Morgunblaðið - 22.05.1983, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.05.1983, Qupperneq 4
 52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 Verölcf ■FÆÐIWGAR1 Fyrsta barnið úr frystinum DEILD^ Fyr.sta barnið úr djúpfrystinum er væntanlegt í október og lík- lega eru tvö önnur á leiðinni. 35 kon- ur aðrar hafa látið djúpfrysta frjóvg- að egg úr sér, sem grípa má til, þíða og koma fyrir í leginu þegar þær vilja eignast Meiri börn. Dr. Alan Trounson hefur lýst þessari nýju tækni, en hún gefur óbyrjum nýja von og auðveldar vísindamönnum að finna hvort væntanlegur einstaklingur sé haldinn einhverjum erfðagöllum. Alan benti þó á, að í þessu sam- bandi væri enn ýmsum siðferði- legum spurningum ósvarað. Hon- um og samstarfsmönnum hans við háskólann í Melbourne er heimil- að að geyma frjóvguð egg eða fóst- ur, sem eru ekki nema fjórar frumur, í frystinum í tíu ár, en hvað ef foreldrar fóstranna deyja eða skilja? Eiga þeir þá að líta á fóstrin í köfnunarefnisflöskunum sem mannverur eða bara sem hrá- efni? Félag fæðingar- og kvensjúk- dómalækna hefur lagt blessun sína yfir djúpfrystinguna, en Fé- lag breskra heimilislækna hefur hins vegar fordæmt hana. Þeir tveir vísindamenn, sem mest hafa unnið að þessum málum í Bret- landi, Patrick Steptoe og Robert Edwards, segjast vera tilbúnir til að hefja djúpfrystingu fóstra fyrir alvöru en hafa þó ákveðið að bíða ■GLÆPIR' Ljótar fregnir af lögguslóðum B þar til leyst hefur verið úr sið- ferðilegum vafamálum. Dr. Trounson hafði gert 13 árangurslausar tilraunir áður en honum tókst að þíða fóstur og koma því fyrir í legi móðurinnar. Hún hefur nú gengið með í 16 vik- ur, en hún hefur aldrei getað átt börn fyrr. „í fyrsta sinn, sem við tókum hana til meðferðar, tókum við úr henni fjögur egg, sem við frjóvguðum með sæði eiginmanns hennar. Eitt djúpfrystum við en hinum þremur komum við fyrir í legi hennar. Hún varð ófrísk en missti fóstrið átta vikna gamalt," sagði dr. Trounson. „Fjórum mánuðum síðar kom hún aftur og bað um að frosna fóstrið yrði þítt og því komið fyrir í leginu. Við gerðum það í janúar- lok og síðan hefur meðgangan ver- ið eðlileg. Við höfum gert það sama við tvær aðrar konur, en árangurinn er ekki enn kominn í ljós. orgin Dortmund í Vestur- Þýzkalandi hefur áunnið sér verðskuldaða frægð fyrir bjórinn, sem þar er framleiddur. En borgin er einnig að verða fræg eða öllu heldur alræmd á öðru sviði — þ.e. fyrir víðtæka spillingu lögreglu- manna. Fyrir 6 mánuðum neitaði lög- reglumaður nokkur að taka þátt i þessari spillingu og sneri sér þess í stað til saksóknara. Það leiddi til þess að 40 lögreglumenn voru látnir sæta rannsókn vegna margs konar misferlis — allt frá árásum upp í meiriháttar þjófn- aðarmál. Sextán þeirra hafa ver- ið ákærðir. íbúar Dortmund segja, að ár- um saman hafi þá rennt grun i, að ekki væri allt með felldu við starfsemi lögreglumanna. Þar hefur fólk yfirleitt haft þann háttinn á að fylgjast gaumgæfi- lega með lögreglumönnum, er koma á vettvang til að kanna verksummerki eftir innbrot í íbúðarhús. Þá hefur því einnig verið fleygt að lögreglumenn standi vörð með brugðin vopn, á meðan glæpa- Menn stundi iðju sína. Það fylgir sögunni, að þá hefjist lögreglu- mennirnir fyrst handa, er glæpa- mennirnir séu horfnir á bak og burt og þá í þeim tilgangi að fjarlægja allt það sem komið gæti upp um þjófana og hirða hlut sinn af ránsfengnum. Þessar sögusagnir höfðu geng- ið fjöllunum hærra um langa hríð. Það var þó ekki fyrr en £ lok síðasta árs, að þær reyndust hafa við óyggjandi rök að styðjast. Eftir að lögreglumaðurinn, sem fyrr frá greinir, skýrði saksókn- ara frá málavöxtum var gefin út heimild til húsleitar hjá lög- reglumönnum. Þar kom marg- víslegt þýfi í ljós, svo sem fatn- aður, byggingarefni, rafmagns- Við gefum konunum kost á að velja hvort þær vilja láta taka úr sér egg, frjóvga það og koma því síðan fyrir strax aftur, eða hvort þær vilja láta frysta það. Við frystum fóstrin hægt niður í 80—90° á C og geymum þau síðan í fljótandi köfnunarefni við 190° frost," sagði dr. Trounson. ■VÍMUG JAFAR • • Mestar líkur eru á að hægt sé að geyma mannsfóstur í frysti í óra- tíma, áratugi eða aldir, en til þess benda tilraunir með dýrafóstur, sem hafa verið þídd eftir mörg ár án þess nokkuð hafi orðið að. Omurleg endalok u ■OKUFANTAR1 í loftinu inn í eilífðina yrir 20 árum var opnaður nýr þjóðvegur á Ítalíu og hlaut hann hið fagra nafn Sólarbrautin. Var það mál manna, að hún væri mesta afrek ítala í samgöngumálum frá stríðslokum. En hún hefur kraf- izt margra mannfórna. Síðustu vik- una í aprfl létu II manns lífið á Sólarbrautinni er vöruflutningabfll hlaðinn stálhylkjum rakst á áætlun- arbfl sem í voru 13 ára skólabörn frá Napólí, en þau voru á leið til orlofs- dvalar við Garda-vatn. Hvergi í Evrópu eru umferð- armál í eins miklum ólestri og á ftalíu. Stöðugir þungaflutningar, sífelldir aukakrókar vegna við- gerða og viðhalds og akstur á ólöglegum hraða gerir það að verkum að mikið hættuspil er að aka eftir þjóðvegum landsins. Áætlunarbílar með ferðamenn, sumir með drifi á öllum hjólum, aka efti - Sólarbrautinni í kapp við risastóra flutningavagna hvað- anæva úr Evrópu, vörubíla og steypubíla. í upphafi var gert ráð fyrir því að Sólarbrautin yrði einkum þjóðvegur fyrir ferða- menn, en þá var aðeins um hálf milljón ökutækja á vegum Ítalíu, og enginn gat séð, hvað framtíðin myndi bera í skauti sér. Núna eiga ítalir 18 milljónir fólksbíla og hálfa aðra milljón þungaflutn- ingabíla. Vegirnir eru hins vegar ekki nema 200.000 mílur og það jafngildir því að 100 ökutæki séu um hverja mílu. Þótt undarlegt megi virðast er tíðni umferðarslysa á Ítalíu ekki meiri en annars staðar í álfunni, þar sem umferðarþungi er álíka mikill. Það eru þungaflutningarn- ir, sem eru helzti höfuðverkurinn. ýmsum öryggisbúnaði virðist litlu máli skipta. Blaðamaður hjá Corriere Della Sera í Mílanó, en það er út- breiddasta blað á Ítalíu, skrifaði nýlega eftirfarandi: „Maður ekur stundum hundruð kílómetra án þess að rekast á lögreglubíl. Þetta veldur því, að fólk brýtur umferð- arlögin, ekur framúr við tvísýnar aðstæður, þreytir kappakstur og reynir að svína í biðröðum. Sumarið er að koma og ferðaæðið eykst. Guð hjálpi okkur!" — DAVID WILLEY ngi maðurin skjögraði nokk- ur skref, en varð síðan eins og stytta. Bak hans var bogið og höfuðið lá fram á brjóstið. Það var stjakað lauslega við honum og þá missti hann jafnvægið og hefði dottið, ef hann hefði ekki verið gripinn í fallinu. Andlit hans var svipbrigðalaust og augun starandi. Hendurnar titruðu. Þetta er lýsing á Parkinsons- veikinni, sem fólk fær yfirleitt ekki fyrr en það er komið til ára sinna. Sá sem hér um ræðir var hins vegar kornungur efnafræði- nemi. Hann er einn úr dálitlum hópi eiturlyfjaneytenda, sem fengið hafa þessi súkdómsein- kenni vegna neyzlu á lyfi, sem selt er á götum úti undir nafninu „nýtt heróín". Framleiðsla á þessu lyfi er algerlega ólögleg og mistök við hana hafa valdið fólki óbætanlegu heilsutjóni. Lyfið hefur verið nefnt NMPPP og er mjög líkt verkjalyfinu meperi- dine, sem notað er á sjúkrahús- um. Ungur efnafræðinemi notaði kunnáttu sína til að búa til mep- eridine í rannsóknarstofu sem hann hafði komið sér upp, og honum tókst það nokkrum sinn- um. Síðan gerðist hann hirðu- laus og „slysaðist til að búa til NMPPP“. Fyrir skömmu var haldinn í Washington fundur þeirra aðila í Bandaríkjunum, sem fara með yfirstjórn áfengis-, fíkniefna- og geðverndarmála. Þar sýndu læknar kvikmynd af fólki, sem veikst hefur af völdum NMPPP og vöruðu við þeim hættum, sem geta stafað af „heimilisiðnaði" á lyfjum. Á fundinum kom fram eftir- farandi: „Allir efnafræðinemar í menntaskóla vita, að hægt er að búa til lyf. Pilturinn, sem hér um ræðir, útbjó lyfið með leiðsögn vísindarita frá 5. áratug þessar- aldar, en kynnti sér ekki ar Vöruflutningabílar, sem eru breiðari en lög mæla fyrir um, fá iðulega undanþágu til aksturs á þjóðvegum ef fyrir þeim fara lög- reglumenn á vélhjólum. Vélhjól- um lögreglumanna hefur þó ekki fjölgað í réttu hlutfalli við fjölgun fiutningavagnanna. Samkvæmt lögum eiga dag- leiðamælar að vera á öllum vöru- flutningabilum, en þau lög eru oft virt að vettugi. Oft má greinilega sjá, að bílar flytja meira magn en flutningageta þeirra segir til um og er það vitanlega gert í ábata- skyni. Fyrir tveimur mannsöldrum var asnakerran aðalsamgöngutæki It- ala. Nú eru það talin almenn mannréttindi að sérhver borgari geti átt eigið ökutæki, og ekki er skeytt um þau vandamál sem slíkt veldur. Skortur á bílastæðum og -ALBAMÍA Landið þar sem Stalín er ennþá guð A ð fara frá Júgóslavíu yfir til Albaníu, „eina sósíalíska ríkis- ins í Evrópu“, er eins og að stíga skref aftur á bak í tíma. Þegar raf- magnsgirðingarnar á landamærun- um eru að baki og vopnaðir verðirn- ir, sem klæddir eru á kínverska vísu, ber aðeins hestvagna og reiðhjól fyrir augu ferðamannsins og stöku sinnum afdankaðan vörubfl. f Albaníu eru einkabílar bann- aðir og svo er líka með erlendar skuldir, trúarbrögð, skatta, söng á krám, einkaeign og alla óánægju i þessu undarlegasta, lokaðasta og mesta alræðisríki í heimi. Albanía og Enver Hoxha virðast stundum vera eitt og hið sama. Hoxha, sem er 74 ára gamall og aðalritari Flokks vinnunnar f Alb- aníu, hefur farið með óskorað al- ræðisvald í landinu í 39 ár. Hvert sem litið er blasa við myndir af honum og nafn hans er letrað stórum stöfum í fjallahlíðarnar eða á borða, sem strengdir eru yfir strætin. Hoxha ríkir þó ekki einn í Alb- aníu. Við stjórnvölinn stendur líka andi Jósefs heitins Stalíns, hinnar miklu æskuhetju Hoxha, sem dýrkuð er um landið þvert og end- ilangt. Fyrir 16 mánuðum lést Mehmet Shehu, fyrrum forsætisráðherra, og opinberlega var sagt, að hann hefði svipt sig lífi. Aðrar heimildir herma þó, að lífverðir Hoxha hafi skotið Mehmet þegar hann dró byssu úr pússi sínu og reyndi að skjóta Hoxha í áköfu rifrildi, sem var á milli þeirra. Eftir dauða Mehmets var Þjóðarsögusafninu við Skanderbeg-torg í Tirana Iok- að og þegar það var opnað aftur sáust þess engin merki, að maður að nafni Mehmet Shehu hefði lifað og dáið í landinu. Mehmet Shehu var einu sinni þjóðhetja í Albaníu og hægri hönd Hoxha allt frá því að albanskir skæruliðar ráku hermenn Öxul- veldaana af höndum sér á árunum 1943—44. Nú er hann orðinn ein af gráu eyðunum á gömlum ljós- myndum af skæruliðum kommún- ista, og Hoxha lét sig ekki muna um að úthrópa hann sem CIA- njósnara frá gamalli tíð. Albanía er fátækasta landið í Evrópu en landbúnaður stendur þar þó með nokkrum blóma og verðmæt jarðefni er þar líka að finna. Þjóðin er sjálfri sér næg um orku og selur raunar raforku bæði til Júgóslavíu og Grikklands. Stal- inísk áhersla á þungaiðnaðinn hefur hins vegar valdið því, að venjulegar neysluvörur eru fáséð- ar, en svo virðist sem meira fram- boð sé á ódýrari mat, nema kjöti, en í öðrum Austur-Evrópuríkjum og biðraðir eru sjaldséðar. Sveitirnar eru vel ræktaðar, miklar áveitur og hver blettur nýttur. Þá vantar ekkert nema reiðhjólið til að líkingin við Kína sé fullkomin enda héldu Kínverjar Albönum á floti efnahagslega í 17 ár. Opinberar yfirlýsingar og tölur eru allar hinar stórkostlegustu í Albaníu og eru gott dæmi um það kosningar í landinu þar sem kjör-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.