Morgunblaðið - 20.02.1983, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
47
Maðurinn sem liföi af
sjónarspilið hræðilega
Artur London ásamt Lisu konu sinni í París.
hann spurður um fyrrverandi
leiðtoga Pólverja, Wladyslaw
Gomulka.
í marz 1953 létust Stalín og
Gottwald. Sama ár og árið eftir
voru nokkrir starfsmenn sov-
ézku öryggislögreglunnar, þar á
meðal þeir sem höfðu komið
réttarhöldunum í Prag af stað,
sviptir störfum. En fangelsis-
hliðin opnuðust ekki strax.
Fyrstu pólitísku fangarnir
komu út úr fangelsunum í þann
mund sem 20. flokksþingið stóð
yfir í Moskvu, þegar Nikita
Krúsjeff afhjúpaði glæpi Stal-
íns.
Sama ár, 1956, rannsakaði
nefnd undir forsæti Barak þá-
verandi innanríkisráðherra
málaferli frá byrjun áratugar-
ins, alls 481 mál. Nefndin stað-
festi dómana í Slansky-málinu.
Árið 1961 lýsti Antonin Nov-
otny flokksleiðtogi því yfir að
flokkurinn sæi enga ástæðu til
að endurskoða niðurstöður
Slansky-málaferlanna.
Árið 1963 rannsakaði ný nefnd
málaferlin. Því var þá lýst yfir
að réttarhöldin hefðu verið sett
á svið og sakargiftir hefðu verið
falsaðar.Fórnarlömbin fengu
lagalega uppreisn og ríkið
greiddi ekkjunum og börnunum
skaðabætur. Flokkurinn tók
fórnarlömbin hins vegar ekki í
sátt, þannig að þau fengu ekki
fulla uppreisn. Þrír ráðherrar
voru sviptir störfum og nokkrir
starfsmenn öryggislögreglunnar
voru dæmdir til málamynda
fyrir þátttöku sína í málaferlun-
um.
Það var ekki fyrr en á „vor-
dögum" Alexanders Dubceks
1968, þegar ritskoðun var af-
numin að almenningi var skýrt
frá því að fórnarlömb réttar-
haldanna fengju fulla pólitíska
og lagalega uppreisn. I tilefni 1.
maí voru öll fórnarlömbin sæmð
æðstu heiðursmerkjum tékkó-
slóvakíska ríkisins.
Árið 1969, þegar Gustav Hus-
ak var kominn til valda, var
nefnd þeirri sem unnið hafði það
starf er leiddi til endurreisnar
fórnarlamba Stalínismans, vikið
frá störfum. Þeir hinna endur-
reistu, sem þá voru erlendis,
voru jafnframt sviptir tékkó-
slóvakískum borgararétti.
Málið er viðkvæmt fyrir nú-
verandi leiðtoga Tékka vegna
þess að nokkrir þeirra sem höfðu
hlutverki að gegna í „hryðju-
verkavél" Slanskys, eins og Nov-
otny, eftirmaður hans, komst að
orði sitja enn í ábyrgðarstöðum.
Sama er að segja um nokkra
þeirra manna, sem voru höfund-
ar hinna „tilbúnu" sakargifta og
stóðu fyrir rannsókninni á mál-
um hinna 14 sakborninga.
Hæðnislegt er að nánustu
vandamenn margra hinna upp-
haflegu sakborninga „for-
dæmdu" þá í réttarhöldunum og
að bókstaflega þúsundir álykt-
ana í svipuðum dúr voru sam-
þykktar í verksmiðjum og
skrifstofum um allt landið. Enn
þann dag í dag geta margir
Tékkar, embættismenn jafnt
sem óbreyttir borgarar, innan
lands sem utan, sagt í fullri
hreinskilni að þeim sé ekkert um
Slansky gefið.
Margir þessara vandamanna,
þar á meðal ekkja Slanskys, Jos-
efa, og sonur hans, Rudolf, hafa
gerzt virkir félagar í andófs-
hreyfingunni. Marian Sling,
ekkja Otto Sling, fyrrverandi
leiðtoga flokksins á Mæri, er
ennþá virkur kommúnisti — og
er búsett í London.
Enn sæta flestir fjórtánmenn-
inganna „tíðum og ruddalegum
árásum" í blöðum hins opinbera,
eins og einn vandamannanna
kemst að orði, og margir þeirra
eru enn taldir sekir um Zíonisma
og „borgaralega þjóðernis-
stefnu".
(The Guardian, Politiken oiL)
Artur London var einn örfárra
fórnarlamba hinna miklu sýnirétt-
arhalda í Tékkóslóvakíu fvrir þrjá-
tíu árum sem hélt lífi. Kona hans
var svo sannfærð um að hann væri
sekur að hún skildi við hann, en
seinna kom hún til hans í París,
þar sem þau eru nú búsett. Höf-
undur meðfylgjandi greinar um
Artur London er Tékki búsettur í
Danmörku. Hann vill halda nafni
sinu leyndu vegna fjölskyldu sinn-
ar í Tékkóslóvakíu.
„Ég, Artur London, játa. Ég
játa að ég hef verið njósnari,
zíonisti, trotzkíisti, óvinur
kommúnismans. Ég hef reynt að
grafa undan lýðveldi okkar og
kerfi kommúnismans. Ég er
reiðubúinn að taka út þá hegn-
ingu, sem ég á skilið. Ég veit að
dómurinn verður réttlátur."
Þannig hljóðaði játning eins
fórnarlambanna í Slansky-
réttarhöldunum í Tékkóslóvakíu
fyrir þrjátíu árum, Arturs Lond-
on, fyrrverandi utanríkisráð-
herra, sem þá var 37 ára gamall.
Hann var dæmdur í ævilangt
fangelsi.
Artur London er af Gyðinga-
ættum, fæddur 1915, og varð
strax í bernsku fyrir sterkum
áhrifum frá guðleysi föður síns
og bjargfastri trú hans á komm-
únisma. Hann gerðist sjálfur
virkur kommúnisti á árunum
fyrir síðari heimsstyrjöldina og
barðist með lýðveldissinnum
gegn Franco á Spáni og gegn
hernámsyfirvöldum nazista í
Frakklandi. Hann var í nokkur
ár í stríðsfangabúðunum í
Mauthausen.
Eftir stríðið sneri hann aftur
til Tékkóslóvakíu og varð vara-
utanríkisráðherra í stjórn
kommúnista. Árið 1951 var hann
handtekinn á götu i Prag. Hann
var á fimm árum í ýmsum fang-
elsum og var látinn laus nokkr-
um dögum fyrir 20. flokksþingið
í Moskvu 1956.
Skömmu síðar settist hann að
í Frakklandi ásamt franskri
konu sinni og þremur börnum.
París, nóvember 1982. Artur
London, nú orðinn 67 ára gamall,
hlustar með nokkurri geðshrær-
ingu á hljóðritanir af eigin játn-
ingu.
„Það eru liðin þrjátíu ár frá
þessari harmrænu stund og tutt-
ugu og sex ár eru síðan ég var
látinn laus. Allan þennan tíma
hefur varla liðið sá dagur að mér
sé ekki hugsað til látinna vina
minna og til þess tíma þegar lífi
þeirra var fórnað og öll þessi
hræðilega leiksýning fór fram.“
Hvers vegna var þetta leikrit
sett á svið? Var þetta hin sígilda
leit að blóraböggli til þess að
dreifa athygli frá raunveru-
legum vandamálum landsins?
„Harmleikurinn átti sér marg-
ar orsakir. Við verðum að minn-
ast þess að kalt stríð geisaði í
heiminum og yfir stórum hluta
þessa heims trónaði Josef Viss-
arionovich Stalin. Tékkóslóvakía
tilheyrði yfirráðasvæði hans og
forseti okkar, Gottwald, var vel-
agaður og dyggur þjónn hins
volduga manns í Moskvu. Rússar
voru um þessar mundir sann-
færðir um að þriðja heimsstyrj-
öldin færðist nær. Land okkar
átti að verða bækistöð hugsan-
legra hernaðaraðgerða Rússa
gegn Vesturlöndum og því varð
að fjarlægja alla „ótrygga"
menn úr forystunni — alla Gyð-
inga, undirróðursmenn, „heims-
borgara".
Auk þess vildu Rússar sýna að
þeir gætu barizt gegn öllum
hugsanlegum fjandmönnum. En
það sem skipti meginmáli voru
stórpólitískir hagsmunir Rússa.
Brennipunkturinn var Miðaust-
urlönd. Rússar höfðu áður greitt
atkvæði með stofnun Ísraelsríkis
og gerðu ráð fyrir því að þetta
nýja og hernaðarlega mikilvæga
ríki yrði áhrifasvæði þeirra. En
þegar ísraelsmenn sýndu skýrt
og ótvírætt að þeir vildu ekki
verða bandamenn Sovétríkjanna
urðu Rússar að leita að öðrum
áhrifasvæðum í Miðausturlönd-
um — Arabaríkjum. Réttarhöld
undir stjórn Rússa, aðallega
gegn Gyðingum, áttu að sýna
Aröbum að vináttunni við ísrael
væri lokið fyrir fullt og allt.“
Á því var sem sé pólitísk skýr-
ing að flest fórnarlömbin voru
Gyðingar. Var auk þess um Gyð-
ingahatur að ræða?
„Það er hörmulegt en satt.
Gyðingahatur, hreinræktað hat-
ur á fólki af Gyðingaættum,
gegndi einnig verulegu hlut-
verki. Sjö árum eftir stríðið stóð
í ákæruskjali í kommúnistalandi
„af Gyðingaættum" fyrir aftan
nafn okkar. Auk þess voru marg-
ir þeirra sem önnuðust yfir-
heyrslur og mörg vitni þekkt
fyrir bullandi Gyðingahatur —
þetta á til dæmis við um sovézku
ráðunautana Makarov og Lich-
acev.“
Þú minnist á sovézka ráðu-
nauta. Hvaða hlutverki gegndu
Rússar í framkvæmd réttarhald-
anna?
„Rússar gegndu miklu hlut-
verki, en það væri of mikil ein-
földun að skella allri skuldinni á
þá. Það væri heldur ekki rétt.
Réttarhöldunum var að vísu
stjórnað frá Moskvu, en án fúsra
og viðráðanlegra afla í Prag
hefðu réttarhöldin ekki verið
möguleg."
Þú hefur sem kommúnisti set-
ið í tékknesku fangelsi á fjórða
áratugnum, seinna í frönsku
fangelsi og enn seinna í Maut-
hausen. Þú talar um ómannúð-
legar aðferðir í fangelsum
kommúnista á sjötta áratugn-
um?
„Ég get ekki jafnað saman
Mauthausen i stríðinu og Pan-
krac eða Leopoldov 1951—56. Ég
vil aðeins segja það að ég hafði
aldrei áður ljóstrað nokkru upp í
yfirheyrslu. Þjóðverjar fengu
mig ekki til að tala. I Prag hélt
ég út í sex mánuði — eftir þann
tíma talaði ég.“
„Þú skalt víst tala, eins og hin-
ir,“ endurtók yfirheyrslustjóri
minn í sífellu og hann hafði lög
að mæla. Ég talaði, ég játaði
glæpi sem ég hafði ekki framið.
Böðlum okkar tókst að gera
okkur að handhægum verkfær-
um, sem þeir gátu mótað og
stjórnað að vild. Með pyntingum,
svelti, þorsta, með því að vekja
okkur sífellt, með hótunum við
fjölskyldur okkar, móðgunum og
í mörgum tilfellum með lyfjum
líka gerðu þeir okkur að líkam-
legum aumingjum, sem voru til-
búnir til að gera hvað sem var
fyrir aðeins fimm mínútna
svefn."
Heda Margolius, ekkja eins
sakborninganna, kallar þennan
tíma „tíma hinna miklu afhjúp-
ana og litlu breytinga". Ná-
kvæmara heiti er ekki hægt að
finna. Nokkrir hinna dæmdu
sluppu út og það var mikill sigur,
en margir urðu að sitja inni í
mörg ár í viðbót. Og réttlætið
kom í mynd endurreisnar. Fyrst
árið 1963 fór Ríkið smám saman
og svo lítið bar á að játa „mis-
tökin“ frá sjötta áratugnum. Það
var ekki fyrr en 1968, þegar Al-
exander Dubcek kom til skjal-
anna og reyndi að sameina
kommúnisma og lýðræði, að öll
fórnarlömbin fengu uppreisn
æru. Jafnframt var allri þjóð-
inni kynntur þessi hluti fortíðar
sinnar. Þér hafið skrifað bók um
reynslu þína og játningar.
Samdir þú hana undir áhrifum
frá stuttu vori Dubceks?
„Ég hafði skrifað megnið af
bókinni þegar ég var í fangelsi.
En þegar árið ’68 rann upp
fannst mér tíminn til að birta
hana kominn. Þá var leyft í
fyrsta skipti að tala á tékknesku
um fortíðina, einnig dökkar hlið-
ar hennar. En frásögnina samdi
ég í fangelsinu, á litla bréfmiða
sem ég faldi í tóbaksveski mínu.
Kona mín smyglaði bréfmiðun-
um inn. Ég lagði lífið í sölurnar
með þessu, en ég neyddist til
þess. Ég gerði þetta ekki aðeins
til að skrifa mig frá martröð-
inni, heldur aðallega með tilliti
til framtíðarinnar, til þess tíma
þegar hægt yrði að segja hvernig
kerfi stalínismans starfaði."
Árið 1968 fórstu heim í fyrsta
skipti síðan þú varst látinn laus.
Hvernig leizt þér á Tékkóslóv-
akíu?
„Ég fór heim til að sjá land
mitt frjálst og til þess að af-
henda bókina forlaginu. Lísa og
ég komum til Tékkóslóvakíu 20.
ágúst. Fimm dögum eftir að við
höfðum aftur litið hina fögru
Prag augum var landið hernum-
ið af herjum Varsjárbandalags-
ins. Frelsinu var lokið og við tók
kafli í lífi mínu, sem siðferðilega
séð var ennþá verri en það sem
ég hafði þegar gengið í gegnum.
Sósíalistaland varð fyrir árás
annarra sósíalistalanda. Ég varð
aftur fyrir sársaukafullri
reynslu, sú trú sem ég hafði að-
hyllzt alla ævi varð fyrir öðru
áfalli. Tveimur dögum síðar
kvaddi ég Tékkóslóvakíu. Ég hef
ekki séð föðurland mitt síðan."
(Politiken.)