Morgunblaðið - 11.02.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983
43
Úr Rípurkirkju í Skagafiröi er þessi kirkjumynd úr tré,
sem er frá 1777, er þetta mynd af síöustu kvöldmáltíö-
inni. Höfundur er ókunnur. Ætlunin er ad hreinsa mynd'
ina, sem sót og önnur óhreinindi hafa sett sín merki á.
léreft en myndir úr pappír er yfir-
leitt hægt aö gera viö.“
Margt óunnið á sviði
viðgerða á kirkjulist
Á Islandi er mikiö af verömæt-
um kirkjulegum munum víöa um
land, sem eru í vanhiröu en hér
hefur aldrei veriö starfandi fólk,
sem kunnaö hefur aö gera viö
altaristöflur eöa málaöar helgi-
myndir úr tré. Þaö er því margt
óunniö á því sviöi. Viö spuröum
Rikhard nánar út t viögeröir á
þessum hlutum.
„Viöa erlendis hefur þvi miöur
oft veriö málað yfir myndirnar meö
nýtískulegum litum, en þess ekki
gætt aö láta upprunalegt litaval
halda sér. Hér á landi hefur ekki
veriö hróflaö viö kirkjulegum lista-
verkum og því enginn skaöi skeöur
hvaö þetta varöar," segir Rikhard
og bætir svo viö: „Skemmdir á
kirkjulist, sem máluð er á tré verö-
ur vegna hita og rakasveiflna en þá
hreyfist tréö og losnar um máln-
inguna og svo dettur hún af meö
tímanum. Þá þarf líka aö hreinsa
þessar myndir.“
Þarf sá sem gerir viö málverk aö
hafa listræna hæfileika?
„Þaö hjálpar mikið til, en viö-
komandi þarf ekki aö vera málari,
en hann má alls ekki vera litblind-
ur“
Að fylla upp í
göt og rifur með
pappírsmassa
Þjóöskjalasafniö er eina stofn-
unin hér á landi sem hefur viögerð-
arstofu fyrir bækur og handrit.
Hver eru helstu verkefnin í sam-
bandi viö bóka- og handritavið-
geröir, sem gera má ráö fyrir aö
komi á borö til þeirra? Hilmar
veröur fyrir svörum:
„Verstu skemmdirnar á bókum
og handritum má oft rekja til
slæmra geymsluskilyröa eins og
meö myndirnar. Helstu verkefnin
eru hreinsun á pappír, þvottur og
afsýring á pappír, sem er æskileg
upp á framtíöarendingu. Þá er gert
við skemmdir á blööum meö því
aö fylla upp í göt og rifur meö
pappírsmassa. Þetta sama gildir
um gömul og illa farin kort úr
pappír. Önnur verkefni eru þau, aö
gera viö gamalt bókband eöa setja
bókina í sitt upprunalega band, en
þaö er of mikifv gert af því aö
henda gömlu bándi og setja bók-
ina í nýtt band.“
Nota efni sem hægt
er að fjarlægja án
mikillar fyrirhafnar
Svo viö snúum okkur aö mál-
verkinu aftur, hvernig fer rannsókn
á skemmdu málverki fram?
„Áöur en viðgerö er hafin á
myndinni fer fram ítarleg rannsókn
á verkinu og ástandi þess, þar
kemur efnafræöin og listasagan
viö sögu, því þaö kann aö vera
nauösynlegt aö tímasetja verk til
aö gera sér betur grein fyrir lita-
meöferö þess og hvaö er aö. Hægt
er aö taka röntgenmynd af verkinu
til þess aö sjá uppbyggingu þess
og ástand. Viö slíkar myndatökur
getur ýmislegt skemmtilegt og
óvænt komiö í Ijós eins og önnur
mynd undir þeirri sem veriö er aö
athuga. Þá er röntgenmyndatækn-
in mikiö notuö tii aö ganga úr
skugga um hvort verkið er falsaö
eöa upprunalegt. Röntgentæki eru
afar dýr og munum viö ekki hafa
bolmagn til aö festa kaup á slíku
tæki, en viö ætlum aö reyna aö
komast í kynni viö listelskan lækni,
sem ef til vill gæti veitt okkur aö-
gang aö þessu tæki, ef á þarf aö
haldal
Ein er sú regla, sem viö vinnum
eftir viö viögeröirnar og hún er sú,
aö nota efni, sem hægt er aö fjar-
lægja án mikillar fyrirhafnar og
efni, sem eru svipaös eölis og
frumverkiö.”
Mikilvægt að hita-
og rakastig sé rétt
Ef viö ræöum svolítiö um fyrir-
byggjandi aögeröir, hvernig getur
fólk varðveitt myndir sínar sem
best?
„Mikilvægt er aö hita- og raka-
stig sé rétt þar sem myndirnar eru
geymdar. Æskilegasta hitastigiö er
18°C og rakastigiö 50—55% og
gildir þetta líka um bækur. Þá er
nauösynlegt aö verja hlutina fyrir
útfjólubláum geislum sólarljóssins,
því þeir valda gulnun á pappír. Til
er Ijósfæliö gler, en þaö er afar
dýrt í innkaupi. Þá má ekki hafa
myndirnar fyrir ofan ofn eöa þar
sem fólk getur rekiö sig í þær.
Innrömmun og uppsetning
myndanna skiptir höfuömáli og
höfum viö ákveöiö aö taka aö
okkur aö innramma ný verk, því
viö leggjum áherslu á vandaðan
frágang og notum sýrufrítt karton
og lim. En viö höfum rekið okkur á
aö þeim, sem starfa aö innrömmun
eru oft mislagöar hendur. Einnig
kemur þaö til greina aö gera viö
gyllta gifsramma," segir Rikhard
og sýnir okkur sýnishorn af gyllingu
meö miöaldaaöferö, sem hann geröi
meöan hann var í náminu. Munstur
og litir eru frá Dómkirkjunni í Árós-
um.
Hvernig er meö kostnaö á jjeim
viögeröum, sem viö höfum rætt
um hér?
„Þaö eru margir hræddir um, aö
hér sé um dýra vinnu aö ræöa.
Auövitaö getur hún orðið þaö, ef
skemmdirnar eru þess eðlis. En
þaö þarf ekki alltaf aö vera dýrast
aö gera viö skemmd, sem lítur
mjög illa út. Sá tækjabúnaöur,
sem við höfum og efniskostnaður
er dýr og þaö veröur fólk aö hafa í
huga. Þaö veröur líka aö gera sér
grein fyrir því, aö verið er aö
bjarga verömætum, sem eiga aö
varöveitast um ókomna tíö. Mynd
eöa bók, sem er vel meö farin eyk-
ur verögildi þessara hluta.“
Ráðgefandi
hvað varðar
sýningarhald
Nú hafiö þiö hugsaö ykkur aö
bjóöa upp á aöra þjónustu en viö-
geröir, í hverju er hún fólgin?
„Viö veröum meö ráögjafar-
þjónustu hvaö varöar uppsetningu
sýninga svo og varöveislu verka,
hvort sem þaö er á söfnum eöa í
heimahúsi. Einnig getum viö leiö-
beint um flutning á iistaverkum,
hvernig best er aö búa um þau
þannig aö þau skemmist ekki á
ferö sinni.
Þá gefum viö fólki kost á aö
tryggja bækur eöa listaverk meö-
an þau eru i okkar vörslu.“
Enda þótt fyrirtækiö sé rétt aö
fara af stað þá er samt ekki úr vegi
aö spyrja um framtíöarhugmyndir
ykkar í sambandi viö þaö?
„Þaö stendur til aö fleiri komi til
starfa meö okkur og er þaö ósk
okkar og von, aö þetta geti orðið
miöstöö viögeröa á listaverkum og
fágætum hlutum.
Aö lokum má geta þess, aö
fyrirtækinu hefur veriö gefiö nafn
og á þaö aö heita Morkinskinna.
Morkinskinna er eitt af handritun-
unum okkar og nafngiftin kemur af
því, aö handritiö er mjög illa fariö.
En Morkinskinna veröur Fagur-
skinna þegar hún fer frá okkur og
er þaö ætlunin aö svo veröi um öll
þau skemmdu verk, sem frá okkur
fara í framtíðinni.“
Hilmar er hér að losa teikningu efftir Jóhannes Kjarvai af
kartoni, sem myndin var límd á. Kjarvalsmyndin er í
eigu Listasafns íslands.
Djúpslökun
&
spennulosun
Lærðu hvernig djúpslökun getur hjálpað þér til
að:
• ná aðhliða vöðva- og taugaslökun
• fyrirbyggja höfuðverki, vöðvabólgu o.fl.
• yfirvinna kvíða, svefntruflanir og óöryggi
• ná betri árangri í námi og starfi
• bæta sjálfsímyndina og tjáningarhæfni
Djúpslökunarkerfiö er taiiö meöal áhrifaríkustu aðferða til
vööva- og taugaslökunar, en þaö byggir á tónlístarlækn-
ingum, beitíngu ímyndunaraflsins, sjálfsefjun og öndun-
artœkni.
Fræðslumiðstöðin Miðgarður Bárugötu 11 býður upp á
ítarlega kennslu í djúpslökunarkerfinu:
Helgarnámskeið: 11.—13. feb., 18.—20. feb. og 25.—27.
feb. Námsefni og tveir kvöldfundir fylgja með. Jafnframt
vikulegir hóptímar í slökun.
Einkatímar: Tvisvar í viku í átta vikur, klukkustund í senn.
Jafnframt vikulegir hóptímar.
Kennari: Guðmundur S. Jónasson.
Skráning og upplýsingar í síma: 12980 milli kl.
10—18.
/MÐG/4RÐUR
v Saltkjöt “3
sprengidaginn
Veljið sjálf sprengidagssaltkjötið úr saltkjöts-
bökkunum okkar.
OPIÐ TIL KL. 8 í KVÖLD
OG TIL HÁDEGIS Á MORGUN
ii förumarkaðurinnhf.
Ármúla 1A. Sími 86111.
Bladburöarfólk
óskast!
Úthverfi
Hjallavegur
Austurbær
Freyjugata 28—49.
Mftbib