Morgunblaðið - 20.02.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 20.02.1983, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 Hvað viltu að kirkjan geri fyrir þig? Oddur Albertsson tók þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar í upp- vexti sínum og varð síðar starfs- maður í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Hann fór til Sví- þjóðar eftir stúdentspróf og sett- ist í skóla í Sigtúnum, sem menntar fólk til forystustarfa í félagsstarfsemi. Hann varð að- stoðaræskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar eftir heimkomu sína og er nú kennari í Skálholti og annast sérstaklega þá nemend- ur, sem stunda nám í félagsfor- ystu. Oddur er kominn til okkar og við spyrjum hann: Hvers væntir þú af kirkjunni? Ég held að ég verði fyrst að skilgreina hvað ég hugsa mér að kirkjan sé. Kirkjan er gömul stofnun og hún hefur þegar gert mikið fyrir okkur. Menning okkar er öll krydduð af kristi- legum mannskilningi. Ég vil að kirkjan haldi áfram að krydda líf okkar. Ég vil að kirkjan sé pólitísk. Hvað áttu við þegar þú segir að kirkjan eigi að vera pólitísk? Hún á að fletta ofan af því, sem er að gerast. Hróp hennar á að vera hróp um samstöðu frá Kristi. Verkamennirnir í Pól- landi fengu t.d. hið andlega ör- yggi í baráttu sinni frá kirkj- unni. í Gdansk tóku verkamenn á móti altarissakramentinu, þar sem þeir stóðu í langri röð úti á götunni. í Suður-Ameríku er kirkjan vettvangur minnihluta- hópanna. Minn kirkjuskilningur er ekki sá að stofna kirkjulega klúbba, kirkjan á ekki að líta á sig sem aukahópa í samfélaginu. Hún á ekki einungis að tala um hvað Kristur er, hún á að vera Kristur í samfélaginu. Viltu útskýra það nánar hvernig kirkjan á að vera Kristur í samfé- laginu? Það virðist vera mjög erfitt að vera bæði kirkjulega sinnaður og áhugasamur um allt munstur mannlífsins. Fólki hættir til að loka sig inni í litlum kirkjuhóp- um eða þá að stökkva á fulla ferð út í mammonskapphlaupið. í skólanum í Skálholti erum við að reyna að tengja þessa tvo þætti, að vera venjuleg manneskja með venjulegar þarfir og veikleika en hafa samt áhuga á að kynnast skaparanum. Við viljum byggja upp hóp ábyrgra þjóðfélags- þegna, sem eru samstarfsmenn Oddur Albertsson. skaparans. Ég held að framtíð heimsins byggist á hópum, sem gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að vera virkir, kenna þau, gildi sem Kristur kenndi okkur. Hvernig finnst þér þetta takast í íslenzkri kirkju? Mér finnst kirkjan kenna ákveðnar kenningar, kenninguna Þegar ÉG tek eftir göllum annarra, stafar það af mann- þekkingu. En þegar AÐRIR sjá mína, en það vegna dómssýki. Þegar ÉG segi eitthvað mis- jafnt um aðra, fjalla ég einungis um staðreyndir. En þegar AÐR- IR segja slíkt um mig, rógbera þeir mig. Þegar ÉG bendi öðrum á, geri ég það af velvild. En þegar AÐR- IR segja mér til, eru þeir af- skiptasamir. Þegar ÉG hvika ekki frá settu marki, sýni ég stefnufestu. En þegar AÐRIR gera slíkt hið sama, stafar það af tillitsleysi. Þegar ÉG næ því besta, er það vegna snilli. En þegar AÐRIR ná því besta, en það vottur um eig- ingirni þeirra. um fyrirgefninguna, kenninguna um upprisuna o.s.frv., en ekki gera nógu mikið til að gera þess- ar kenningar virkar í daglegu lífi okkar allra. Fólk á við margs- konar vanda að stríða, ofdrykkju og erfiðleika í hjónabandi og fleira. Kirkjan þarf að láta sig allt þetta skipta, hún á að geta verið svar, aðstoð og öryggi í erf- iðleikum fólks í daglegu lífi. Telurðu að fólk taki feginsam- lega á móti hjálp kirkjunnar? Ég tel að mikið vanti á að fólk geri sér grein fyrir því hvað kenningar kirkjunnar hafa mik- ið gildi fyrir það, hvað það þýðir að vera skírður og hvað altaris- gangan þýðir. Kvöldmáltíðar- sakramentið gefur okkur styrk til að fara aftur út í okkar dag- lega líf og halda þar á loft gild- ismati Krists og elsku hans. í altarisgöngunni finnst mér Guð virða mig þess að fá að taka á móti honum sjálfum. Um leið verð ég ábyrgur fulltrúi hans í verkefnum daglegs lífs, ég fæ ör- yggi og stuðning til að trúa og vona. Þess vegna tel ég að kirkj- an eigi að hafa kiassíska messu á hverjum sunnudegi svo að við getum öll tekið þátt í altaris- göngunni og farið þaðan tilbúin til okkar daglega lífs. Þegar ÉG býð mig fram til einhvers, geri ég það af fórnfýsi. En þegar AÐRIR gera hið sama, er það af hroka og valdagræðgi. Þegar ÉG hrósa sjálfum mér, er ég einlægur. En þegar AÐRIR hrósa sjálfum sér, eru þeir sjálf- umglaðir. Þegar ÉG tefli djarft, sýni ég áræði. En þegar AÐRIR eiga í hlut, eru þeir óraunsæir. Þegar ÉG dreg úr fyrirætlun- um, stafar það af skynsemi. En þegar AÐRIR gera hið sama, er það vegna ragmennsku. Þegar ÉG læt aðra sýna mér yfirgang, er það umburðarlyndi. En þegar AÐRIR láta sýna sér yfirgang, er það vottur um rolu- hátt. jr Eg er einstakur! Hver er mestur? Lúk. 22:24-32 V.26 er lykilatriði þessa guðspjalls: 1 Guðsríki er leiðin til upphefð- ar leið niðurlægingar og fórnar. Að því leyti er Guðsríki algerlega ólíkt veraldlegum ríkjum, þar sem leiðin á toppinn er einungis fær þeim sem eru nógu eigingjarnir og hæfilega skeytingarlausir um þá, sem troðast undir í valdabröltinu. En eins og alltaf segir Krist- ur ekki einungis að svona skuli það vera. Hann gefur fordæmi, sýnir hvernig þessi kenning er í reynd. Postularnir höfðu verið með Jesú mestan hluta starfstíma hans. Þeir höfðu orðið vitni að kraftaverkum hans, heyrt kenningu hans, séð hann eign- ast fleiri og fleiri aðdáendur og vini. En gátu þeir ímyndað sér, hvað næstu klukkustundir bæru með sér? Höfðu þeir hugmynd um, að þjónusta Jesú fram að þessu var einungis eins og formáli að hinni full- komnu niðurlægingu eftir handtökuna og á krossinum? Og þótt þeir hefðu haft þá hugmynd, vissu þeir þá, að eft- ir hámark niðurlægingarinnar á krossinum, beið fullkominn sigur og alger upphefð í upp- risunni? Nei, en eftir upprisuna sáu þeir samhengi orða frelsarans. Og þá urðu þessi orðs hans þeim svo ljóslifandi, að þeir voru reiðubúnir að feta í fót- spor hans. Þeir liðu illt vegna nafns hans, þoldu niðurlæg- ingu í nafni hans vegna upp- hefðarinnar, sem þeir áttu í vændum með honum í eilífu ríki hans. Kristnir menn falla víst oft í þá gryfju, að metast um, hver sé mestur. Sá metingur er til- gangslaus og getur einungis orðið til ills. Einn er mestur: Hann, sem gaf líf sitt til lausn- argjalds fyrir alla menn. A föstunni minnumst við þess, sem hann gerði vegna okkar, t.þ.a. ávinna okkur upp- hefð með sér. Mætti sú minning og íhugun leiða til þess, að við þráum að líkjast fyrirmynd hans og sé- um reiðubúin að þjóna og fórna í nafni hans. Biblíulestur vikuna 20.—26. febr. Sunnud. 20. febr.: Matt. 4:1—11. a) Jesús er raunverulegur maður. Þess vegna er hans freistað. b) íhugum hvernig Jesús stenst aðsteðjandi freistingar. c) Er hætta á að við tilbiðjum einhvern annan eða eitthvað annað en Guð? Mánud. 21. febr.: Matt. 18:21—35. a) Hvers vegna fyrirgefur Guð mönnum? b) Hvaða áhrif á fyrirgefning Guðs að hafa á líf okkar? I’riojud. 22. febr.: Matt. 19:1—15. a) í augum Jesú er hjónabandið heilagt — hvers vegna? b) Ath. að Jesús tekur eins á móti börnum og hverjum öðrum. Midvikud. 23. febr.: Matt. 19:16—30. a) Ekkert má vera mikilvægara en Kristur í lífi lærisveina hans! b) V.26: Menn gera sig ekki hólpna, heldur er um verk Guðs að ræða. Fimmtud. 24. febr.: Matt. 20:1—16. a) Guð ætlar öllum mönnum starfssvið í heiminum. b) Laun hans eru gjöf, en ekki verðskulduð af okkur. Föstud. 25. febr.: Matt. 20:17—34. a) Jesús kom t.þ.a. þjóna og fórna. Það er einnig hlutskipti lærisveina hans. b) Jesús vill einnig eiga samneyti við þá, sem aðrir ýta til hliðar og telja allsendis ómaklega samneytis við Drott- in. ljaugard. 26. fehr.: Matt. 21:1—17. a) Spádómar GT rættust — Messías var kominn. b) íhugum, hvernig þetta sama fólk kom fram við Jesúm fáeinum dögum síðar. c) Hvað getur frásögnin um hreinsun musterisins kennt okkur? Faðir, þökk fyrir nýjan dag — hlaðinn vonum. Þökk, að þú vilt nota mig. Lát mig fyllast kærleika þínum — Jesús, gegnumsýrast af þér — þú heilagi andi Guðs, svo að ég verði með- bræðrum mínum til blessunar, svo að égjafnvel líði með þeim sem líða og þakki með þeim sem gleðjast. Gef mér djörfung til þess að segjafrá þér — Jesús, deila með öðrum, því stðrkostlega — þú dóst fyrir okkur. GUÐ HBVKlRl S'ftLM. /S: 7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.