Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 3
H r ossa rækta rf é lag
Hrunamanna
Hrossaræktarfélag
Hrunamanna:
70 ára af-
mælisrit
ÚT EK komið 70 ára afmælisrit
Hrossaræktarfélags Hrunamanna,
72 síður í stóru broti, prýtt fjölda
gamalla og nýrra mynda úr sögu fé-
lagsins og hrossaræktar í Hruna-
mannahreppi. í ritnefnd voru þeir
Þorgeir Sveinsson, Óskar Indriða-
son, Jón Sigurðsson, Stefán Jóns-
son, og Sigurður Sigmundsson.
Stjórn Hrossaræktarfélagsins skipa
aftur þeir Jón Hermannsson for-
maður, Valgeir Jónsson og Helgi
Jónsson.
Af efni afrnælisritsins má nefna
yfirlitsgrein um hrossarækt
Hrunamanna í 70 ár eftir Jón
Hermannsson. Ræðu Óskars Indr-
iðasonar á 70 ára afmæli félags-
ins, þar sem í ítarlegu máli er rak-
in saga þess. Enn er rakin saga
félagsins í grein Jóns Sigurðsson-
ar í Skollagróf, og Þorkell Bjarna-
son, hrossaræktarráðunautur, rit-
ar um hrossarækt. Þá er birt yfir-
lit yfir sýninga- og keppnishross
Hrunamanna á fjórðungs- og
landsmótum 1950 til 1982, grein er
um reiðhesta þeirra Efra-Lang-
holtsbræðra, viðtal er við Gunnar
Bjarnason fyrrum hrossaræktar-
ráðunaut, fjallað er um Berghyls-
kynið og margt fleira efni er í rit-
inu.
Ritið er sett og prentað í Prent-
tækni.
Hlaut lög-
mæta kosn-
ingu í
Hrísey
TALIÐ hefur verið í prestskosning-
um í Hrísey. Séra Sigurður Arn-
grímsson, settur prestur í Hrísey,
hlaut lögmæta kosningu. Á kjörskrá
voru 383, atkvæði greiddu 232.
Séra Sigurður hlaut 140 at-
kvæði, 88 seðlar voru auðir eða
ógildir.
Námsárangur
góður í
Stykkishólmi
Stykkishólmi, 14. maí.
í DAG var grunnskólanum í Stykk-
ishólmi sagt upp við hátíðlega athöfn
í Félagsheimili Stykkishólms. Litla
lúðrasveitin lék við skólaslit undir
stjórn I)aða Einarssonar.
Nemendur á þessum vetri voru
265 í 15 bekkjardeildum. Námsár-
angur var góður og kom það fram
í ræðu skólastjóra, Lúðvigs Hall-
dórssonar.
Heilsufar var lakara en undan-
farin ár, flensan geisaði og ýma
forföll urðu vegna lasleika. Mörg
verðlaun voru veitt við skólaslit,
bæði frá einstaklingum, félögum
og skólanum sjálfum. Nýbygging
skólans er nú komin undir þak og
er verið að ganga frá risi.
KréttariUrj
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 51