Morgunblaðið - 22.05.1983, Síða 1
Sunnudagur 22. maí. Bls. 49-80
HJÖRTU OKKAR
VERÐA ALLTAF Á ÍSLANDI
Jófríðarstaðaklaustur stendur
uppi á klettaási ofarlega í
Hafnarfirði og er hluti bygg-
ingarinnar umlyktur múr-
vegg, en framhliðin snýr út að
Ölduslóð. Sú gata var reyndar
ekki til þegar klaustrið var
byggt. Við hringjum dyra-
bjöllu og glaðleg nunna kemur til dyra.
Það er systir Agnes og hún vísar okkur til
sætis í móttökuherberginu og gerir boð
fyrir príorinnuna, systur Miriam. Systir
Miriam heilsar okkur innilega og raunar
verður það eftirminnilegast frá heimsókn
okkar í klaustrið, hversu hlýlegt, vin-
gjarnlegt og glaðlegt viðmót þeirra systr-
anna var. Þær virtust allar bera það með
sér að þær lifa í fullkominni sátt við til-
veruna, sem er meira en sagt verður um
mörg okkar hinna, sem lifum utan klaust-
urmúranna. Eftir að hafa skoðað klaustrið
og heilsað upp á systurnar spurðum við
systur Miriam um tildrög þess, að ákveðið
var að hefja starfsemi klaustursins hér á
landi. Sagan er í stuttu máli á þessa leið:
Þegar Landakotskirkja var vígð árið
1928 komu hingað til lands af því tilefni
hollenskur kardináli frá Róm og séra
Hupperts, yfirprestur frá Montfort-regl-
unni og kardinálinn færði það í tal við
prestinn hvort ekki væri rétt að fá hingað
til starfa klausturreglu til að biðja fyrir
fólkinu í landinu. Þessari hugmynd var vel
tekið og var nú hafist handa við að kynna
málið meðal ýmissa starfandi reglna inn-
an kaþólsku kirkjunnar. Var m.a. leitað til
systur Elísabetar, sm var príorinna í
Karmelítaklaustri í Egmond á Hollandi,
og tók hún málinu vel. Hins vegar skorti fé
til klausturbyggingar þótt eldlegan vilja
til verksins vantaði ekki. En á tíu árum
tókst, með frjálsum framlögum almenn-
ings í Hollandi, að safna nægu fé til bygg-
ingarinnar og var hafist handa við að reisa
klaustrið árið 1939. Um vorið það sama ár
komu hingað til lands fyrstu þrjár nunn-
urnar frá Hollandi, en það voru systir
Elísabet, sem talin er stofnandi Jófríðar-
staðaklausturs.systir Martina og systir
Veronica, sem er starfandi hér enn þann
dag í dag. í fyrstu bjuggu þessar þrjár
systur hjá St. Jósefssystrum en árið 1942
fóru þær til Ameríku í boði Karmelsystra
þar og var sá hluti klaustursins, sem þá
var tilbúinn, leigður breska hernum.
Systir Elísabet lést úti í Ameríku árið
1944 en systir Veronica og systir Martina
komu aftur til landsins um vorið 1945. Ári
SJÁ BLS- 56-57
Karmelsysturnar í bæn í kapellunni.
Litið inn til Karmelsystra í Hafnarfirði sem senn kveðja ísland eftir áratuga starf
Klukknahljómurinn frá klaustri Karmelsystra
berst meö reglulegu millibili út yfir Hafnar-
fjörð og minnir bæjarbúa á nærveru hinna kaþ-
ólsku systra, sem starfað hafa í klaustrinu og
beðið fyrir íslensku þjóðinni allt frá stríðslok-
um. Raunar er hljómur klukknanna orðinn svo
samgróinn bæjarlífinu að margir Hafnfirðingar
eiga erfitt með að hugsa sér brotthvarf systr-
anna nú í byrjun júní og víst er, að þeirra verð-
ur saknað. En starf þeirra systra hefur þó ekki
aðeins haft sérstaka þýðingu fyrir bæjarlífið í
Hafnarfirði heldur einnig fyrir kirkjusögu ís-
lands því klaustrið er hið eina sinnar tegundar
og jafnframt eiria starfandi klaustrið í landinu.
Síðasta klaustur í kaþólskum sið á íslandi var
Helgafellsklaustur, sem aflagt var um miðja 16.
öld. Saga Jófríðarstaðaklausturs er auk þess
einstakur vitnisburður um, hversu miklu fórn-
fýsi, hugsjón og trúarfesta geta fengið áorkað,
og meðal annars þess vegna lögðum við leið
okkar þangað einn góðviðrisdaginn nú fyrir________________________________________________
skömmu, til að kynnast þeirri Sögu nanar. Príorinnan, systir Miriam, ígarði Jófríðarstaðaklausturs.