henni 300
ára gamlan aöalsmann.
Filmstjarnan Sting
Sting, söngvari, bassaleikari og
lagasmiöur The Police er einnig á
kafi í kvikmyndaleik. Þær eru
orönar ófáar myndirnar, sem hann
hefur sést í. Næsta hlutverk hans
Rimlarokkari
með eigin sveit
Rúnar Pétursson, rimla-
rokkari, hefur nú stofnað sína
eigin hljómsveit og ber hún
nafnið Á þriðju hæð. Með hon-
um eru þrír aðrir hljóðfæra-
leikarar, allir fremur lítt þekkt-
ir.
Rúnar og félagar fara ekki af
staö meö neinum byrjenda-
brag. Hljómsveitin hefur þegar
bókaö sig víöa um land til
dansleikjahalds og hyggst
halda í hljóöver í vikunni.
mun veröa í kvikmynd eftir hinni
klassísku vísindaskáldsögu, Dune.
Lifi Sex Pistols
í tilefni sýningar Fjalakattarins á
„The great rock’n'roll swindle",
þar sem meðlimir Sex Pistols leika
aöalhlutverkin, er gaman aö geta
þess, aö Malcolm McLaren, fyrrum
umboðsmaöur þeirra, lét nýlega
hafa þaö eftir sér, aö hann hefði
áhuga á, að endurlífga hljómsveit-
ina.
Þegar Johnny Lydon, einn fyrr-
um meölima sveitarinnar, frétti af
þessum ummælum var hann lítt
hrifinn. „Nú hefur asninn greinilega
tapaö því litla viti, sem hann haföi.
Þvílíkur fáviti. Hvaö ætlar hann sér
eiginlega aö gera? Grafa Sid
gamla Vicious upp úr djöfuls gröf-
inni?" DP/-SSv.
Orghestar
með plötu
„Þetta var tekið upp í
október 1981, en kemur ekki
út fyrr en nú,“ sagði Benóný
Ægisson er hann leit við og
heilsaði upp á Járnsíöuna í til-
efni nýútgefinnar plötu
Orghestanna, sem ber nafnið
Konungar spaghettifrum-
skógarins.
„Ætli þaö séu ekki bara al-
menn blankheit, sem komu í
veg fyrir að platan kæmi fyrr,“
bætti hann svo viö.
Plata þeirra Orghesta er
fjögurra laga. Benóný á alla
textana og þrjú laganna, en
Gestur Guðnason á þaö fjóröa.
Auk þeirra tveggja leika þeir
Siguröur Hannesson á tromm-
ur og Brynjólfur Stef^nsson á
bassa á plötunni. Bakraddir
voru i höndum (hálsum?) þeirra
Gaua. Andreu, Báru, Lödda og
Megasar.
Þaö var Tony Cook, sem
stýröi upptökunum á plötunni í
Stemmu, en Orghestarnir sáu
sjálfir um að hljóöblanda meö
aðstoð Cook. Plötuumslagiö
var hannað í sameiningu af
Orghestunum, en yfirumsjón
með því verki haföi Brynjólfur.
Við sjáum Sting hér við raksturinn. Hugaanlaga ar hann að raka sig
fyrir næstu mynd, hver veit?