Morgunblaðið - 22.05.1983, Síða 10

Morgunblaðið - 22.05.1983, Síða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983 milMI Mflíftíí M00UCTI0K YVONHE leCAREO HLOS TROMPSSN RITA GAM VALENTINA CORTfSE ■ ALAN BADEI .... PETER CUSHING ' F'-ednr'cl< Valk ' GerEiard Rtedmann ' Eric Schumann rThe Flame of set all MACm FMRE HERBERT J. Listin að auglýsa í Holly wood — sagt frá Russell Birdwell auglýsinga- manni sem kallaði ekki allt ömmu sína r byrjun voru það stjörnurnar. Þá leikstjórarnir, síðan Ihöfundarnir, framleiðendurnir, kvikmynda- tökumennirnir, hönnuðirnir, klippararnir ... Ollum þessum hefur einhvern tíma verið flaggað sem hinum sönnu listamönnum í Hollywood. En það er einn hópur manna sem hvergi hefur komist á blað. Því hver hefur nokkurn tíma lagt inn gott orð um völd og áhrif auglýs- ingamannanna? Hinir gleymdu menn og konur, sem strit- að hafa á akri kvikmyndanna og oft, næstum einir, borið ábyrgð á því hver afraksturinn varð. Ef mynd er ekki sótt, er þeim iðulega kennt um, ef hún er frábærlega sótt, hugsar enginn um að það gæti verið auglýsingamönnunum að þakka. Fullkomin lygi Eins og allt annað, er auglýs- ingabransinn annar en hann var. Tækni má vel hafa orðið flókn- ari, en hinum mannlegu þáttum hefur fækkað og með þeim hefur mikið af hreinu hugrekki, sær- indum og spenningi horfið. Það var harður flokkur, auglýs- ingamenn í gamla daga. Brögðin sem þeir beittu og lygarnar, sem þeir sögðu eru orðnar að þjóð- sögu. Hver þekkir til dæmis, nafnið á manninum sem datt í hug að ósköp venjuleg ráðning ungrar konu í ósköp venjulegt hlutverk í myndinni They Won’t Forget (1937) gæti orðið að frétt ef því væri komið á framfæri að hún hafi verið uppgötvuð af miklum leikstjóra í Hollywood, þar sem hún hafði verið að leika sér við barinn í Schwabs-vínbúð- inni? Bæði Lana Turner og leik- stjórinn Mervyn LeRoy eru á einu máli um að þetta sé full- komin lygi, en þetta muna allir, og enn í dag má sjá ungt fólk hanga í grennd við Schwabs- vínbúðina, sem lifir í voninni um að þetta gæti endurtekið sig. Þykkir vindlar og hringar á tánum Ef einhver einn maður hefur skapað ímynd auglýsingamann- anna í Hollywood fyrr á árum, hlýtur það að vera Russel Bird- well. Ef þú hefur aldrei heyrt hann nefndan, er það fullkom- lega skiljanlegt. Hann leikstýrði nokkrum myndum, sem nú eru orðnir safngripir, eins og The Girl in the Kremíin, þar sem er sennilega ólíklegasta hlutverkið sem ZaZa Gabor lék í á ótrúleg- um ferli sínum og The Come-On, sem var hroðaleg tilraun til að byggja upp aftur feril Anne Baxter, sem Birdwell „var með“ á þeim tíma. í myndinni lék hún lokkandi kynþokkadís, en hann hafði þegar reynt að endurskapa sætleika Baxters með uppfundn- um smekk hennar fyrir þykkum vindlum og skrýtnum hringum á tánum. Snilli hans lá augsýni- lega í því að gera myndir frægar en ekki að gera þær. Upplogin samtök Til að skilja það sem Russel gerði er nauðsynlegt að taka hér lítið hliðarspor. í ævisögu sinni segir Henry C. Rogers, gamall umboðsmaður, hvernig Rita Hayworth gerði hann frægan og sig um leið. Þegar þau voru bæði fátækir byrjendur og hún hafði rétt lokið við að leika sitt fyrsta ómerkilega hlutverk í Only Angels Have Wings, kokkaði hann upp sögu þess efnis að hún hefði eytt öllum sínum launum 15.000 dollurum í fatakaup og að hún hafi verið kjörin „best klædda konan" hjá Fashion Couturiers Association of Amer- ica, sem var fullkomin skáld- skapur. Samtökin voru ekki til. Tímaritið Look gleypti söguna hráa, setti Ritu á forsíðuna hjá sér og þar með var frami hennar gulltryggður. Sé hann spurður að því hvort hann myndi gera það sama í dag, segir hann að hann myndi gera það, en hann gæti það ekki. Fyrst yrði að fá fréttina með því að finna raun- veruleg tískusamtök, sem þráðu auglýsingu, fá þau til að sjóða saman verðlaunin og svo eftir að sagan væri orðin frétt, koma henni á framfæri tímarits og hljóðlega vinna að því að gera söguna ódauðlega. Sviðsettar fréttir Russel Birdwell, var fyrstur til að skilja þetta. Um nokkurra ára skeið hafði hann með höndum auglýsingafyrirtæki framleið- andans Selzniks og hans fyrsta stóra verkefni var Gone With the Wind. Auðvitað var sagan sjálf löngu orðin fréttaefni, sem metsölubók, sem allir í landinu voru að lesa, og náttúrulega var WJT U , CA*T IHCCUOHa HUNTI.V GORDOH WIMIfKO SBYSON MARY ALOtN WAOD CPANE NOOMA SHtAKFB fWMfclW TBOtSKU WXIJAH COtUUUK JOAN STAHDIHO ijSSS)- Spectacularly Filmed In Egypt With A Cast Of 11,500 By The Largest location Crew Ever Sent Abroad From Hollywoooi fólk spennt að fá að vita hverjar af stórstjörnunum hlytu hin eft- ursóttu hlutverk, Rhett, Scar- lett, Ashley og öll hin. En það var upphaflega Birdwell sem píndi allt mögulegt drama úr þeirri stórkostlegu leit sem fram fór að réttu leikurunum — sér- JOHN ERICSON LOLA AltMIAHI . Ojr&goxt PASSaGjs staklega að Scarlett — og skipu- lagði ferðir fyrirtækisins til hinna sönnu Suðurríkja, þar sem fyrst var komið við í Atlanta og síðan farið um allt. Skipulagning hans var hernaðarlega nákvæm og eftir því sem leitin óx og stækkaði, því nákvæmar var hún skipulögð. Hann hamaðist og smjaðraði sig gegnum alla erfið- leika sem upp komu og hann hlýtur að hafa verið heillandi og miklu meira en heillandi í sam- skiptum sínum við hina gall- hörðu pressu í Bandaríkjunum á þessum tíma. Og það sem hann lét þeim í té voru mest fréttir. Hann fann þær ekki aðeins upp, heldur setti hann á svið atburði, sem urðu að fréttum. Hann gerði sér full- komlega grein fyrir mannlegu eðli og vissi að almenningi þótti fátt eins gaman og að lesa um féeyðslu annarra. Því ólfklegri sem upphæðin var, því betra. Jafnvel í Hollywood seint á sjötta áratugnum, tókst honum að sannfæra almenning um að nokkrar mölétnar sviðsmyndir úr myndinni The Last Comm- and, sem gerð var fimm árum áður, væru í raun afskaplega dýrar endurgerðir og nákvæmar frá sögulegu sjónarmiði, sér- staklega smíðaðar fyrir stór- mynd John Waynes, The Alamo. (Hann hætti réttilega á að fáir gerðu sér ferð niður til Alamo að athuga sannleiksgildi þessa.) Howard Hughes Birdwell gat jafnvel gefið sjálfum Howard Hughes nokkur góð ráð i auglýsingabransanum og var Hughes þó enginn auli. Hughes virðist hafa úthugsað sjálfur hina stórkostlegu auglýs- ingaherferð sem umlukti næst- stærstu uppgötvun hans á leiksviðinu, Jane Russel (sú fyrsta var auðvitað Jean Har- low), í gegnum endalausar tökur og endurtökur á myndinni The Outlaw, og þar til hún var loks- ins eftir langa bið send i kvik- myndahúsin og hann fann upp brjóstahaldarana sem virtust stækka brjóstin á Jane Russel, þó náttúran hafi eflaust gert sitt. Nú er öllum sama En allur þessi auglýsingaáróð- ur byggðist á margan hátt á því að heimurinn var fullur af fólki, sem var sólgið í að lesa meira og meira um kvikmyndir. Það var nauðsynlegt að milljónum manna var umhugað um hvort Scarlett og Rhett væru leikin af Bette Davis og Errol Flynn eða Paulette Goddard og Clark Gable, áður en það fékk að vita að annað hlutverkið fengi óþekkt manneskja. Þetta urðu að vera fréttir fyrir fólkið. Sennilega ná auglýsingamennirnir í dag ekki sömu hæðum í hugmyndaríki og fyrirrennarar þeirra, vegna þess að öllum er nákvæmlega sama. Og menn eru farnir að gera sér grein fyrir því, að þó skrautlegt einkalíf, til dæmis Elizabeth Taylors, geti enn selt dagblöð í milljónum eintaka, þarf það ekki að vera að fólk flykkist í bíó til að sjá myndirnar hennar. Sorg- legt í rauninni. Hvenær sást þú síðast slagorð eins og „Enginn er betri en Bette, þegar hún er reið“, eða „Farðu á myndina og talaðu um hana í hljóði", eða eitthvað einfalt eins og „Það hef- ur aldrei verið uppi önnur eins kona og Gilda“? Allt sem við þurfum er að hafa gaman að hlutunum. Þýtt — ai

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.