Morgunblaðið - 11.02.1983, Page 10

Morgunblaðið - 11.02.1983, Page 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 HVAD ER AD GERAST URIHELGINA? LEIKHUS Þjóðleíkhúsið: Síðasta sýning íslenska dansflokksins Danssmiðjan, sýning íslenska dansflokksins, verður á fjölunum nú í kvöld í allra síöasta sklpti. Allt íslenskir ballettar og höfundar eru Ingibjörg Björnsdóttir, Nanna Olafsdóttir og meölimir dans- flokksins. Tónlist er eftir Leif Þór- arinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Þóri Baldursson o.fl. Lína langsokkur nýtur óhemju vinsælda og veróa 3 sýningar á leikritinu um hana nú um helgina til aö anna eftirspurn. Á laugardag kl. 12.00 á hádegi (ath. óvenjulegan sýningartíma) og er uppselt á þá sýningu. Og á sunnudag veröa tvær sýningar; kl. 14.00 og kl. 18.00. Jómfrú Ragnheiður eftir Guó- mund Kamban verður sýnd á laug- ardagskvöld. Þessi nýja leikgerð Bríetar Héöinsdóttur á Skálholti hefur vakiö mikla athygli. Tvíleikur eftir Tom Kempinski, verölaunaleikritiö sem náö hefur vinsældum víöa um heim, er á dagskrá á Litla sviöinu á sunnu- dagskvöld kl. 20.30 og eru þá aö- eins tvær sýningar eftir á þessu verki. Súkkulaöi handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur veröur næst sýnt á Litla sviöinu á þriöjudagskvöld, en uppselt hefur veriö á allar sýn- ingarnar til þessa. Iðunn: Níunda sýning á Skjaldhömrum Leikfélagiö löunn í Hrafnagils- hreppi sýnir um þessar mundir leikrit Jónasar Árnasonar, Skjaldhamrar, undir leikstjórn Gests E. Jónassonar. Á sunnudag- inn kl. 20.30 verður 9. sýning leik- ritsins í Laugabergi. Revíuleikhúsið: Karlinn í kassanum gerir þaö gott Revíuleikhúsiö í Hafnarbíói sýnir enn á ný gamanleikinn Karlinn í kassanum vegna mikillar aösókn- ar. Sýningar verða á sunnudaginn kl. 21 (ath. breyttan sýningartíma) og þriójudaginn kl. 20.30. Miðasala er á milli kl. 17 og 19 og frá 17 sýningardagana. Leikbrúðuland: Þrjár þjóðsögur teknar upp aö nýju Sýningar Leikbrúöulands á Þremur þjóðsögum hefjast aö nýju sunnudaginn nk. kl. 15, og eru sem fyrr aö Fríkirkjuvegi 11. Sýndar eru þjóösögurnar Gípa, Umskiptingurinn og Púkablístran. Sýningin er fyrir alla fjölskyld- una og hefst sala aögöngumiöa kl. 13 á sunnudaginn, en svaraö er í síma Æskulýösráös. Leikfélag Akureyrar: Þrjár sýningar á Bréfberanum frá Arles um helg- ina Um helgina veröa 3., 4. og 5. sýning Leikfélags Akureyrar é Bréfberanum fré Arles eftir Ernst Bruun. Leikritiö fjallar um bréf- berann Joseph Roulin, sem bjó í Arles í Suöur-Frakklandi í lok síðustu aldar, og vinéttu hans og listmélarans Vincent van Gogh. Van Gogh bjó í Arles síðustu tvö æviér sín og geröi þar mörg sinna bestu verka. Þaö er Úlfur Hjörvar sem hefur þýtt leikritiö, en leikstjórn annast Haukur Gunnarsson og Svein Lund-Roland er hönnuöur leik- myndar. Sýningar helgarinnar veröa í kvöld, annaö kvöld og sunnudagskvöld og hefjast allar kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur: Fjögur leikrit um helgina í kvöld (föstudagskvöld) er franski gamanleikurinn Forseta- heimsóknin eftir Rego og Brune- au sýndur hjé Leikfélagi Reykja- víkur. Þórarinn Eldjérn hefur þýtt Leikarar í Leikfélagi Vestmannaeyja ( hlutverkum sínum í Er á meðan er. Gestaleikur í Kópavogsleikhúsi: Er á meðan er í uppfærslu Leikfélags Vestmannaeyja í KVÖLD kl. 20.30 og á morgun kl. 16 verður sýnt á fjölum Kópavogs- leikhússins verk þeirra félaga Kaufman og Hart, Er á meðan er. Flytjendur eru 20 manna hópur úr Leikfélagi Vestmannaeyja. Er á meðan er er léttur gamanleikur sem gerist á krepputímum í New York. í leikritinu koma við sögu rússneskar stórhertogaynjur, fordrukknar leikkonur, Wall- street greifi, konfektframleið- andi, „danserinnur" og þeldökkt þjónustufólk. Þar að auki einn maður sem verður að teljast „normal", en það er Afi. í frétta- tilkynningu frá Leikfélagi Vest- mannaeyja segir að þó svo að leikurinn gerist fyrir einum 50 árum eigi hann vissulega erindi inn í streituþrungið nútíma þjóðfélag. Hið sérkennilega fólk sem kemur við sögu í verkinu lætur nefnilega enga streitu ná tökum á sér, það lifir fyrir augnablikið og tekur á öllum málum af slíkri alúð að nánast allir hlutir verða sjálfsagðir. En umfram allt er leikritið gamanleikur, segja þeir hjá Leikfélagi Vestmannaeyja, sem kemur vel heim og saman við kjörorð leikfélagsins: Hláturinn lengir lífið — við lengjum hlát- urinn. þennan lauflétta gamanleik, sem vekur óspart kétínu éhorfenda. Annaó kvöld er Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson sýndur í leik- stjórn höfundar en leikmynd Steinþórs Sigurössonar, sem er nýstárleg aö því leyti aö leikiö er í salnum en áhorfendur sitja um- hverfis. Leikritiö hefur vakiö umtal og athygli fyrir hráa og vægðar- lausa mynd úr nútímalífi okkar. í Austurbæjarbíói veröur miö- nætursýning á Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo, sem sýnt hefur veriö fyrir fullu húsi þar frá því snemma í haust. Verkiö fjallar eins og nafniö bendir til um fíkni- efni og neyslu þeirra og aö sjálf- sögöu á gamansaman hátt eins og höfundar er von og vísa. Á sunnudagskvöldiö er sýning á Sölku Völku eftlr Halldór Laxness í leikgerö Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunnarssonar. Nemendaleikhúsið: Sjúk æska á sviðinu í Lindarbæ Nemendaleikhúsið hefur nú nýlega tekiö til sýningar leikritiö Sjúk æska eftir Ferdinand Bruckner undir leikstjórn Hilde Helgason. Leikritið gerist í Vín á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld og sýnir ungt fólk á þessum upplausnartím- um í þjóöfólaginu. Leikritiö er sýnt í Lindarbæ. KVIKMYNDIR MÍR-salurinn: Verðlauna- myndin Seigla sýnd á sunnudaginn Fræg sovésk verölaunakvik- mynd, „Seigla“, veröur sýnd í MIR-salnum, Lindargötu 48, nk. sunnudag, 13. febrúar, kl. 16. Leikstjóri er Larisa Shepitko, en meö aöalhlutverkin fara Boris Plotnikov, Vladimir Gostukhin og Anatolí Solonitsin. Sagan sem myndin byggir á gerist aö baki vígstöövanna í Hvíta-Rússlandi veturinn 1942. Hópur skærulióa og fjölskyldur þeirra leita skjóls í skógi, úrvinda af þreytu, vosbúö og matarskorti og tveir úr hópnum eru sendir af staö til fæðuöflunar. Aðgangur aö MlR-salnum er ókeypis og öllum heimill. Lögberg, Háskóli íslands: Spönsk kvikmyndasýn- ing í kvöld í kvöld verður sýnd é vegum spánska sendiréösins og spönskudeildar Héskóla íslands kvikmyndin Tristana (1969) sem bryggð er é samnefndri skéld- sögu eftir B. Pérez Galdós. Leik- stjóri er Luis Bunuel, en myndin gerist í Madrid og Toledo. Don Lope Garrido (Fernando Rey), fjöllyndur kvennamaöur, fífl- ar stjúpdóttur sína Tristönu (Cath- erine Deneuve), sem vinafólk hans hefur trúaö honum fyrir. Hann neit- ar síöan aö kvænast henni og gerir hana aö ástmey sinni. Og svo framvegis. Bunuel hefur sagt um þessa mynd sína: „Hverju skiptir hver söguþráöurinn er? í næstu mynd minni veröur umfjöllunarefniö þaö sama og fyrr, ástarhvötin og trúin eins og alltaf. Tristana var ekki annaö en átylla, sem geröi mér fært aö lýsa ýmsum hliöum hins spánska þjóölífs." Luis Bunuel var nýlega heiöraö- ur í Pompidou-menningarmiöstöö- inni í París. Hinn 83 ára gamli meistari skipar enn sess með allra fremstu kvikmyndaleikstjórum heims. Sýningin verður í Lögbergi, stofu 103, kl. 19.30. TONLIST Kammermúsík- klúbburinn: Tónleikar í Neskirkju Kammermúsíkklúbburinn heldur sína þriðju tónleika á starfsárinu 1982—83 í Neskirkju sunnudaginn nk. kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Haydn, Mendelssohn og Dvorák. Flytjendur eru Philip Jenk- ins, Guöný Guömundsdóttir, Mark Reedman og Nina Flyer. íslenska óperan: Styrktartónleikar Á sunnudaginn kl. 17.00 veröa tónleikar í Gamla bíói á vegum ís-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.