Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 71 Sigursteinn Gunnarsson, tannlæknir og módelsmiður, með konu sinni, Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, og þremur sköpunarverka sinna. Flestir byrja á því að „krassa“ — spjallað við Sigurstein Gunnarsson tannlækni og flugvélasmið l>að er mikil nákvæmnisvinna að vera tannlæknir og til þess þarf stöð- ugar hendur. Það þarf því engan að undra að til þess starfs veljist yfir- leitt handlagnir menn. I>að er a.m.k. óhætt að slá því föstu að tannlæknir- inn Sigursteinn Gunnarsson á Reyð- arfirði sé maður handlaginn, því á milli þess sem hann fyllir upp í hol- óttar tennur málar hann íslenska náttúru á léreft og smíðar litlar fjar- stýrðar rellur. Handverksmaður af lífi og sál. Flestir hafa farið til tannlæknis og séð landslagsmálverk. En það eru ekki allir sem vita mikið um fjarstýrðar flugvélar. Við spurðum Sigurstein um þetta áhugamál hans: „Þetta er geysilega skemmtilegt tómstundagaman, bæði að smíða vélarnar og fljúga þeim. Þetta er fyrirtaks iðja fyrir menn sem eru með flugvéladellu, en hafa ekki tíma eða peninga til að læra að fljúga. Því í rauninni gilda alveg sömu lögmál um fjarstýrðar flug- vélar og aðrar. Eini munurinn er sá að flugmaðurinn hefur fast land undir fótum. En það eru sömu at- riðin í flugstjórninni sem eru mestu vandkvæðum bundin, flug- tak og lending." — Það þarf þá kunnáttumann til að stýra þessum rellum? „Mikil ósköp. Þetta er mikill vandi. Flestir sem reyna við þetta í fyrsta skipti byrja á því að „krassa". Sjálfur var ég tiltölulega fljótur að koma þremur módelum fyrir kattarnef. En æfingin skapar meistarann og ég átti eitt sinn vél sem ég fór með í 100 flug án þess að skemma hana.“ — Nú smíðar þú þínar vélar sjálf- ur. Þurfa menn að gera það eða er hægt að kaupa tilbúin módel? — Það er hægt, en þau eru talsvert dýrari. Það er allt að helmingsmunur á verði. En satt best að segja er ekki mjög erfitt að setja módelin saman sjálfur; það fylgja nákvæmir leiðarvísar og fyrir menn sem hafa næmt auga fyrir fínni vinnu er ekkert mál að berja saman slíka vél. En það tek- ur tíma, auðvitað." — Er þetta dýrt sport? „Ekki mjög. Ekki miðað við ým- islegt annað, eins og hesta- mennsku, golf eða veiðiskap. Og þetta er hægt að byggja upp smám saman, menn byrja á ódýrum og léttum módelum og færa sig upp eftir skalanum. Eg gæti trúað að stofnkostnaður væri ekki meiri en 10 þúsund krónur. Og efnið í þess- ar vélar geta menn keypt hér á landi." — Er þetta vinsælt sport hérlend- is? „Þetta er orðið býsna almennt. Það eru starfandi klúbbar bæði 1 Reykjavík og á Akureyri og ég hef frétt að áhuginn sé mjög að færast í aukana. Og þetta er ekki aðeins tómstundagaman, heldur einnig spennandi keppnisíþrótt." Björgvin Halldórsson ( viðhafnar- búningi skipverja á MS Eddu. uppselt og 200 manns á biðlista svo að það er verið að íhuga eina til tvær aukasýningar nú f maí, vegna pressu frá fólki. Síðan fer ég með stórt prógram um landið í enduð- um júlí og út ágúst og svo verður væntanlega ný plata í haust — eða með öðrum orðum. Það er nóg að gera.“ Vanir menn Þeir eru hvergi smeykir i háloftunum þessir kappar. Enda vanir menn. Fréttahaukar, sem láta sig ekki muna um að fljúga landshorna á milli til að smella af mynd og taka menn tali. Þetta eru þeir Ómar Ragnarsson fréttamaður sjónvarpsins, Ragnar Axelsson ljósmyndari Mbl. og Þórarinn Guðnason hljóðmaður. Staddir á Skeiðarársandi að heilsa upp á gullgrafarann Kristinn Guðbrandsson og hans menn. Þeir flugu í samfloti á Frúnni hans Ómars og MBL-vél Morgunblaðs- ins og lentu á sandinum. Með þeim í förinni var Árni Johnsen og tók hann þessa skemmtilegu mynd af þeim félögum að starfi. Nóg að gera „Það hefur verið ákveðið að ég fari jómfrúrferðina með MS Eddu og komi þar fram nokkur kvöld með hálftíma dagskrá í reyksal skipsins," sagði Björgvin Halldórsson hljómlist- armaður, er við slógum á þráðinn til hans nú í vikunni. Það hafði vakið athygli okkar að þeir félagar, Björg- vin og Magnús Kjartansson, voru sérstaklega auglýstir í jómfrúrferð skipsins og við spurðum Björgvin nánar út í ferðina. „Jú, við verðum saman í þessari ferð, ég og Magnús, og ætlunin er að vera með tvö prógröm í gangi, sem eru sett sérstaklega saman fyrir þessa ferð. Þetta verður væntanlega að mestu byggt upp á lögum sem ég hef sungið í gegnum tíðina og þá Ifka að sjálfsögðu lög eftir Magnús. Þessi ferð tekur um það bil viku og það verða aðallega Islendingar um borð þannig að prógrömin verða miðuð við það.“ Um aðrar fyrirætlanir nú á næstunni sagði Björgvin m.a.: „Það er spurning með rokkhátíðina miklu. Síðasta kvöldið var auglýst á laugardaginn fyrir viku en þá var hjá Bjögga SPUNNH) UM STAUN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN kenning. Hann hlær með sjálfum sér að því, sem kallað er stalínismi. Hann er ekki til frekar en hægt er að tala um kristindóm annars vegar og lúþersku hins vegar. Stalín er bókstafskommúnisti. Og hann leggur sjálfur áhcrslu á að hann hafi af þessum sökum þurft að heyja styrjöld við umhverfi sitt og nána samstarfsmenn. Við þjóð sína. Réttlætir á þeim forsendum harmsöguleg örlög þeirra sem kvörnin malar í moldina. Annaðhvort þeir eða bolsh- evisminn! Hann hefur engar áhyggjur af þeirri stefnu sem hann hefur tekið. Hann stefnir að stéttaupplausn í anda Marx. Það er ekki heiglum hent að berjast fyrir slíkri stefnu. Eins og mennirnir eru margvíslegir. Flestir með marskálksstafinn í töskunni. Stalín hefur stuðzt við rit Lenins eins og Lenin studdist við rit Marx. Og hver hefur frekar en hann látið yfirstéttina skjálfa andspænis byltingu kommúnista? Það er svæsinn rógur að halda því fram, að hann hafi ekki lesið Marx. Hann er svo sannar- lega ekki einn af þessum marxistum sem aldrei hafa lesið Marx. Hann kann Auðmagnið að mestu utan bókar og er lesnari í öðrum ritum Marx en nokkur annar lærisveinn Lenins. En hann hefur engan áhuga á Hegel, þeim „dauða hundi“, þótt sagt sé, að Marx sé Hegel í gervi hagfræðings. Stalín telur sér trú um, að lífsviðhorf sitt sé sprottið úr vísindum, en ekki pólitískum trúarbrögðum, eins og reynt er að halda fram. Samt veit hann vel, að hann stjórnar guðveldi en ekki einungis þjóðfélagi vísinda og reynsluþekkingar; að minnsta kosti guðveldi í aðra röndina. Hann hefur nú að mestu gleymt því eins og rómversku keisararnir, að hann er maður, en ekki guð. Jafnvel Svetlana getur ekki minnt hann á það síðustu árin. Kannski vill hann hafa það svo. Og kannsi er það ástæðan fyrir því, að hann forðast börn sín og barnabörn. Guðið er barnlaus forsjón. Stalín kann öðrum fremur þá list að deila og drottna. Hann sigar einum félaga á annan. Byggir upp af útsmoginni kænsku kerfi konungsefna, sem berjast sín á milli í tortímingarstríði fyrir alltsjáandi augliti hans. Hann hefur meiri áhuga á að halda frið við óvini sína en samstarfsmenn, að minnsta kosti ef það hentar honum. f kringum fimmtugsafmælið talaði hann um „friðsamlega sambúð" við auðvaldsríkin í samtali við Walter Durantz. Að lokinni styrjöldinni við Trotsky, Kamenev, Zinov- iev, Yagoda, Yezhov, Túkachevsky, Búkharin og aðra félaga, sem nú eru horfnir ofan í óþekktar grafir, er komið að nýjum krónprinsum: Malenkov, Bería, Krúsj- eff, Molotov, nei ekki Molotov! — að ógleymdum Zhada- nov. Já, Andrei Zhadanov. Arftaki Kíroffs í Leningrað. Kommissarinn í þessu höfuðvígi lista og skáldskapar, sálin í varnarstríði Leningraðsbúa gegn blóðherjum Hitl- ers. Óbilandi, hugrakkur. Það kann Stalín að meta. Og þá ekki síður stefnu hans í listum og skáldskap, sósíalreal- ismann. Viðnámið við úrkynjaðri svefnherbergislist borg- aranna í vestri. Kallað zhadanovstjina. Ástæða til að verð- launa minna framlag til sósíalismans. Hugsjónaríkur eldhugi. Veit lítið um margt og mikið um ekkert. Það líkar Stalín vel. Enginn alvitringur! Þannig eiga stjórn- málamenn að vera. Skyggja ekki á foringjann! Auk þess er betra fyrir Zhadanov að fara sér hægt. Aðalsmaður í aðra ætt, það vita þeir félagar. Mætti nota minni ástæðu. ef í hart færi. Stalín hefur gaman af því, hvernig Zhad- anov afgreiðir Önnu Akhmatovu. Tekur son hennar sem gísl og setur hana sjálfa í stofufangelsi: Þú skalt sýna þig tvisvar á dag í glugganum. Þá vitum við að þú ert enn á lífi og hefur ekki framið sjálfsmorð. Gott hjá karli! Hálf nunna, hálf hóra, segir Zhadanov um skáldkonuna í ein- setunni. Og Stalín hlær eins og Grúsíumaður þegar hann heyrir það. Hann er svo ánægður með Zhadanov að hann hefur ekkert á móti því, að Svetlana giftist syni hans ári eftir að hann deyr 1949. Yfirlýsing um það, að Stalín hafi engan þátt átt í dauða krónprinsins. Ekki þessu sinni! Hann stjórnar ckki hjartslætti allra manna. Aðeins sumra. Hann stjórnar jafnvel ekki eigin hjartslætti. En hjarta hans skal nú samt slá undir moldinni. Hann ætlar að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.