Morgunblaðið - 20.02.1983, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
■
„Þessi sýning
er öðruvísi“
Rabbað við Steingrím Sigurðsson listmálara
sem í dag opnar sína 51. sýningu í Ásmundarsal
Vinur minn einn sagði mér í vik-
unni að hann Steingrímur Sigurðs-
son listmálari myndi opna sérdeilis
skemmtilega málverkasýningu nú í
vikulokin, svo mér datt í hug að
heilsa upp á listamanninn; kanna
hvað hæft væri í þessu með athygli-
verðina eða skemmtilegheitin eða
hvað hann nú sagði, og taka viðtal
við Steingrím ef mér litist á. —
Ekki vissi ég þó hvar hafa skyldi
upp á hinum miðaldra bóhem;
löngu fluttur frá Roðgúl, en sagður
búa í grennd við Jón Múla, hvar
sem það nú er. Mér datt því í hug
að slá á þráðinn til Renate Heiðar
á Laufásveginum, ef ske kynni að
hún vissi eitthvað um Steingrím. —
Og það stóð heima, Renate hafði
fengið meira en nóg af listamann-
inum síðustu daga, því 7. febrúar
hafði hann komið með nær sjö tugi
málverka, og heimtað ramma utan
um allt helst í gær. Þessa stundina
sagði hún hann hins vegar vera að
keyra annan strákinn upp í Mos-
fellssveit, síðan hefði hann ætlað
að elda sér grásleppu, og koma síð-
an og líta á innrömmunina. Það
ætti að vera hægt að hitta hann þar
um kvöldið.
Nýtt líf í tvö ár
og átta mánuöi
Ég hafði rétt aðeins tíma til að
Hta á málverkin og sannfærast um
að rétt var að sýningin væri
skemmtileg og vönduð, þegar son-
ur Sigurðar skólameistara snarast
inn úr dyrunum; mér sýndist hann
glaðhlakkalegur yfir því að geta
nú látið Ijós sitt skína um stund í
blaði allra landsmanna.
— Spurðu um hvað sem þú vilt,
þú mátt spyrja um hvað sem er,
segir hann og er óðamála, ég skal
svara öllu, þú mátt vel koma með
dálítið harðar spurningar! Ég skal
segja þér það, að ég er svo ein-
kennilega gerður, að mér finnst ég
ekkert eldast, þó er ég 57 ára, og
að halda mína fimmtugustu og
fyrstu sýningu — heima og er-
lendis — finnst ég ekkert eldast.
Mér finnst lífið alveg dásamlegt,
og mikils um vert að fá að lifa því.
Ég hef að undanförnu unnið að því
að gera sjálfan mig að betri
manni, svona skítskárri mann-
eskju, ég hef unnið að því eftir
mjög góðu kerfi í tvör ár og átta
mánuði. Þetta er mjög gott kerfi, á
samt ekkert skylt við kerfisfræði
eða þess háttar kerfi, þetta er
bara leið sem ég hef valið mér til
að bæta sjálfan mig. Ég er meira
að segja farinn að fara í morgun-
leikfimi daglega með henni ung-
frúnni í útvarpinu, og svo er ég að
takast á við bullworkertæki sem
sonur minn á, og fékk að gjöf frá
systur sinni.
Þetta er allt annað líf núna, ég
er afskaplega hamingjusamur,
vinn mikið, finn hamingjuna með-
al annars í gegnum vinnuna eins
og Bragi í Eden sagði mér að hann
gerði. Jæja, þú verður að spyrja,
ætlarðu ekkert að spyrja?
Tilbúinn aö verja
þessi vinnubrögö
Jú, það var nú ætlunin að spyrja
aðeins, þó enn hefði ekki gefist
færi á því. Best að vera dálítið
leiðinlegur fyrst hann talaði svona
mikið: Þú hefur oft verið gagn-
rýndur fyrir að mála heldur hratt
og flausturslega, þú málir í kapp
við eitthvað sem aðrir vita ekki
hvað er, og þess sjáist oft merki á
sýningum þínum?
Já, já, það er rétt, að ég hef ver-
ið gagnrýndur lyrir það, og sjálfs-
agt oft með réttu, ekki ætla ég að
fara að neita því. En það er nú
svona, að maður ræður því ekki
alltaf hvernig hugmyndirnar
koma, sumum finnst líka gaman
að sjá skissur og uppdrætti að
myndum sem menn gera, og mörg-
um finnst meira gaman að snögg-
um myndum en þeini sem legið
hefur verið yfir, þetta er svo
margbreytilegt. — Ég ætla annars
ekki að fara að verja þetta, þessi
gagnrýni er sjálfsagt réttmæt.
— En þessi sýning er öðruvísi
en margar aðrar síðari ár?
Já, ég held það. Ég er búinn að
leggja mikla vinnu í þetta, hef ag-
að mig mikið, ég er mjög sáttur
við þessa sýningu. Ég ætla ekki að
gerast dómari í eigin sök, og fara
að segja að þetta sé góð sýning,
eða að einhver verk séu svo og svo
góð. En ég hef unnið þetta þannig,
að ég er tilbúinn til að verja þessi
vinnubrögð, ég er sáttur við þessa
sýningu, og mjög sáttur við mörg
verkanna. Þessi sýning er öðruvísi
en margar mínar fyrri.
Mála til að tjá mig ...
— Til hvers málarðu, málarðu
til að lifa, eða lifirðu til að mála?
Ég mála til að tjá mig, ég geri
það. Á hinn bóginn þegar í harð-
bakkann slær, þá þarf ég að lifa,
ég er þeim örlögum seldur að
þurfa að hafa í mig og á sem at-
vinnumálari, það krefst margvís-
legra fórna. Ég er atvinnumálari,
reyni ekki að fela það, ég lifi af
þessu. Samt veit ég aldrei hvernig
ég á að verðleggja myndir, ég geri
þetta rétt áður en sýningin opnar,
þar þarf að huga að mörgu. Mér
finnst ég hafa ríka ábyrgðar-
tilfinningu í þessum efnum; margt
fólk kaupir af mér á hverri sýn-
ingu, það má ekki ofbjóða því, ég
reyni að vera sanngjarn, ég held
ég sé það.
Á þessari sýningu eru 70 mynd-
ir, olía, vatnslitir og pastel, ég er
farinn að nota olíu talsvert aftur,
margar myndanna hér eru olíu-
myndir. Ég hef lagt hart að rnér
undanfarna mánuði við að undir-
búa þessa sýningu, og flest
verkanna eru til sölu. Þó eru hér
með myndir í einkaeign, banka-
maður á eina, og annar aðra, en
flestar eru til sölu. Þetta er að
taka á sig góða mynd núna, hún
Renate er alveg frábær við inn-
römmunina, þetta er í fyrsta
skipti sem ég læt sama aðila
ramma inn heila sýningu fyrir
mig. — Annars skilur fólk ekki
hvernig við getum unnið saman,
svona tilfinningamanneskjur
bæði, en þetta gengur, hún segir
mér að þegja ef hún ætlar að taka
skorpu! Já, marga rammana velj-
um við saman, en í mörgum tilvik-
um hefur hún fengið einræðisvald,
það hefur tekist ágætlega!
Er einstaklingshyggjumaöur
— En þú sjálfur, þú ert þá ekki
einræðissinnaður um of?
Nei, og þó, ég veit það ekki. Ég
hef verið að temja mig mikið und-
anfarið eins og ég sagði þér áðan,
Brot á grundvallar-
reglum mannúðarinnar
Bandarískur sérfræðingur lýsir eitur-
efnahernaði Rússa og bandamanna þeirra
— Það er þýðingarmeira en
nokkru sinni áður, að athygli
heimsins sé beint að því alvar-
lega máli, sem er fólgið í nokun
efna- og eiturvopna nú í Afgan-
istan, Laos og Kambódíu. Fólk
er drepið, líður þjáningar og
óbærilegar skelfingar. Þetta er
ekki aðeins skýlaust brot á al-
þjóðaiögum heldur jafnframt
brot á mikilvægustu grundvall-
arreglum mannúðarinnar. Þann-
ig komst Stuart J.D. Schwartz-
stein, starfsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins að orði í
viðtali við Morgunblaðið í gær,
en hann hefur sérstaklega kynnt
sér útbreiðslu á eiturefnavopn-
um og notkun þeirra í Asíu.
— Eiturefnum er ekki bara
beitt af Rússum í Afganistan,
heldur er þess konar vopnum
einnig beitt í verulegum mæli í
Kambódíu og Laos, sagði
Schwartzstein ennfremur. —
Aðalaðferðin er að dreifa eitur-
efnum úr lofti. Þannig fara
Sovétmenn með „gula regnið"
svokallaða. Óræk sönnun hefur
fundizt yfir notkun þess í Afg-
anistan, því að þar hefur fund-
izt sovézk gasgríma, sem á var
„gult regn“. Hún hefur því ver-
ið notuð af sovézkum hermanni
þar, sem sjálfur þurfti að verj-
ast „gulu regni", er annað
Stuart J.D. Schwartzstein
hvort var dreift úr lofti af fé-
lögum hans á það svæði, sem
hann fór um, eða af honum
sjálfum.
Þá hafa líka fundizt einkenni
eða merki um „gult regn“ á
fólki, sem sýndi sterkar eitur-
verkanir á þeim, sem orðið
höfðu fyrir því. í Afganistan er
mikið um neðanjarðaráveitu-
kerfi, sem frelsissveitir Afgana
leita mikið skjóls í undan inn-
rásarliði Rússa, þegar þörf
krefur. Það hefur hvað eftir
annað gerzt, að Rússar hafa
dælt „gulu regni“ eða öðru
eiturgasi inn í neðanjarðar-
áveitu, þar sem hermenn úr
frelsissveitum höfðu leitað
skjóls. Auk „gula regnsins"
beita Rússar öðrum eiturefn-
um í stríðinu við Afgani, þar á
meðal taugagasi.
Þessu er að sumu leyti eins
farið í Laos og Kambódíu, en í
síðarnefnda landinu eru það
Víetnamar og í Laos eru það
Pathet Lao, sem beita eitur-