Morgunblaðið - 20.02.1983, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.02.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 37 Föstumessur Á ÞESSARI fóstu, tímabilinu fram að páskum, eru fyrirhugaðar þrjár fóstu- messur í Fríkirkjunni í Keykjavík. Föstumessurnar verða að venju helgað- ar íhugun um pínu Krists og dauða og þeirri hlessun, er sá veruleiki trúarinn- ar veitir hverjum þeim, sem á móti hon- um tekur. Föstuguðsþjónusturnar verða að þessu sinni á þriðjudagskvöldum. Hin fyrsta þeirra verður sungin þriðjudaginn 22. febrúar og hefst kl. 20.30. Önnur föstumessan verður 8. mars á sama tíma og hin þriðja 22. mars næstkomandi. I öllum föstumessunum verður sungin Litania séra Bjarna Þor- steinssonar, en sá tónlistarflutning- ur er í hugum margra svo nátengdur föstunni, að þeir geta vart hugsað sér að missa af honum. Við þorðum ekki að velja miðviku- dagskvöldin að þessu sinni, af því að við vitum, að margur er áhugasamur að fylgjast með lífi og starfi ónefndr- ar fjölskyldu, sem sjónvarpið er sein- þreytt að kynna okkur. Fyrsta föstumessan verður því þriðjudagskvöldið næstkomandi, 22. febrúar 1983 kl. 20.30. Þá syngur Frí- kirkjukórinn úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar, þessa ljúf- asta kristindóms-söngvara íslands og frú Ágústa Ágústsdóttir syngur einsöng við undirleik organistans, Sigurðar ísólfssonar. Við vonum, að sem flestir sjái sér fært að leggja leið sína í Fríkirkjuna þetta kvöld að eiga þar uppbyggilega stund. Gunnar Björnsson VILTII HJflLPfl SATT — aö auka atvinnu- möguleika tónlistar- manna — hjálpa þeim að koma upp eigin húsnæði undir starfsemi sína — opna sjónvarpið fyrir r íslensku tónlistarefni — kynna ísl. tónlist er- lendis Það gerir þú með því að kaupa miða í bygginahappdrætti SATT — dregiö 20. febrúar. Þú getur pantaö miða í síma 15310 Gallery Lækjartorg, og við sendum þér miða um hæl — sendingarkostnaö greiöum við. Þú getur líka fyllt út formiö hér að neðan og sent okkur i pósti. Ath. þarf að hafa borist okkur fyrir mánaðarmót, en þá verða innsigluö vinningsnúmer birt opinberlega. Óska eftir að kaupa í byggingarhappdrætti SATT fjöldi — verð m. kr. 45. Nafn __________________________.„„„„„„„ Heimilisfang _______________________ Staður ____________........_________ Póstnr. ---------......._tími _______________________ Ath. þú lætur kr. 45 fylgja fyrir hvern miða sem þú pantar. Viljir þú gerast áhugameðlimur í SATT, merktu þá í reitin hór til hliðar, og við sendum þér um hæl nánari upplýsingar. Óska eftir að gerast áhugameðlimur í SATT □ EFLUM LIFANDI TÓNLIST í þök og veggi Veggeiningar Stálplötur beggja megin meö polýúre- þaneinangrun á milli. Barkar-húseiningar Framleiddar i nýjum og fullkomnum vélum Barkar hf. Stálplöturnar eru galvaniseraöar, grunnmálaöar og plast- húöaöar. Þær eru afgreiddar í litum og lengdum aö vali kaupanda. Þak- og veggeiningar Stálplötur beggja megin meö pólýúre- þaneinangrun á milli. Framfaraspor - framtíðarlausn • Færri ásar • Léttari burðargrindur • Styttri byggingartími • Minni viöhaldskostnaður • Lægri kyndingarkostnaður Hrlngið eða skrlllð eftlr íslenskum bækllngl ^BðRKUR hf ( 9 HJALLAHRAUNI 2 • SIMI 53755 • PðSTHOLF 239 • 220 HAFNARFIROt Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.—27. febrúar 1983 Stuðningsmenn Ólafs G. Einarssonar hafa opnað skrifstofu aö Skeiðarási 3, Garðabæ (húsi Rafboða hf.). Skrifstofan verður opin kl. 17—22 virka daga og kl. 13—19 um helgar. Sími 54555 FBAM TÖLVUSKÓLI Tölvunámskeið Innritun stendur nú yfir á eftirtalin tölvunámskeið er hefjast nú á næstunni. Almennt grunnnámskeið Á þessu námskeiði eru kennd grundvallaratriöi tölvufræöinnar, svo sem uppbygging tölva, helstu geröir, notkunarmöguleikar og fleira. Námskeiðiö er ætlað öllum þeim er hafa áhuga á að kynnast tölvum og notkunarmöguleikum þeirra, sem og starfsmönnum fyrirtækja er starfa nú þeg- ar við tölvur eöa munu gera þaö í náinni framtíð. Almennt grunnnámskeið fyrir unglinga Námsefnið er að öllu leyti hið sama og á almennu grunnnámskeiði aö því undanskildu aö framsetn- ing efnisins er miöuð við að þátttakendur séu á aldrinum 12—16 ára. BASIC forritunarnámskeið Efni þessa námskeiðs er miðað við að þátttakend- ur hafi einhverja undirstöðu í tölvufræðum t.d. sótt almennt grunnnámskeið. Kennd eru grundvallar- atriði forritunar, uppbygging forrita og skipulagn- ing. Viö kennsluna er notaö forritunarmáliö BAS- IC. Aö loknu þessu námskeiði eiga þátttakendur að vera færir um að rita forrit til lausnar á ýmsum algengum verkefnum er henta til lausnar meö tölvu. CP/M — COBOL Framsýn býður framhaldsnám Auk ofangreindra námskeiða býður Framsýn fram- haldsnámskeiö er hefjast á sama tíma. Meöal þeirra möguleika er þar bjóöast, má nefna: Stýri- kerfið CP/M og forritunarmálið COBOL ásamt fjölda annarra námskeiða fyrir þá sem svala vilja fróðleiksfýsn og auka við þekkingu sína. Innritun og upplýsingar um ofangreind nám- skeið í síma 91-39566 milli klukkan 13.00 og 18.00 og um helgar milli klukkan 13.00 og 16.00. TÖLVUNÁMSKEIÐ ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐ ÞINNI. Tölvuskólinn Framsýn, Síðumúla 27, Pósthólf 4390,124 Reykjavík, sími 39566.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.