Morgunblaðið - 20.02.1983, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
Hafrannsóknastofniui:
Sjórinn umhverfis
landið fremur kaldur
HAFRANNSÓKNASKIPIN Árni Fridriks.son og Bjarni Sæmundsson
könnuðu ástand sjávar á miðunum umhverfis land í janúar og febrúar í
vetur. Mælingar skipanna voru nú nokkru umfangsminni en oft áður, en
þær gefa þó upplýsingar um ástand sjávar á miðunum í stórum dráttum,
segir meðal annars í fréttabréfi frá Hafrannsóknastofnun. Hér fara á
eftir helztu niðurstöður leiðangranna:
Sjórinn er fremur kaldur allt í
kringum landið í vetur, bæði hlýi
Nýtt hluta-
félag um
skip í stað
Smyrils
SÍÐASTLIÐINN fimmtu-
dag var stofnað í Færeyjum
almennt hlutafélag um
kaup á sænsku ferjunni
Gustav Vasa og mun hún
taka við millilandasiglingu
Smyrils í sumar. Ferjan er
um helmingi stærri en
Smyrill, tekur um 1.000 far-
þega, þar af 850 í kojur og
250 bíla. Þegar hafa um
20.000 farþegar bókað sig,
sem er meira en á sama
tíma í fyrra og er reiknað
með að farþegar alls verði
um 60.000 í sumar.
Óli Hamar, skipstjóri, sem
kosinn var framkvæmdastjóri
hlutafélagsins, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að skipið
kostaði um 250 milljónir ís-
lenzkra króna og yrði afhent
21. apríl. Það myndi hefja sigl-
ingar um mánaðamótin maí-
júní og sigla sömu leið og
Smyrill. Sagði hann skipið
mjög vandað og aðstöðu til
þjónustu miklum mun betri en
var um borð í Smyrli. Gat
hann þess meðal annars, að í
veitingasölum skipsins gætu
um 1.000 manns setið samtím-
is, en bæði væri þar um að
ræða teríu með sjálfsafgreiðslu
og vandaðan veitingasal, þar
sem þjónað væri til borðs.
Smyrill hefði aðeins rúmað 500
farþega, þar af 180 í kojur og
eingöngu hefði verið um sjálfs-
afgreiðslu í veitingasal að
ræða. Sagði hann, að fargjöld
yi;ði sambærileg við fargjöldin
með Smyrli og óttaðist hann
ekki samkeppni frá íslending-
um. Ljóst væri að nægilegt
svigrúm væri fyrir tvö skip af
þessu tagi. Það sem mestu máli
skipti fyrir Færeyinga væri
það, að nú gætu þeir ferðast
með mjög góðu eigin skipi til
nágrannalandanna, en áður
hefðu Danir meðal annars
haldið uppi ferðum milli land-
anna með skipinu Winston
Churchill, sem hefði verið mun
betra skip en Smyrill. Vegna
þessa meðal annars reiknaði
hann með verulegri farþega-
aukningu í sumar.
Þá gat óli Hamar þess, að
skipið væri ekki í eigu fær-
eysku landstjórnarinnar, held-
ur væri það hlutafélag fjöl-
margra Færeyinga og óháð
duttlungum stjórnvalda. En
eins og kunnugt er hefur lengi
verið áhugi í Færeyjum á því,
að kaupa stærra skip en Smyr-
il, en það hefur hingað til
strandað í landstjórninni.
Sagði hann, að skipinu hefði
enn ekki verið gefið nafn, er
hlutafélagið sjálft héti Smyril
Line. Enn væri ekki gengið frá
ráðningu skipstjóra og skip-
verja, en sölusamningar yrðu
formlega undirritaðir innan
skamms og þá yrði ráðning
hafin.
sjórinn fyrir sunnan og vestan
land og kaldi sjórinn fyrir norðan
og austan land. Á Selvogsbanka
er hitinn 5—6,5° sem er lægra en
oftast sl. 10 ár. Út af Faxaflóa og
Breiðafirði liggja engar mælingar
fyrir, en mælingar fyrir Vest-
fjörðum sýna hlýsjóinn með hita-
stigi allt að 5°. Athuganir féllu
niður út af Kögri vegna veðurs, en
mælingar fyrir Norðurlandi sýna
0—1,5° sjávarhita, sem er kalt en
þó ekki neitt einsdæmi fyrir árs-
tímann. Sama er að segja um mið-
in út af Austfjörðum, þar var
sjávarhiti 1—2°.
Kalda tungan djúpt út af Norð-
austurlandi, þ.e. Austur-
Islandsstraumur, teygir sig í vet-
ur langt suður og austur í haf, en
hitasigið sem er lægst +0,8°, bend-
ir ekki til þess að hafís komi úr
þeirri átt i vetur og vor.
Hver framvindan verður síðar í
vetur og í vor er ekki unnt að full-
yrða neitt um. Samkvæmt reynslu
má ætla að sjór veri áfram frem-
ur svalur við landið, en inn-
streymi hlýsjávar á norðurmið
gæti þó ráðið í vor. Ekki virðist
vera hætta á miklum hafís við
landið ef dæma má eftir ástandi
sjávar í kalda sjónum djúpt aust-
ur með Norðurlandi.
Morgunblaðið/ G. Berg
Valt við lögreglustöðina á Akureyri
Akureyri, 18. febrúar.
LÖGREGLAN á Akureyri þurfti ekki að fara langt til að komast á
vettvang þegar þungur malarflutningavatn valt hér á Akureyri í dag.
Verið var að flytja ofaníburð á bílastæðið við lögreglustöðina, er
vagninn valt. Ýmsar tilfæringar þurfti til að koma honum á réttan
kjöl og var meðfylgjandi mynd tekin er verið var að ljúka því verki.
Rækjukaupendur:
Báðu um 10
milljónir til
verðjöfnunar
í FRAMHALDI ákvörðunar um
nýtt verð á rækju í janúarmánuði,
nýtt viðmiðunarverð og verðbil hjá
Vcrðjöfnunarsjóði hafa staðið deil-
ur milli rækjukaupenda og sjó-
manna. Telja kaupendur, að verðið
hafi verið ákveðið of hátt og verð-
bilið hjá Verðjöfununarsjóði of
mikið og telja með því, að gert sé
ráð fyrir of mikilli greiðslu frá
þeim í sjóðinn.
Þá hafa þeir farið fram á, að
sjóðurinn greiði það, sem upp á
vantaði síðasta verðtímabil, en
því hefur stjórn hans algjörlega
hafnað. Ekki er heimild fyrir því
í lögum sjóðsins, að verð sé bætt
eftir á, en á síðasta verðtímabili
tæmdist rækjudeild sjóðsins áður
en jöfnun náðist. Sú upphæð, sem
um hefur verið rætt í þessu sam-
bandi nemur um 10 milljónum
króna.
Nú er reiknað með því, að fé
fari að koma inn í deildina þar
sem verð á rækju hefur hækkað
erlendis. Rækjukaupendur fóru
fram á að þær tekjur yrðu notað-
ar til þess að borga það sem upp á
vantaði í fyrra. Því hefur verið
hafnað, enda ekki heimilt sam-
kvæmt lögum sjóðsins. Þar er
kveðið á um að fénu megi aðeins
ráðstafa þegar þörf er á; það er
þegar verð erlendis fer niður
fyrir viðmiðunarverð.
Að sögn sjávarútvegsráðherra
eru því engar líkur á, að útvegað
verði fé til að jafna þennan
ágreining.
Sérframboð í Vestfjarðakjördæmi:
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
hafnar hugmyndum um DD-lista
MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að ekki komi til greina
að borinn verði fram nema einn listi í nafni flokksins í Vestfjarðakjördæmi
og eindregið skorað á Sigurlaugu Bjarnadóttur og aðra sjálfstæðismenn í
kjördæminu að láta af hugmyndum um sérframborð og fylkja sér um Sjálf-
stæðisflokkinn.
Á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var föstudaginn 18.
febrúar, voru eftirfarandi tillögur samþykktar samhljóða:
„Að gefnu tilefni tekur mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins fram
að hún hefur þegar staðfest fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
Vestfjarðakjördæmi og aðrir
framboðslistar verða ekki bornir
Finnur Einarsson
fyrrum kennari og
bóksali látinn
FINNUR Einarsson, fyrrverandi
kennari, bóksali og bókaútgefandi
lézt í Reykjavík í gærmorgun,
áttatíu og fjögurra ára að aldri.
Finndur fæddist 6. september
1898 í Reykjavík og voru foreldrar
hans hjónin Einar Finnsson
járnsmiður og Vigdís Pétursdótt-
ir. Finnur varð stúdent frá MR
1918, og lauk heimspekiprófi við
Kaupmannahafnarháskóla ári síð-
ar. Hann stundaði nám í stærð-
fræði, eðlisfræði og efnafræði við
Polyteknisk Læreanstalt í Kaup-
mannahöfn og kenndi eftir það við
MR, Kvennaskólann, Iðnskólann
og verzlunarskólann. Finnur
starfaði sem skrifari á Hagstofu
íslands og síðar sem gjaldkeri hjá
verzlun Garðars Gíslasonar. Finn-
ur starfaði síðan um árabil sem
bóksali og bókaútgefandi. Hann
ritaði m.a. margar greinar í Morg-
unblaðið um verzlunarmál.
Eftirlifandi eiginkona Finr.s er
Finnur Einarsson
Guðrún Magnúsdóttir Einarson.
Þau eignuðust tvö börn.
fram í nafni Sjálfstæðisflokksins
né merktir listabókstaf hans.“
Síðari samþykktin er á þessa
leið:
„Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
skorar eindregið á Sigurlaugu
Bjarnadóttur og aðra sjálfstæð-
ismenn í Vestfjarðakjördæmi sem
látið hafa í ljós áhuga á hugsan-
legu sérframboði í komandi al-
þingiskosningum að láta af þeirri
ætlan sinni en fylkja sér í staðinn
einhuga um sjálfstæðisstefnuna
og framboðslista flokksins og
stuðla að sem bestum árangri
Sjálfstæðisflokksins í komandi al-
þingiskosningum."
Af þessu tilefni sneri Morgun-
blaðið sér til Kjartans Gunnars-
sonar, framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins, og spurði hann
hvort samþykktir þessar væru í
samræmi við fyrri afgreiðslur
svipaðra mála. Kjartan sagði:
„Þessar samþykktir eru í fullu
samræmi við fyrri afstöðu mið-
stjórnar flokksins til mála af
þessu tagi. Er þar skemmst að
minnast ákvarðana miðstjórnar í
nóvember 1979 vegna sérframboða
L-lista í Suðurlandskjördæmi og
S-lista í Norðurlandskjördæmi
eystra."
„Rétt er að taka sérstaklega
fram,“ sagði framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins „að röksemd-
ir þeirra er stóðu að S-listanum í
Norðurlandskjördæmi eystra 1979
voru helstar þær, að kjördæmis-
ráð flokksins þar ákvað að viðhafa
ekki prófkjör við val manna á
framboðslista flokksins. Mið-
stjórnin hafnaði þessum röksemd-
um og mótmælti að bornir yrðu
fram fleiri en einn listi í nafni
Sjálfstæðisflokksins í kjördæm-
inu. Sigurlaug Bjarnadóttir átti
þá sæti í miðstjórninni og studdi
þessa ákvörðun hennar."
ÁTVR Akranesi:
Guöný Ársæls-
dóttir útsölustjóri
GUÐNÝ Ársælsdóttir, Akrancsi,
hefur verid skipuó útsölustjóri
Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkis-
ins á Akranesi frá 1. marz næst-
komandi aó telja.
Alls voru umsækjendur um
stöðuna 24 og nær allir frá Akra-
nesi, 6 konur og 18 karlar. Stefnt
er að því að áfengisútsalan á
Þjóðvegi 11 verði opnuð um miðj-
an marzmánuð, en húsnæðið þar
hefur ÁTVR tekið á leigu til
þriggja ára. Nú eru um 10 ár síð-
an síðast var opnuð áfengisútsala
og var það í Vestmannaeyjum.
Kammersveitin
meö tónleika
ídag
KAMMERSVEIT Reykjavíkur held-
ur þriðju tónleika starfsársins í Bú-
staðakirkju í dag, sunnudaginn 20.
febrúar, kl. 17.
Leikin verða verk eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart, föður
hans, Leopold, og nokkra sam-
tímamenn, Michael Haydn, K.D.
von Dittersdorf og Antonio Sali-
eri, sem Peter Schaffer hefur gert
ódauðlegan í leikriti sínu „Ama-
deus“, sem sýnt var í Þjóðleikhús-
inu á síðasta ári.