Morgunblaðið - 01.03.1983, Page 9

Morgunblaðið - 01.03.1983, Page 9
ÚTSÝN MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1983 9 ||jjp Jtj * t* ' Viö hjónin reyndumst vera fyrstu íslensku farþegamir í Naxos-bænum sjálfum og var okkur tekið með kostum og kynjum. Við hjónin höfum ferðast mikið og sjaldan eða aldrei kynnst jafn duglegu og lipru starfsfólki. Við erum svo ánægð með ferðina að ef efni leyfa ætlum við að fara á sama stað að ári og taka alla fjölskylduna með og annað hótel kemur ekki til greina. Hrefna Ámadóttir og Guðmundur Karlsson Lindarflöt 13, Garðabæ „Draumur minn er að komast aftur til Sikileyjar. Ég var þar þrjár vikur í sumar og heillað- ist algerlega af landinu, fólk- inu, tungumálinu og síðast en ekki síst fegurðinni. Hún var ólýsanleg. “ Magnea Magnúsdóttir Ferjubakka 8, Reykjavík Ég dvaldist á Sikiley 21/7—4/8 1982. Ég er alveg sérstaklega ánægð með starfsfólk Utsýnar og alúd þess. Ég vil taka fram að ég fór alein og tala lítið erlend mál. og kom það ekki að sök. Væri ég pennafær myndi og skrifa i DV og lýsa ánægju minni með þessa ferð í alla staði. Vona að ég haft aðstöðu til að fara aftur i ferðalag með Otsýn. Erla Blandon Þinghólsbraut 43. Kópavogi Meö útsýni til Etnu annars vegar og Taormina hins vegar er hér nýtízkuleg þyrping smáhýsa með 268 íbúðum fyrir allt að 1000 gesti, byggð 1977/79 á stórri ekru með aldintrjám og fegursta blómskrúði. Svæðið, sem er afgirt og með vörzlu allan sólar- hringinn, er beint andspænis Holiday Inn-hótelinu, 300—350 m frá ströndinni, og innan þess eru auk íbúðarhúsanna þjónustumiö- stöö, s.s. móttaka, grill-veitingastaöur, pizzería, bar, stór sundlaug með rúmgóðu sólbaössvæði, 4 tennisvellir og kjörbúð, þar sem allar nauðsynjar fást. Húsin eru byggð í hinum fagra, sérkennilega Sikileyjar-stíl, einföld en vönduð og hagkvæm aö allri gerð og miðuð við þarfir sumardvalargesta. Miðstöð og loftkæling er alls staðar og notuð eftir þörfum. Lín og öll nauðsynleg áhöld fylgja og dagleg ræsting er framkvæmd af íslenzku starfsfólki. íbúðirnar eru af þrem gerðum: M-íbúð — stúdíó-íbúð á jarðhæð. í hverri íbúö er stofa meö eldhúshorni, snyrtiherbergi með sturtu, svefnhorn aðskilið meö lágu skilrúmi, sólbaðsstétt og garður fyrir framan útidyr. B-íbúð — á tveim hæðum — neðri hæð er eins og M-íbúö, en á efri hæö eru svefnherbergi og snyrtiherbergi með sturtu og svalir. L-íbúð — á tveim hæðum — á neðri hæð er stofa meö svefnplássi, eldhúshorn, snyrtiherbergi með sturtu og svalir. Útsýnarfarþegar geta notfært sér alla þá aðstöðu og þjónustu, sem gestum Holiday Inn-hótelsins stendur til boða. SIKILEY

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.