Morgunblaðið - 11.02.1983, Page 15

Morgunblaðið - 11.02.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 55 Mynt Ragnar Borg Margir peningar fornaldar eru listasmíöi, en auövitaö leiö ekki á löngu, aö fariö væri aö falsa mynt. i erlendum verölistum koma stundum peningar, sem eru meö silfurhúö, og er þess þá getið. Silfriö í myntinni stóö fyrir verömæti peningsins. Þaö var því freistandi aö slá mynt úr bronsi og silfurhúöa svo, og láta sem ekta silfurpeningur væri. Þetta var stundum gjört til forna af opinberum aöilum og leiddi alltaf til vandræöa, veröbólgu og vantrúar á peninga. Já sagan er víst búin aö marg, marg endur- taka sig síöan. Menn voru til forna einnig á veröi gegn fölsuö- um peningum. Margir peningar hafa fundist, sem hafa veriö stungnir meö hníf, eöa sneitt hef- ir verið úr þeim. Þaö er auövitaö matsatriöi hvers myntsafnara, hvernig hann metur svona mynt. Fyrir suma er þaö gæöamerki, og hefir auk þess sögulegt gildi. Á sumum peningum er aö finna merki, svo sem hring eöa önnur tákn. Þekktur stimpill er akkeriö sem Selusida-ættin notaöi, en hún ríkti á Sýrlandi til forna. Þetta akkeri er aö finna einnig á mynt annarra þjóöa, en sú mynt gekk þá einnig í sýrlenska ríkinu og var akkeriö viöurkenning hins opinbera á því aö hana mætti nota í Sýrlandi. Eins og fram hefur komiö áöur hér í þessum greinaflokki, var þaö Alexander mikli sem fyrstur lét slá mynd af sér á mynt. Hann var þó dulbúinn sem guöinn Herkúles. Einn af herforingjum Alexanders tók viö stjórn Egyptalands aö honum látnum. Sá hét Ptolemeios. Hann lét fyrstur manna slá mynd af sér á mynt. Ptolemeios-ættin var svo viö völd á Egyptalandi í tæp 300 ár. Siöasti stjórnandi Egypta- lands af Ptolemeios-ættinni var Kleópatra, ástkona Sesars og Antoniusar. Þaó var mikilvægt fyrir kon- unga, keisara og herforingja aö fá mynd af sér á mynt. Peningar gengu manna á milli og fluttust víöa í ystu myrkur víölendra ríkja, og voru þannig besta auglýsing, sem fékkst í þann tíma. ÚR MYNTSÖGU FORNALDAR Yfirstimplaðir peningar Akkerið á myndinni, undir fálk- anum, lengst til vinstri á mynt- inni er merki Selusidanna. Pen- ingurinn var sleginn í Aradus ( Föníkíu árió 3101.Kr. Kleópatra sjöunda var aölaö- andi er hún var ung. Myntin er slegin árió 59 f.Kr. og er hún þá tvítug. Mynd af Sesari frá árinu 44 f.Kr. en þá haföi hann heimild sen- atsins í Róm til aö setja mynd af sór á mynt rómverska lýöveld- isins. Þessi shekel-peningur, sleginn í Fönikíu árið 34 f.Kr. ber mynd Antóníusar og Kleópötru. Pen- ingurinn er sleginn í tilefni af missætti hans og Oktavíanusar. Myndin er af Ptolemeiosi fyrsta, asttfööur Kleópötru sjöundu. Hann var hinn fyrsti, og hún síöasti, stjórnandi ríkis á Egyptalandi á árunum 323—283 en hún árin 51—30 f.Kr. Hann var fyrsti maö- urinn, sem setti mynd sína á mynt, ódulbúinn. Ptolemeios-ættín ríkti þannig á Egyptalandi frá 323—30 f.Kr. Frímerkjauppboð 26. þ.m. Eftir tíu mánaöa hlé ætlar Félag frímerkjasafnara aö halda frí- merkjauppboö. Verður þaö sem oftast áöur haldiö í ráöstefnusal Hótels Loftleiöa. Uppboösdagur veröur laugardagurinn 26. febrúar, og hefst uppboöiö kl. 13.30. Þar sem frímerkjauppboö hafa veriö fá á liönu ári, má búast viö, aö safnarar fjölmenni á þetta upp- boö, enda má vafalaust gera þar góð kaup, enda þótt mér sýnist efniö æriö sundurleitt viö stuttlega athugun á uppboðsskránni og gæöin misjöfn. En þaö er fleira matur en flesk, segir gamalt orö- tak. Á þessu uppboöi eru 458 númer eöa boö, og mest er efniö íslenzkt í einhverri mynd. Ekki er mikið um gömul frímerki. Má vera, aö mönnum sé ekkert keppikefli aö iáta þá hluti á uppboö hérlendis, þar sem markaöur viröist stundum betri á stórum uppboðum erlendis. Þó þarf ekki alltaf aö vera svo í reynd. Eitt er þaö, sem mér finnst svolítiö eftirtektarvert viö þetta uppboö, og þaö er, hversu mikið er boðið upp af óstimpluöum fri- merkjum límlausum. Ég hef fylgzt meö flestum uppboöum hérlendis um langt skeiö og þótzt taka eftir, aö safnarar séu ófúsir aö bjóöa i límlaus merki. Vitaskuld geta þau veriö í mjög góöu ásigkomulagi aö ööru leyti og myndefniö ætti svo sem aö vera meira atriöi en límiö á bakhliö. Svo virðist nú samt ekki vera í augum margra safnara. Skildingamerki eru einungis tvö á þessu uppboði og ekki heldur stórt úrval af auramerkjum og þau flest algeng. Af þvi leiöir líka, aö verölistaverö er ekki mjög hátt. Helzt fer aö lifna yfir uppboösefni meö Kristjáni IX., en af þeirri út- gáfu er fjórblokkasett, óstimplaö, en meö hengslaförum. Þá er heil sería af Tveggja kóngamerkjum Frímerki Jón Aöalsteinn Jónsson meö óskertu límu frá 1907 og önn- ur sería af seinni útgáfu í sama ástandi. Trúlega fást einhverjir til aö bjóöa vel í þau merki. Þá er nokkuö af frímerkjum með mynd Jóns Sigurössonar og Friö- riks konungs VIII. og svo allmikiö af merkjum með mynd Kristjáns X. Flest af þessu er óstimplaö. Þó er þarna sería af stimpluöum merkj- um meö mynd Friðriks VIII. frá 1912. Ekki er unnt aö rekja hér nákvæmlega þaö, sem upp er boöið, enda geta menn kynnt sér þaö i sjálfri skránni, sem fæst i frímerkjaverzlunum og eins hjá fé- laginu. Segja má, aö úrvaliö sé einna mest frá lýðveldistímanum eftir 1944 og töluvert af óstimpluöum frímerkjum í heilum örkum og þá meö ýmsum afbrigöum. Hér ættu því þeir, sem hafa einskorðað söfnun íslenzkra frímerkja viö þennan tíma, aö geta gert góö kaup. Á þessu uppboöi veröa nokkur spjaldbréf og bréfspjöld boöin upp, en fæst þeirra eru mjög sjaldgæf. Verð sumra er samt nokkuð hátt, einkum stimplaöra bréfa. Söfnun stimpla er enn vinsæl, og hér veröa boönir upp um 50 stimplar af ýmsum geröum. Þar ber langmest á númera- eöa tölu- stimplum, en kórónustimplar og upprunastimplar eru fáir. Þar sem Facit-listinn sænski skráir einn verö íslenzkra stimpla, er veröiö í sænskum krónum. Aö ööru leyti er verð þaö, sem upp er gefiö viö hvert númer, eftir íslenzkum frí- merkjum 1983. Þjónustufrímerki eru allmörg á uppboóinu, en ekki sérlega áhuga- verö samkv. lýsingu. Þarna er 4 sk. merki frá 1873 og metið í lista á 2000 kr. Eftir mynd aö dæma er þaö eftirstimplað, og þaö rýrir vita- skuld merkiö verulega. Söfnun bréfa meö frímerkjum á er oröin anzi útbreidd, enda er nokkuö um slíka hluti á uppboö- inu. Eins er dálítiö af fyrstadags- umslögum. Veröur fróðlegt aö sjá, hvernig þessu efni reiöir af. Erlent efni er ekki mikiö, og veit ég enga skýringu á því, hvers vegna menn eru svo tregir til aö losa sig viö umframefni eöa tvítök á uppboöum. Markaöur ætti aó vera þó nokkur, því að margir safna erlendum merkjum samhliöa islenzkum. Hér verður látiö staðar numiö. Ég bendi mönnum á, aö uppboð þetta er einkum ætlaö félags- mönnum, en þeir mega vitaskuld taka meö sér áhugasama gesti. Uppboösefniö veröur til sýnis í fé- lagsheimli F.F. aö Amtmannastíg 2 laugardaginn 19. þ.m. kl. 14—16 og svo á uppboðsstaö 26. febrúar kl. 11 — 13. Ábending til frímerkjasafnara Ég vil vekja athygli safnara og annarra á því, aö smáörk sú, sem út var gefin 7. okt. sl. i sambandi viö samnorrænu frímerkjasýning- una NORDIA 1984, veröur ekki til sölu á pósthúsum landsins eftir marzlok. Það, sem þá veröur óselt af upplaginu, veröur eyöilagt. Eru þess vegna aö veröa síöustu for- vöö fyrir þá, sem hafa ekki þegar tryggt sér eintök af örkinni, aö gera þaö. Þar sem þetta er fyrsta örkin af þremur, sem út eiga aö koma í sambandi viö sýninguna, veröur hún vafalaust eftirsótt, þeg- ar fram líða stundir. Leitiö ekki langt yfir skammt Húsavík í vetrarfríið s HVÍLD — MEGRUN — LÍKAMSRÆKT — ÚTIVERA ÞARFTU AÐ MISSA NOKKUR AUKAKÍLÓ? ÞARFNASTU HVÍLDAR? VILTU LOSNA FRÁ AMSTRI HVERSDAGSINS? VIÐ HOFUM LAUSNINA Sérhæft starfsfólk svo sem læknir, íþróttakennarar, sjúkraþjálfi, leiösögumenn og lipurt hótelstarfsfólk mun sjá til þess aö þér líði sem best. Dagskrá: Dagskrá: ÁRDEGI: SÍDDEGI: Kl. 08.00 Vakiö gegnum hátalarakerfi húss- Kl. 13.00 Hvíld. ins meö léttri tónlist og líkams- Kl. 14 00 Gönguferö meö teygjum. fararsljóra. Kl. 08.15 Borið á herbergi heitt sitrónuvatn. Kl 15.00 Létt miödagskaffi. drukkið meðan klæðst er (íþrótta- Kl. 15.30 Nudd. galli). Kl. 17.00 Frjáls tími. Kl. 08.30 Morgunleikfimi í sal, mál og vog. Kl. 19.00 Kvöldveröur. Kl. 09.30 Morgunveröur. Kl. 10.30 Sund — guta — heitur pottur. KVÖLD: Kl. 11.00 Frjáls timi. Kl. 20.30. Kvöldvaka. Kl. 12.00 Hádegisveröur Stutt ganga fyrir svefn Verð pr. mann á viku: Kr. 5.980 í 2m m/baði. Kr. 6.480 í 1m m/baði. Innifalið í þessu verði er: Gisting, allar máltíöir, læknisskoðun, sund, gufa, heitur pottur, leik- fimi, nudd, gönguferöir með fararstjórn, fræðileg erindi, flug og transfer flugvöllur — hótel — flugvöllur. Ath. Hámarksfjöldi í hópi er 20 manns. Askilinn er réttur til breytinga á ofangreindu verði. 1. vika 06/02 2. vika 13/02 3. vika 06/03 4. vika 27/03 5. vika 03/04 6. vika 10/04 13/02 ’83 20/02 '83 13/03 ’83 03/04 '83 10/04 '83 17/04 ’83 Söluaðilar: Hótel Húsavík, Feröaskrifstofa ríkisins, Ferðaskrifstofan Úrval, Ferðaskrifstofan Útsýn, og ferðaskrifstofur víða um land. Vertu velkominn Húsavik Sími 96-41220

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.