Morgunblaðið - 01.03.1983, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1983
ÚTSÝN
FLÓRIDA
ST. PETERSBURG BEACH
St. Petersburg er stærsta borgin á vesturströnd Flórida-
skagans. Á kóralrifi úti fyrir ströndinni hefur risið upp
einn vinsælasti baðstaöur Flórida, St. Pete Beach, meö fjölda
nýtízku hótela og íbúöa. Ströndin er ein hin bezta, sem um
getur. Viö hvítan sandinn gjálfra ylvolgar öldur Mexíkóflóans.
St. Pete er kyrrlátur staöur og kjörinn til hvíldar og hress-
ingar, en á næsta leiti eru margir áhugaveröir staöir fyrir þá,
sem vilja kynna sér náttúruundur Flórida, gróðurfar, fugla- og
dýralíf og ýmsa merkisstaöi. Hafgolan heldur niöri hitanum,
sem oftast er þægilegur áriö um kring, og sólin skín flesta
daga ársins.
Frá flugvellinum í Tampa, eins hins nýtízkulegasta og full-
komnasta í heimi, er aðeins rúmlega hálfrar stundar akstur. í
stórkjörbúöum er mikið úrval matar og drykkjar og hvers
kyns varnings fyrir feröamanninn. Fjölbreytni í matargerð er
mikil, því auk ameriskra steikar- og sjávarrétta má velja um
ítalska, kínverska, pólónesíska, franska og mexíkanska mat-
sölustaði. Hér ríkir alúölegt viömót og alþjóölegt andrúmsloft.
HOTEL CORAL REEF
Einn vinsælasti gististaöur á St.
Pete-ströndinni meö vistlegum her-
bergjum og íbúðum með 1—3
svefnherbergjum, baöi, eldhúsi eða
eldunaraöstööu meö öllum áhöldum.
Stórt útivistarsvæöi með garöi og
sundlaug og viö enda þess skjanna-
hvít ströndin. Hinn vinsæli matsölu-
staöur Bröwn Derby rétt hjá.
ALDEN — MOTEL
APARTMENTS
íbúöir af mismunandi stærðum, frá
1—3 svefnherbergjum, á stóru,
opnu svæöi meö 2 sundlaugum sem
nær aö ströndinni. Góð sólbaö-
saöstaöa, útigrill, dagleg ræsting
ibúða. Lítill rólegur staöur og pláss
takmarkaö, svo að panta þarf
snemma.
BRECKENRIDGE HOTEL
Fyrsta flokks hótel alveg á strönd-
inni meö stóru sólarsvæði og sund-
laug, bar, veitingasal, sem orölagöur
er fyrir góðar steikur og sjávarrétti.
Hljómsveit og hinn frábæri Kim
Charles skemmta á kvöldin. Aölaö-
andi gististaöur meó góóa þjónustu,
einn hinn líflegasti á St. Pete Beach.
COLONIAL GATEWAY INN
Tveggja hæöa bygging meö her-
bergjum og íbúðum, sem umlykja
stóran garð meö ágætri sundlaug og
sólbaðsaðstöðu næst ströndinni.
Setustofa, bar og veitingasalur meö
sjálfsafgreiöslu, þar sem gestirnir
geta valiö eins og lystin leyfir af
hlaðboröi í sænskum Smörgás-
bord-stíl, einnig útiveitingastaöur
með smárétti viö sundlaugina.
TILBREYTING
OG SKEMMTUN
ST. PETERSBURG
Ævintýralandiö Walt Disney
World, frægasta skemmti-
svæði veraldar af sínu tagi
með 45 mismunandi sýningar-
og skemmtiatriði, ferð sem
enginn Flóridafari sleppir.
— Dagsferð.
Kennedy Space Center. Geim-
ferðastöðin á Kennedy-höfða,
með geimskipunum Mercury,
Gemini og Appollo, sem fluttu
fyrstu mennina út í áður
ókannaðar víðáttur geimsins.
— Dagsferö.
Sea World og Stars Hall of
Fame. Sea World er stærsta
sjávardýrasafn heimsins, þar
sem dýrin leika ótrúlegustu
listir. Fjölmargt til fróðleiks og
skemmtunar. Stars Hall of
Fame er safn, sem sýnir 200
frægustu kvikmyndastjörnur
sögunnar í frægum hlutverk-
um.
Cypress Gardens. Þessar 220
ekrur lands eru kallaðar feg-
ursti garður heims, enda
blómskrúð og litadýrö náttúr-
unnar ólýsanleg. Missið ekki af
ballettinum á vatnaskíðum. —
Dagsferð.
Circus World — Ringling Bros.
Stærsta og fjölbreyttasta
sirkussýning í heimi. — Dags-
ferð.
Helgarfargjöld kn 4.514
Söluskrifstofur okkar, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar veita allar
upplýsingar um m.a.ferðatilhögun, hótel og bílaleigubíla.
Glas
gow>»
var einu
sinni kölluö
verslunar/
miðstöð /S ls
lendinga vegna
tiðra ferða okkar til
Skotlands Þægilega
stuttar flugferðir /S á
góöu verði /S Glasgow
hefur ekki breyst.Borgin er
ennba /S skemmtilegt sam
bland af gamalli og nýrri hefð.
Þar blandast saman /S gamall \
byggmgarstill.veitíngastaðir og bjór
krár i /^gömlum.klassískum stíl.og
nutíma tækni á sviði verslunar - og við
skipta Það sér engmn S eftir ferð um 41
skosku hálöndin. Skotar telja sig vera ná
granna okkar og vini og vilja eiga í okkur hvert
bein^* Þeir eru gestrisnir/aSmeð afbrigðum og
góðir heim að sækja Fáðu upplysmgar hjá Flug
leiðum eða ferðaskrifstofum um^ferðir til Glasgow
FLUGLEIÐIR
Gott fólk h/á traustu félagi
•miðað er við gengi 10.2. '83
Tungumála-
nám erlendis
Um árabil hefur Útsýn annazt fyrirgreiðslu til tungu-
málanáms víðsvegar um Evrópu, þó aðallega í Englandi,
Þýzkalandi og Frakklandi. Kostir þess, að sameina nám
og hvíld á völdum stöðum eru augljósir, enda sjaldan
hægt aö anna eftirspurn. Útsýn annast bókun farseðla
með flugvélum, járnbrautum eða áætlunarbifreiöum,
eftir því sem við á, pöntun á námskeiðin og yfirfærslu
gjaldeyris í því sambandi.
Lærið ensku í Englandi
King’* School of Engliah ( Bourne-
mouth og Wimborne eöa London.
Bournemouth á suöurströnd Eng-
lands er vinsæll sumarleyfisdvalar-
staöur Englendinga jafnt sem ferða-
manna annarra þjóöa, sem flykkjast
þangaö yfir sumariö. Ágæt bað-
strönd, fagrir almenningsgaröar,
golfvellir og íþróttamiöstöðvar. Þrjú
leikhús eru í Bournemouth, tíu
kvikmyndahús, veitingastaöir og
skemmtistaöir. Aöeins er um 3ja
klst. lestarferö til London og í Suö-
ur-Englandi eru margir frægir sögu-
staðir, sem vert er aö sjá. Skólinn
gengst einnig fyrir fjölbreyttum
kynnisferðum. King’s School of
English var stofnaöur áriö 1957 og
veröur því 25 ára á þessu ári. Val er
um mismunandi námskeiö eftir getu
og áhuga nemenda. Gist er á einka-
heimiium.
Allar nánari upplýsingar er aö fá á
skrifstofu Útsýnar, Austurstræti 17,
Reykjavík.
Lærið þýzku í Þýzkalandi
Humboldt-lnstitut í Ratzenried-höll
í þýzku-ölpunum (16 ára aldurstak-
mark).
Notiö tímann vel og skipuleggið
sumarleyfiö, læriö þýzkuna og kynn-
izt þýzkri menningu og náttúrufeg-
urö. Dvaliö á einkaheimilum í Ratz-
eried-þorpi. Kennt er í fornum kast-
ala. Fjallgöngur, sigling, hjólaferöir,
badminton eöa borötennis, gömul
og ný tónlist flutt af frábærum tón-
listarmönnum. Eignizt nýja félaga i
nýju umhverfi. Kennslan er bæði
fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru
komnir og val er um 3 mismunandi
námskeið. Hámark er 10 manns í
hóp, þannig aö hver nemandi fær
góóa umönnum og aöstoö.
Lærið frönsku í Frakklandi
Institut de Francais ( Villefranch-
Sur-Mer i frönsku Rivierunni (21
árs aldurstakmark).
Blátt Miðjaröarhafiö, tignarlegir Alp-
arnir og fjölskrúöugt mannlíf í borg-
um og bæjum frönsku Miðjarðar-
hafsstrandarinnar er ramminn um
starf og nám, og í frístundum má
stunda sjó- og sólböö, siglingar og
tennis, skíöi og fjallgöngur eða
skoöa merka staöi. Frönsk matar-
gerðarlist er svo kunn, aö ekki þarf
aö fara um hana mörgum oröum, en
á suöurströnd Frakklands úir og
grúir af smáum og stórum veit-
ingastööum, sem bjóöa gómsæta
rétti og drykki. Skemmtistaðir eru
fjölmargir. Gist er á einkaheimilum,
eöa í íbúöum. Kennt er 5 daga vik-
unnar kl. 09.00—16.45.