Morgunblaðið - 20.02.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.02.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 Ungir myndlistarmenn Myndlist Bragi Ásgeirsson Vissulega er það mikil sýning, sem nú fyllir alla Kjarvalsstaði og er helguð ungum myndlistar- mönnum þrjátíu ára og yngri. Framtakið hefur vakið drjúga at- hygli, því að sýningin er ekki ein- asta mikil um sig, heldur markar hún tímamót í íslenskri myndlist- arsögu og er eitt merkasta fram- lag til sýningarhalds hér í borg um árabil. Það er auðséð, að það eru myndlistarmenn, er nú sitja í stjórn Kjarvalsstaða og ráða ferð- inni og megi svo ávallt verða. í mörg ár hefur það verið höfuð- verkur þeirra, er vilja vera með á nótum um þróun nýrri viðhorfa í íslenskri myndlist, að yfirleitt er boðið upp á rýrar og fátæklega upp settar sýningar hinna yngri, ótal slíkar en enga heildarúttekt. Á þetta hef ég margoft bent í skrifum mínum, enda var mér ljóst, að margar þessar sýningar voru ekki marktækar um getu við- komandi listamanna vegna furðu- legs kæruleysis um ytri búnað. Gott dæmi um þetta voru sýn- ingarnar á Suðurgötu 7, svo og langflestar þær sýningar, er sett- ar eru upp í húsakynnum Nýlista- safnsins. Þessar sýningar hafa fælt frá sér gesti í slíkum mæli, að þangað koma nær einungis nánir ættingjar og vildarvinir. Stundum hafa sýningar verið þess eðlis, að áhöld voru á því, hvort umfjöllun væri réttlætanleg nema í sérstök- um dálkum fagrita, sem engir lesa nema forstokkaðir sérvitringar. Af ofanskráðu má ráða hve sýn- ingin á Kjarvalsstöðum er mikils- vert framtak, og ef eitthvað vant- ar á þessa sýningu, þá mátti sjá sitthvað af því á sýningunni við Selsvör, „Gullströndin andar“. Hafi það ekki allskostar gefið rétta mynd, skrifast það á reikn- ing viðkomandi. Gerð var svipuð úttekt á list ungs fólks árið 1967, annað fram- tak en af öðrum toga var pop- sýningin á Listasafni íslands um miðjan síðasta áratug, en þá var verið að gera úttekt á fortíðinni. Á sama hátt er t.d. raunhæft nú þeg- ar að gera svipaða úttekt á kons- ept-árunum hérlendis, sem nú teljast víst heyra fortíðinni til. En hvað er eiginlega list ungs fólks og hvernig skilgreinist hug- takið? Til að forða misskilningi er rétt, að það komi fram strax í upp- hafi, að ungir myndlistarmenn og ung list er alls ekki það sama. Haldi það einhver, er kominn fram varhugaverður hugtakarugl- ingur, því að listamenn fara sjald- an að gera mjög persónulega list fyrr en eftir þrítugt. Öll list, sem telst skapandi, er ung og fersk, eftir að hún er gerð, og skiptir ekki máli aldur gerandans. Ungir geta einnig verið íhaldssamir og akademískir ekki síður en hinir eldri, og list hinna eldri getur ver- ið í hæsta máta frumleg og þróttmikil nýsköpun. Myndir Frakkans Jean Dubuffet, sem er kominn á níræðisaldur, myndu t.d. falla inn í sýningar á verkum ný- bylgjumálaranna í Evrópu — um leið og þær bæru líkast til af fyrir ferskleika. Sá telst höfundur lista- stílsins art-brut. Það er vænlegast að taka fyrir það strax, að einhverjir kallar úti í heimi fari að flokka listamenn eftir aldri og búa til kynslóðabil, — hugtak, sem er tilbúningur og hefur valdið ómældum skaða í mannlegum samskiptum. Aldurstakmarkið 30 ár er nokk- uð vafasamt, þar sem það veldur ruglingi, því að á alþjóðlegum sýn- ingum, svo sem Parísarbiennalin- um er það 35 ár, og sýnendur mega verða 36 ára árið sem þeir sýna. Slíkar sýningar eru fyrst og fremst til þess settar upp að gefa ungu fólki tækifæri til þess að kynnast hvers annars vinnubrögð- um í ólíkum löndum. Því miður hefur hér orðið öfug þróun, þannig að sýningarsalir stórborganna vilja helst sjá á þessum sýningum staðfestingu á því, sem þeim er þóknanlegt og hefur markaðsgildi. Ótrúlegur fjöldi myndlistarmanna fellur hér í gildru, enda eru ósjálfstæðir listsagnfræðingar yf- irleitt iðnir við að hamast í sjálf- boðaliðsvinnu fyrir vellauðuga listaverkakaupmenn, — auk þeirra er þiggja harðan gjaldmiðil fyrir skoðanir sínar. Þannig hafa þessar sýningar orðið eins konar stefnuyfirlýsing eða „manifest" listaverkaspekúlanta. Upp kemur enn eitt vandamál, er í raun sprengir grundvöll þess, að réttlætanlegt sé að halda slíkar sýningar. Á ég hér við það fólk, er hefur nám í listaskólum á milli þrítugs og fertugs, og um það eru til ótal dæmi og fjölgar stöðugt. Um fertugt skulum við segja er þetta fólk máski farið að skapa sjálfstæð verk og er þá í hópi ungra listamanna, hvað sem aldr- inum líður. Þessu getur væntan- lega enginn neitað, nema með út- úrsnúningum því að þetta er sjálfgefið. Að sjálfsögðu á þetta einnig við um fólk er byrjar seint að mála en velur leiðir utan skóla. Ofanskráð ætti að koma fólki í skilning um það, að hér er ein- göngu verið að kynna list ákveðins aldursflokks og að gera úttekt á því sem ungir að árum eru að gera í myndlist. - O - Og hvað er svo hin svonefnda nýbylgja í málverki og hvernig er hún til komin? Því væri án vafa auðveldast að svara með því, að eftir að hugmyndafræðileg list hafði verið ríkjandi sem nýlist í áratug ásamt ýmsum öðrum til- tektum, var listheimurinn búinn að fá nóg. Fólk var hætt að koma í sýningarsalina til þess að sjá sömu sýninguna í hundruðustu út- gáfunni — sýningarsalirnir voru að fara á kúpuna austan hafs og vestan. Þörfin fyrir nýtt eldsneyti í vél listaverkamarkaðsins var þannig mjög brýn. Listaverka- kaupmenn og listfræðingar þeirra höfðu upp til hópa snúið baki við sígildum aðferðum í gerð mynd- verka um langt skeið. Hugtök höfðu verið teygð og sveigð í allar áttir og menn voru komnir á leið- arenda — gjaldþrot þessara við- horfa blasti við. Þetta er ein skýr- ing og í fullu gildi, en samt alls ekki tæmandi. Þrátt fyrir allt og jafnvel fyrir óorðsstimpil, sem fylgdi því að mála og vinna í hefðbundnum miðli, voru þeir margir, er létu sér fátt um finnast og unnu sallarólegir að list sinni í hreinu málverki og skúlptúr. Könnuðu jafnframt nýjar leiðir innan þeirra marka. Greinarhöfundur fylgdist mjög vel með því, hvernig málverkið kom aftur. Umbyltingin varð á ár- inu 1981. Það var þó ekki með glöðu geði, sem listaverkakaup- menn og listfræðingar urðu nú að éta ofan í sig fyrri fullyrðingar um málverkið. Þeir urðu þó að finna leið út úr andlegri og efna- hagslegri kreppu, er hótaði að sópa þeim öllum út úr sviðsljós- inu. Endurnýjunar var vissulega þörf: Menn hugsi sér einungis eitthvað jafn óraunhæft og mál- verk á hinum stóru alþjóðlegu listsýningum fyrir aðeins fimm árum! Eftirsókn eftir sífelldum hrær- ingum og umbyltingum setur svip sinn á list samtímans og ósjaldan spyr maður sjálfan sig, hvort menn séu virkilega búnir að glata hæfileikanum til lifandi endurnýj- unar sýnilegra fyrirbæra — þurfi stöðugt að nærast á einhverju nýju — jafnvel ímynduðu og fjar- stýrðu. Geti einungis notið sömu sýnar einu sinni og svo sé hún úr- elt og gömul, í stað þess að sjá eitthvað nýtt og óvænt í hvert skipti, sem sami hluturinn er skoðaður. Líkt og menn upplifa ljóð á nýjan hátt, í hvert sinn sem það er lesið, í stað þess að læra það utan að, án þess að upplifa það né skilja. Skyndilega fundu menn eitt- hvað nýtt í málverkum nokkurra 9>nEu VORUBILAHJOLBARÐAR þýsk gæðavara Stærðir 1100x20/ gróft og fínt mynstur Heildsölubírgðír fyrirliggjandi. Einkaumboö á íslandi TrPON Kirkjutorgi 4, Reykjavík. S. 27244. Sölustjóri: Guðmundur Jóhannesson Innri-Njarðvík, s. 92-6032. SÖMU GÆÐI — BETRA VERÐ Clara — Clarens Höfum fengið hinar frábæru Clarens snyrtivörur Clarens fyrirtækiö hefur sérhæft sig í framleiðslu olía og krema til styrkingar á húöinni, ásamt sérstökum brjósta- nuddtækjum. Þessar vörur eru nú til sölu hjá okkur og gefum við sérstakan kynningaraf- slátt út þennan mánuö. Komið og kynnist því bezta á þessu sviöi. Bankastræti 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.