Morgunblaðið - 01.03.1983, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1983
UTSYN
SPANN.
TORREMOLINOS
TORREMOLINOS býöur upp á
flest þaö, sem sólþyrstur og
þreyttur ferðalangur óskar sér í
sumarleyfinu. Vart getur betri skil-
yröi til aö njóta sólar og skemmt-
unar, andrúmsloftiö alþjóölegt og
frjálslegt. Gististaöir Utsýnar eru
allir fyrsta flokks með beztu aö-
stööu. í Torremolinos er fjöldi
verzlana og hafa margir gert þar
hagstæö kaup, sérstaklega á skó-
fatnaði og hvers konar leöurvör-
um. Torremolinos er „draumaland
sælkerans" — fullyrða má, aö
hvergi í Evrópu séu saman komin á
jafnlitiu svæöi svo mörg afbragös
veitingahús, sem bjóöa gómsæta
rétti frá flestum þjóölöndum
heims. Einn bezti golfvöllur Evr-
ópu, TORREQUEBRADA, er um 10
mín. akstur frá miöborg Torremol-
inos. Skemmtistaöir eru fjölmargir
frá glæsilegum næturklúbbum og
diskótekum til götuveitingahúsa,
þar sem tónlistin dunar fram undir
morgun. Eigin skrifstofa Útsýnar er
í Torremolinos.
Sú staöreynd, aö Utsýn
hefur haldiö uppi feröum til Costa
del Sol í 24 sumur viö sívaxandi
vinsældir, er e.t.v. bezti mæli-
kvaröinn á hrifningu og ánægju
þeirra sem notiö hafa þar sólar,
skemmtunar og margháttaöra
ævintýra fyrir tilstilli Útsýnar.
Hingaö leitar fólk aftur og aftur,
fólk á öllum aldri og úr öllum stétt-
um þjóðfélagsins, því aö staöurinn
býr yfir slíkum töfrum og fjöl-
breytni, sem allir sækjast eftir í
sumarleyfum sínum, aö ógleymdri
veöursældinni, sem er einstök.
Þessir yfirburöir hafa skipað
Torremolinos og Marbella í fyrsta
sætl meöal íslenzkra sólarlanda-
fara.
Feröamöguleikar eru nær óend-
anlegir frá Costa del Sol til þorpa,
bæja eöa borga, svo sem Sevilla
og Cordova, aö ógleymdri höfuö-
borg Costa del Sol, Malaga.
Skemmtanir eins og tívolí, diskó-
tek, kappakstursbílar á brautum,
golf og mini-golf, spilavíti, næt-
urklúbbar, sjóskíöi, siglingabretti,
geta allir stundaö á Costa del Sol.
J afbragðsferðir Útsýnar
ítar fara mega.
Frá þeim mœtar minningar
munu flestir eiga. “
R. Lár.
ATHUGIÐ
ililllhfJ'lJ’íilllíhÍHlWl
m
m
•V
m
HÓTEL RESITUR BARRACUDA
HOTEL ALAY
PANTANIR
STAÐFESTINGAR
Vinsælustu ferðir og gististaóir seljast
fljótt upp. Dragðu því ekki að panta, svo
aö þú getir valiö það sem þér hentar bezt.
Söluskrifstofa Utsýnar í Austurstræti 17,
2. hæð, er opin mánud,—föstud. kl.
9—17. Tölvan okkar hefur allar upplýs-
ingar á hraðbergi og hjálpsamt starfsfólk
leggur sig fram við að leysa vanda þinn.
Staófestingargjald fylgi pöntun eöa sé
greitt innan viku. Fyrst íslenskra ferða-
skrifstofa tekur Utsýn nu upp forfalla-
tryggingu, svo aö þú átt ekki á hættu aö
tapa neinu, þótt þú verðir aö afpanta á
siöustu stundu.
ÞJONUSTA ERLENDIS
A öllum stöðum, sem lýst er í áætluninni
hefur ÚTSÝN eigin skrifstofu, með aug-
lýstum skrifstofutíma 6 daga vikunnar.
Þar eru i forsvari þaulreyndir íslenzkir far-
arstjórar Utsýnar, öllum hnútum kunnugir
og ávallt reiöubúnir til aðstoðar. Þar fást
allar upplýsingar um fjölbreyttar kynnis-
feröir, um banka og peningaskipti, verzl-
anir, veitinga- og skemmtistaði, læknis-
þjónustu, bilaleigu o.s.frv. Á Sikiley og
Lignano hefur Utsýn einnig á að skipa
völdu liði „hirðmeyja", sem lita eftir og
taka til í íbúðum farþega, en að því eru
mikil þægindi og öryggi. Ariðandi er, að
allir farþegar sæki kynnisfundi með
starfsfólki Útsýnar á fyrsta dvalardegi, því
aö annars geta þeir farið á mis viö mikil-
vaegar upplýsingar sem eru lykillinn að
velheppnuðu ferðalagi. Öll þessi þjónusta
er veitt farþegunum að kostnaðarlausu
og til þess aó tryggja fyllstu ánægju og
árangur feröarinnar. Munið, að reynsla
ÚTSYNAR getur sparað ykkur mistök og
miklar fjárhæðir.
AFSLÆTTIR OG
GREIOSLUKJÖR
Til þess að auðvelda foreldrum aö taka
börnin með sér i sumarleyfið, býöur ÚT-
SYN verulegan barna-afslátt.
Afsláttur:
Aldur: 2 vikur: 3 víkur:
2- 5 ára 2.500 3.500
6-11 ára 2.000 2.800
12-14 ára 1.200 1.800
Smábörn innan 2ja ára greiða ekki
flugv.sk. en
tryggingu ............ 1.000 1.500
AÐSTOÐ
VIÐ ALDRAÐA
UTSYN var brautryðjandi i ferðum eldri
borgara á ári aldraðra. Ár aldraðra fram-
lengist hjá UTSÝN með 1.000 króna af-
slætti frá auglýstu verði i apríl—júní 1983.
FERMINGARGJOF
1.000 króna afsláttur
til allra fermingarbarna 1983
foreldrum.
fylgd meö
UTAN AF LANDI
50% afsláttur af flugfari á innanlandsleið-
um.
SÓLARSJÓÐUR
Það er auðvelt að spara fyrir Utsýnarferð-
inni, ef þú byrjar strax. Þaö kostar t.d.
álíka mikiö að reykja einn sigarettupakka
á dag í heilt ár og að fara í ódýrustu
feröina. Og „Sólarsjóðurinn" hjálpar til. Ef
þú byrjar strax að borga inn á ferðina,
geturðu dreift greiðslum á allt að 11 mán-
uði og Sólarsjóöurinn lánar þér á móti
svo að þú getir gert ferðina upp með
jöfnum greiðslum. Og gleymdu ekki, að
þú mundir líka eyöa peningum á Islandi í
sumarleyfinu, svo að feröakostnaöurinn
er ekki nema að hluta aukaútgjöld. En
sjóður þeirrar ánægju, reynslu og lífs-
hamingju sem þú nýtur á góðri ferð verð-
ur ekki metinn til fjár.
FORFALLATRYGGING
Forfallatrygging er nú fastbundin fyrir alla
þátttakendur i hópferöum UTSYNAR.
Tryggt er hjá ALMENNUM TRYGGING-
UM h.f. og er iðgjald kr. 250 á farþega en
kr. 100 fyrir börn innan 12 ára aldurs við
brottför. Vátryggingin greiðir bætur komi
til eftirtalinna tilvika:
a) Þátttakandi í ferö forfallast vegna lík-
amsmeiðsla af völdum slyss, veikinda,
þungunar, barnsburðar eða sóttkvíar,
enda vottað af hæfum, skráöum starfandi
lækni.
b) Þátttakandi forfallast þar sem honum
er stefnt til að bera vitni fyrir dómi.
c) Þátttakandi andast.
d) Ættingi þátttakanda eöa náinn við-
skiptafélagi andast eða hlýtur líkams-
meiðsl af völdum slyss eða veikinda, enda
vottaö af hæfum, skráöum lækni.
Framangreind tilvik skulu vera þess eölis,
að óhjákvæmilegt verði að afturkalla áður
gerða pöntun í hópferð.
SVEFNHERBERGI ALAY
TIMOR SOL * * *
íbúöahóteliö TIMOR SOL, sem
opnað var í júní 1980, naut þegar
mikilla vinsælda Útsýnarfarþega.
Vel búnar íbúöir meö 1—2 svefn-
herbergjum, setustofu, eldhúsi,
baðherbergi og svölum, einnlg
stúdíóíbúöir. Tvær sundlaugar í
stórum garöi og góö sólbaðsað-
staöa. Stendur alveg viö strönd-
ina. A jaröhæð er matvöruverzlun,
matsölustaður og diskótek, sem
opið er á hverju kvöldi, og er þar
jafnan glatt á hjalla. Örstutt er á
beztu veitingahúsin í Carihuela og
flest vinsælustu diskótekin. Timor
Sol er aöalgististaöur Útsýnarfar-
þega á Costa del Sol.
ALOHA PUERTO
SOL* * * *
Nýtízkulegt, vel búiö íbúðarhótel
alveg viö ströndina í Torremolinos.
Stór garöur, tvær sundlaugar og
góö sólbaðsaöstaöa. Fallega bún-
ar íbúöir, eitt svefnherbergi, bað-
herbergi, setustofa, mini-bar og
svalir. Rúmgóö, þægileg salar-
kynni, bar og matsalur. Allt hóteliö
er loftkælt. Einn glæsilegasti gisti-
staöur, sem Útsýn býöur í Torre-
molinos.
HOTEL ALAY * * * * —
BENALMADENA COSTA
Eitt af stærstu og þekktustu hótel-
unum á Costa del Sol, um 10 mín-
útna ferð frá miöborg Torremolin-
os. Öll herbergi eru meö einkabaöi
og svölum og umhverfis er litríkur
garöur, tvær sundlaugar og ágæt
sólbaösaöstaöa. Rúmgóöar, vel
búnar setustofur, bar og matsalur.
Rómað fyrir góöan mat og þjón-
ustu, enda heldur ÚTSÝN þar „ís-
lendingahátíö" árlega.
SPANN
MARBELLA
Aö margra dómi er Marbella
glæsilegasti baöstaður Evr-
ópu, og þar eru mörg beztu
hótel Spánar. Umhverfiö er
mjög fagurt, appelsínu- og
ólífulundir teygja sig upp í hlíö-
arnar og ber viö bláma fjall-
anna í fjarlægö, en litadýrð
blómaskrúösins er ólýsanleg.
Tvær mjög góöar baðstrendur,
El Fuerte og La Fontilla, þar
sem ylvolgar öldur Miöjaröar-
hafsins gjálfra við hvítan sand-
inn. í gamla bænum í Marbella
standa lágreist, hvítkölkuö hús
með blómskreyttum smíða-
járnssvölum umhverfis róman-
tísk torg, þar sem gosbrunn-
arnir glitra í sólskininu. í ná-
grenninu eru beztu golf- og
tennisvellir Spánar, þar sem
frægustu meistarar iöka íþrótt
sína. í lystibátahöfninni
PUERTO BANUS vagga lysti-
snekkjur viö bryggju, meöan
eigendur gæða sér á gómsæt-
um réttum úrvals veitingahúsa,
sem standa umhverfis höfnina.
í Marbella er úrval nætur-
klúbba og diskóteka, og þar
ríkir andrúmsloft frjálsræöis,
lífsgleöi og glæsimennsku.
HERBERGI JARDINES DEL MAR
SETUSTOFA JARDINES DEL MAR
LOS JARDINES DEL MAR * * * *
Nýtízkuleg íbúöabygging í fögrum garöi andspænis hinu fræga lúxushóteli Melia Don
Pepe og undir sömu stjórn. Blómskreyttar svalirnar gefa byggingunni einstaklega falleg-
an svip og nafninu merkingu, en þaö þýðir „garöarnir viö hafiö“. Ibúðirnar eru loftkældar
og vel búnar í nýtízkustíl meö einu svefnherbergi, setustofu, eldhúsi, baöherbergi og
stórum svölum. í garöinum er góö sólbaösaðstaða, tvær sundlaugar og stutt er á
ströndina. Nýr matsölustaöur er á jarðhæö, með inngangi úr garöinum. Þessi rólegi,
vandaöi gististaður í fögru umhverfi er um 500 m vestan viö Marbella.