Morgunblaðið - 20.02.1983, Page 48
^^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
________11
^/X^skriftar-
síminn er 830 33
SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
Alvarlegt umferðar-
slys á Hnífsdalsvegi
ísafirOi. 19. febrúar.
ALVARLEGT umferðarslys varð
á Hnífsdalsvegi í morgun klukk-
an 10,30. Fólksbifreið á leið frá
Isafirði til Bolungarvíkur ætlaði
fram úr annarri bifreið, en rakst
lítillega utan í hana. Við það
missti ökumaður bifreiðarinnar,
sem ætlaði fram úr, vald á bif-
reið sinni og lenti hún á ljósa-
staur við ofanverðan veginn.
Ökumaður kastaðist út og er
alvarlega slasaður, en bifreiðin
er gjörónýt. Ökumaðurinn var
ekki í öryggisbelti. Hann var
einn í bílnum. Önnur franska
þyrlan Landhelgisgæzlunnar var
send eftir hinum slasaða, og er
það fyrsta sjúkraflug hennar.
Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar:
Fellst á byggingu
„léttrau söluskála
í Austurstrætinu
Skipulagsnefnd Reykjavíkur-
borgar hefur fallist á fyrir sitt leyti
að „léttar“ byggingar rísi í göngu-
götunni í Austurstræti, en fyrirtæk-
Forsætisráöherra
í Kaupmannahöfn:
Um kosningar
og Sjálfstæðis-
flokkinn
GUNNAR Thoroddsen forsætisráð-
herra lýsti þeirri von sinni á fundi með
blaðamönnum í Kaupmannahöfn, að
„flokkur hans stæði saman eftir kosn-
ingar og ekki eins og þegar stjórn
hans var mynduð fyrir þremur árum
með klofinn flokk að baki,“ eins og
segir í skeyti frá Ib Björnbak, frétta-
ritara Morgunblaðsins í Kaupmanna-
höfn, um fundinn.
Forsætisráðherra var að því
spurður, hvaða mál yrðu efst á
baugi í kosningabaráttunni. Sagði
hann það ekki enn liggja fyrir, en
taldi eðlilegt að kosningarnar
myndu snúast um efnahagsmál,
verðbólgu og atvinnumál.
Svartolíu-
innflutning-
ur dróst sam-
an um 19,1%
INNFLUTNINGUR á svartolíu á
síðasta ári dróst saman um 19,1%
á síðasta ári, en alls voru flutt inn
141.44.2 tonn. Verðmætaaukning
þessa innflutnings varð liðlega
17,5%, eða liðlega 312,4 milljónir
króna á móti liðlega 265,8 milljón-
um króna 1981.
Gasolíuinnflutningur dróst
saman um liðlega 5% á síðasta
ári, þegar inn voru flutt liðlega
203.810.2 tonn fyrir liðlega 688,8
milljónir króna, sem var um
46,3% verðmætaaukning miðað
við árið á undan.
Innflutningur á benzíni jókst
um tæplega 0,7% á síðasta ári,
þegar inn voru flutt 94.222,7
tonn, og var verðmætaaukning
þess innflutnings um 47,5%.
Innflutningur á flugvélabenz-
íni dróst saman um 41,75% á
síðasta ári, þegar inn voru flutt
1.276,1 tonn og var verðmæta-
samdrátturinn milli ára um
7,6%.
Innflutningur á þotueldsneyti
jókst um liðlega 21,6%, en inn
voru flutt 54.572,1 tonn og var
verðmætaaukning innflutnings-
ins liðlega 90,2%, eða tæplega
207,3 milljónir króna á móti lið-
lega 108,9 milljónum króna.
ið llpplýsingar hf. hefur sent erindi
tii borgaryfirvalda með ósk um að
fá að reisa þessar byggingar. For-
ráðamenn fyrirtækisins hugsa sér
að byggingarnar verði söluskálar.
í umfjöllun skipulagsnefndar
um málið kom fram sú skoðun
meirihlutans að hæð bygginganna
verði haldið í lágmarki og segir í
bókun nefndarinnar að hún geti
sætt sig við þær hugmyndir sem
fyrir eru, en þó með ákveðnum
breytingum. Varðandi hugmyndir
minnihlutans um að fram fari
hugmyndasamkeppni um gerð
bygginganna, segir meirihluti
skipulagsnefndar, að þar sem
fram sé komin tillaga sem hægt
sé að fella sig við, og vegna tölu-
verðs kostnaðar við hugmynda-
samkeppni, sjái nefndin ekki
ástæðu til að efna til hennar.
Vegna hugmyndarinnar um
söluskála í göngugötunni hefur
borgaryfirvöldum borist bréf frá
Þorkatli Valdimarssyni, Sigurði
Valdimarssyni og Sigríði Önnu
Valdimarsdóttur, þar sem fram
kemur að byggingarnar fyrirhug-
uðu hljóti að þrengja götumynd-
ina og séu til hindrunar fyrir það
fólk, sem leitar tímabundinnar
dvalar í götunni og viðskipta í
húseign þeirra í Austurstræti.
Þau áskilja sér allan rétt til að-
gerða í málinu, þar sem þau telja
það mjög rýra hagsmuni sína,
verði byggt fyrir framan húseign
þeirra og einnig telja þau að til-
koma byggingana muni skerða ör-
yggi húseignar þeirra frá bruna-
varnarsjónarmiði.
Þó veóurfar geri Eldborgarmönnum veiðarnar erfiðar, hafa þeir nú
fengið um 215 lestir af kolmunna. Állinn er hins vegar sjaldgæfari þar
um borð og því kærkomin tilbreyting. i.jónmynd jón i>áii
Trollið komið að síðunni, sæmilegt
í og stutt í það að aflanum verði
dælt um borð. Ljósmynd Jón l’áll
Kolmunnaveiðar Eldborgarinnar:
Aflinn um 215 lestir eftir um
eins og hálfs mánaðar úthald
ENN hafa ógæftir hamlað kol-
munnaveiðum Eldborgarinnar frá
Hafnarfirði suður af Færeyjum, en
hún er nú búin að fá um 215 lestir
af frystum og flökuðum kolmunna
eftir um eins og hálfs mánaðar út-
hald. Veiðidagar eru hins vegar að-
eins 24 og hefur aflazt vel þegar
veður hefur verið skaplegt. Eld-
borgin var í gær á leið inn til Fær-
eyja til að landa afla í bræðslu og
síðan var ætlunin að reyna frekar
fyrir sér áður en aflinn yrði seldur
í Englandi.
Bjarni Gunnarsson, skipstjóri
á Eldborginni, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að þeir
væru á leið inn til Færeyja að
landa rúmum 300 lestum í
bræðslu. Sára lítill afli hefði ver-
ið síðustu tvo dag og virtist
kolmunninn vera að ganga suður
eftir og inn í brezku landhelgina.
Þangað mættu þeir ekki elta
hann. Sagði Bjarni, að farið
hefði verið frá Hafnarfirði 6.
janúar síðastliðinn og hefðu
ógæftir verið með eindæmum.
Sem dæmi um það mætti nefna,
að 60% minni afli hefði borizt á
land í Færeyjum í janúar síð-
astliðnum miðað við sama tíma í
fyrra. Þó væri ágætt inn á milli,
og frá um miðja síðustu viku og
fram í miðja þessa hefði aflazt
mjög vel. Hefði aflinn farið upp í
16,5 lestir af frystum kolmunna
eða sem svaraði 50 lestum upp úr
sjó. Væri það hámark þess, sem
hægt væri að vinna á sólarhring,
en allt upp í 200 lestir hefðu
fengizt á sólarhring. Færi þá
umframaflinn í bræðslu, þar
sem ekki væri hægt að geyma
hann svo nokkru næmi.
Bjarni sagði, að þetta væri
svipaður túr og sá síðasti, en þá
hefðu veiðzt 219 lestir. Ef eitt-
hvað væri, þá hefði hann verið
enn verri. Til dæmis hefðu þeir
orðið að liggja í höfn í samtals
12 daga vegna veðurs og veiði-
dagar væru aðeins orðnir 24. Um
framhaldið sagði Bjarni, að það
færi eftir því hvort kolmunninn
yrði á miðunum. Venjulega
gengi hann suður eftir, inn f
brezku landhelgina og síðan
norður eftir í endaðan april.
Færeyingar segðu hann vera
fyrr á ferðinni nú en í fyrra og
það yrði bara að koma í ljós hvar
hann yrði þegar þessari veiðiferð
lyki.
Matthías Bjarnason alþingismaður:
Sjávarútvegsráðherra varaður við að
breyta bráðabirgðalögunum í efri deild
„MÉR ÞVKJA það undarlegar ásakanir, sem uppi hafa verið, að við sjálfst-
æðismenn höfum tafið fyrir framgangi bráðabirgðalaganna. Hvað tefur fyrir
þeim eftir að þau eru afgreidd frá neðri deild síðastliðinn þriöjudag til einnar
umræðu í efri deild vegna breytinga?“ sagði Matthías Bjarnason, alþingis-
maður í samtali við Mbl. „Þau eru ekki tekin þar fyrir alla þessa viku og það
er látið í veðri vaka, að það sé vegna fjarveru forsætisráðherra. Það væri
fróðlegt að vita það, hvort sjávarútvegsráðherra er að vinna að því, að fá
frumvarpinu enn breytt og beita þannig bellibrögðum við afgreiðslu mála frá
þingi. Sé svo, vara ég hann við því að reyna slíkt, því það gæti þá kostað að
bráðabirgðalögin yrðu felld.
Ef á að koma til móts við fyrir-
tæki í sjávarútvegi, á það að
ganga jafnt yfir, en ekki taka allt-
af út úr einhver ákveðin fyrirtæki.
Þá verður að útvega lánsfé með
eðlilegum hætti, en ekki taka lán
út á einhvern hugsanlegan gengis-
hagnað af afurðum, sem við vitum
ekki hvenær seljast og því síður
hvenær verða borgaðar. Ég skil
heldur ekki þá lánastofnun, sem
væri tilbúin til að lána út á slíka
ráðstöfun. Það væri fróðlegt að
sjávarútvegsráðherrann gæfi það
upp, hvort einhver lánastofnun
hefur lofað að lána út á hugsan-
legan gengismun á skreið, sem
engin vissa er að verði fyrir hendi.
Hitt er svo annað mál, að eins
og horfur eru hjá þeim, sem
skreiðina eiga, og þeim gífurlega
kostnaði sem því fylgir að verða
að bíða mánuðum saman eftir af-
skipun og enn lengur eftir greiðslu
ef afskipun verður, er ástandið
mjög slæmt og söluhorfur verri en
um áramót. Þar kemur margt til
eins og lækkandi olíuverð hjá
þeirri þjóð, sem kaupir nær alla
skreiðina, Nígeríu.
Þá langar mig til að taka það
fram, að afstaða sjálfstæð-
ismanna til bráðabirgðalaganna
var einörð í haust, þegar flokkur-
inn vildi að þing yrði kallað sam-
an. Hins vegar er nú búið að fram-
kvæma meginhluta þessara bráða-
birgðalaga. Það eina, sem hægt
var að hafa áhrif á var ráðstöfun
gengishagnaðs, sem við gerðum og
sömuleiðis lækkun vörugjaldsins,
sem við fluttum tillögu um, en var
felld. í ljós hefur komið, að þessi
ráðstöfun frá í ágúst nægir engan
veginn út það tímabil, sem hún
átti að gilda. Hún kom 6 mánuðum
of seint og þess vegna urðu þau
áhrif, sem áttu að verða til góðs,
næsta gagnslaus. Þetta hefur
ávallt verið gagnrýnt," sagði
Matthías Bjarnason.