Morgunblaðið - 20.02.1983, Síða 42

Morgunblaðið - 20.02.1983, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 legar torfærur, reyndi hann þær alltaf fyrst á sjálfum sér og sá svo um að allir kæmust klakklaust yf- ir. Hann gat orðið hvass í máli og jafnvel hressilega reiður ef brugð- ið var útaf þeim reglum, sem hann hafði sett okkur, en var ávallt til viðræðu ef einhver hafði eitthvað skynsamlegt fram að færa. Jón lifði og hrærðist í þessum ferðum, með gleði þeirra og basli eftir at- vikum, vetur sem sumar, í byggð sem í óbyggðum, ótrauður stóð hann undir hvaða atvikum sem upp kunnu að koma, sem sá óbil- andi klettur sem hægt var að treysta á. Það verður erfitt fyrir okkur, gömlu félagana, að hugsa okkur ferðirnar án hans. Hann ann landinu og náttúru- verndarsjónarmið voru honum ofarlega í huga, enda gekk hann fram um það að kenna okkur góða umgengni og tillitssemi við landið og náttúruna. Jón var ákaflega barngóður, og ég á þess skemmst að minnast, þegar ég var inni í Þórsmörk á síðastliðnu hausti með barnabörn- in mín tvö, hversu hlýr og góður hann var við „strákana mína“, eins og raunar öll önnur börn sem þar voru, og hversu mikla ást sá yngri, 5 ára gamall, fékk á honum. Hann mátti ekki frá honum víkja, og Jón leiddi hann við hönd sér langar leiðir og talaði við hann um alla heima og geima. Og sá eldri, 10 ára, sagði þegar hann frétti lát Jóns: „Það getur ekki verið að hann Jón sé dáinn, hann sem allt- af var svo hress — og svo góður." Hann gaf sér alltaf tíma til þess að sinna börnunum líka, og slíkt gleymist ekki. Enda sýndu þau það eftirminnilega að þau mátu hann fyrir það, þegar haldið var upp á sextugsafmæli hans með há- tíð á Lýsuhóli, og þau sæmdu hann heiðursmerki sínu og töluðu fyrir minni hans. Við byggingu skála Útivistar í Básum í Þórsmörk átti Jón mörg handtökin, ekki síst á síðastliðnu hausti, þegar verið var að ganga frá svæðinu kringum skálann. Þá voru hendur sannarlega látnar standa fram úr ermum. Hann stjórnaði verkinu af mikilli hörku og dugnaði, því það voru síðustu forvöð að ljúka því fyrir veturinn. Þá var ekkert gefið eftir, og rogast með fleiri tonn af grjóti í hleðsl- una við húsið, en þá sáum við líka árangur af dagsverki okkar, og glöddumst yfir því. Síðasta ferðin sem ég fór með Jóni sem fararstjóra, var hin ár- lega kirkjuferð Útivistar á nýbyrj- uðu þessu ári. Við vorum heppin með veður, sólskin á öllum fjöllum og stilla. Við gengum í rúmar tvær klukkustundir í fjörunni á Kjal- arnesi, áður en farið var til kirkju að Saurbæ. Við áðum undir háum kletti, sátum á fjörusteinunum í góða veðrinu, Jón í miðjum hópn- um, lék á als oddi, hrókur alls fagnaðar, eins og ævinlega undir slíkum kringumstæðum. Þannig held ég að við viljum flest muna hann, fararstjórann, miðpunkt hópsins, ferðafélagann, hressan og kátan, vin okkar allra. Það síðasta sem ég sá til hans, var á myndakvöldi hjá Útivist, þar hafði hann síðasta orðið, og hvatti okkur öll til þess að koma í tunglskinsgöngu kvöldið eftir, hann ætlaði sjálfur að vera farar- stjóri. Við mættum, fullt tungl ljómaði af heiðum himni — en Jón kom ekki. Annar fararstjóri hljóp í skarðið — Jón hafði verið fluttur á sjúkrahús þá um morguninn. Spor Jóns um landið, með ströndum fram og upp til fjalla, eru orðin mörg. Það er sjálfsagt fokið í þau spor. En í þau spor sem hann markaði í huga og hjörtu okkar sem með honum gengu, mun ekki fjúka. Við eigum svo margs að minnast, svo margt að þakka, að hann gleymist okkur ekki, hversu gömul sem við verðum. Andlátsfregn hans kom sem reiðarslag, því við stóðum öll í þeirri trú að hann væri á batavegi. Ég vil að lokum heimfæra á hann það orðtak sem hann hafði sjálfur samið og orðið er einskon- ar einkunnarorð fyrir Útivist: „Allt er gott sem búið er, betra það sem eftir er — og bjart fram,- un^an." Já^ éj^vona, að á þeirri göngu sem hann nú hefur hafið, megi vera bjart framundan. Við sem horfum á eftir honum, fylgj- um honum áleiðis í huganum, óskum honum góðrar ferðar og þökkum af alhug samfylgdina. Eiginkonu hans, börnum og öðr- um vandamönnum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar í framtíðinni. Nanna Kaaber Kveðja frá Félagi Matvörukaupmanna Nú þegar kaupmenn sjá á bak aftur Jóni I. Bjarnasyni ritstjóra Verzlunartíðinda og blaðafulltrúa Kaupmannasamtaka íslands, þá setur á hljóða. Skarð er fyrir skildi. Jón hafði, síðan 1963, eða í tutt- ugu ár, sinnt ofangreindum störf- um hjá KÍ. Hjá samtökum eins og þessum, með fátt starfsfólk, þá er mikils um vert að til starfa veljist samvizkusamt og gott fólk, trú- verðugt í alla staði. Jón hafði þetta til að bera. Hann var alltaf að, enda starfið mjög erilsamt. Jón var ætíð boðinn og búinn til að aðstoða kaupmenn þegar leitað var einhverra upplýsinga eða að- stoðar við hin ýmsu mál. Ásamt ritstjóra- og blaðafull- trúastarfi hjá KÍ var Jón ritari framkvæmdastjórnar og full- trúaráðs samtakanna og sat alla fundi þeirra. Að auki sat hann mjög oft stjórnar- og almenna fé- lagsfundi hinna ýmsu félaga ásamt öðru starfsliði samtakanna, t.d. þegar óskað var upplýsinga um hin mörgu viðfangsefni sem þetta fólk innir af hendi fyrir kaupmenn. Mér er til efs að nokk- ur hafi ritað eins margar fundar- gerðir og Jón sl. 20 ár. Ennfremur ritaði Jón fjölda blaðagreina á þessum tíma um málefni kaup- manna, t.d. sögu Félags matvöru- kaupmanna þegar félagið varð 50 ára árið 1978, enda maðurinn fróð- ur um sögu verzlunar í Iandinu. Annar þáttur í lífi og starfi Jóns voru ferðalög. Hann var í áratugi fararstjóri í hópferðum innan- lands, fyrst hjá Ferðafélagi ís- lands og síðar hjá Útivist, en Jón var einn af forvígismönnum að stofnun Útivistar. Jón var auðvit- að sjálfkjörinn fararstjóri í allar ferðir á vegum KÍ. Hann var mjög vel að sér í sögu landsins og kunni svör við hinum ólíklegustu spurn- ingum farþeganna. Ég held að all- ir þeir, sem nutu leiðsagnar hans um iandið geti staðfest þetta. Eitt af eftirlætissvæðum Jóns á landinu var Reykjanesið og Reykjanesfólkvangurinn. Jón tal- aði oft um þetta svæði. Hann bókstaflega þekkti hvern fermetra þess að manni fannst, og var mjög annt um þennan stað. Hann hafði sérstaklega kynnt sér fornar gönguslóðir um þetta svæði eftir frásögnum eldri manna sem nú eru fallnir frá, og hafði skráð þetta niður. Ennfremur má nefna Þórsmörk og Hornstrandir. Jón var kvæntur mikilli ágæt- iskonu, Lilju Maríasdóttur, og eignuðust þau sex börn. Fyrir hönd félaga í Félagi mat- vörukaupmanna, flyt ég þeim innilegar samúðarkveðju'r, um leið og við þökkum Jóni fyrir sam- starfið á liðnum árum. Guð blessi hann. Ólafur Björnsson Fráfall Jóns I. Bjarnasonar, óvænt og skyndilegt, skilur eftir vandfyllt skarð innan vébanda Kaupmannasamtakanna, en þeim voru störf hans að mestu helguð síðustu 20 árin. Þar var hann gjör- kunnugur mönnum og málefnum. Aðalstarf hans var ritstjórn mál- gagns samtakanna, Verslunartíð- inda. Það var metnaðarmál hans að ritið væri vel úr garði gert. Sjálfur var Jón óvenjuvel ritfær, hafði næma tilfinningu fyrir máli og stíl. Honum var létt verk að skrifa um hin margvíslegustu málefni. Að því mun koma að saga Kaupmannasamtakanna verður skráð. Þá verður leitað fanga í blaðinu, sem Jón ritstýrði og skrifaði sjálfur að verulegu leyti. Ljúft er að minnast Jóns^íngi-^ bergs. Hann var hreinskiptur og einlægur, glaður á góðri stund, hafði yndi af söng og ljóðum. Hann var fjölfróður ferðagarpur. 1 stuttri ferð á Vestfjörðum fyrir nokkrum árum mátti glöggt heyra, að hann var jafnvígur á land og sögu. Ég átti mér þá ósk, að ferðast um Hornstrandir undir leiðsögn Jóns. Nú er útséð um þann draum. Síðustu samskipti okkar á vettvangi starfs hans voru þau, að hann hringdi til mín fyrir nokkr- um vikum og bað mig að skrifa grein í blaðið um tiltekið efni. Ég baðst undan því þá, af ástæðum sem hann skyldi vel, en lofaði að svara bón hans jákvætt í næsta blað. Mér þykir miður, eins og nú er komið að svarið var neikvætt. Þar um verður ekki bætt. Og þó, merkið stendur þótt maðurinn falli var einhvern tíma sagt. Frá- fa.ll Jóns ritstjóra í miðri starfs- önn kallar á nýjar hendur til starfa. Jón var mikill gæfumaður um marga hluti. Hann var giftur Guð- björgu Lilju Maríasdóttur, ein- stakri öndvegiskonu, og átti 6 mannvænleg börn og 7 barnabörn. Honum gáfust tækifæri, m.a. fyrir tilstilli ágætrar eiginkonu, að sinna áhugamálum við félagsstörf og sem fararstjóri um landið, og þá helst um óbyggðir og öræfi. Frá unglingsárum hafði hann mikið yndi af slíkum ferðalögum. Halldór Laxness hefur sagt að ljóðið sé „viðkvæmasta bók- menntaform íslands". Jón Ingi- berg var ágætt ljóðskáld, raunar ótvíræður skaði hvað lítinn tíma hann gaf sér til ásláttar á ljóða- hörpu sína. AU mörg ljóða hans birtust þó opinberlega. Af þeim má glöggt sjá, að hann var hagur Ijóðasmiður. Ljóð hans Vor er á þessa leið: Nú vaknar lítiú lauf í mó og lýtur rakri mold í bæn, við unaósblíóa aftanró, og aftur verður jöróin gra*n. Nú kveóur lítil lind í hlíó, sitt Ijóó til vorsins — heita bæn, svo undurþýtt og unaósblítt aó aftur veróur jöróin græn. Og aftur speglast rós vió rós í rökkurskyggóum straumsins hyl. Vió hæsta tind, aó ysta ós, er yndislegt aó vera til. Af næmleik var harpan slegin, hér þarf engu við að bæta. Ferðin undir handleiðslu Jóns vinar míns um Hornstrandir verð- ur ekki farin. Hitt er jafnvíst, að orð skáldbróður hans frá síðustu öld, Gríms Thomsens, eiga við um þá, sem nú sakna vinar i stað „en — þó aó þaó séu þolnir menn þeir koma bráóum aó‘\ Þegar farinu verður lent er ekki lítils um vert að vita glaðbeittan fararstjórann og skáldið í vörinni, þaulkunnugan öllum leiðum. Ég votta öllum aðstandendum ein- læga samúð. Sigurður E. Haraldsson Jón Ingiberg Bjarnason fæddist í Álfadal á Ingjaldssandi 8. júní 1921. Foreldrar hans voru Jóna Guðmundsdóttir og Bjarni ívars- son, búfræðingur og bóndi. Jón var elstur 5 systkina og átti auk þeirra fóstursystur. Þau eru Guð- mundur, Elísabet, ívar, Gunnar og fóstursystirin Hulda Guðmunds- dóttir, sem öll eru á lífi. Jón elst upp í faðmi vestfirskrar náttúru, þar sem hún er hvað feg- urst og litríkust og mótast þar allt til 17 ára aldurs, að foreldrarnir bregða búi fyrir vestan og flytjast að EHiðakoti við Reykjavík. Hon- um voru æskustöðvarnar hug- leiknar, sem kom oft fram í ræðu hans og riti bæði í bundnu og óbundnu máli. Að loknu hefðbundnu barna- skólanámi og námi við Núpsskóla og Samvinnuskólann stefnir hug- urinn í fótspor föðurins að búnað- arnámi. Bjarni faðir hans hafði numið við Bændaskólann á Hvanneyri og þaðan lýkur Jón síð- an búfræðinámi. Jón ætlar sér búfræðistarfið sem lífsstarf, því nú sækir hann danska og sænska landbúnaðarskóla og stundar auk þess nám í einn vetur við Land- jiújiaðarháskójanp. j ^aUPOWWA.-. höfn. En forsjónin ætlar honum annað hlutskipti. Hugur hans stefnir nú að skáldskap og rit- störfum og síðan verslun. Mest af ljóðum hans, hugverkum og ritum er óbirt. Verslun rekur Jón síðan að Langholtsvegi 131 eða frá 1956—1963, að hann ræðst til Kaupmannasamtaka fslands og starfar þar til dauðadags. Skulu störf Jóns hjá Kaupmannasam- tökunum eigi rakin hér, það munu aðrir gera. Ekki fer hjá því að menn sem Jón séu kjörnir til ýmissa trúnað- arstarfa. Hann var ritstjóri Versl- unartíðinda, rits Kaupmanna- samtaka íslands, frá 1963, en hafði áður setið í ritnefnd. Sat í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins. Stofnandi Átthagafélags Ingj- aldssands og í stjórn þess. í stjórn Óháða safnaðarins í Reykjavík. Fararstjóri hjá Ferðafélagi fs- lands um árabil. Stofnandi og í stjórn féiagsins Útivist, ritstjóri ritsins „Útivist", og aðalfarar- stjóri sama félags til dauðadags. Jón skrifaði fjölmargar greinar og ljóð í blöð og tímarit. Greinar hans voru að mestu lýsingar á landsháttum, mannlífi og sögu, bæði frá heimahögum hans á Vestfjörðum og öðrum landshlut- um í byggð og óbyggð. Auk þessa hefur Jón búið út sjónvarpsþátt um sögulegar minjar á Hellis- heiði. Hann unni íslenskri nátt- úru, þar sem öræfi landsins áttu hug hans allan. Hann var einkar næmur fyrir eðli og örlögum lands og þjóðar og hafði aflað sér víð- tækrar þekkingar á sögu vorri. Það veitti honum sjálfum mikla nautn og unað að setjast niður þar sem víðsýni var og njóta allra þeirra töfra og tóna, sem íslensk náttúra getur ein stillt saman í formi gróðurs, fjalla, dala, linda og vinda. Það var á slíkum stund- um, sem samferðafólkið fékk í rík- um mæli notið ieiðsagnar hans, þar sem kennileiti voru tengd at- burðum sögunnar og tilurð og sköpun landsins varð sem opin bók, þeim sem á hlýddu. Hann hafði ákveðnar skoðanir á náttúru og fyrirbærum og færði rök fyrir þeim skoðunum sínum. Sannfær- ingarkrafturinn var óbifandi og hreif samferðamanninn iðulega svo, að þjóðsagan eða munnmæla- sagan varð lifandi og trúverðug. „Hreysið" við Tungnaá taldi Jón ótvírætt aðsetursstað útilegu- manna, en ekki áningarstað byggðamanna í fjallaferð. Að þessu hefur hann fært rök í ritaðri grein. Svo mætti fleira nefna. Énda þótt Jón hefði hæfileika til þess að gera náttúruna auðugri og morandi af lífi í hugum samferða- mannanna, var það þó hið rólega, prúða og yfirvegaða fas hans er allir, sem honum kynntust, kunnu að meta. Hann gerði sér ætíð grein fyrir þeirri ábyrgð, sem fylgdi fararstjórn og mat lands- lag, veður og aðstæður með tilliti til hópsins. Markmiðið var „allir heilir heirn". Iðulega sást Jón meðal þeirra seinfærustu í hópn- um. Þeir ætluðu einnig að ná loka- takmarkinu og þurftu uppörvun og aðstoð. Þeir ferðafélagar voru honum ævinlega þakklátir. Á lífsleiðinni fylgir okkur guð- leg forsjón. Samt er oft stutt milli láns og ógæfu, og guðlegri forsjón verður ekki storkað af oss misvitr- um mönnum, ef vel á að fara. í óbyggðaferðum á þetta ekki hvað síst við. Aldrei má tefla á tæpt vað og ávallt skal sjá fyrir endalok ferðar. Jón I. Bjarnason var gæt- inn og athugull leiðsögumaður. Hann bar gæfu til að meta rétt aðstæður og taka ákvarðanir í samræmi við þær. Um þetta skulu nú nefnd dæmi. 40 manna hópur var staddur við Hagavatn. Skyldi gengið upp að vatninu og affallið með klakaburðinum skoðað, en allt var þetta í foraðsvexti. Einnig skyldi hið fagra gil frá fyrra af- falli úr vatninu kannað, en til þess þurfti að fara yfir þar til gerða göngubrú, sem var nú reyndar ætluð gangnamönnum við smölun afrétta, en ekki öræfaþyrstum þéttbýlisbúum. Var unað við at- hugun á hinu einstæða sjónarspili jökuis og vatns og síðan haldið niður að nýju og numið staðar við A’Um i iujíþoð þffur.J.QJi Mt uw.... að óvarlegt væri að halda með all- an hópinn yfir brúna til athugun- ar á áðurnefndu gili, því gilskoð- uninni var frestað. 15 mínútum eftir að hópurinn var við brúna var hún horfin. Höfðu stórir jakar ásamt flóði vatns sópað stöplum með brúnni niður í beljandi jök- ulvatnið. Engum getum skal að því leitt, hvað orðið hefði um hóp- inn, vestan jökulvatnsins, þar sem a.m.k. 12 stunda gangur var til byggða og veður válynd. Sjálfsagt hefði nokkrum, en ekki öllum, úr hópnum tekist sú ganga. Tillits- semi við ferðafélagana var Jóni tamin á hverju sem gekk. I miðj- um hlíðum í fjallgöngu, er fyrir- sjáanlegt var að snúa yrði við sök- um hríðarveðurs, var hópurinn kallaður saman og svofelld yfir- lýsing gefin: „Hér verðum við að snúa við, en ef einhverjir vilja halda áfram, skal ég ganga með þeim svolítið hærra á fjallið. Ykk- ur hin bið ég að halda niður á veg til bílanna." Ég veit að ég mæli fyrir munn allra þeirra fjölmörgu ferðafélaga og samferðamanna, er nutu leiðsagnar hans í lengri og skemmri ferðum, er ég þakka hon- um fróðleik og trausta farar- stjórn. Störf fyrir félagið Útivist voru Jóni I. Bjarnasyni hugsjónir. Hann var, eins og áður sagði, einn af stofnendum þess félags og fórn- aði fyrir það frístundum sínum. Hann vakti yfir velferð þess og hefur, að öllum öðrum ólöstuðum, verið driffjöður starfseminnar á öllum sviðum. Sem ritstjóri ritsins „Útivistar" auðnaðist honum að sjá myndar- lega útgáfu þess nokkru fyrir and- lát sitt. Eitt af síðustu stórverkum Jóns I. Bjarnasonar í þágu félags- ins er jarðvinna, skipulögð og stjórnað af honum í Básum í Þórsmörk síðastliðið sumar og haust. Þar naut sín grundvallar- menntun hans og útsjónarsemi, er stórir hópar félaga unnu undir hans stjórn að varanlegri fram- ræslu við hinn dýrmæta skála fé- lagsins. Jón var ætíð allur í því sem á dagskrá var hverju sinni. Gilti einu hvort það var vinnuferð í Þórsmörk eða fararstjórn. En umfram allt var hann „félagi" í orðsins fyllstu merkingu. Jón kvæntist 1951 Lilju Marí- usdóttur og eignuðust þau 6 börn, Jón Eyjólf lækni, kvæntur Hjör- dísi Claessen lyfjafræðingi, þau eiga tvo drengi; Bjarna Maríus rafeindavirkja, kvæntur Þóru Ingimarsdóttur, þau eiga tvær dætur; Vigdísi yfirskjalavörð Al- þingis, gift Benedikt Jóhannessyni stærðfræðingi, þau eiga tvö börn; Þuríði Elfu þroskaþjálfa, eigin- maður Árni Þórðarson tannlækn- ir; Guðna Franklín verslunar- stjóra og Björn Ingiberg nema, sem báðir eru í heimahúsi. Jón I. Bjarnason var gæfumaður í sínu einkalífi. Hann var sjálfur hlýr og ástríkur heimilisfaðir, þrátt fyrir að ferðir til fjalla tækju hann frá heimilislífi margar helgar og stórhátíðir. Skilningurinn var gagnkvæmur, öræfin seiddu og aðrir voru einnig í þörf fyrir hann, þess á milli var hann allur fjöl- skyldunnar. Honum ber að þakka allt hans fórnfúsa starf í þágu fé- lagsins Útivistar. Ekki síður ber að þakka eiginkonu hans og börn- um skilning og óbeina fórn í þágu annarra. Jón I. Bjarnason var skyndilega burt kallaður er hann lést af hjartabilun. í heimsókn til hans á Landspítalann daginn fyrir and- látið var svo sannarlega engan bilbug á honum að finna. Fullt fang verkefna til þess að takast á við að bata fengnum. Elskulegri eiginkonu hans og börnum, svo og aðstandendum öll- um, skal vottuð hin dýpsta samúð. Við Jónína þökkum honum sam- verustundirnar í leik og starfi. Sjáumst. Sigurþór Þorgilsson l-angt til vi’toýa, hciAi hátl llutfann hriittu sporin. IWíi í‘K tvt'Ktya manna niáll, mundi í'K h'KKjaKt úl á vorin. (NtcCán frá llviladal.) Við andlát Jóns I. Bjarnasonar JiUlióca. hjá .Kaupuiaanasiuutök—

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.