Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983
63
Björnínn
er að vakna
Hjörtur Jónsson skrifar:
„Velvakandi.
Nú fer fram skoðanakönnun um
kjördæmamálið í Reykjavík og í
Reykjaneskjördæmi. Atkvæða-
gögn hafa verið borin í öll hús og
berast nú óðum útfyllt til Sam-
taka áhugamanna um fullan kosn-
ingarétt.
Um langt árabil hafa menn rætt
sín á milli um hinn einstaka ójöfn-
uð, sem í því felst, að svipta menn
að mestu kosningarétti ef þeir búa
í höfuðborginni eða á Reykjanesi,
en svo sem kunnugt er, af allmikl-
um skrifum um þetta mál, þá hafa
þeir, sem í þessum kjördæmum
búa, allt að því fimm sinnum
minni atkvæðisrétt, en ibúar
sumra annarra kjördæma.
Þetta er ótrúlegt en satt. En svo
ótrúlegt sem þetta er, er hitt enn
ótrúlegra að allmargir fulltrúar
þjóðarinnar, sem sitja á Alþingi,
mæla þessu bót, og vilja sem
minnstu breyta. Þó ættu alþing-
ismenn manna best að skilja, að
atkvæðisrétturinn er hornsteinn
lýðræðisþjóðfélags, undirstaða,
sem aldrei má hrófla við. f áratugi
hefur þetta misrétti viðgengist, og
sótt í sama horfið, þó að einhver
lagfæring hafi fengist, þegar
mönnum ofbauð óréttlætið.
Nú ræða menn um endurskoðun
á stjórnarskrá, og leiðréttingu á
þessu fádæma misrétti. Ennþá eru
þótt mörgum finnist að slíka
endurskoðun ætti að fela öðrum
mönnum?
Það liggur mikið á að breyta
kostningalögum þannig, að allir
fái jafnan atkvæðisrétt. Sú breyt-
ing verður gerð. Það er einungis
spurning um það, hve lengi er
hægt að bolast. Það eru engin
haldbær rök til gegn þessu, en
vafalaus þjóðfélagshætta samfara
óbreyttu ástandi.
Ef miðað er við atkvæðamagn
og þann landshluta sem best er
alþingismenn ekki tilbúnir að
stíga skrefið til fulls, ennþá hika
þeir við að gera menn jafna fyrir
lögunum, ennþá vilja þeir mis-
muna fólki eftir því hvar það hef-
ur búsetu.
Nú vilja þessir sömu menn
lækka kjöraldur í 18 ár. Kannski
er vit í því, en meira liggur á að
láta fullorðið fólk fá atkvæðisrétt,
jafnvel þó að það búi í Reykjavík.
Því er t.d. gamalt fólk ekki látið
hafa svo sem eins og fimmfaldan
atkvæðisrétt? Er það ekki
nákvæmlega í samræmi við þá
stefnu, sem fylgt er, og virðist eiga
að fylgja áfram?
Þingmennirnir og flokkarnir
eru orðnir svo fastir í þessu rang-
láta kerfi, að þeir virðast enga yf-
irsýn hafa lengur. Sömu menn
sitja svo við að „endurbæta" okkar
stjórnarskrá. Er nokkur furða
settur með þingmenn eins og Al-
þingi er nú skipað, þá ætti Reykja-
vík að hafa sem næst þrisvar sinn-
um fleiri þingmenn og Reykja-
neskjördæmi fjórum sinnum fleiri
þingmenn en þessi kjördæmi hafa
nú. „Fyrr má nú rota en dauðrota"
þó að Alþingishúsið standi við
Austurvöll, en ekki á Suðureyri
eða á Hvammstanga.
Hvað segja svo þingmenn
Reykjavíkur um þetta? Eru þeir
ekki aldeilis hamslausir að berjast
fyrir rétti borgarinnar? Eru ekki
myndir af þeim í öllum blöðum,
þar sem þeir skrifa og rökstyðja
sanngirniskröfur umbjóðenda
sinna um atkvæðisrétt og fleira?
Þó að þeir séu ekki fleiri þing-
mennirnir í Reykjavík, þá má
ýmsu til leiðar koma ef hugur
fylgir máli.
Spyrji maður Reykvíkinga
hverjir séu þingmenn þeirra, þá
getur enginn í fljótu bragði nefnt
fleiri en fjóra; flestir stranda fyrr.
Ætli það vefðist fyrir dreifbýlis-
mönnum að nefna þingmennina
sína? Kannski ættu þessir bjánar,
sem búa á höfuðborgarsvæðinu
engan atkvæðisrétt að hafa.
Svo sem fyrr segir, þá hafa
menn hingað til rætt innbyrðis
um þennan órétt. Þolinmæði þess-
ara manna er nú þrotin. Samtök
hafa verið stofnuð til þess að rétta
hlut kjósenda. Þéttbýlis-björninn
við Faxaflóa hefur sofið nokkuð
lengi. Það hefur verið gengið full-
langt í því að nota sér þetta and-
varaleysi. En þetta er stórt dýr.
Kannski fer það nú að rumska.
Kjósendur í Reykjavík og
Reykjaneskjördæmi geta haft
mikil áhrif í þeirri réttlætisbar-
áttu, sem nú er hafin, og hér hefur
verið drepið á, með því að taka
fullan þátt í skoðanakönnun þeirri
sem nú stendur yfir.
Undirritaður kjósandi i næstu alþingiskosningum hvetur stjórn-
völd til ettirlarandi aðgerða i stjórnarskrármálinu:
1 Þingmönnum verði
□ tjölgað
□ fækkað
□ hvorki tjölgað né fækkað
2. Atkvæðavægi eftir búsetu verði
□ jafnað að fullu
□ jafnað að hluta
□ látiðóbreytt
3. Ef jafna á atkvæðavægiö, verði það gert með því að
0 breyta þingmannafjölda núverandi kjördæma
0 skipta landinu í jafnfjölmenn einmenningskjördæmi
0 gera landið að einu kjördæmi
O ______________________________________________
Hvað hefur
orðið af
fuglunum?
Ó.I., Keflavík, skrifar:
„Velvakandi góður.
Nú síðan ellin tók völdin hjá
mér, hefur það verið mín aðal-
ánægja á vetrum að gefa smá-
fuglunum korn eða brauðmola
og horfa á þá kroppa þetta upp í
sig^
En nú síðan um áramót hefur
ekki einn einasti sést; það er eins
og þeir séu horfnir með öllu.
Hvað hefur eiginlega orðið af
þeim?
Ef maður gefur þeim alltaf á
sama stað getur það haldist
fram á sumar.
Með bestu kveðju."
¥ *
'V > V » ^
' > k *
v» v
-f X** <*r
* >
\
K
-■V
GÆTUM TUNGUNNAR
Heyrst hefur: Stúlkan varð ekki var við neitt óvenju-
legt.
Rétt væri: Stúlkan varð ekki vör við neitt óvenjulegt.
Utsala
Karlmannaföt frá kr. 1.175,00, terylenebuxur frá kr. 200,00,
flauelsbuxur frá kr. 255,00, flauelsbuxur kvenna kr. 265,00,
gallabuxur karlmanna frá kr. 245,00, gallabuxur kvensniö kr.
235,00, frakkar kr. 475,00, úlpur frá kr. 350,00, trimmgallar kr.
310,00, peysur frá kr. 95,00 o.m.fl. ódýrt.
Andrés herradeild,
Skólavöröustíg 22, sími 18250.
GERMANÍA auglýsir
FASCHING — KARNEVAL
í dag, föstudag, kl. 20.30 í Félagsheimilinu
Seltjarnarnesi.
Amsterdam
Páskar, vorþeyr og
menning í alda-
gömlum höfuðstað
lista í Hollandi.
Takið ykkur viku
hvíld og njótið lífsins
á lúxushóteli. Brott-
för 29. mars.
íff
Fer&askrifstofan
arandi
Vesturgötu 4.
Sími17445.
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
Hnignun og fall á Sund-
bakka
Síðasta greinin í greinaflokknum um Viöey segir
frá starfsemi Kára-félagsins og erfiðleikunum sem
að lokum gengu af Viðeyjarstööinni dauðri.
Samband mæöra og
dætra einkennir myndir
kvenna
Kristín Jóhannesdóttir skrifar um konur, sem í
vaxandi mæli láta fil sín taka sem kvikmyndahöf-
undar.
Karlsonur vinnur
konungsríki
Siguröur Sigurmundsson skrifar um Jón Trausta
og skáldsögur hans.
Liösafnaður meö góöu
og illu
Ásgeir Jakobsson heldur áfram að rekja sögu og
valdabaráttu Þóröar Kakala.
Vönduð og menningarleg helgarlesning