Morgunblaðið - 20.02.1983, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
Pósthúsið í Prag hertekið í innrásinni.
Óleystar ráðgátur
Slansky-málsins
1951, var hann sæmdur nokkrum
æðstu heiðursmerkjum Ríkisins
og „Rude Pravo" (hann var rit-
stjóri þess um skeið) kallaði
hann „óþreytandi baráttumann"
og „einn af frábærustu leiðtog-
um flokksins." Kvöldið áður en
hann var tekinn fastur sat hann
að sumbli með forsætisráðherr-
anum, Antonin Zapotocky, og
hópi rússneskra gesta.
Allir sakborningarnir 14 og
sækjendurnir urðu að læra hlut-
verk sín utanbókar af segul-
bandi. Sakargiftirnar voru á þá
leið að þeir væru „trotzkískir,
títóískir, zíonískir, borgaralegir,
þjóðernissinnaðir landráðamenn
og óvinir þjóðarinnar", að þeir
væru útsendarar leyniþjónustu
Breta, Bandaríkjamanna og
Frakka og að þeir hefðu reynt að
grafa undan efnahagskerfinu
með spellvirkjum, haft sam-
vinnu við Gestapo í stríðinu og
grafið undan kommúnista-
flokknum. Öll ákæruatriðin voru
upplogin og fölsuð.
Nefndin, sem var skipuð 1968
til þess að rannsaka réttarhöld-
in, segir að þeim hafi verið mis-
þyrmt líkamlega og andlega, en
þótt hún hafi verið fordæmd síð-
an fyrir hlutdrægni hefur hún
ekki verið gagnrýnd fyrir að fara
rangt með staðreyndir. Með and-
legum og líkamlegum pyntingum
tókst að fá alla sakborningana
til að játa.
Þetta var í fyrsta skipti sem
ákæra um Zíonisma kom fram í
sýniréttarhöldum og mikið veð-
ur var gert út af „raunverulegum
nöfnum" nokkurra sakborn-
inganna. I ákærunni var sagt, en
aldrei sannað, að Slansky héti
réttu nafni Salzmann.
Dómarnir í málinu féllu 27.
nóvember 1952 og 3. desember
voru 11 hinna dauðadæmdu
teknir af lífi. í kveðjubréfi frá
þeim öllum nema Slansky til for-
seta Tékkóslóvakíu og fjöl-
skyldna sinna tóku þeir allir
játningar sínar til baka. Ekkj-
urnar og börnin fengu bréfin
ekki fyrr en 1968.
Líkum hinna líflátnu var
brennt. Dreifa átti öskunni í
skóglendi í nágrenni Prag. í
staðinn var öskunni bætt í sand,
sem borinn var á svellaðar götur
Prag.
Sakborningarnir þrír, sem
héldu lífi, Artur London, Vavro
Hajdu og Eugen Löbl, voru
leiddir aftur til klefa sinna og
seinna fluttir í nokkur fangelsi,
t.d. í úrannámunum í Pribram
og virkinu í Leopoldov. Aðbún-
aðurinn minnti á fangabúðir
fyrri tíma.
Nokkur önnur málaferli fóru
fram í Prag um svipað leyti og
hundruð saklausra manna voru
dæmdir til dauða eða til langrar
fangelsisvistar.
Einn þeirra sem voru hand-
teknir var Gustav Husak, sem
var dæmdur í ævilangt fangelsi
fyrir „borgaralega þjóðernis-
stefnu", og hans var getið í
Játningu" Vladimir Klementis
fyrrum utanríkisráðherra í öðr-
um sýniréttarhöldum. Kvöldið
áður en Slansky var hengdur var
ÞRJÁTÍU ár eru síðan síöustu meiriháttar sýniréttarhöld
Stalínstímans náðu hámarki með aftökum fyrrverandi leið-
toga Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu, Rudolf Slansky, og
10 annarra háttsettra kommúnistum. Nokkur fórnarlamb-
anna, þeirra á meðal Slansky sjálfur, hafa enn ekki fengið
fulla uppreisn æru, þótt fórnarlömb flestra annarra sýnirétt-
arhalda hafi verið tekin í sátt.
Slansky hefði getað fengið
fulla uppreisn 1968 þegar rann-
sóknarnefnd kannaði hvort rétt-
arhöldin hefðu verið lögleg, en
þar sem stjórn Alexanders Dub-
cek, sem fyrirskipaði rann-
sóknina, er liðin undir lok og
hefur verið rúin æru, fær hann
varla uppreisn úr þessu. Það
eina sem embættismenn vilja
segja nú er að komið hafi í ljós
að réttarhöldin hafi verið sett á
svið og að fórnarlömbin hafi ver-
ið „endurreist" 1963. Að öðru
leyti er málinu lokið.
Enn þann dag í dag er hins
vegar á huldu af hverju réttar-
höldin voru fyrirskipuð. Ein
Rudolf Slansky
kenningin er á þá leið að sak-
borningarnir hafi allir verið við-
riðnir mál Laszlo Rajks, ung-
verska kommúnistans sem var
leiddur fyrir rétt og tekinn af lífi
1949. Önnur kenning gengur út á
það að kreddukennd andúð Stal-
íns á Gyðingum, sem seinna náði
hámarki í hinu svokallaða
„læknasamsæri“, hafi breiðzt út
til Tékkóslóvakíu. Samkvæmt
þriðju kenningunni óttaðist
Klement Gottwald forseti
Slansky, sem var bæði keppi-
nautur hans og vinur, og taldi að
hann hreykti sér of hátt.
Eitthvað gæti verið hæft í öll-
um þessum kenningum. Eftir
Rajk-réttarhöldin voru sovézkir
ráðunautar, sem voru einnig
kallaðir „kennarar", sendir til
Prag til þess að leita að óvinum
og njósnurum. Auk þess voru 11
þeirra 14, sem voru leiddir fyrir
rétt, Gyðingar og Gottwald for-
seti kvaddi á vettvang Lavrenti
Beria, yfirmann MVD (nú KGB),
til þess að kynna sér betur mál
Slanskys.
Málaferlin gegn Slansky
gengu opinberlega undir heitinu
„Málið gegn hinni ríkisfjand-
samlegu samsærismiðstöð með
Rudolf Slansky í broddi fylk-
ingar" og málið hefur fengið
þann sess í sögu Evrópu nútím-
ans að vera tákn fyrir „fjölda-
dómsmorð."
Allir sakborningarnir voru úr
æðstu stjórn stjórnmála og efna-
hagsmála Tékkóslóvakíu. Rudolf
Slansky hafði verið bæði aðalrit-
ari kommúnistaflokksins og for-
sætisráðherra. Hinir sakborn-
ingarnir voru vararáðherrar,
háttsettir floksstarfsmenn og
einn þeirra var aðalritstjóri
flokksmálgagnsins „Rude
Pravo".
Allir sakborningarnir voru
sannfærðir kommúnistar og
nokkrir þeirra höfðu verið í
flokknun frá stofnun hans.
Margir þeirra höfðu barizt á
Spáni og verið í fangabúðum
nazista hluta stríðsins.
Slansky hafði verið forystu-
maður í tékkneska flokknum síð-
an á árunum eftir 1920 og dvald-
ist mikinn hluta stríðsins í
Moskvu. Brezki þingmaðurinn
Konni Zilliacus kallaði hann
seinna „leiðinlegan bókstafstrú-
armann", ofstækismann og
„150% Stalínista". Árið 1944,
einu ári áður en hann varð
flokksleiðtogi, tók hann þátt í
uppreisn Slóvaka gegn Þjóðverj-
um, en meðal þátttakenda var
Gustav Husak, núverandi forseti
landsins og flokksleiðtogi.
Nokkrum mánuðum áður en
Slansky var handtekinn, í árslok
Hradcany-kastali í Prag