Morgunblaðið - 11.02.1983, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983
61
Sími 78900
Gauragangur á
ströndinni
Létt og fjörug grínmynd um |
hressa krakka sem skvetta al-
deills úr klaufunum eftir prófin I
í skólanum og stunda strand-
lífið og skemmtanir á fullu.
Hvaða krakkar kannast ekki |
vió fjöriö á sólarströndunum.
Aðalhlutverk: Kim Lankford, I
James Daughton, Stephen |
Oliver.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Meistarinn
(Force of One)
Meistarinn, er ný spennumynd I
meö hinum frábæra Chuck I
Norris. Hann kemur nú í hring- I
inn og sýnir enn hvað í honum I
býr. Norris fer á kostum í I
þessari mynd. Aöaihlv.: Chuck I
Norris, Jennifer O'Neill, Ron|
O'Neal.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð börnum innan 14
ára.
Fjórir vinir
(Four Friends)
Ný, frábær mynd, geró af snill-
ingnum Arthur Penn en hann
gerði myndirnar Litli Risinn og
Bonnie og Clyde. Myndin ger-
ist á sjöunda áratugnum og
fjallar um fjóra vini sem kynn-
ast í menntaskóla og veröa
óaöskiljanlegir. Arthur Penn
segir: Sjáiö til, svona var þetta
i þá daga. Aöalhlutv.: Craig
Wasson, Jodi Thelen, Micha-
el Huddleston, Jim Metzler.
Handrit: Steven Tesich.
Leikstj.: Arthur Penn.
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10.
Bönnuð börnum innan 12
ára.
★★★ Tíminn
★★★ Helgarpósturinn
Litli lávarðurinn
(Little Lord Fauntleroy)
I Stóri meistarinn (Alec Guinn-
ess) hittir litla meistarann
(Ricky Schroder). Þetta er
hreint frábær mynd fyrir alla
fjölskylduna. Aöalhlv.. Alec
Guinness, Ricky Schroder,
I Eric Porter. Leikstj.: Jack
Gold.
Sýnd kl. 5.
Flóttinn
(Pursuit)
J
| Vv , _
Aöalhlutverk: Robert Duvall,
Treat Wílliams, Kathryn Harr- |
old. Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Hækkaö verð.
Sýnd kl. 9.
(12. sýningarmánuður)
Allar með fsl. texta.
| ■Myndbandaleiga í anddyri |
QÍJT TEMPLARAHOLLIN
0U I Sími 20010
Félagsvistin kl. 9
Gömlu dansarnir kl. 10.30
Miöasala opnar kl. 8.30.
Reynir Jónasson
og félagar leika.
SGT
t
Stuö og stemmning
Gúttó gleöi
Nú hitnar
í kolunum
Við leggjum úr höfn kl.
18.00.
Matseöill kvöldsins:
Rjómalöguö salatblaöasupa
Heit frönsk laukterta meö osti
Hákarl meö ákavíti Sorbet
Dill og Fennekel gufusoöin smálúöa meö rækjusósu.
Pönnusteiktar grísalundir meö rauövínssoönum eplum gljáö
meö ostasósu.
Léttsteikt kálfalifur meö hvítlauks- og steinseljusmjöri.
Djúpsteiktar teosta krókettur meö rifsberjahlaupi.
Mokkaís með mint súkkulaöisósu.
A
_ _jUglýsinga-
síminn er 2 24 80
Eftir lendinguna
Kvíkmyndír
Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓHÖLLIN:
FLÓTTINN (PURSUIT)
Aöalhlutverk: Treat Williams,
Robert Duvall, Kathryn Harrold,
R.G. Armstrong, Ed Flanders,
Paul Gleason.
Kvikmyndataka: Harry Stradlin jr.
Leikstjóri: Robert Spottiswoode.
Menn reka enn örugglega minni
til hins fífldjarfa flugræningja sem
fleygöi sér útúr Boeing 727, hátt
yfir skógivöxnum hlíöum Kletta-
fjallanna með 200 þús. dali í far-
angrinum. Þetta geröist í byrjun
síöasta áratugs og ekkert hefur
enn spurst til kauöa né pen-
inganna.
Siðan ekki söguna meir, fyrr en
nokkrir Hollywood-spekúlantar
fengu þá hugmynd aö spinna upp
söguþráö um afdrif ræningjans,
sem varö þjóösagnapersóna um
tima i Vesturheimi. Gefst nú kost-
ur á að líta árangurinn í Bíóhöll-
inni.
Flóttinn byrjar þægilega, mynd-
in rennur framhjá manni fyrsta
klukkutímann eöa svo. Fiugræn-
inginn (Treat Williams), er geöug-
asti náungi sem framkvæmir ránið
af mikilli útsjónarsemi og án nokk-
urra blóðsúthellinga, enda ýmsum
hnútum kunnugur sem fyrrverandi
hermaður í úrvalssveitum Banda-
ríkjahers í Víet-Nam.
Aö ráninu loknu fylgjumst viö
síöan meö undankomu Williams
sem leggur krók á leiö sina til aö
sækja hjálp eiginkonunnar viö aö
koma þýfinu í lóg. Eftir það breyt-
ist myndin í eltingaleik, þar sem
ötull tryggingastarfsmaður (Rob-
ert Duvall) og gamall striösfélagi
eru sífellt á hælum Williams.
Líkt og fyrr segir lofar Flóttinn
góðu og er prýöisgóö afþreying —
lengst af. Bestu kaflana er aö
finna í fyrrihlutanum meðan veriö
er aö forma þessa þjóösagnaper-
sónu og í upphafi eltingaleiksins.
Hér getur aö líta einhver bestu
„stunt“-atriöi sem sést hafa, t.d. er
bátsferöin niöur straumhart fljótiö
glæfralega vel gerö, slá jafnvel út
hliöstæö atriöi i Deliverance, og
er þá mikiö sagt. Eins er kvik-
myndataka Stradlings hröö, ná-
kvæm og vönduö og tónlist Wayl-
on Jennings og fleiri góöra manna
lífgar uppá myndina.
Umtalsverð vandamál komu
upp viö gerö Flóttans, leikstjórar
og fleiri bakhjarlar myndarinnar
fengu pokann sinn. Slíkar manna-
breytingar setja löngum mark sitt
á myndir og fer Flóttinn ekki
varhluta af því. Þegar á líöur miss-
ir myndin nokkuö flugið, veröur
langdregin og endurtekningagjörn
og kveöur þá viö allt annan tón en
í hressum fyrri hlutanum. Þetta
veröur aö skrifa aö miklu leyti á
reikning hins endanlega leikstjóra,
Spottiswoode, og endasleppt
handrit.
Treat Williams er einn af efni-
legustu leikurunum vestra (bíöiö
þangaö til þiö sjáiö hann í Prince
of the City i Austurbæjarbíói fljót-
lega), hér stendur hann rétt sóma-
samlega fyrir sínu og má hið sama
segja um Duvall, þann ágætisleik-
ara, sem hefur úr litlu aö moöa.
Kathryn Harrold er hin föngu-
legasta. Klipping er allgóö í átaka-
atriðunum en gjarnan heföi mátt
nýta skærin betur.
Þegar upp er staöiö er betur
farið en heima setiö; þrátt fyrir aö
Flóttinn sé endaslepp þá lyfta
frábær „stunt“-atriöin uppspunan-
um yfir meðallagiö.
_L/esió af
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!