Morgunblaðið - 20.02.1983, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
39
Jón Eiríksson skip
stjóri — Minning
Jón Eiríksson skipstjóri andað-
ist í sjúkrahúsi hér í borg hinn 30.
desember sl. á nítugasta aldursári.
Vil ég mega kveðja hann með fá-
einum minningarorðum þó nokkuð
sé liðið síðan hann var lagður til
hinstu hvílu.
Jón Eiríksson var fæddur 20.
júlí 1893 í Tungu í Örlygshöfn við
Patreksfjörð. Hann var kominn af
bændafólki í báðar ættir. Snemma
beindist hugur Jóns að sjónum og
sjómennsku og 12 ára gamall ýtti
hann úr vör í fyrsta sinn. Fyrst
réri hann á opnum bátum frá
Kollsvík og Látradal við Pat-
reksfjörð en fór brátt á fiskikútt-
era sem Pétur A. Ólafsson gerði út
frá Geirseyri við Patreksfjörð.
Fljótlega reyndi hann margs kon-
ar störf, ýmist á fiskiskipum eða
flutningaskipum og lauk far-
mannaprófi frá Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík árið 1914. Tveim
árum síðar lauk hann einnig far-
mannaprófi í Danmörku.
Þegar Eimskipafélagið eignað-
ist Es. Lagarfoss, árið 1917, réðst
Jón á skipið sem 2. stýrimaður og
varð brátt 1. stýrimaður á skipinu.
Var það upphafið að löngum
starfsferli hans hjá Eimskipafé-
laginu. Hann var í siglingum hjá
félaginu óslitið til ársins 1959, er
hann lét af starfi sökum aldurs.
Átti hann þá 42ja ára starfsaldur
að baki hjá félaginu, þar af 29 ár í
stöðu skipstjóra.
I maí 1941 féll honum og skips-
höfn hans á Es. Brúarfossi sú
gæfa í skaut að bjarga 33 breskum
skipbrotsmönnum suðvestur af
Grænlandi og í september 1942, 41
manni af bresku skipi á Atlants-
hafi. Hafði báðum þessum skipum
verið sökkt af kafbátum.
Jón Eiríksson var einn af stofn-
endum skipstjórafélags íslands
árið 1936 og var formaður félags-
ins í rösk 13 ár. Vann hann ötul-
lega að málefnum stéttar sinnar
og átti drjúgan þátt í góðum og
farsælum framgangi lífeyrismála
þeirra. Kvæntur var Jón Herþrúði
Hermannsdóttur Wendel. Slitu
þau samvistum. Síðari kona hans
var Guðbjört Einarsdóttir. Hún er
látin fyrir nokkrum árum. Var
þeim tveggja barna auðið. Alls
urðu börn Jóns fimm að tölu.
Með Jóni Eiríkssyni hverfur há-
aldraður heiðursmaður eftir langt
og litríkt dagsverk. Hann var í
senn traustur og „stefnufastur"
skipstjórnarmaður og athafna-
samur á sviði félagsmála. Þraut-
seigur og úrræðagóður, greindur
og ritfær í betra lagi. Má þar
minnast bókarinnar „Rabbað við
Lagga", sem Jón lauk við að rita
hálfníræður að aldri. Segir hann
þar frá mörgum eftirminnilegum
atburðum og æviminningum sín-
um. Hann ritaði einnig bókina
„Skipstjórar og skip“, sem út kom
árjð 1971. Er það gagnmerkt
heimildarrit með stuttum æviá-
gripum skipstjóra á íslenskum
kaupskipum og varðskipum og
skrá um skip þeirra.
Við starfsmenn Eimskips mun-
um áratugina frá blómaskeiði
Jóns Eiríkssonar. Við Htum til
baka nú þegar hann er horfinn. Á
tjaldi minninganna eftirlætur
þessi eftirtektarverði starfsfélagi
margar skýrar myndir sem vert er
að taka eftir. Hann vakti okkur
oft til umhugsunar um athyglis-
verða hluti, bjó yfir gagngerðri
þekkingu á sviði farmennsku og
siglinga, og miðlaði öðrum af
nægtabrunni sínum í ræðu og riti.
Þekki ég til manna sem á unga
aldri nutu einarðlegrar stjórnar
Jóns, og eru honum þakklátir fyrir
það holla vegarnesti sem hann gaf
þeim og reynst hefur farsælt í
störfum þeirra. Sjálfur kynntist
ég mannkostum hans. Við áttum
um skeið náin samskipti vegna
starfa hjá Eimskipafélaginu. Þar
leyndu sér ekki hæfileikar hans,
þegar takast þurfti á við þau
vandasömu störf sem oft biðu
skipstjórans enda ávann hann sér
virðingu og traust.
Blessuð sé minning Jóns Ei-
ríkssonar, skipstjóra.
Sveinn Ólafsson.
L
LANDSVIRKJUN
Grjótmulnings- og
flokkunarsamstæóa
til sölu
Landsvirkjun áformar aö selja, ef viöunandi tilboö
berast, grjótmulnings- og flokkunarsamstæðu sem
fyrst var sett upp viö Búrfell áriö 1966. Síöar var hún
flutt aö Sigöldu þar sem hún var síðast í rekstri
sumariö 1981.
Lýsing:
Samstæðan er í járn- og timburklæddu
stálgrindarhúsi, grunnflötur 4x15 m, hæö 15 m.
Unnt er aö mylja grjót í 5 mismunandi stærö-
arflokka.
Afköst, um 60 tonn á klukkustund,
Vélbúnaður, aöallega frá Swedala-Arbrá.
Rafbúnaður, tegund ASEA.
Helstur hlutir samstæöunnar eru:
2 matarar.
3 mulningsvélar.
2 tvöföld hristisigti.
1 tvöfalt þvottasigti.
I sandþvottavél (spiral classifier).
II færibönd, ýmsar stæröir.
4 geymsluhólf, stærö samals 75 m3
Væntanlegum bjóöendum veröur gefinn kostur á aö
taka þátt í skoðunarferð aö Sigöldu þar sem sam-
stæöan er nú.
Þátttöku þarf aö tilkynna eigi síðar en 25 þ.m.
Nánari upplýsingar gefur Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
byggingardeild Landsvirkjunar, Grensásvegi 13,
Reykjavík, sími 83058.
Víðmælum
sparnaði!
ódýraökuferðinhefst íAmsterdam
Áætlunarflugið til Amsterdam og sérsamn-
ingar við InterRent færa þér meistaralega
hagstætt heildarverð fyrir flug og bíl. Ferðin
yfir hafið tekur aðeins þrjár klukkustundir og
á flugvellinum býður þín nýr eða nýlegur
bílaleigubíH í toppstandi, tilbúinn í ótak-
markaðan akstur án nokkurs kílómetragjalds.
Stórborgin Amsterdam - eina sanna Evrópu-
hjartað - er kjörinn upphafspunkturökuferðar
um Evrópu. Borgin er lífleg og miðsvæðis og
þú ekur síðan áhyggjulaus til annarra landa því
alls staðar er InterRent þjónusta skammt
undan og þú að sjálfsögðu tn/ggður í bak og
fyrir gagnvart öllum mögulegum og ómögu-
legum óhöppum.
Leitið til
söluskrifstofunnar
eöa feröaskrifstofa.
Flugfélag með ferskan blæ
ARNARFLUG
Lágmúla 7, sími 64477