Morgunblaðið - 01.03.1983, Síða 7
ÚTSÝN
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDA.GUR 1. MARZ 1983 7
BRASILIA
Jóla- og áramótaferö til Ríó de Janeiro
Brasilía er fimmta stærsta ríki jarðar með um 110 milljónir íbúa af þremur flokkum
mannkynsins, sem lifa þar saman án fordóma og í sátt og samlyndi í landi óviðjafnanlegr-
ar fegurðar og fjölbreytni, sem gætt er seiðmögnuðum töfrum. Listamenn, vísindamenn
og rithöfundar hafa fundiö þar það samspil lífs og listar, sem kallað hefur fram dýþstu
tjáningu og listræn afrek og nægir þar að nefna Darwin og Stefan Zweig.
LONDON
Sæluvika í London — eöa löng helgi — með þaulkunnug-
um fararstjóra ÚTSÝNAR getur margborgað sig fjárhags-
lega, auk þess að vera dýrmæt lífsreynsla og óborganleg
ánægja. ÚTSÝN býður þér beztu fáanleg kjör — þjónustu
í sérflokki — og hefur valið réttu hótelin með nærri helm-
ings afslætti, staðsett þar sem dvölin verður þér nota-
drýgst og þægilegust. Hvert sem áhugasvið þitt er, upp-
fyllir London óskir þínar, því að borgin er eitt allsherjar
leiksvið menningar og mannlegs lífs. ÚTSÝN hefur jafnan
upplýsingar um alla helstu viðburði í London í viku hverri.
m ^ Helgarferðir: 3/5‘nætur
i — laugardagur —
^ Ék þriðjudags/ fimmtudag-
ur — þriðjudags.
Vikuferöir: 7 nætur —
laugardagur — laug-
ardags. ÚTSÝN býður
enn sem fyrr hagstæð-
ustu kjörin vegna
margra ára viöskipta og
hagkvæmra samninga
viö gististaöi í hjarta
borgarinnar.
Rio de Janeiro
meö rúmlega 6 milljónir íbúa, sem
flestir eru kaffibrúnir á hörund en
meö yfirbragð Evrópubúa, stendur
viö Quanabara-flóa meö um 130
km langri strönd. Baðstrendur eru
undurfagrar meö fínum Ijósum
sandi, þær fegurstu COPACAB-
ANA og IPANAEMA. Borgarstæö-
KENYA
Land óviöjafnanlegrar náttúrufegurðar og fjölbreytni við
miöbaug jaröar.
Nairobi — Safari — Dianiströndin
Flogið beint til Nairobi um London með Boeing 747-jumbó. Þessi
safarihöfuðborg heimsins í um 2.000 m hæð er með fögrum
byggingum, litríkum gróðri og loftslagi sem er með því dásam-
legasta á jöröinni. Spennandi safariferð um frægustu villidýra-
svæði Afríku — AMBOSELI og TSAVO, niður að strönd Ind-
landshafsins, þar sem dvalist verður á lúxushóteli meö öllum
nýtísku þægindum við hvíta sandströnd undir vaggandi pálma-
krónum við nið úthafsins.
Brottför 15. október.
Sérprentuð ferðaáætlun birtist síðar.
HEIMSREISU-
KLÚBBURINN
Heimsreisuklúbburinn var stofnaöur fyrir frumkvæöi Feröaskrifstofunnar
Útsýnar í desember 1982, og eru félagar hans nú um 170. Markmið hans
er aö gefa félögum hans kost á aö kynnast undrum og dásemdum
heimsins meö feröum í „heimsreisustil” í líkingu viö ferðir Útsýnar á
fjarlæga staöi undanfarin ár, þ.e. til Mexíkó 1980, Brasilíu 1981 og Kenya
1982.
Takmark klúbbsins er aö auka víðsýni og lífsnautn félaga sinna meö
þátttöku í slíkum ævintýraferöum, sem eru sérskipulagöar af kunnáttu-
fólki meö mikla feröareynslu aö baki. Jafnan skal stefnt aö öryggi farþeg-
anna og vandaöasta aöbúnaöi þeirra miðað viö staöhætti á hverjum staö
og meö hagkvæmustu kjörum, sem fáanleg eru á ferðum og gistingu.
iö er óviðjafnanlegt, byggingar ný-
tískulegar, en einnig margar fagr-
ar, fornar byggingar í Colonial-stíl.
Nú er tækifæriö til aö losna viö
kuldann og jólaamstriö og baða í
hitabeltissól og suörænni fegurð
um jól og áramót og njóta alls
þess, sem Ríó hefur aö bjóöa, sigla
um Guanabara-flQann út í Paradís-
areyju, svífa upp á Sætabrauðs-
tind eöa fara í dagsferð til Sao
Paulo, höfuöborgarinnar í Brasilíu,
Iguassu-fossanna svo eitthvaö sé
nefnt.
Brottför 17. desember — 18 dagar.
Sérprentuð feröaáætlun birtist síöar.
HEIMSREISA IV
SINGAPORE-JAVA-BALI
Fjóröa heimsreisa Útsýnar veröur til Austurlanda fjær og er
fyrirhugaö aö dveljast á ofangreindum stööum. Brottför 10.
nóvember, 3 vikur. Félagar „HEIMSREISUKLÚBBSINS" njóta
forgangs um pantanir. Feröaáætlun birtist síöar.
Ferðatrygging ?
- auðvitað hjá okkur
TRYGGINGAR
Síðumúla 39 / Sími 82800
Pósthússtræti 9 / Sími 17700