Morgunblaðið - 01.03.1983, Page 3

Morgunblaðið - 01.03.1983, Page 3
ÚTSÝN MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1983 3 Með allt á hreinu Sjónhverfingar eru alþekkt fyrirbrigöi í skemmtanaiðnaöi. Töfrabrögöin eru fólgin í því aö láta ótrúlegustu hluti hverfa sjónum áhorfenda. Samt vita allir, aö hluturinn hefur ekki horfið fyrir fullt og allt, hann er til staöar, en aö- eins ósýnilegur um stundarsakir fyrir loddarabrögö þess sem villir fólki sýn. Þessi sjónhverfingalist hefur skotiö rótum í íslenzkri ferðaþjónustu uþþ á síökastið. Feröakostnaöur, t.d. flugfar innanlands, er látiö hverfa eins og klút- ar eða dúfur sjónhverfingamanns, og látiö líta svo út, aö hann sé alls ekki fyrir hendi. Samt vita allir, aö einhver hlýtur aö borga þann kostnaö, sem til er stofnað, hann gufar ekki uþþ, en er kannski greiddur úr röngum vasa. Þaö er sérgrein sjónhverfingamanna aö fara í vasa annarra án þess aö eftir því sé tekið í fyrstu. Sama máli gegnir meö afslættina. Eina forsendan fyrir afslætti er lækkun tilkostnaöar og hagkvæmni í rekstri. Annars er enginn grundvöllur fyrir af- slættinum, nema því aöeins aö varan og þjónustan hafi veriö verðlögð vísvit- andi of hátt í byrjun, til þess aö hægt sé aö gefa ímyndaðan afslátt, og þá er sjónhverfingakúnstin enn aö verki. Feröaþjónusta er vandasöm starfs- grein og árangur hennar byggist á kunnáttu, reynslu, hagsýni og heiðar- leik. Stærsta og reyndasta feröaskrif- stofa landsins kynnir hér 28. sumar- áætlun sína. Hér bjóöast enn fjöl- breyttustu og hagstæöustu feröakaup- in, hönnuö fyrir þig á grundvelli raun- verulegs sparnaöar, því aö Útsýn byggir afslátt sinn á hagkvæmustu samningstilboöum íslenzkra flugfélaga og erlendra gististaöa, en ekki á sjón- hverfingum. Þú getur valiö milli 6 frá- bærra sólarstaöa í 5 löndum Suður- Evrópu, sem eru hver öörum ólíkir en bjóöa allir valda aöstööu og yndislegt umhverfi, þar sem sólin skín daglangt frá vori til hausts. Vandaðir gististaöir og vönduö þjónusta eru kjörorö okkar, og sérhæft starfsfólk Útsýnar mun ekki láta á sér standa aö greiöa götu þína á allan hátt. Hér er á feröinni stórátak til aö bæta kjör almennings á krepputímum. Hag- stæöir samningar Útsýnar gera okkur kleift aö lækka feröakostnaö þinn um meira en helming almenns feröakostn- aðar án þess aö slaka neitt á kröfum um gæöi og þjónustu, og afsláttur þinn nemur þúsundum króna. Þetta er af- slátturinn, sem skiptir máli, og allir viöskiptavinir okkar eiga aðgang aö, og þjónustuna færö þú í kaupbæti. Þessvegna getur þú látiö drauminn um yndislegt sumarleyfi rætast á þessu ári. ÚTSYN tryggir þér toppferö meö toppafslætti. Viö þökkum viöskiptin og bjóöum þig velkominn í Heillaferö meö kostakjörum, Útsýnarferö 1983. ****** *»»'*,, "teiHlti wmim Þaö er segin saga, að hingaö leitar ferðamaöurinn aftur og aftur, eftir aö hafa reynt alla hina staðina og komist aö þeirri niöurstööu, aö Costa del Sol taki þeim öllum fram. Miðjarðarhafsströnd Andalúsíu meö bezta loftslag álfunnar, náttúrufegurö, sem óvíöa á sinn líka, beztu hótel Spánar, ódýrt og fjölbreytt skemmtanalíf og verzlanir, og óteljandi ferðamöguleika fyrir þá, sem ekki vilja aöeins njóta sólar og skemmtunar heldur einnig kynnast töfrum þessa sólbjarta lands, sögu þess, siöum og þjóðlífi í þeim hluta þess, sem sérkennilegastur er, fegurstur og sögu- frægastur, því af öllu spænsku er ekkert jafn spænskt og Andalúsía og íbúar hennar. Enginn staöur í álfunni tryggir ferðamanninum betur hinn eftirsótta fagurbrúna hörunds- lit, því aö hér skín sólin frá morgni til kvölds í a.m.k. 320 daga ársins án þess að geislar hennar veröi óþægilega heitir. Mildur andvarinn frá hafinu dregur úr hitanum, sem síösumars og á haustin er aö jafnaöi 25—30° C. Fjöl- breytni og litskrúö gróðursins er meö ólíkindum, þar sem pálmatrén sveigja krónur sínar fyrir hafgolunni en purpurarauö bougainvillan og önnur skrautblóm fléttast upp skjallahvíta húsveggina. Vínekrur, appelsínu- og sítrónulundir teygja sig upp fjallshlíöarnar, og skammt er upp í kyrrlát fjallaþorpin sem varöveita aldagamla siöi og þjóðvenjur, ósnortin af erli nútímans. Matargeröarlist stendur á háu stigi í Andalúsíu og vínin Ijúffeng og fræg um allan heim, enda eru hér einhverjar elztu vínekrur heimsins. Costa del Sol er heillandi heimur sólskins og glaöværöar, sögu og náttúrufegurðar, og héöan snýr far- þeginn heim endurnæröur og hvíldur meö efldan lífsþrótt. SETUSTOFA TIMOR SOL k HERBERQI BARRACUDA LA NOGALERA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.