Morgunblaðið - 20.02.1983, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
JEAN
Andspyrnuhetjan Jean Moulin, sem
sameinaði neðanjarðarhreyfinguna í
Frakklandi undir eina stjórn. Hann
féll í hendur Klaus Barbie og rar
pyntaður til bana án þes að Ijóstra
nokkru upp um andspyrnuhreyfing-
una, sem hann rissi þó allt um.
I’ýski stríðsglæpamaðurinn Klaus Barbie, eða „slátrarinn frá
Lyon“, eins og hann var gjarnan kallaður, hefur verið í
sviðsljósi heimsfréttanna að undanförnu eftir að hann var
framseldur frá Bólivíu til Frakklands og réttarhöld hófust
þar í máli hans. Hann er sakaður um að hafa „brotið gegn
mannkyninu“, eins og það er orðað og er hann talinn eiga
beina eða óbeina sök á dauða tæplega tólf þúsund manns í
Lyon einni á árunum 1942—1944, er hann stjórnaði þar
aðgerðum stormsveitarmanna og Gestapo gegn gyðingum og
frönskum andspyrnumönnum. Barbie hefur tvívegis verið
dæmdur til dauða af dómstólum í Lyon án þess að vera
viðstaddur og eru réttarhöldin nú talin þau mikilvægustu yfir
stríðsglæpamönnum nasista frá því Adolf Eichmann var rænt
af útsendurum ísraelsmanna í Argentínu árið 1960, en hann
var tekinn af lífi í Tel Aviv eftir söguleg réttarhöld. Margir
Frakkar telja sig eiga harma að hefna á Barbie eftir veru
hans í Lyon á stríðsárunum og gyðingahópar í Frakklandi
hafa heitið því að búa þannig um hnútana, að nafn hans muni
aldrei mást af spjöldum sögunnar. Á hinn bóginn er einnig
talið að réttarhöldin eigi eftir að verða frönsku þjóðinni afar
viðkvæm þar sem hörmungar stríðsáranna verða rifjaðar upp
og óhjákvæmilegt er að draga fram í dagsljósið tvískinnung
stórra hópa Frakka í afstöðu til I>jóðverja á þessum árum,
enda hefur Barbie sjálfur hótað að hlífa í engu frönskum
samstarfsmönnum sínum. En í þessum réttarhöldum verður
einnig fjallað um baráttu franskra andspyrnumanna gegn
I>jóðverjum, sem er nánast það eina frá þessum árum sem
Frakkar geta nú minnst með stolti. Mikil leynd hefur hvflt
yfir mörgum hörmulegustu atburðum síðari heimsstyrjaldar-
innar í Frakklandi og til dæmis hefur aldrei verið fyllilega
upplýst hvernig dauða franska andspyrnuleiðtogans Jean
Moulins bar að höndum. Hann var handtekinn í júní 1943,
pyntaður, að því talið er af Barbie sjálfum, og síðan tekinn af
lífi í sama fangelsi og Barbie dvelur nú í í Lyon. í eftirfarandi
grein verður fjallað nokkuð um baráttu Jean Moulins og
félaga hans á stríðsárunum, þar sem inn í fléttast viðureignin
við Kiaus Barbie og sporhunda hans.
Samantekt: SVEINN GUÐJÓNSSON
Fyrst eftir hrun Frakklands
1940 var mikil ringulreið í landinu
og fólk þar, eins og í flestum her-
numdu löndunum, var sem lamað
fyrstu mánuðina eftir hernám
Þjóðverja. Milljónir manna höfðu
flúið frá heimilum sínum og mikl-
ar skemmdir höfðu orðið á
mannvirkjum og samgöngutækj-
um. Samkvæmt vopnahléssamn-
ingum milli Frakka og Þjóðverja
skyldu Þjóðverjar hernema allt
Norður-Frakkland, norðurhluta
Mið-Frakklands og alla vestur-
strönd landsins til spænsku landa-
mæranna. Suður-Frakkland og
suðurhluti Mið-Frakklands skyldu
áfram lúta stjórn Pétains mar-
skálks og tók sú stjórn sér aðsetur
í baðstaðnum Vichy og var oftast
kennd við þann stað. Kom brátt í
ljós að Vichy-stjórnin hafði í
hyggju að afnema allt lýðræði og
koma í staðinn á einræði með fas-
ísku sniði enda var þessi stjórn
aldrei annað en leppstjórn Þjóð-
verja. Hinn 9. júlí var lýðveldis-
stjórnarskrá Frakklands felld úr
gildi og Lebrun forseti sviptur
embætti. Var síðan sett ný stjórn-
arskrá með miklum einræðisblæ.
Pierre Laval, er varð varaforsæt-
isráðherra, átti mikinn þátt í að
koma þessum breytingum á, enda
var hann alltaf mun vikaliðugri
við Þjóðverja en Pétain.
Margir Frakkar voru algerlega
andvígir Vichy-stjórninni og tók
Charles de Gaulle brátt við for-
ystu þeirra. Flýði hann til Bret-
lands, er Frakkar gáfust upp, og
kom þar upp allmiklum frönskum
her og flota. Nefndust fylgismenn
hans í fyrstu „frjálsir Frakkar",
en síðar „stríðandi Frakkar" og
voru andspyrnuhreyfingar þær, er
seinna voru settar á fót í Frakk-
landi, í nánum tengslum við de
Gaulle og menn hans.
Mikið hefur verið rætt um
Franska and-
spyrnuhetjan Jean
Moulin var eitt
fórnarlamba Klaus
Barbie, sem nú
bíður dóms í Lyon.
Franskir samrerkamenn ræða rið þýska foringja. Flugumenn Þjóðrerja reyndust frönskum andspyrnumönnum ekki
síður hættulegir en Þjóðrerjar sjálfir.
orsakirnar fyrir hruni Frakklands
og uppgjöf. Nægir þar að minna á
veilurnar í herbúnaði þeirra og
sundrungina í stjórnmálunum á
árunum fyrir stríð. Við það bætt-
ist að talsverður hluti áhrifa-
manna í Frakklandi, bæði hers-
höfðingjar, iðjuhöldar og stjórn-
málamenn, vildu binda endi á
styrjöldina við Þjóðverja og sumir
þeirra óskuðu jafnvel Þjóðverjum
sigurs þegar í upphafi styrjaldar-
innar, en aðrir misstu kjarkinn,
þegar Þjóðverjar óðu inn í Frakk-
land. Stuðningsmenn Vichy-
stjórnarinnar voru mjög sundur-
leitur hópur og voru sumir ofsa-
fengnir fasistar. Aðrir voru hrein-
ir svikarar, keyptir af öxulríkjun-
um með húð og hári, eins og t.d.
Laval sem hugsaði eingöngu um
völd sér til handa. í þennan hóp
bættust svo tækifærissinnar, sem
sáu sér nú leik á borði að mata
krókinn. Hins vegar er ljóst að
margir heiðarlegir Frakkar fylgdu
Vichy-stjórninni í fyrstu, sumir af
hollustu við Pétain marskálk og
aðrir fa því, að þeir töldu Frakka
ekki eiga annars kost en að beygja
sig fyrir Þjóðverjum í bili. Mun
Weygand hershöfðingi hafa verið í
flokki þeirra manna. Almenningur
í Frakklandi var hins vegar í
fyrstu algerlega lamaður eftir
hina ógurlegu atburði styrjaldar-
innar og hið snögga hrun.
í fyrstu var talsverður munur á
stjórninni í þýska hlutanum og
Vichy-Frakklandi. Þjóðverjar
ofsóttu miskunnarlaust alla leið-
toga andnasista í Norður-
Frakklandi, en þeir fengu flestir
að fara frjálsir ferða sinna á um-
ráðasvæði Vichy-stjórnarinnar.
Þegar fram í sótti hvarf þó þessi
munur að mestu og Vichy-stjórnin
fór að ofsækja andnasista og setja
þá í fangabúðir. Þjóðverjar
treystu Pétain marskálki aldrei
fyllilega, en þeirra maður var hins
vegar Pierre Laval. í desember
1940 varð hann uppvís að svikum
við Pétain og varð hann þá að
hrökklast úr stjórninni og var
handtekinn. En fyrir tilstilli Þjóð-
verja var hann aftur tekinn í
stjórnina í apríl 1942 og varð hann
þá bráðlega mesti áhrifamaðurinn
í Vichy-stjórninni. Eftir að Þjóð-
verjar hernámu allt Frakkland í
nóvember 1942, tók Laval sér al-
gert einræðisvald, en varð þó auð-
vitað að sitja og standa eins og
Þjóðverjar vildu.
Margt bendir til að mikill meiri-
hluti frönsku þjóðarinnar hafi
verið andvígur Þjóðverjum og
„Með því að hand-
taka Moulin
breytti ég gangi
sögunnar— segir
slátrarinn frá
Lyon.
Vichy-stjórninni þótt margir hik-
uðu við að ganga í berhögg við
Pétain marskálk og brysti kjark
til að sýna opinberlega andstöðu
sína við Þjóðverja. óvinsældir
Vichy-stjórnarinnar jukust stór-
um eftir að Laval kom í hana á ný.
Andstæðinga nasista í Frakklandi
hrjáði þó sundurþykkja innbyrðis
og voru margir sem ekki vildu
hlíta forystu de Gaulles. Brátt
tóku menn að safnast saman til
andspyrnustarfa þótt ekkert sam-
einaði þessa hópa nema sameigin-
legt hatur þeirra á Þjóðverjum.
Hver fetaði sínar eigin brautir.
Menn voru ekki á einu máli, hvaða
baráttuaðferð væri best og afleið-
ingin varð sú að margt fór úr-
skeiðis vegna skorts á samhæf-
ingu. Dýrmætum kröftum var só-
að í innbyrðis meting. Þá var það
að opinber starfsmaður, Jean
Moulin að nafni, kom til sögunnar.
Traustur
embættismadur
Jean Moulin var ljós þörfin fyrir
sameiginlegan leiðtoga eða sam-
ræmingarráð yfir hinum ólíku
frönsku hópum. Hann unni sér
ekki hvíldar vegna þessa máls og
lét til skarar skríða. Aðferðirnar,
sem hann beitti í viðleitni sinni,
staðfesta best að þar var óvenju-
legur maður á ferð. ótrauður
stefndi hann að markinu, þótt
hann vissi að hann stofnaði lífi
sínu í hættu. Hann var ekki
hræddur við dauðann og við fyrstu
kynni sín af Þjóðverjum í júní
1940, vaidi hann raunar dauðann.
f AB-bókinni „Andspyrnan" er