Morgunblaðið - 20.02.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
nánar fjallað um atburði þessa og
þar segir m.a.:
Þegar Frakkar gáfust upp, var
Jean Moulin amtmaður í Eure-et-
Loir amti fyrir suðvestan París.
Hann hafði hlotið skjótan frama í
stjórnkerfinu og 40 ára að aldri
varð hann amtmaður, sá yngsti í
öllu landinu. Hann þótti traustur
embættismaður, bar með sér hóg-
láta festu og bjó yfir persónutöfr-
um. Virðing hans jókst enn við
það, að hann ákvað að sitja um
kyrrt, þegar hörmungarnar voru
sem mestar vegna innrásar Þjóð-
verja. í stað þess að flýja suður á
bóginn kom hann upp hjálpar-
stöðvum fyrir flóttamenn, sem
streymdu í gegnum amtið hans.
Þjóðverjar óttuðust þrek hans og
dugnað og þegar þeir hernámu
stjórnarsetur amtsins, Chartres,
töldu þeir hann sér hættulegan.
Því var ákveðið að yfirbuga Jean
Moulin og aðferðin var ekki ýkja
flókin.
Sjö konur og börn höfðu verið
myrt í þorpi einu þar skammt frá
og þýski foringinn í Chartres
sendi tvo hermenn á fund Moulins
Klaus Barbie, „slátrarinn frá Lyon“
bíður nú dóms í sama fangelsi og
hann pyntadi Jean Moulin forðum.
Moulin hefst handa
Moulin var nú staðráðinn í að
berjast gegn Þjóðverjum með öll-
um tiltækum ráðum. í fyrstu lýsti
hann opinberlega andstöðu við þá
og í embættisnafni bannaði hann
öllum borgarstjórum amtsins að
hengja upp auglýsingar frá Þjóð-
verjum í ráðhúsum eða utan á
þau. Hann neitaði að verða við
óskum Þjóðverja um eignarnám
og útgöngubönn. Hann sagði ekki
upp embættismönnum, sem voru
yfirlýstir andstæðingar Þjóðverja.
Allt þetta varð til þess að Moulin
var settur af í nóvember 1940.
Þýski foringinn í Chartres útveg-
aði honum vegabréfsáritun inn í
óhernumda hluta Frakklands, svo
mjög var honum í mun að losna
við hann.
Þegar Moulin hafði verið rekinn
úr embætti fyrir að berjast opinb-
erlega gegn hernámsliðinu, sneri
hann sér að hinni sundurleitu
hjörð andspyrnuhópa, sem höfðu
sprottið upp víðs vegar um
Frakkland. En það var við ramm-
an reip að draga, því foringjar
þessara hópa voru einþykkir,
spyrnuna á bak aftur. A yfirráð-
asvæði Vichy-stjórnarinnar var
ástandið litlu betra að þessu leyti,
því að lögregla hennar og njósnar-
ar voru álíka kappsamir og Þjóð-
verjar í baráUunni við andspyrnu-
menn, sem taldir voru hryðju-
verkamenn. Moulin varð því að
heyja baráttu sína með mikilli
leynd og honum var ljóst að svik-
arar gátu leynst í hverju horni og
ein mistök gátu kostað hann frels-
ið og þar með lífið.
En sundurþykkjan á milli hinna
einstöku hópa andspyrnumanna
var honum í fyrstu erfiðasti hjall-
inn. Mikil stjórnkænska var nauð-
synleg, ef takast átti að koma
skipulagi á alla andspyrnustarf-
semina. Moulin bjó yfir því sem á
þurfti að halda. Hann gat fengið
menn á sitt band, enginn grunaði
hann um græsku, starfsþrekið var
mikið og stjórnsemin honum í
blóð borin. Er fram liðu stundir
varð allt þetta til þess, að í augum
Frakka var aðeins Charles de
Gaulle honum fremri.
Vorið 1941 komst Moulin í kynni
við þrjá mikilvæga andspyrnu-
hópa, sem störfuðu án tengsla inn-
mikla skálmöld í Frakklandi þar
sem Þjóðverjar svöruðu með því
að drepa fjölda gísla fyrir hvern
einn Þjóðverja sem drepinn var.
Töldu nú margir í óefni komið er
svo margir saklausir gíslar urðu
að gjalda fyrir Þjóðverjadrápin
með lífi sínu og de Gaulle fór fram
á í útvarpsræðu, að launmorðun-
um yrði hætt um stundarsakir til
að forða hjálparvana borgurum
frá hefndaraðgerðum. Franskir
kommúnistar neituðu að taka við
fyrirmælum frá de Gaulle og
morðunum var fram haldið sem og
aftökum gíslanna.
Til fundar viö de Gaulle
Á meðan þessu fór fram, undir-"
bjó Jean Moulin ferð sína til Lond-
on til fundar við de Gaulle. Hann
komst á snoðir um að Vichy-
stjórnin ætlaði að koma í veg fyrir
að hann kæmist úr landi og fékk
hann sér því ný skilríki undir
fölsku nafni, Joseph Marcier. í
byrjun september 1941 komst
hann yfir landamærin til Spánar
og þaðan til Lissabon. Þar tóku
breskir stjórnarerindrekar við
Franskur andspyrnumaður frammi fyrir þýskri aftökusveit Ef myndin prentast rel má sjá að hann glottir hæðnislega framan í þýsku hermennina á dauðastundinni.
í skrifstofu hans og skipuðu þeir
honum að skrifa undir ákæruskjal
á hendur fransk-afrískum her-
mönnum vegna ódæðisins. Engar
sannanir lágu að baki skjalinu og
Moulin varð ljóst, að með undir-
ritun sinni myndi hann í senn
óvirða franska herinn og embætti
sitt. Hann neitaði því að skrifa
undir. Þýsku hermönnunum
blöskraði þrjóska hans og tóku
þeir ti! við að berja hann og hót-
uðu honum lífláti á staðnum. Þeg-
ar ofbeldi dugði ekki, var gripið til
annarra ráða. Þeir fóru með Moul-
in í bíl að bóndabýli, þar sem lík-
um hinna myrtu hafði verið komið
fyrir í haug. Amtmaðurinn var
neyddur til að skoða gaumgæfi-
lega hvert líkið af öðru. Hann
taídi, að fórnarlömbin hefðu látist
í þýskri sprengjuárás. Enn neitaði
hann að skrifa undir skjalið.
Aðferðirnar sem
Moulin beitti stað-
festa best að þar
var óvenjulegur
maður á ferð.
Þjóðverjarnir héldu áfram að
berja hann, fyrst með hnefunum,
síðan með vasaljósum og loks með
rifflum. Því næst læstu þeir Moul-
in inni í skemmu með líki af konu.
Nokkrum klukkustundum síðar
fluttu þeir hann á einkaheimili í
Chartres, sem hafði verið breytt í
fangageymslu. Moulin lagðist
fyrir á óhrjálegri dýnu í herbergi
á efri hæð hússins og hugsaði um
stöðu sína. Hann komst að þeirri
niðurstöðu að hann myndi bresta
þrek í yfirheyrslu daginn eftir.
Síðar lýsti hann hugrenningum
sínum með þessum hætti: „Ég veit,
að í dag hef ég þanið mótstöðuafl
mitt til hins ýtrasta. Ég veit að ég
mun skrifa undir, ef þeir pína mig
aftur." — í stað þess tók Moulin
glerbrot úr glugga og skar sig á
háls.
Næsta morgun kom vörður að
honum alblóðugum og meðvitund-
arlausum. Moulin var með lífs-
marki, af því að slagæðin, sem
hann hafði skorið á, hafði ekki
farið alveg í sundur. Þjóðverjar
fóru með hann í sjúkrahús, gert
var að sárum hans og honum gefið
blóð. Lífi hans var borgið í þetta
sinn. Þjóðverjum féllust hendur.
Þeir létu ákæruna vegna fjöldam-
orðsins niður falla. Eftir að Moul-
in hafði náð sér að fullu, tók hann
aftur við amtmannsstörfum. Enda
þótt reynt væri að þagga málið
niður, tókst Þjóðverjum ekki að
kveða niður sögurnar um hetjudáð
amtmannsins, sem bárust frá
manni til manns. Þær urðu til
þess að auka mönnum bjartsýni og
glæða hjá þeim frelsisþrá undir
oki nýju valdsmannanna.
kappsfullir og háðu baráttu sín á
milli auk þess sem stjórnmála-
skoðanir þeirra fóru oft alls ekki
saman. Énginn þeirra virtist í
stakk búinn til að sameina liðið í
eina fylkingu. I London sat Charl-
es de Gaulle landflótta og hvatti
menn til dáða í eldheitum út-
varpsræðum. Moulin var einn
þeirra sem hrifust af staðfestu
hershöfðingjans og sókn hans
gegn Þjóðverjum og stjórninni í
Vichy. Hann ákvað að sameina
andspyrnuhreyfinguna undir
merki de Gaulles.
Margar og erfiðar hindranir
urðu á vegi Moulins. í hernumda
hluta Frakklands varð hann að
glíma við óeinkennisklædda út-
sendara Gestapo, starfsmenn
Abwehr, njósnara og launaða
franska flugumenn hernámsliðs-
ins. Allir unnu þessir aðilar
markvisst að því að brjóta and-
'Moulin var stað-
ráðinn í að berjast
gegn Þjóðverjum
með öllum tiltœk-
um ráðum.
byrðis. Þessir hópar voru „Libér-
ation Nationale" undir forystu
Henrys Frenay, „Liberté" sem
myndaður var af fylgismönnum
Kristilega demókrataflokksins og
„Liberation" undir forystu hins
vinstrisinnaða blaðamanns Emm-
anuel d’Astier de la Vigerie. Með
lagni tókst Moulin að fá því fram-
gengt, að hver hópurinn um sig
tilnefndi hann til að freista þess
að komast á fund de Gaulles í
London og ræða við hann fyrir
sína hönd.
í Frakklandi var enn ein hreyf-
ing, sem bjó yfir kröftum, sem
kynnu að verða Þjóðverjum
hættulegir, Kommúnistaflokkur
Frakklands. Sovétmenn höfðu
gert griðasáttmála við Hitler 1939
og voru enn utan hernaðarátaka.
Franskir kommúnistar skiptu sér
því ekki af andspyrnunni. Þeir
kölluðu styrjöldina „átök heims-
valdasinna" og litu á de Gaulle
sem afturhaldssaman broddborg-
ara, sem gengið hefði í „björg
breska auðvaldsins. Sú afstaða
breyttist þó á einni nóttu 22. júní
1941, þegar Þjóðverjar gerðu árás
á Sovétríkin. Eins og kommúnist-
ar um allan heim sneru franskir
kommúnistar snarlega við blað-
inu, nú var styrjöldin ekki lengur
á milli „heimsvaldasinna", heldur
„barátta lýðræðisaflanna gegn
fasismanum" undir hetjulegri for-
ystu Sovétríkjanna. Franskir
kommúnistar létu ekki sitja við
orðin tóm, heldur ákváðu að taka
virkan þátt í andspyrnuhreyfing-
unni. Töldu þeir mest um vert að
drepa þýska hermenn til að koma
í veg fyrir, að þeir yrðu sendir frá
Frakklandi til austurvígstöðv-
anna. Þessi dráp leiddu af sér
honum og yfirheyrðu hann. Leist
þeim svo vel á Moulin að þeir
reyndu að fá hann til starfa fyrir
SOE (deild í leyniþjónustu Breta,
sem aðstoðaði andspyrnuhreyf-
ingar), en de Gaulle komst að
þessu tilboði og leitaði til Sir
Anthony Edens, utanríkisráð-
herra Breta, um aðstoð til að
koma á fundi milli sín og Moulins.
Eins og allir aðrir, sem kynnt-
ust Moulin, hreifst de Gaulle af
mannkostum hans, heilindum,
mælsku og myndugleika. Moulin
og de Gaulle áttu löng einkasam-
töl í nóvember og desember og
urðu sammála um að Moulin
skyldi halda aftur til Frakklands
og skipuleggja sameinaða and-
spyrnuhreyfingu. I byrjun janúar
1942 lenti Moulin ásamt tveimur
samstarfsmönnum í fallhlíf ná-
lægt Arles i Frakklandi. Hann tók
Sjá bls. 26.
Eins og allir aðrir,
sem kynntust
Moulin, hreifst de
Gaulle af mann-
kostum hans, heil-
indum, mœlsku og
myndugleika.